Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.12.2017, Blaðsíða 13
DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 2017  Tage Ammendrup (1927-1995) hóf starfsfer- ilinn sem kaupmaður í versluninni Drangey. Hann stofnaði tónlistarútgáfuna Íslenzka tóna 1947, sem gaf út um eitt hundrað 78 snúninga hljómplötur, álíka margar 45 snúninga og tvær tvöfaldar 33 snúninga plötur. Fyrirtækið var lagt niður 1965 þegar Tage hóf störf sem dagskrárgerðarmaður og upptökustjóri hjá Sjónvarpinu þar sem hann vann til æviloka.  Tage var sonur Maríu Samúelsdóttur og danska klæðskerans og feldskerameistarans Povl Chr. Ammendrup. Hann hóf fiðlunám átta ára gamall, lærði að spila á mandólín og starfaði um árabil í Mandólínhljómsveit Reykjavíkur, þar sem hann kynntist Maríu Magnúsdóttur gítarleikara. Þau spiluðu sam- an í MAJ tríóinu, gengu í hjónaband 1947 og eignuðust þrjú börn, Pál, Axel Tage og Maríu Jane.  Fjórtán ára eignaðist Tage hlut á móti móður sinni í matvöruversluninni Drangey við Laugaveg 58, þar sem hann afgreiddi hálfan daginn og stundaði jafnframt nám í Versl- unarskóla Íslands.  Árið 1945 var Drang- ey breytt í leð- urvöru- og hljóð- færaverslun. Tage hóf að gefa út nótur, kennslubækur og lagatexta undir merkjum Drangeyj- arútgáfunnar, einnig tímaritið Jazz 1947, og Musica 1948-1950. Hann keypti upptökutæki til landsins og útbjó 20 fm upptökusal í bakhúsinu þar sem fram fóru æfingar og upptökur.  Tage stofnaði Íslenzka tóna gagngert til að standa að hljóðupptökum og útgáfu tónlistar fyrir íslenskan og norrænan markað. Fyrsta útgáfan varð endaslepp og kostaði málaferli, sem lauk ekki fyrr en 1952, en þá hófst hin eiginlega útgáfustarfsemi. Hann gerði samkomulag við útgáfu- og framleiðslufyr- irtæki í Noregi um afþrykkingu hljómplatna.  Fyrir jólin 1952 gáfu Íslenzkir tónar út þrjár tveggja laga 78 snúninga plötur með söngv- aranum Svavari Lárussyni og tvær plötur af sömu gerð með Sigfúsi Halldórssyni. Margar plötur voru í bígerð og næstu ár voru við- burðarík hjá útgáfunni. Mest var gefið út af dægurlögum en einnig töluvert af klassískum hljómplötum. Helstu listamenn þjóðarinnar sungu, spiluðu og útsettu tónlist fyrir Íslenzka tóna, mikil gróska var í útgáfunni og fyrir- tækið blómstraði.  Plötur Íslenzkra tóna þóttu fjölbreyttar, enda hafði Tage breiðan tónlistarsmekk. Hann var áhugamaður um klassíska tónlist og djass og dægurtónlist og valdi mörg lög á plöturnar sem urðu metsölulög.  Tage var framsýnn og mikill talsmaður þess að skipt var úr 78 snúninga plötum yfir í 45 snúninga. Íslenskir tónar voru eitt fyrsta plötuútgáfufyrirtækið á Norðurlöndum sem gaf út 45 snúninga plötur og kom sú fyrsta út 1954.  Í tengslum við útgáfuna stóð Tage fyrir vin- sælum miðnæturskemmtunum í Austur- bæjarbíói 1954 og revíukabarettum næstu tvö árin. Mikið var lagt upp úr allri umgjörð, leiktjöld voru máluð, leikskrár prentaðar og settur saman danshópur. Á einni skemmtun- inni kom fram bandarískur rokkari, líkast til sá fyrsti til að syngja rokk opinberlega á Íslandi.  Tage hætti plötuútgáfu 1964 en þá voru enn ein umskiptin í uppsiglingu, frá 45 snúninga til 33 snúninga. Ammendrup-fjölskyldan 1965 F.v. María Magnúsdóttir Ammendrup, María á þriðja ári, Tage og syn- irnir Axel blaðamaður (látinn) og Páll læknir. Myndin var tekin fyrir viðtal í Vikunni þegar Tage var með útvarpsþættina Hvað er svo glatt – kvöldstund með Tage Ammendrup. Með eyra fyrir metsölulögum Brautryðjandi í útgáfu dægurlaga MJA tríóið 1946 Tage og María, kona hans, ásamt Kornelíusi Jónssyni úrsmið, en þau mynduðu MAJ tríóið og spiluðu víða á fimmta áratugnum. Tage Ammendrup Tungumálakennsla hefur verið og er enn stór hluti af námi flestra grunn- og framhaldsskólanema. Sumir vilja meina að of mikil áhersla sé lögð á tungumálakennslu á kostnað nátt- úru- og raunvísinda. Aðrir segja mik- ilvægt að kunna og skilja ólík tungu- mál í heimi aukinna alþjóðaviðskipta og ferðamennsku. Tæknifyrirtækið Google hefur mögulega gert tungumálakennslu svo gott sem óþarfa. Með Google Pix- el Buds er hægt að nota símann sinn til að þýða og fá þýðingar í rauntíma. En hvernig virkar það? Notenda- viðmótið er nokkuð einfalt. Maður talar og tækið þýðir og svara viðmæl- andanum á því tungumáli sem maður velur. Eins og stendur eru þýðingar aðeins á 40 tungumálum og ekki tekst tækninni alltaf að orða hlutina hárrétt. Eins og með alla tækni á hún eftir að batna og verða betri. Við gætum því á næstu árum lent í hrókasamræðum við einhvern sem skilur bara kínversku, jafnvel þó svo við tölum ekki orð sjálf í tungumál- inu. Heimild Businessinsider. Verður tungumálakennsla úrelt? AFP Tækni Ætli stærðfræði verði eina tungumálið sem allir þurfa að læra? Persónulegi þýðandinn Tónlistarkonurnar Lára Rúnarsdóttir og Tinna Sverrisdóttir sem eiga fyr- irtækið Andagift hafa unnið saman að súkkulaðiserimíóníum undanfarin misseri og hafa viðtökurnar verið svo góðar að þær hafa ákveðið að opna í janúar Súkkulaðisetur við Rauð- arárstíg. Þetta ku vera fyrsta súkku- laðisetur í henni Reykjavík en þar verður kakóplantan leiðandi í því sem boðið er upp á, m.a. tónheilun, djúp- slökun, hugleiðslu, jóga og súkku- laðiserimóníur. Í tilkynningu kemur fram að súkkulaðið sem notast er við sé 100% hreint, handunnið kakó frá regnskógum Gvatemala og hefur ver- ið notað sem hjartaopnandi lyf af maya-indjánum öldum saman. „Andagift Súkkulaðisetur verður griðastaður þar sem auðvelt verður að gefa sér frí frá amstri hversdags- ins og njóta ilmandi súkkulaðibolla í róandi og hlýju umhverfi. Þetta er okkur hjartans verkefni og nú leitum við eftir stuðningi svo þessi draumur megi verða að veruleika,“ segja þær stöllur Lára og Tinna sem hafa farið af stað með söfnun á Karolinafund þar sem fólk getur tekið þátt í hreyf- ingunni. Með því að styrkja verkefnið gefur fólk sér um leið gjöf sem trygg- ir því gæðastund í Andagift. Þeir sem áhuga hafa á að styrkja verkefnið geta farið inn á vefsíðuna karolinafund.com, þar sem finna má verkefnið undir heitinu ANDAGIFT. Tinna og Lára safna Súkkulaðisetur væntanlegt í hjarta borgar Kátar Tinna og Lára súkkulaðikonur. – fyrir dýrin þín Eigum mikið úrval af hundabeislum Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | sími 511-2022 | www.dyrabaer.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.