Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 21
24.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 búa í myndvinnslu, með réttum hárlit og bún- ingi, og ég fengi að teikna hugmyndir að örum eins og mér fyndist að þau ættu að vera. Maður fann því strax gagnkvæma virðingu og jafningjabrag. En auðvitað koma allir fram við Jackson í samræmi við það sem hann hefur gert. Hann á þetta risastúdíó á Nýja-Sjálandi, Stone Street Studios, er með mörg hundruð, jafnvel þúsund manns í vinnu. Allt er undir honum kom- ið að stórvirki hans verði að veruleika. En hann er líka jarðbundinn og það er ekki að sjá utan á honum að hann sé í þessari stöðu, allt- af í sömu fötunum og fáránlega hversdagslegur. Hann er eiginlega hobbiti, er oft bara berfættur vinnunni og er bara alveg sama, honum finnst bara gaman að búa til bíó!“ Hera segir að það megi heldur ekki gleyma Fran Walsh og Philippu Boyens samstarfsmanni þeirra, konunum sem skrifa með honum og framleiða, enda eru þær alltaf á setti og ekkert verður til án þeirra heldur. Jackson skrifaði og framleiddi Lord of the Rings með þeim, sem og Hobbitann og nær allar sínar myndir, sér- staklega með Fran konunni sinni en þau hafa skrifað flest saman, frá myndum eins og Meet the Feebles og Heavenly Creatures fram að Mortal Engines. „Verkefnið og upplifunin var öll miklu jákvæð- ari en ég hélt. Ég bjó mig undir að þetta yrði allt frekar pólitískt og erfiðara vinnuumhverfi en það reyndist. Ég fengi ekki að hafa mikið að segja um karakter minn og fengi endalaust að heyra, eins og oft er í verkefnum sem tengjast Bandaríkjunum á einhvern hátt, að ég ætti að vera sætari, mjórri og eða eitthvað þannig. Það var ekkert svoleiðis. Ég meira að segja fór að hugsa hvað ef þetta yrðu margar myndir, kannski þrjár myndir ef þetta virkaði allt saman, þá værum við að tala um sex ár mögulega. Það er mikil skuldbinding og það er margt sem kemur upp í hugann. Hvað ef ég vildi eignast barn á þessum tíma? Svona verður að hugsa því þú ert að skrifa undir eitt- hvað sem gæti stjórnað lífsmynstri þínu í langan tíma. En ég held ég hafi skrifað undir samning með tillitssamasta fólki í þessum bransa sem hægt er, þau eru yndislega Ég er að fara í smá tökur í viðbót fyrir myndina í febrúar og ég er mjög spennt að hitta þau aftur.“ Er ekki góð tilfinning að vera í svona höndum? „Jú, ég var algjörlega búin að búa mig undir að vera stjórnað en þarna var gagnkvæm virð- ing á allar hliðar, hvar sem fólk var að vinna á setti, í hvaða stöðu sem var, allir nutu virðingar. Ég gat haft áhrif á allar senurnar mínar, hvað var skrifað á endanum. Auðvitað innan ramma sögunnar og verkefnisins. Þau vinna handritið samtímis tökum sem sumum leikurum finnst óþægilegt. Mér fannst það þægilegt því ég gat verið hluti af sköpunarferlinu og mér leið eins og við værum öll á sömu bylgjulengd.“ Er þetta mikið öðruvísi en það sem þú hefur gert áður? „Þetta var af svo allt annarri stærð. Sem dæmi voru 120 sett og þau voru öll brjál- æðislega flott. Í stærsta stúdíóinu, sem King Kong var tekin upp í, var búin til borg, sem var í alvörunni á stærð við lítinn bæ, og hún hékk öll í loftinu, var öll á hreyfingu og þú gast farið út um allt. Margir halda að svona myndir séu bara tæknibrellur og „green screen“ en þessi er sem betur fer ekki einungis þannig heldur risa leik- myndir og mjög stór leikarafloti. Ég held að áhorfendur muni finna fyrir áferðinni, smáat- riðum og alvöru fólki í stað tölvuvinnslu.“ Nýt þess að hafa nóg að gera Hvernig er að vera með bækistöðvar í London? Hvað gerirðu þegar frí gefst? „Það hefur mikið breyst síðustu tvö árin þannig að þó að ég sé með bækistöðvar í Lond- on hef ég lítið verið þar út af vinnu, hef verið á ferð og flugi. Ef ég er í London reyni ég að slaka á og njóta þess að vera þar, reyni að taka til í einhverjum kössum sem ég hef ekki náð að gera í nokkur ár og koma í stand. Ég hef ekki haft neina rútínu þar í svolítinn tími. Ég reyni að fara í jóga, pílates, hitta vini mína og fara í garðana ef ég er þar í aðeins lengri tíma.“ Þú notar mikið orðið „reyna“ – hljómar eins og það sé lítill tími nema í vinnu? „Það er rétt, maður reynir! En ég nýt þess samt að hafa nóg að gera. Þegar við vorum við tökur á Mortal Engines bjó ég við sjóinn í ynd- islegu umhverfi og náttúru Nýja-Sjálands. Ég fékk smá innilokunarkennd þegar ég kom aftur til London, af hverju ég væri eiginlega að velja mengaða borg með sírenuvæli að búa í. Ég sé al- veg fyrir mér að bæta við bækistöðvum, styrkja þær á Íslandi en kannski prófa að búa í New York einn daginn. En London fer ekki.“ Nú hefurðu gefið þér talsverðan tíma í inn- lend verkefni líka þrátt fyrir að hafa mikið að gera úti – finnst þér það nauðsynlegt fyrir þig eða er það bara tilviljununum háð? „Nei, mér finnst það nauðsynlegt, bæði fyrir sjálfa mig og svo langar mig að segja okkar sög- ur og úr okkar samfélagi. Maður tengir allt öðruvísi við það sem Íslendingur en enska períódu eða framtíðarsýn í æv- intýramynd. Þetta er svolítið eins og að fá fjöl- skylduna sína að sjá eitthvað sem maður hefur verið að gera – það er öðruvísi en að fá bara ein- hvern út í bæ. Mig langar að vera hluti af því að búa til íslenskar bíómyndir og leikhús, ég hef metnað í að gera gott íslenskt efni og hafa áhrif á það sem er að gerast hér. Við verðum að geta speglað okkur í listsköpuninni í landinu.“ Verð að hlúa að mér Hvað telurðu að sé mikilvægt fyrir þig til að ferillinn haldi vel áfram, fyrir utan að velja gaumgæfilega næstu verkefni? „Að reyna að hlúa að mér, sem manneskju, mínum samböndum og fjölskyldu. Sálarlífi og líkama. Ég get keyrt mig léttilega út og fullt af fólki er að því. Margar vinkonur mínar sem eru jafnvel í kringum þrítugt upplifa að þær séu út- brunnar og það er einhver samfélagsvandi. Við erum undir einhverri svakalegri pressu að standa okkur geggjað vel í öllu, Ég þarf að vinna að því að halda mér í jafn- vægi og muna að ef ég er að gera allt í heiminum mun ég einn daginn bara ekki geta gert neitt í heiminum. Þótt mér líði yfirleitt ágætlega í einverunni þá getur maður fundið fyrir einmanaleika í löngum verkefnum langt í burtu frá vinum og fjöl- skyldu. Þá er mikilvægt að geta hringt í vini sína og að það sé ekki eitthvað sem maður gerir bara á nokkurra mánaða fresti.“ Metoo-byltingin sett mikið mark á síðustu mánuði. Hvernig hefur þetta komið við þig? „Ég var stödd úti í LA þegar allt hófst og þetta hefur vakið alls konar tilfinningar. Bæði gagnvart aðstæðum sem ég hef upplifað sjálf og svo að sjá þessa gerjun bæði hér heima og úti. Það er svo margt sem maður hefur ýtt í burtu eða gert að einhverri grínupplifun, reynt að finnast fyndið af því það er svo fáránlegt. Ég lifi og hrærist í þessum heimi alla daga og upplifi þetta á mjög flókinn hátt. Ég skrifaði ekkert á netið til að byrja með því ég hugsaði með mér að ef ég myndi skrifa eitthvað, þyrfti ég þá ekki að tilgreina nákvæmlega hverju ég hefði lent í, væri það eitthvað merkilegt og væri ég tilbúin í að ræða það í þaula á net- inu. Ef aðrir væru að opna sig þyrfti ég þá að opna mig? Ég ofhugsaði þetta algjörlega enda eðlilega flókið og viðkvæmt viðfangsefni. Ég held að margar og margir hafi upplifað ansi flóknar tilfinningar tengdum þessum sögum, enda við flestar lent í óviðunandi aðstæðum og fólki. Mér finnst þessi bylting frábær og ég hef þurft að melta mikið innra með mér persónu- lega. Ég hef svo sannarlega lent í aðstæðum sem voru alls ekki boðlegar, þar sem fólk hefur farið yfir strikið og algjörlega notfært sér valdamun og aðstöðu sína. Þetta hafa bæði verið karlar og konur. Þess utan þá er maður endalaust kyn- gerður í þessum geira og ég hef verið sett í alls kyns einfaldlega hallærislegar aðstæður. Í einu verkefni var til dæmis farið út að borða eftir fyrsta samlestur og framleiðendur verkefn- isins, hvítir miðaldra bandarískir peningakarlar, höfðu komið sérstaklega með flugi til að gá hvort allt væri ekki nákvæmlega eins og þeir vildu hafa það. Mér og hinum tveimur ungu stelpunum í verkefninu var raðað milli þeirra til borðs, vel að merkja, af öðrum kvenkyns fram- leiðum, sem svo settust annars staðar, og það var ætlast til þess að við ungu stelpurnar í verk- efninu héngum með þeim allt kvöldið, þótt enga okkar langaði til þess. Ég nefni þetta bara sem eitt lítilsvægt dæmi af mörgum öðrum sem fólk pælir ekki einu sinni í en verður lýsandi fyrir daglegar aðstæður sumra kvenna. Sem gerir þær mun verr settar ef eitthvað kemur svo fyrir. Þær eru þá orðnar samdauna þessari hegðun þar sem þær hafa ekki getað mótmælt henni. Ef einn framleiðandinn reynir eitthvað meira en er í boði er konan nú þegar komin í stöðu einhvers konar samþykktar fylgdardömu sem lætur henni líða eins og hún eigi einhvern hlut að máli og hafi að einhverju leyti kannski boðið upp á hegðunina. Sem er auðvitað engan vegin sannleikurinn. Muna að dreyma Launamálin eru svo einn annar kapítuli. „Á Ís- landi sér maður til dæmis yfirleitt um sín samn- ingamál sjálfur þó svo yfirleitt sé bara skellt lág- markslaunatölum á flesta og varla hægt að ræða um nein önnur réttindi sem snúa að myndinni. Réttur og mikilvægi leikara er því oft ekki mikils metins að mínu mati hér á landi, allavega þegar snýr að þessum málum. Þá ef ég hef haft orð á einhverju sem mér finnst ekki í lagi eða jafnvel bara minnt einhverja á eitthvað sem hefur gleymst hef ég verið kölluð „erfið eða þá „díva, í svona léttu gríni en samt ekki, til þess einfaldlega að fá mann til að hætta þessu kvabbi. Þetta er svo hallærislegt – þetta bara gerist ekki með stráka. Í mörg skipti hef ég líka þurft að berjast fyrir sanngjörnum launum, bæði hérlendis og erlendis, þar sem karlmaður með minni reynslu og minna hlutverk þurfti ekki einu sinni að biðja tvisvar um sömu laun. Í mörg skipti hefur verið komið fram við mig sem krakka, þó svo jafnaldra menn fái ekki þannig viðmót. Í mörg skipti hefur ekki verið hlustað á mig fyrr en eftir margar ítrekanir þegar snýr að málum sem menn í kringum mig hafa þurft að minnast einu sinni á og gengið er í málið. Sem betur fer er þetta þó ekki alltaf svona, en í þau ófáu skipti sem svo er heldur maður bara ótrauður áfram með öllu sem því fylgir. Þessu skulum við breyta núna.“ Er eitthvað sem þú hefur alltaf bak við eyrað, í líf og starfi? „Að vera eins sönn sjálfri mér og hægt er, og treysta á innsæið, gera það sem hræðir mig, vita að ekki er allt sem sýnist og halda mér á jörð- inni. En muna að dreyma líka og stefna.“ „Þau tóku mér algjörlega opnum örmum og maður varð einn af fjölskyldunni. Um síðustu páska fórum við öll saman upp í sveita- húsið þeirra, vorum saman þar í páskaeggjaleit og í fjölskyldu- kósíheitum bara, sem er alls ekki sjálfsagt. Þó það sé oftast hugsað vel um mann í tökum þá voru þetta alveg einstakar og per- sónulegar viðtökur,“ segir Hera um tengsl sín við Peter Jackson og fjölskyldu hans. Morgunblaðið/Hari ’Ég hef svo sannarlegalent í aðstæðum semvoru alls ekki boðlegar, þarsem fólk hefur farið yfir strikið og algjörlega notfært sér valdamun og aðstöðu sína. Þetta hafa bæði verið karlar og konur. Borghildur Thors föðuramma: „Hera er fyrsta barnabarnið mitt og við höfum alla tíð verið nátengdar. Við móðuramma hennar svona skiptum henni á milli okkar en hún átti nóg af yndislegheitum fyrir alla, sem hún smitaði í kringum sig. Hún hefur alltaf komið mér til að brosa og hlæja og veitt gleði. Ég hef trú á því að hún muni ná langt því hún hefur alla burði til þess, hefur mikla leikhæfileika, er metnaðargjörn og dugleg, ég myndi segja þetta þótt ég væri ekki amma hennar. Ég myndi segja að styrkur hennar væri fólginn í leikhæfileik- unum og svo er hún metnaðargjörn og dugleg og vill komast áfram í lífinu og ég hef mikla trú á henni sem leikkonu. Ég er náttúrlega amma hennar en ég trúi að hún nái langt og hún á það sannarlega skilið.“ Þórey Sigþórsdóttir mamma: Skemmtileg minning: „Ég gleymi því aldrei þegar við fórum í sumar- bústað með fjölskyldunni þegar Hera var svona átta ára og hún tilkynnir að hún sé með skemmti- atriði. Okkur pabba hennar var stillt upp í áhorf- endasætin og sýningin hófst. Þá kom í ljós að hún var búin að vera að plotta lengi heilmikið leikrit þar sem hún setti á svið fyrsta stefnumót okkar pabba hennar sem var heilmikið drama. Hún hafði án þess að við hefðum hugmynd um skrifað handrit, talað við nokkra fjölskyldu- meðlimi og sett í hlutverkin, hún sjálf lék mig auðvitað, og leik- stýrt þessu öllu fyrirfram. Svo var þetta leikið og var ótrúlega fyndið og skemmtilegt. Við vorum því vön reyndar frá því hún var pínulítil að það væru leiksýningar í gangi við öll tækifæri en þarna náði þetta alveg nýjum hæðum. Þetta er kannski vísir að einhverju í framtíðinni, hún hefur nú þegar þýtt sitt fyrsta leikrit, Andaðu, sem við settum upp saman fyrr á þessu ári.“ Amma og mammma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.