Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 20
VIÐTAL
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017
að nálgast þig þegar þú kemur til Íslands, ef ég
væri blaðamaður úti færi ég ekki beint í að
hringja í þig heldur fyrst í gegnum her af fólki.
„Já einmitt, úti er ég með fjölmiðlafulltrúa í
slíku. Það er ekki það, ég trúi alveg að bransinn
geti virkað með minna teymi í kringum sig og
þess vegna hef ég beðið svolítið lengi með að
ráða fleiri. En núna, aðallega út af Mortal, eru
að opnast allt aðrar dyr og þá munar miklu að
hafa bæði hungrað ungt fólk á bak við mig sem
þarf sjálft að sanna sig og berjast fyrir verk-
efnum, sem og fólk sem hefur starfað lengi í
bransanum, er með stóra viðskiptavini og getur
því komið mér í samband við fólk sem annars
væri erfitt að nálgast.
Út af Mortal get ég núna valið á milli allra
stærstu umboðsskrifstofanna, get hitt alla og
valið, sem mér fannst svolítið klikkað. Einn dag-
inn var það ekki möguleiki og næsta dag er allt
upp á gátt. En það hefur verið frábært.“
Hvað gerir þetta fólk fyrir þig?
„Þau fara öll erlend erindi sem mér berast,
tilboð um verkefni og handrit. Þau velja úr og
segja oft nei fyrir mig og ég frétti kannski ekki
einu sinni af fyrirspurninni. Ég vil þó vita alltaf
þegar það gerist, sérstaklega ef boð liggur fyrir,
en það hefur gleymst. Oft hefur það verið nauð-
synlegt því ég hef ekki alltaf tíma til að skoða
allt sjálf, auk þess sem þau væru þá í raun ekki
að vinna vinnuna sína. Ég þarf að geta treyst
þeim fullkomlega. Oft er ég líka tilbúin að sjá
það jákvæða í verkefnum, sem eru kannski ekk-
ert endilega svo jákvæð, svo það er ágætt að
þau geti sigað aðeins úr, ég geti einbeitt mér
betur að þeim verkefnum sem ég brenn fyrir og
er að vinna að. Þau verða að þekkja mig eins vel
og hægt er og vita hvað ég vil gera þannig að
þau geti falast eftir og fundið áhugaverð verk-
efni fyrir mig. Þau skipuleggja líka allar prufur
og fylgja þeim eftir og svo þegar kemur að
samningum kemur lögfræðingurinn inn. Þau
semja t.d. um laun fyrir mig, berjast fyrir hærri
launum, passa upp á að ég eigi eins mikinn hluta
í vinnunni og ég mögulega get, vinnuaðstæður
séu ásættanlegur. Þetta er heljarinnar batterí.
Þau eru líka andlegur stuðningur.“
Þú hefur svarað því í viðtölum að þú hafir vilj-
að fara út því íslenski bransinn hafi ekki hentað
þér – hugsaðirðu stórt þá?
„Ég var enn í menntaskóla þegar ég fór að
vinna í sjónvarsseríum og kvikmyndum hér
heima, lék m.a. í Hamrinum, Svörtum englum,
Smáfuglum og Veðramótum. Vann líka hjá Zik
Zak kvikmyndum og ég fann eftir að hafa próf-
að þetta að mig langaði í eitthvað nýtt. Bæði að
tengja aftur við England, þar sem ég hafði búið
þegar ég var krakki og svo vantaði mig áskorun
inn á eitthvað sem ég vissi ekki baun hvað var.
Hugsunin var ekki að ég ætlaði út „að meika
það“. Ég gat allt of vel ímyndað mér hvernig líf
mitt yrði sem leikkona hér á Íslandi. Ef ég
kæmist í skólann hér, yrði ég þar í fjögur ár,
myndi svo sækja um í leikhúsum, vinna kannski
eitthvað í bíó. Mér fannst það hálfógnvekjandi
að geta ímyndað mér þetta svona skýrt, þó svo
að auðvitað hefði þetta aldrei orðið bein braut.
Kannski spilaði líka inn í að ég þekkti þennan
heim svo vel hér, var tengd inn í hann fjöl-
skylduböndum, mamma og pabbi hafa bæði
kennt í leiklistarskólanum. Ég sótti hinsvegar
bæði um í skólanum hér heima og svo London
Academy of Music and Dramatic Arts og komst
inn á báðum stöðum. Mér leist þó betur á um-
sóknarferlið úti, skólann sjálfan og bara áttaði
mig á að mig langaði meira út. Fylgdi hjartanu.“
Ertu góð í því að fylgja hjartanu?
„Að mörgu leyti. Ég er mjög góð í að taka
stórar ákvarðanir en get verið verri í þeim
smærri. Ég reyni að hlusta á innsæið en svo á
maður það til að hundsa innri tilfinningu sem er
að segja manni eitthvað, kannski sérstaklega í
persónulegum málum frekar en vinnu.“
Lærði margt af Ben Kingsley
Hvað lærðirðu af því að flytja til Bretlands og
búa þar í nýju umhverfi?
„Ég tók þetta á hnefanum en fattaði eftir
fyrsta árið að þetta var meiri áskorun en ég
þorði að viðurkenna fyrir sjálfri mér, að byrja í
nýjum skóla, í nýju landi og búa ein í fyrsta
skipti. Í London gat ég allt í einu ekki tengt mig
við þetta sem maður getur á Íslandi, að vera úr
þessum skóla, þessu hverfi og eiga þessa fjöl-
skyldu og félaga. Þarna gat ég bara tengt mig
við að vera stelpan frá Íslandi. Sem var orðið
pirrandi eftir smátíma, enda ekki það eina sem
einkennir mig. Ég hugsaði með mér hvað það
væri vont að geta ekki verið eins hröð í hugsun
og fyndin og Bretarnir sjálfir út af tungumálinu
þótt ég hafi verið með góðan grunn í enskunni.
Þetta var ákveðinn þröskuldur sem ég komst
yfir. Á öðru ári fór ég að blómstra.
Bretar geta verið dálítið gamaldags. Þeir fíla
útlendinga í botn en minna mann samt ósjaldan
á að maður er útlendingur á einn eða annan
hátt. Á síðasta námsárinu, þegar við fórum að
setja upp sýningar, fann ég að þeir vildu setja
mig í ákveðið box; þú ert ungleg, mjúk í útliti,
góð stelpa og við ætlum að markaðssetja þig
svona. Mér var sagt hvernig ég ætti að vera og
ég var alls ekki sammála þeirri mynd, fannst
hún ekki ná yfir mig og mína möguleika.
Plús að öll þau hlutverk sem ég hafði notið
mín best í áður voru ekki þess lags, heldur litrík
og allskonar. Fyrri part ársins kyngdi ég þessu
bara til að sjá hvert það leiddi þangað til einn
daginn ég setti fótinn niður, sagði þetta vera al-
gjört rugl og skapaði mér sjálf þá ímynd sem ég
vildi. Og þá fóru hlutirnir að gerast.“
Hvernig tók bransinn þér sem útlendingi?
„Ég fann það aðeins í fyrstu prufunum sem
ég fór í að sumum fannst þeir vera að taka mikla
áhættu með því að prufa og mögulega ráða Ís-
lending. En svo hætti það vera svona mikið mál.
Yngri leikstjórar setja þetta aldrei fyrir sig,
enda get ég talað eins og Breti. En ég man að ég
fór í prufu hjá eldri þekktum leikhúsleikstjóra
og hann tók það sérstaklega fram að honum
þætti ég „lúkka“ sérstaklega vel fyrir hlut-
verkið, væri virkilega ánægður með mig og
heyrði ekki að ég var íslensk heldur hljómaði ég
svona afskaplega vel í hans eyrum. Þar til auð-
vitað hann las það af blaði að ég væri Íslend-
ingur. Þá sagði hann mér að ég gæti ekki leikið
hlutverkið sem hann hafði í huga. Ég gæti
kannski leikið rússnesku stelpuna. Ég verð
minna vör við svona viðhorf núna.“
Árangur þinn væri afskaplega góður fyrir
breskan leikara, en er enn meiri því þú ert Ís-
lendingur.
„Það má segja að þessi heimur sé að opnast
meira fyrir öðrum en bara Bretum og svo
Bandaríkjamönnum vestanhafs. Bandaríkin eru
í raun enn opnari en Bretar fyrir mismunandi
leikhúsmeninningu, sem eru fastir í því að vilja
gera sama hlutinn aftur og aftur. Mjög oft er
maður að horfa á nýju fötin keisarans í bresku
leikhúsi. Sama sýning sem hefur verið sett upp í
mörg hundruð ár er sett upp í nákvæmlega eins
útfærslu, sömu búningar og allir leikarar eru
búnir að læra hvernig „á“ að gera þessa sýn-
ingu. Svo koma breskir áhorfendur úr mið og
efri stétt, klappa og eru hæstánægðir því sýn-
ingin er nákvæmlega eins og þeir eru búnir að
læra hvernig hún á að vera. Auðvitað gera þeir
líka gott leikhús, eitt besta leikhús sem ég hef
séð var í Bretlandi en það eru yngri leikskáld
gjarnan eða innfluttar erlendar sýningar.“
Hver er vendipunkturinn á ferlinum?
„Það er eiginlega ómögulegt að segja hvar
bolti byrjar að rúlla. Það hefur kannski breytt
miklu þegar ég lék í bíómyndinni The Ottoman
Lieutenant sem kom út á þessu ári en þar leik
ég í fyrsta skipti aðalhlutverk í bandarískri bíó-
mynd, á móti leikurum eins og Ben Kingsley.
Þar á undan hafði ég verið í sjónvarps-
seríunni Da Vinci’s Demons í þrjú ár, og gat
ekki tekið að mér spennandi verkefni sem mér
buðust, bæði í leikhúsi og bíó út af samningi
mínum sem er náttúrulega eðlilegt. Á þeim tíma
komu upp frábær tækifæri, sem ég hafði mikla
trú á, fyrir utan að serían sjálf var auðvitað gott
tækifæri. Ég reyndi að láta það ganga að sinna
verkefnum með þáttunum en það er hægara
sagt en gert þegar þú ert fastráðin í nokkur ár.
Þegar ég lauk svo mínum samningi og hætti í
Da Vinci’s Demons fór ég aftur í verkefni sem
ég fann mig meira í og þá opnuðust margar dyr.
Ég fékk hlutverkið í The Ottoman Lieutenant á
móti Ben Kingsley en í þeirri mynd var ég þó
persónulega mest „starstruck“ að leika á móti
Josh Hartnett sem var mikill sjarmör þegar ég
var krakki, sem er fyndið því Ben Kingsley er
miklu meiri kempa og algjör „stórleikari“.
Aftur á móti virtust flestir aðrir „starstruck“
og hálfhræddir við Sir Ben; ég aftur á móti
ákvað að svoleiðis hugsunarháttur myndi bara
þvælast fyrir og ég skildi ekki kippa mér upp
við að leika á móti honum. Hann væri bara
venjulegur maður eins og hver annar, og leik-
hæfileikar hans myndu eflaust bara gera allt
léttara á setti. Og það reyndist rétt. Ben var
yndislegur gagnvart mér, ég lærði mikið af hon-
um. Upp úr þeirri mynd hafði hann samband við
mig og vildi fá mig til að leika aðalhlutverk í
myndinni An Ordinary Man, á móti honum.“
Afar krefjandi líkamlega
Af hvaða fólki hefurðu lært mest í leiklist?
„Hverjum einasta samstarfsmanni. Síðan er
gaman þegar maður kynnist fólki eins og Kings-
ley, sem er skrýtið að segja því hann er svo stór
leikari, en hann er á bylgjulengd í leiklistinni
sem ég tengi við. Það myndaðist strax tenging á
milli okkar, sem er ekki gefið að maður finni
með öðrum leikurum. Fólk nálgast leikinn oft
frá svo mismunandi sjónarhornum. Þetta var
svolítill masterclass að vinna með honum og ég
fékk mörg góð ráð frá honum. En svo lærir
maður líka af fólki í lífinu. Ég held til dæmis að
ég ætti erfitt með að búa lengi í Los Angeles þar
sem allir virðast helteknir af bransanum á ein-
hvern hátt og mexíkóskir verkamenn eina fólkið
sem talar um venjulega hluti. Ef maður er alltaf
umkringdur einhverju gervi verður maður sjálf-
ur bara gervi. Og vinnan manns kannski líka.“
Í hverju liggja þínir styrkleikar sem leikari?
„Ég á auðvelt með að hlusta á aðra, tek vel á
móti því sem mótleikarinn gefur og ég held að
það sé kostur. Svo er maður alltaf að breytast
og læra eitthvað nýtt, og vonandi öðlast ég alls
konar styrkleika með tímanum.“
Hvernig var annasamur dagur við tökur á
Mortal Engines?
„Alla mánudaga vaknaði ég kl. 4.30, fór á sett
var í tvo tíma í förðun og undirbúningi og vann
svo í 12 tíma. Til að fá nægan hvíldartíma á milli
byrjuðum við yfirleitt klukkutíma síðar næsta
dag og á föstudegi vorum við því að byrja tals-
vert seinna en á mánudegi. Við unnum fimm
daga vikunnar sem er ekki svo slæmt. Kvöldin
fara í að borða, þvo af sér daginn, læra textann
og undirbúa sig fyrir næsta dag. Í svona verk-
efnum gerir maður ekki mikið meira en að vinna
því frístundir fara í undirbúning, textavinnu og
-breytingar og alls kyns æfingar. Maður reynir
síðan að hringja í fjölskylduna eða vini á kvöldin
og vera manneskja en það getur oft verið flókið.
Sérstaklega þegar maður er að vinna krefjandi
vinnu tilfinningalega. Líkaminn veit í raun ekki
muninn á því hvort þú hafir verið að gráta í tvo
daga í leik í tökum eða í alvörunni. Hvort
tveggja er alvara fyrir honum og maður er því
oft að vinna úr því á kvöldin. Stundum nær mað-
ur því ekki einu sinni þar sem maður er að und-
irbúa næsta dag og er því fastur í því ástandi í
langan tíma, alla vikuna, jafnvel allt töku-
tímabilið. Maður verður að kunna að sleppa.“
Mortal Engines er byggð á bókum Philip
Reeve’s. Sögusviðið er jörðin, sem er ekki leng-
ur nothæf eftir styrjöld. Borgir rúlla um á hjól-
um, veiða hvor aðra til að afla sér efnis og fólks.
„Lesendur geta kynnt sér sögu bókanna á
netinu en í raun má ég ekki tala mikið um hvað
myndin fjallar eða hvort hún fylgi söguþræði
bókanna í þaula. Ég get sagt að persónan sem
ég leik, Hester Shaw, hefur upplifað ansi
dramatíska hluti í lífi sínu og alist upp við und-
arlegar aðstæður.“
Ein af fjölskyldunni
Hvernig er Peter Jackson í eigin persónu? Nú
er hann í guðatölu hjá mörgum.
„Já, hann er í guðatölu og má líka bara alveg
vera það. Hann er mjög ekta og eins og margir
hafa bent á í tengslum við metoo-byltinguna
hefur nákvæmlega ekkert komið fram um hann
heldur er hann þvert á móti algjörlega hinum
megin ef það er til einhver slík lína, hefur hjálp-
að að bera kennsl á slík atvik, og er bara ynd-
islegur. Konan hans, Fran Walsh, starfar með
honum í öllu því sem hann gerir, þau eru mjög
gott teymi og dóttir þeirra vinnur líka í mynd-
unum og er yndisleg líka. Þau tóku mér al-
gjörlega opnum örmum og maður varð einn af
fjölskyldunni. Um síðustu páska fórum við öll
saman upp í sveitahúsið þeirra, vorum saman
þar í páskaeggjaleit og í fjölskyldukósíheitum
bara, sem er alls ekki sjálfsagt. Þó það sé oftast
hugsað vel um mann í tökum þá voru þetta al-
veg einstakar og persónulegar viðtökur.
Ég fann mikinn stuðning á setti og strax á
fyrsta fundi þegar við ræddum karakterinn og
útlit hennar fann ég að þau ætluðu algjörlega að
taka mark á mínu innleggi og hvað mér fannst.
Karakter minn er til dæmis með stórt ör í and-
litinu og Peter Jackson sagði strax við mig að ég
fengi ljósmyndir af mér sem væri búið að undir-