Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 VIÐTAL Í slenskur leikari hefur ekki áður verið ráð- in í jafnstórt hlutverk í jafnstóra bíó- mynd og Hera Hilmarsdóttir en í febr- úar bárust tíðindi af því að hún myndi leika í næstu stórmynd Peters Jacksons. Peter Jackson er maðurinn á bak við Lord of the Rings, Hobbitann og fleiri stórvirki og er nú framleiðandi Mortal Engines, sem verður jóla- myndin á næsta ári með Heru Hilmarsdóttur í aðalhlutverki. Stórmynd í framleiðslu Peters Jacksons – hvílíkt risatækifæri. Hvernig er tilfinningin? „Hún er auðvitað frábær. Ég var svolítið lengi að átta mig á þessu, hvað þetta væri stórt. Svo gerðist þetta svo hratt. Fyrir svona verk- efni getur maður yfirleitt ekki lesið handritið áður en maður sendir inn prufu þannig að í raun var ég ekki alveg meðvituð um hvað þetta væri né tengja almennilega að Peter Jackson væri manneskjan á bak við það. Ég hafði frétt að þau væru búin að leita að manneskju í hlutverkið í heilt ár og bjóst því ekki endilega við að heyra meira frá þeim. Svo ég sendi prufuna án þess að hugsa neitt sérstaklega út í þetta. Síðan las ég handritið og hugsaði með mér, já, þetta er nú reyndar mjög flott saga og flott persóna, og þetta er Peter Jackson. Það fóru að renna á mig tvær grímur og ég fór að átta mig á hvað þetta var raunverulega stórt. Peter Jackson hefur ekki gert verkefni í líkingu við þetta síðan hann gerði Lord of the Rings og Hobbitann – þetta gætu orðið nokkrar kvikmyndir ef vel gengur, en byrjum á einni.“ Áður en við ræðum þetta risaverkefni og þetta ótrúlega annasama ár er spennandi að fá smá grunnmynd af Heru sjálfri. „Foreldrar mínir eru listamenn, Þórey Sig- þórsdóttir leikkona og Hilmar Oddsson leik- stjóri og það var bragur af því á heimilinu. Við bjuggum í London í ár þegar ég var krakki út af námi mömmu og enskan sem ég lærði þá átti eftir að koma sér vel síðar. Ég var einkabarn til 13 ára. Þá eignaðist ég bróður, sem mér fannst fyrst pínu vandræða- legt svona þegar mér var tilkynnt það, þó við- horf mitt og lífsmynd mín hafi nú breyst fljótt með tilkomu hans. Það var mikið af ömmum og ættmennum í kring og mikil tenging við eldri kynslóðirnar. Alveg þar til að ég var níu ára voru fimm ætt- liðir í kvenlegg á lífi en langalangamma mín dó tæplega 104 ára. Þessi kynslóðatenging hafði mikil áhrif á mig og seinna fattaði ég að mér þótti mikið öryggi í eldra fólki, bæði vinum og vandamönnum,“ segir Hera Hilmarsdóttir. Láttu vita í hvaða landi þú ert Hvaða persónueiginleikar voru fljótt áberandi hjá þér? „Ég hafði gaman af flestum listum. Setti upp sýningar heima í stofu og það varð eiginlega að gerast ef fleiri en einn komu saman. Almennt hafði ég mikinn áhuga á leiklist, tónlist og dansi, teiknaði mikið, spilaði á selló og píanó. Afi, Odd- ur Björnsson leikskáld, var líka mikill tónlistar- áhugamaður eins og reyndar margir í fjölskyld- unni og hann gætti þess að halda tónlistinni að mér með geisladiskagjöfum þegar færi gafst. Ég var innhverf að einhverju leyti, og er ennþá, en mér finnst gaman að koma fram og tjá mig í gegnum listina. Sumir myndu lýsa mér sem feiminni, aðrir ekki. Ég hef ansi gaman af fólki og gæti ekki verið án þess. Ég hef samt alltaf haft mikla þörf fyrir að vera ein inn á milli og það hefur verið mér mikil vítamínsprauta. Held það sé nú bara gott í hófi með hinu. Ég var mjög samviskusöm og þótt mér hafi þótt gaman kannski að gera dyraat með hóp af krökkum þá fékk ég oft samviskubit ef ég hélt að eitthvað særði fólk. Ég man til dæmis eftir bolludögum og ég stóð á þröskuldinum að svefn- herbergi mömmu og pabba með vöndinn og fannst það rosalega óþægilegt. Ég stóð oft mjög lengi við rúmið hjá þeim að mana mig upp í að vekja aumingja sofandi fólkið með því að lemja í þau með vendi. Ég hugsa að þetta hafi hamlað prakkarastrikum mínum að ég hugsaði mjög oft út í afleiðingarnar, hvernig öðrum myndi líða. Kannski má segja að mín einu prakkarastrik hafi verið að finnast rosalega spennandi að týn- ast. Ég reyndi stundum að fara út og týnast, og tók einu sinni vinkonu mína með mér, það gekk ekkert rosalega vel! Foreldrar mínir tóku meira að segja spjall við mig fullorðna nú um daginn og sögðu: „Hera, þú þarft núna að láta okkur að minnsta kosti vita í hvaða landi þú ert!“ Breyttist þú eitthvað þegar þú eltist, hættir að vera barn, fórst í menntaskóla? „Ég hélt alveg þangað til ég var 16, 17 ára gömul að ég gæti sinnt öllu í einu. Þá var ég í dansi, lærði á selló hjá Gunnari Kvaran og var á fullu í tónlistarskólanum en líka í leikfélaginu og nemendaráði. Ég svaf eiginlega ekki en fannst það bara eðlilegt. Þangað til að Gunnar Kvaran sagði við mig einn daginn; „Hera, þú getur ekki gert allt.“ Það voru góð ráð, ég byrjaði að for- gangsraða og hætti í tónlistarnáminu.“ Áttu þá til að ofgera þér? „Já, mér hættir til þess og þarf að passa mig að fara ekki fram úr mér. Núna er ég að velja mér verkefni í rólegheitum fyrir næsta ár og mér finnst ekkert mál að vera afslöppuð með það, kannski sérstaklega ef ég veit að þau sem ég er að skoða byrja ekki alveg strax heldur næsta sumar. En ég hef það í mér að hugsa að ég gæti þá einmitt notað tímann núna til að setja upp sýningu og að gera hitt og þetta. Þeg- ar ég ætla að taka mér frí reyni ég að keyra mig einhvern veginn öðruvísi út, fer að vinna í um- boðsmannamálum og ýmsu sem til fellur. Tök- um á Mortal Engines lauk í sumar en ég er búin að vera á ferð og flugi milli heimsálfa alveg síð- an, það er mikill meðbyr núna og ég þarf að sinna því miklu meira en ég bjóst við.“ Vildi leika karlmenn Hverra leistu upp til í æsku? „Kannski sérstaklega kvenna í fjölskyldu minni og ég átti sterkar fyrirmyndir í kenn- urum, allt frá því á leikskóla. Dúkkan mín, sem ég á enn þann dag í dag heitir til dæmis eftir leikskólakennara sem ég hafði sem hét Inger! Í Ísaksskóla var ég hjá Herdísi Egilsdóttur og ég held hún hafi haft miklu meiri áhrif á mig í lífinu en hef gert mér grein fyrir. Hún kenndi fögin í gegnum svo mikla sköpun og kenndi okk- ur að framkvæma og taka frumkvæði. Í dag finnst mér því mjög létt að koma hugmyndum í verk. Ég held að það sé sá góði grunnur, þetta verksvit, sem ég fékk hjá Herdísi. Herdís er sérstaklega hlý og kenndi okkur strax margt um heiminn á mjög fallegan hátt. Í Hlíðaskóla hitti ég svo Önnu Flosadóttur sem kom leiklist inn sem föstum lið í námið. Hún var mér mikil fyrirmynd. Þarna var ég ákveðin í að leggja leiklist fyrir mig og var strax farin að hafa áhyggjur af því, í gaggó, að ég kæmist ekki inn í leiklistarskólann. Þá skipti miklu máli að hafa hana að hvetja því hún var utanaðkomandi manneskja en ekki fjöl- skyldutengd mér eða vinkona mömmu og pabba eða eitthvað slíkt og mikill andlegur styrkur. Ég verð líka að segja að það hafði mikil áhrif á mig að alast upp með Vigdísi Finnbogadóttur sem forseta, ég man eftir því að hitta hana 5 ára og taka í höndina á henni. Mín kynslóð elst upp „Alveg þar til að ég var níu ára voru fimm ættliðir í kvenlegg á lífi en langa- langamma mín dó tæplega 104 ára. Þessi kynslóðatenging hafði mikil áhrif á mig og seinna fattaði ég að mér þótti mikið öryggi í eldra fólki, bæði vinum og vandamönnum,“ segir Hera Hilmarsdóttir. Morgunblaðið/Hari Ætla að halda mér á jörðinni Hera Hilmarsdóttir er að leggja heiminn að fótum sér. Sjálf er hún æðrulaus og jarðbundin yfir því að vera í aðalhlutverki kvikmyndar Peters Jacksons en í hans höndum hefur hún átt stórkostlegt ár á Nýja-Sjálandi. Júlía Margét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.