Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017
Þegar samningar
náðust í byrjun sept-
ember milli Press-
unnar og DV annars
vegar og Frjálsrar
fjölmiðlunar hins veg-
ar um kaup síðar-
nefnda félagsins á fjöl-
mörgum fjölmiðlum,
t.d. DV, dv.is, Press-
unni og Eyjunni, kom
óvænt í ljós að félag þeirra Róberts
Wessmans og Árna Harðarsonar,
forstjóra og aðstoðarforstjóra lyfja-
fyrirtækisins Alvogen, hafði látið
þinglýsa 200 mkr tryggingarbréfi
sem kom í veg fyrir að unnt væri að
selja nokkuð af eigum Pressunnar
og DV.
Þetta höfðu þeir Árni og Róbert
látið gera í algjöru umboðsleysi eft-
ir að hafa svikið skrif-
lega yfirlýsingu til
Tollstjóra um að öll
vanskil Pressu-
samstæðunnar yrðu
þurrkuð upp.
Nú voru góð ráð
dýr. Þess var eðlilega
krafist að Dalurinn af-
létti bréfunum. Árni
Harðarson setti strax
fyrir hönd Dalsins
fram ýmis skilyrði fyr-
ir því. Fór hann fram á
greiðslu frá Frjálsri
fjölmiðlun, svo og umtalsverða aug-
lýsingainneign. Jafnframt krafðist
hann þess að ég myndi gangast í
persónulega ábyrgð afturvirkt fyrir
50 mkr láni sem félagið Kringlut-
urninn hafði fengið nokkrum mán-
uðum fyrr frá félaginu Aztic, sem
tengist Alvogen sterkum böndum.
Við bentum Árna á að þarna væri
um hreina fjárkúgun að ræða sem
kæmi umræddum trygging-
arbréfum ekkert við, en hann gaf
sig ekki. Ákvað ég því að skrifa upp
á sjálfskuldarábyrgðina til að
tryggja hagsmuni félaganna og
starfsfólksins, svo afstýra mætti
gjaldþroti sem ella hefði orðið
nokkrum klukkustundum síðar.
Í kjölfar þessarar ógeðfelldu fjár-
kúgunar, sendu Róbert Wessman
og Árni Harðarson frá sér yfirlýs-
ingu, þar sem því var ranglega
haldið fram að fjölmiðlarnir hefðu
verið seldir að þeim forspurðum,
þegar staðreyndin var sú að það
hefði ekki verið hægt nema þeir af-
léttu tryggingarbréfum sem hafði
verið þinglýst í heimildaleysi.
Af því tilefni sendi Jón Steinar
Gunnlaugsson bréf til Árna Harð-
arsonar hinn 28. september sl. þar
sem sagði meðal annars:
„Þvingun ykkar félaganna fólst í
því að neita að aflétta tryggingar-
bréfi frá 10. maí 2017 af útgáfurétti
dagblaðsins DV og réttindum
tengdum vörumerkinu DV, nema
umbj. minn gengist í persónulega
ábyrgð fyrir ofangreindu láni, þótt
hann persónulega tengdist ekki
með nokkrum hætti umræddu
tryggingarbréfi. Er það líklega fá-
heyrt að maður með lögfræði-
menntun, sem virðist vilja vera tek-
inn alvarlega, skuli viðhafa slíka
háttsemi. Hún fer vafalaust í bága
við ákvæði í almennum hegning-
arlögum.“
Árni varð ekki við tilmælum Jóns
Steinars. Í samskiptum við for-
svarsmenn Pressunnar fór hann
hins vegar ítrekað fram á að ásak-
anir um refsivert athæfi yrðu
dregnar til baka, að öðrum kosti
yrði ekki um neinar sættir í málinu
að ræða og krafa um hluthafafund
og gjaldþrot Pressunnar látin
standa. Var þar komin enn ein kúg-
unartilraunin, þar sem neyta átti
peningalegs aflsmunar. Óformlega
var af okkar hálfu tekið jákvætt í
slíka málaleitan, ef það gæti orðið
til að bjarga Pressunni frá þroti, en
svo fór að engar sættir náðust og
ummælin því ekki dregin formlega
til baka.
Þannig er staðan nú og því ekki
annað að gera, en láta lögreglu og
dómstóla um að knýja fram réttlæti
í máli þessu. Sannast hér hið forn-
kveðna, að jafnvel þeir sem á hátíð-
arstundum kalla sig lyfjarisa eru
samt í reynd ekkert annað en pínu-
litlir karlar.
Eftir Björn Inga
Hrafnsson
» Var þar komin enn
ein kúgunartilraun-
in, þar sem neyta átti
peningalegs aflsmunar.
Björn Ingi Hrafnsson
Höfundur er fv. stjórnarformaður
Pressunnar.
Fjárkúgun á ögurstundu
Það þætti hreint
magnað í hvaða landi
sem væri, (nema
kannski á Íslandi) að
auka útgjöld ríkissjóðs
á milli ára um 8-9%.
Fjárlagafrumvarp
nýrrar ríkisstjórnar
Katrínar Jakobsdóttur
gerir ráð fyrir að út-
gjöld A-hluta ríkis-
sjóðs, án fjármagns-
kostnaðar, verði liðlega
64 milljörðum hærri á komandi ári
en fjárlög yfirstandandi árs og tæp-
lega 53 milljörðum hærri en áætlun
gerir ráð fyrir.
Útgjöld til nær allra málasviða
aukast samkvæmt frumvarpinu fyr-
ir utan fjármagnskostnað sem lækk-
ar enda hefur verulegar árangur
náðst við lækkun skulda á síðustu
árum og ríkissjóður nýtur hagstæð-
ari lánskjara. Heildarhækkun fram-
laga til heilbrigðismála nemur ríf-
lega 21 milljarði króna. Framlög til
mennta-, menningar- og íþrótta-
mála aukast um 5,5 milljarða, til
samgöngu- og fjarskiptamála um
3,6 milljarða og til umhverfismála
hækka framlög ríkissjóðs um 1,7
milljarða frá fjárlögum 2017 til
2018.
Þannig má lengi telja. Á alla eðli-
lega (og sanngjarna) mælikvarða er
illa hægt að komast að annarri nið-
urstöðu en að fjárlagafrumvarp rík-
isstjórnarinnar sé sannkallað út-
gjaldafrumvarp. En stjórnar-
andstaðan styðst við önnur viðmið
ef marka má fyrstu umræðu um
frumvarpið síðastliðinn föstudag.
Það er eiginlega allt ómögulegt og
sagt nauðsynlegt að auka útgjöld
ríkisins miklu meira en lagt hefur
verið til.
Áhyggjur af umræðunni
Dr. Ásgeir Jónsson, dósent og
deildarforseti hagfræðideildar Há-
skóla Íslands, er áhyggjufullur.
Hann var í fróðlegu viðtali við Krist-
ján Kristjánsson á Sprengisandi
Bylgjunnar á sunnudaginn og sagði
um orðræðuna:
„Það sem maður hefur aðallega
áhyggjur af í umræðunni er að það
virðist – eins og stjórnarandstaðan
talar á þinginu – að hún átti sig ekki
á hvernig ríkisfjármál virka. Að það
þurfi að eyða meiri peningum. Ef
við förum að þenja út ríkissjóð á
þessum tímapunkti í hagsveiflunni,
þá erum við að fá þenslu, vaxta-
hækkanir frá Seðlabankanum og
verðbólgu. Það skiptir mjög miklu
máli að ríkið vinni á móti hagsveifl-
unni.“
Ásgeir Jónsson gagnrýndi skort á
forgangsröðun þegar kæmi að út-
gjöldum ríkisins og að ekki væru til
mælikvarðar á árangur og gæði
opinberrar þjónustu.
Hvernig skilgreinum
við t.d. gott heilbrigðis-
kerfi? Við styðjumst
ekki við góða mæli-
kvarða, eins og Ásgeir
benti á:
„Það sem er alltaf
talað um er hvað við
eyðum miklum pen-
ingum í heilbrigðismál.
Það er ömurlegur
mælikvarði, vegna
þess að það eru til lönd
sem eyða miklum pen-
ingum í sín heilbrigðis-
kerfi, eins og Bandaríkin, en eru
samt með ömurlegt kerfi.“
Vondur mælikvarði
Svo virðist sem eini mælikvarðinn
á opinbera þjónustu sem margir
þingmenn og þrýstihópar styðjast
við sé hversu miklum peningum var-
ið er í hana. Með slíkan mælikvarða
að vopni er stöðugt krafist hærri út-
gjalda – því hærri því betra. Gæði
þjónustunnar verða aukaatriði.
Fyrr eða síðar lendum við í
ógöngum og þess vegna er mikil-
vægt að taka upp ný vinnubrögð –
innleiða árangursmælikvarða á öll-
um málefnasviðum ríkisútgjalda.
Ríkið – fyrir hönd skattgreiðenda –
þarf að gera skýrari og meiri kröfur
til að tryggja gæði menntunar, heil-
brigðisþjónustu og annarrar opin-
berrar þjónustu.
Ég hef oft reynt að vekja athygli á
því hve mælikvarðinn sem er not-
aður sé vitlaus. Í umræðum um fjár-
lagafrumvarp ríkisstjórnar sem
sprakk með nokkrum hvelli um
miðjan september síðastliðnum, hélt
ég því fram að ákvörðun um útgjöld
ríkisins snerist ekki síst um að nýta
fjármuni með skynsamlegum hætti,
hvernig við forgangsröðum, byggj-
um upp kerfi og skipuleggjum þjón-
ustuna. Þar sagði ég að lítt væri
hugað að því hvernig tekjur ríkisins
og sameiginlegar eignir nýtast í hin
sameiginlegu verkefni. „Afleiðingin
er sú að ríkisreksturinn þenst út og
verður óhagkvæmari með hverju
árinu sem líður. Til að leysa vand-
ann er þægilegra að grípa til ráð-
stafana til að auka tekjur, hækka
skatta og finna nýja tekjustofna.“
Líkt og hrópandinn
í eyðimörkinni
Röksemdir mínar í umræðum um
frumvarp til fjárlaga, sem aldrei
náði fram að ganga, eru í takt við
það sem ég hef skrifað hér á síður
Morgunblaðsins. Í október á liðnu
ári fullyrti ég að flestir viðurkenndu
að auka yrði útgjöld til heilbrigðis-
mála. En um leið og framlögin yrðu
aukin væri nauðsynlegt að viður-
kenna að fjármunum væri víða sóað:
„Eitt stærsta verkefni á sviði heil-
brigðismála á komandi árum verður
að tryggja góða nýtingu fjármuna –
að skattgreiðendur fái það sem
greitt er fyrir; öfluga og góða heil-
brigðisþjónustu. Þar skiptir skipu-
lag kerfisins mestu og um það er
deilt.“
Síðar í sömu grein sagði:
„Almenningur treystir því að
kjörnir fulltrúar standi vörð um
hornsteina samfélagsins, en gerir þá
eðlilegu kröfu að ríki og sveitarfélög
fari vel með sameiginlega fjármuni.“
Það skal játað að í þessum efnum
hefur mér oft liðið eins og hrópand-
anum í eyðimörkinni. Krafan um
stöðugt aukin útgjöld er hávær. Trú-
in á að hægt sé að leysa flest vanda-
mál með því að auka útgjöldin er
sterk. Og hvernig má annað vera
þegar stuðst er við mælikvarða þar
sem allt er metið út frá því hversu
miklir fjármunir settir eru í mála-
flokka?
Afleiðingin er ekki aðeins sú að
gæði þjónustunnar sem við greiðum
sameiginlega fyrir, er verri en hún
gæti verið, heldur einnig að stöðugt
er farið dýpra í vasa launafólks.
Auðvitað er eitthvað sérkennilegt
og öfugsnúið við það að þingmenn
leiði hugann að því að þyngja byrðar
sem launafólk og fyrirtæki þurfa að
bera, áður en þeir eru búnir að
tryggja að þeir fjármunir sem þegar
eru greiddir í ríkiskassann nýtist
með hagkvæmum hætti. Það er
sanngjörn krafa frá skattgreið-
endum að framkvæmda- og löggjaf-
arvaldið gangi úr skugga um að þeir
gríðarlegu fjármunir sem renna til
sameiginlegra verkefna – í heil-
brigðiskerfið, menntakerfið, stjórn-
sýsluna o.s.frv. – séu nýttir af skyn-
semi þannig að þjónustan sé í
samræmi við það sem greitt er fyrir
og sanngjarnt er að krefjast.
Eftir Óla Björn
Kárason
» Það skal játað að í
þessum efnum hefur
mér oft liðið eins og
hrópandanum í eyði-
mörkinni. Krafan um
stöðugt aukin útgjöld
er hávær.
Óli Björn
Kárason
Höfundur er þingmaður
Sjálfstæðisflokksins.
Ekki verða öll vandamál leyst með auknum útgjöldum
Útgjöld A-hluta ríkissjóðs eftir málefnasviðum*
Fjárlög
2017
Áætlun
2017
Frumvarp
2018
Breyting frá
fjárlögum 2017
Breyting frá
áætlun 2017
Rekstrargrunnur, m.kr. m. kr. % m. kr %
Alþingi og eftirlitsstofnanir þess 5.140 5.140 5.840 700 14 700 14
Dómstólar 2.384 2.384 3.144 760 32 760 32
Æðsta stjórnsýsla 1.778 1.952 2.387 608 34 434 22
Utanríkismál 13.697 13.697 14.939 1.242 9 1.242 9
Skatta-, eigna- og fjármálaumsýsla 20.891 20.891 21.860 970 5 970 5
Hagskýrslugerð, grunnskrár og upplýsingamál 3.601 3.601 3.941 340 9 340 9
Nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar 13.595 13.595 13.590 -5 0 -5 0
Sveitarfélög og byggðamál 20.269 20.269 21.694 1.425 7 1.425 7
Almanna- og réttaröryggi 23.422 23.492 25.136 1.714 7 1.644 7
Rétt. einstakl., trúmál og stjórnsýsla dómsmála 12.442 15.760 14.244 1.802 14 -1.515 -10
Samgöngu- og fjarskiptamál 34.754 36.329 38.324 3.570 10 1.995 5
Landbúnaður 15.771 15.771 16.040 269 2 269 2
Sjávarútvegur og fiskeldi 6.307 6.307 6.724 418 7 418 7
Ferðaþjónusta 1.711 1.711 2.131 420 25 420 25
Orkumál 3.725 3.725 4.060 336 9 336 9
Markaðseftirlit, neytendamál og stj.sýsla atv.mála 4.362 4.362 4.623 261 6 261 6
Umhverfismál 15.597 15.757 17.259 1.662 11 1.502 10
Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál 12.216 12.459 13.831 1.615 13 1.372 11
Fjölmiðlun 3.955 3.955 4.165 209 5 209 5
Framhaldsskólastig 30.298 30.298 31.339 1.040 3 1.040 3
Háskólastig 41.592 41.592 44.335 2.742 7 2.742 7
Önnur skólastig og stjórnsýsla mennta- og menn.mála 5.250 5.250 5.341 91 2 91 2
Sjúkrahúsþjónusta 82.999 83.676 91.554 8.555 10 7.878 9
Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa 42.037 42.637 47.901 5.865 14 5.265 12
Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta 45.472 45.472 46.837 1.365 3 1.365 3
Lyf og lækningavörur 17.125 21.313 22.509 5.384 31 1.196 6
Örorka og málefni fatlaðs fólks 54.463 56.993 61.641 7.178 13 4.648 8
Málefni aldraðra 67.333 67.333 76.249 8.916 13 8.916 13
Fjölskyldumál 30.071 29.428 32.002 1.931 6 2.574 9
Vinnumarkaður og atvinnuleysi 16.880 16.880 19.161 2.282 14 2.282 14
Húsnæðisstuðningur 14.350 13.312 13.393 -957 -7 81 1
Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála 8.303 8.303 8.789 486 6 486 6
Fjármagnskostn., ábyrgðir og lífeyrisskuldbindingar 84.823 89.416 73.914 -10.910 -13 -15.503 -17
Almennur varasjóður og sértækar fjárráðstafanir 8.327 7.676 9.321 994 12 1.645 21
Samtals 764.938 780.733 818.215 53.277 7 37.482 5
Samtals án fjármagnskostnaðar 680.114 691.317 744.301 64.187 9 52.985 8
*Útgjöldin eru hér sett fram samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastaðli. Heimild: Fjárlagafrumvarp 2018 / Fjármála- og efnahagsráðuneytið.