Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Síða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Síða 22
eldra en Ísraelsríki. Mæla má með hótelinu fyrir þá sem ætla að dvelja í Jerúsalem í nokkra daga. Það er lúxushótel með marmara í hólf og gólf og er gistingin verðlögð eftir því. Þjón- ustustig er afar hátt. Á annan tug þjóna fylgdist með gestum yfir morg- unverðinum og snerist í kringum þá. Einn þjóninn hafði starfað þar í 39 ár. Saga hótelsins er samofin nútíma- sögu Ísraels. Á fyrstu hæðinni er lang- ur gangur þar sem frægir gestir hafa ritað nafn sitt á marmarahellur í gólf- Þ að er mikil upplifun að heimsækja Jerúsalem í byrjun jólamánaðarins. Fáir ferðamenn eru á ferli og biðraðir við helstu staði eru stuttar. Það er því þægilegt að ferðast um borgina. Hitinn er eins og á góðum sumardegi á Íslandi, 17-20 gráður. Á tveimur dögum má sjá margar af merkustu minjum kristninnar í borg- inni þar sem Jesús Kristur var kross- festur. Borgin hefur verið undir stjórn margra helstu heimsvelda síðustu ár- þúsunda. Ferðamálaráðuneyti Ísraels og WOW Air buðu Morgunblaðinu til landsins helga. Flogið var til Ben Gurion-flugvallar í Tel Aviv og ekið þaðan til Jerúsalem. Flugið tók um sjö tíma og aksturinn um klukkustund. Dvalið var á Hóteli Davíðs konungs (King David Hotel) í Jerúsalem. Borg Davíðs, sem var á fjallshrygg suður af Móría-fjalli, var nefnd eftir konung- inum. Af rótum hennar er Jerúsalem sprottin. Borg Davíðs er nefnd Síon í Gamla testamentinu. Frá Hóteli Davíðs konungs er út- sýni yfir gömlu borgina og Móría-fjall. Það kemur mikið við sögu Abrahams- trúarbragðanna; gyðingdóms, kristni og íslam. Á svæðinu hafa fundist mannvistar- leifar allt frá koparöld, sem talin er hefjast um 5.000 f.Kr. Svæði sem virðist litlu stærra en Grjótaþorpið í Reykjavík er vett- vangur atburða sem mótað hafa trúar- brögð milljarða manna. Rætur eingyðistrúarbragða Abraham er sagður afkomandi Adams og Evu og ættfaðir Ísraelsmanna. Jes- ús Kristur var afkomandi hans. Abra- ham eignaðist son með þræl sínum, Hagar, og fékk hann nafnið Ísmael. Múslímar rekja ættir Múhammeðs til Ísmaels. Rætur helstu eingyðis- trúarbragða heimsins liggja því í Jerú- salem. Frá því er sagt í fyrstu Mósebók að Jakob, barnabarn Abrahams, glímdi við Guð sem var dulbúinn sem maður. „Ekki skaltu lengur heita Jakob held- ur Ísrael því að þú hefur glímt við Guð og menn og unnið sigur,“ segir í Móse- bók. Þaðan er nafn landsins helga komið. Á Móría-fjalli var musteri sem er sögusvið margra frásagna af Jesú Kristi. Þar velti hann borðum víxl- aranna, þeirra sem seldu fórnardýr. Um þá sölu er fjallað í bókinni Jerusalem: The biography eftir sagn- fræðinginn Simon Sebag Montefiore. Þar er því lýst hvernig dúfur, lömb og uxar voru seld sem fórnardýr. Fátæki maðurinn keypti dúfu en sá ríki uxa. Yfir 200 þúsund lömbum var fórnað á fórnarhátíðum á Musterishæðinni. Nútímahverfi gyðinga Bók Montefiore er ágætur leiðarvísir um borgina. Lýsingar af valdatafli konunganna eiga ekki heima í grein um borgina helgu á jólum. Afi Monte- fiore, bankamaðurinn Móses Monte- fiore, byggði á 19. öld fyrsta nútíma- hverfi fyrir gyðinga í Jerúsalem neðar á hæðinni þar sem síðar reis Hótel Davíðs konungs. Það er utan gömlu borgarmúranna. Fyrst um sinn töldu gyðingar sig ekki óhulta í hverfinu. Sagt er að Móses hafi þá borgað bedú- ínum fyrir að gæta hverfisins. Töldu gyðingar þá óhætt að koma sér þar fyrir. Hótel Davíðs konungs er hluti af Dan-hótelkeðjunni, sem heitir eftir einni af tólf ættkvíslum Ísraels. Það var stofnað árið 1947 og er því ári inu. Þar má meðal annars sjá nöfn Bandaríkjaforseta sem hafa sett mark sitt á sögu landsins. Donald Trump og fylgdarlið tók yfir hótelið í maí þegar forsetinn sótti Ísraelsmenn heim. Fyrr í mánuðinum var morgun- verðarsalurinn lokaður af og komið fyrir vopnaleitarhliðum. Sagt var að Benjamín Netanyahu, forsætisráð- herra Ísraels, væri á leiðinni. Öryggis- gæsla við hótelið var þá efld til muna. Íslenski hópurinn var því miður þá farinn til Dauðahafsins. Leiðsögumaðurinn Eli Gertner sýnir hópnum Davíðsturninn. Í borginni helgu í jólamánuðinum Borgin helga, Jerúsalem, hefur dularfullt seiðmagn sem kallar á ferðamenn að snúa aftur. Borgin hefur verið bitbein heimsvelda í gegnum árþúsundin. Daglega streyma pílagrímar að sögusviði gyðingdóms, kristni og íslam. Baldur Arnarson | baldura@mbl.is Gullin Klettahvelfingin glóir eins og sólstjarna við Musterishæðina. Morgunblaðið/Baldur Þjónustan afbragð Á Hóteli Davíðs konungs eru 233 her- bergi í mörgum flokkum, allt frá litlum herbergjum upp í tveggja hæða svítur. Á svítunum hafa frægir valdsmenn og Hollywood-leikarar notið góðra veiga. Fjórir veitingastaðir/barir eru á hót- elinu. Stór sundlaug í hótelgarðinum var lokuð í byrjun mánaðarins, enda vetur. Við laugina er hægt að panta létta máltíð og drykki frá apríl til október. Eins og á flestum hótelum í Jerú- salem eru veitingastaðir á Hóteli Davíðs konungs kosher-staðir. Það þýðir að maturinn samræmist hefðum gyðinga. Svínakjöt – og þar með beik- on – er ekki á boðstólum. Frá hótelinu er útsýni yfir Davíðs- turninn og þangað er ferðinni heitið fyrsta morguninn. Fararstjóri okkar var Eli Gertner. Foreldrar hans fæddust í Rúmeníu. Með Molotov-Ribbentrop-sáttmál- anum milli Sovétmanna og nasista 1939 voru heimkynni þeirra innlimuð í Sovétríkin. Gertner er einn margra núlifandi Ísraelsmanna sem eiga slíka ættarsögu. Var leiðsögn hans fram- úrskarandi. Þeim gyðingum fækkar ört sem muna hörmungar gyðinga á síðustu öld. Konungur gyðinga Við vesturhluta gömlu borgarinnar í Jerúsalem eru minjar virkisveggja við Davíðsturninn. Innan þeirra er safn um sögu Jerúsalem. Þar er stiklað á stóru í sögu borgarinnar. Fram kemur á vef safnsins að Davíð konungur tengist þessum vegg- hleðslum á engan hátt. Nafngiftin sé tilkomin vegna rangrar túlkunar kirkjufeðra á austrómverska tíma- bilinu á skrifum Jósefos Flavíos, helsta sagnfræðings gyðinga á fornöld. Turn FERÐALÖG 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.