Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 23
innanbæjarsímtal í Jerúsalem. Leiðin lá næst að Grafarkirkjunni. Á þeim stað lét Hadríanus Rómarkeis- ari reisa hof Venusar ofan á gröf Krists. Eftir að Austrómverska keis- aradæmið náði yfirráðum í borginni á fjórðu öld e. Kr lét Konstantín keisari rífa hof Venusar og byggja þar Graf- arkirkjuna. Átti hún að verða ný þungamiðja í borginni í stað musteris- hæðarinnar. Nokkrir bænastaðir eru í Grafar- kirkjunni sem tengjast krossfestingu Krists. Meðal þeirra er steinn sem tal- inn er hafa verið notaður til að búa lík Krists til greftrunar og bænaklefi byggður á Golgatahæð, þar sem Krist- ur er talinn hafa verið krossfestur. Sagt er frá því í Nýja testamentinu að Jesús var grafinn í hvelfingu fyrir neð- an og reis þar upp frá dauðum á páskadag. Það er mögnuð upplifun að vera á slíkum stað. Nokkrar kirkjudeildir kristinnar trúar eiga sér kapellu og bænastaði í Grafarkirkjunni. Hátíðleikinn er þar áþreifanlegur. Þangað leita heittrúaðir frá öllum heimshornum. Heimsóknin er stóratburður í lífi margra. Leyna þá tilfinningarnar sér ekki. Annað musteristímabilið Næst var gengið að Grátmúrnum, ein- um helgasta stað Gyðinga. Sagan segir að Kýros mikli, fyrsti konungur Persaveldis, hafi fyrirskipað að gyðingar sem gerðir höfðu verið út- lægir skyldu fá að snúa aftur til Jerú- salem. Með því hófst annað musteris- tímabilið. Við grunn musterisins var byggt altari. Nýtt musteri var tekið í notkun um 520 f.Kr. Alexander mikli lagði síðar Persaveldi undir sig og var Jerúsalem undir hellenískum áhrifum á tímabili. Grikkir innleiddu krossfest- ingu. 1187, breyttu þeir Klettahvelfingunni í kirkju. Saladín lagði Jerúsalem undir sig undir lok 12. aldar og lét þá rífa alt- ari og kross við steininn í hvelfingunni. Sagt er frá því í fyrstu Mósebók að Abraham hafi ætlað að fórna syni sín- um við steininn. Hvelfingin tengdist valdabaráttu múslíma. Með henni vildi kalífadæmi Úmmajada skapa mótvægi við Mekka með vettvangi fyrir píla- grímsferðir. Ofan á virkisveggjunum við Davíðs- turninn er sem fyrr segir gott útsýni yfir borgina. Á leiðinni að Musteris- hæðinni er komið við í Loftsalnum. Hann reistu krossfarar á 12. öld e. Kr. þar sem talið var að síðasta kvöld- máltíðin hefði farið fram. Salurinn ber þess merki að borgin hefur verið undir yfirráðum margra heimsvelda. Við suðurvegginn er bænaskot sem snýr að Mekka. Næst var staðnæmst við gröf Davíðs konungs skammt frá Loft- salnum. Deilt er um hvort jarðneskar leifar Davíðs séu í raun varðveittar þar. Steinsnar frá er gömul gata frá tímum Rómverja. Þeir voru áhrifa- miklir um stjórn borgarinnar allt frá því að Heródes náði völdum um miðbik síðustu aldarinnar fyrir okkar tímatal. Á þessari leið má sjá minjar frá tímum musteris Salómons. Þær eru marga metra fyrir neðan núverandi göngu- hæð. Sagan hefur skilið eftir lög af steini í gegnum árþúsundin. Í talsambandi við almættið Á þessum slóðum innbyrða gestir mikinn fróðleik með góðum leið- sögumanni. Um hádegisbilið er víða hægt að setjast niður og njóta góðs matar í hverfunum. Ómar þá bænakall múslíma úr bænaturnum. Við matborðið er sögð gamansaga af því að bænir til Guðs séu frá dögum Heródesar hafi ranglega verið tengdur valdatíð Davíðs. Á safninu má fræðast um Hiskía konung (727-698 f.Kr.) sem sagður er hafa endurbyggt og endurhannað musteri Salómons. Hiskía er einnig minnst fyrir að hafa tryggt öruggt framboð af vatni þegar Assýringar nálguðust borgina með því að girða af vatnslind (Gíhon) og grafa göng fyrir vatn undir borginni. Innan virkis- veggja eru einmitt minjar um gamla laug. Lindin var helsta vatns- uppspretta Borgar Davíðs. Þegar Sal- ómon konungur valdi musteri sínu stað hafði hann vatnslindina í huga. Á það hefur verið bent að herfræðilega hefði verið hyggilegra að hafa must- erið á hærri hæð vestan við musteris- hæðina. Frá Davíðsturninum er hægt að ganga meðfram gömlum virkis- veggjum og njóta útsýnis yfir gömlu borgina í átt að Musterishæðinni. Mörg tré prýða gömlu hæðirnar. Sagði leiðsögumaður okkar að flest trén hefðu verið gróðursett eftir stofn- un Ísraelsríkis 1948. Gróður er vökvaður með nútímaáveitukerfum. Gróðurfar hefur því breyst frá dögum Krists. Liljur vallarins og Davíð Musterishæðin gegnir lykilhlutverki í sögu gyðinga. Sál, fyrsti konungur Ísraelsmanna (1020-1006 f. Kr.) gerði Gíbeu að höfuðborg á svæði ættbálks síns, Benjamíns, eins tólf ættbálka gyðinga. Arftaki hans, Davíð konungur (1006- 965 f. Kr.), lagði Jerúsalem undir sig. Með því varð borgin að þungamiðju valds hjá Ísraelsmönnum. Við hann eru Davíðssálmarnir kenndir. Sonur Davíðs var Salómon konungur (965- 930 f. Kr.). Fjallað er um hann og liljur vallarins í Matteusarguðspjalli og reglulega rifja menn upp Salómons- dóminn. Salómon færði út borgarmörkin svo þau náðu til fjalls sem getið er um í 1. Mósebók. Þar er Abraham sagður hafa ætlað að fórna syni sínum, Ísak. Vestan við það er Olíufjall og til suðurs Betlehem, fæðingarstaður Krists. Musteri guði til dýrðar Við fjallið lét Salómon reisa mikið musteri til dýrðar guði gyðinga. Þar var sáttmálsörkin, hið allra heilagasta í augum gyðinga, geymd í innsta hluta musteris Salómons. Þangað mátti að- eins æðstiprestur koma einn dag á ári. Örkin geymir boðorð sem Móses fékk frá Guði á fjallinu Sínaí. Við musterið voru hreinsunarböð. Enginn fór þangað inn óþveginn. Alt- arið í musteri Salómons var í hugum gyðinga bústaður Drottins. Babýlóníumenn lögðu musteri Salómons í rúst 586 f. Kr. Lauk þá fyrsta musteristímabilinu, sem stóð í tæpar fjórar aldir. Á rústum musteris- ins hafa önnur musteri verið byggð og lögð í rúst. Þar er nú Klettahvelfingin, einn helsti tilbeiðslustaður múslíma. Þegar Múhammeð spámaður byggði fyrstu moskuna í Medína sneru tilbeið- endur sér í átt til Musterishæðarinnar. Jarðfastur steinn er undir hvolfþaki Klettahvelfingarinnar og á Múham- með að hafa stigið þaðan upp til himna. Aðeins múslímar fá nú inngöngu í hvelfinguna. Hún var því ekki meðal áfangastaða hópsins. Þegar byggingu Klettahvelfingarinnar var lokið lét ka- lífinn Al-Walid ljúka byggingu svo- nefndrar al-Aqsa mosku á suðurenda hæðarinnar. Báðar standa enn. Breyttu hvelfingu í kirkju Þegar krossfarar réðu borginni, 1099- Um 500 árum eftir að annað musteristímabilið hófst, um 19. f.Kr., hóf Heródes konungur mestu upp- byggingu Musterishæðarinnar fyrr og síðar. Úr varð musteri Heródesar. Þar velti Jesús borðum víxlaranna. Mikill veggur var reistur umhverfis must- erið. Sveinbörn borin út Sagan segir að Heródes hafi látið bera út öll sveinbörn yngri en tvævetur eftir að hann hafði spurnir af því að spá- maður (Kristur) væri fæddur. Rómverjar lögðu musteri Heró- desar í rúst um 70 e. Kr. Vegghleðsl- urnar sem eftir stóðu eru nú uppistaða Musterishæðarinnar. Grátmúrinn er hluti þeirra. Gráta gyðingar þar örlög musterisins. Færir sagnfræðingurinn Simon Sebag Montefiore rök fyrir því að Rómverjar hafi stofnað útrýmingarbúðir fyrir gyðinga í upp- reisninni 70 e. Kr. Talið sé að jafnvel 600 þúsund gyðingar hafi fallið. Á tímabili voru 500 gyðingar krossfestir daglega. Við Grátmúrinn geta trúaðir ritað bænir á blað, brotið saman og komið fyrir milli steina. Múrinn er magnaður bænastaður. Það er eins og heitur straumur líði frá múrnum. Staðurinn hefur seiðmagn sem kallar á mann að snúa aftur. Átakanlegt var að fylgjast með grátandi manni styðjast við múr- inn og biðja viðmælanda vægðar í síma. Var hann með mynd af barni. Við slíkan stað hefur fólk ekkert að fela fyrir Guði sínum. Vestan við Grátmúrinn eru undir- göng meðfram vesturvegg musteris Heródesar. Þau sýna vel þvílíkt verk- fræðilegt afrek veggirnir eru. Sumir steinarnir eru hundruð tonna. 2.000 ára útlegð Eftir að Rómverjar lögðu musteri Heródesar í rúst um 70 e. Kr. tók við 2.000 ára útlegð gyðinga. Bíða heittrú- aðir gyðingar nú endurkomu Messías- ar og endurreisnar þriðja musteris gyðinga. Hafði leiðsögumaður um göngin vestan við Grátmúrinn á orði að gyðingar hefðu hvorki gleymt trú sinni né Guði sínum. Nú væru þeir snúnir heim. Súleiman mikli (1494-1566) lét endurreisa hina fornu borgarmúra Jerúsalem og standa þeir að miklu leyti enn. Sagt er að hann hafi látið innsigla Gullna hliðið við musteris- hæðina til að hindra endurkomu messíasar. Sagnfræðingurinn Monte- fiore bendir á að Múhammeð hafi talið eyðileggingu musteris Salómons í tíð Rómverja til vitnis um að Guð hefði snúið baki við gyðingum. Þá hafi brott- hvarf gyðinga eftir innrásina haft mikil áhrif á kristindóminn. Fylgismenn Jesú hafi sagt skilið við gyðingdóm fyrir fullt og allt. Svona fer sagan í hringi. Jerúsalem er enn í hringiðu heimsmála. Á heimleið kom íslenski hópurinn við á nokkrum áfangastöðum Krists á leið til krossfestingar. Nefnist leiðin Via Dolorosa sem merkir „vegur þján- ingarinnar“. Má þar meðal annars snerta stein sem talinn er sýna handarfar Krists. Borgin hefur breyst mikið síðustu tvö þúsund ár og með því hafa göngu- leiðir breyst. ’Þegar krossfarar réðuborginni, 1099-1187,breyttu þeir Klettahvelf-ingunni í kirkju. Saladín lagði Jerúsalem undir sig undir lok 12. aldar og lét þá rífa altari og kross við steininn í hvelfingunni. Þessi bænastaður er þar sem talið er að Jesús hafi verið krossfestur. Sunnudaginn 3. desember var krossfestingarinnar minnst í Jerúsalem. Var þá gengin leiðin Via Dolorosa sem Jesús gekk á leið til krossfestingar. Grafarkirkjan er einn af helstu helgidómum kristninnar. Þessi ungi gyðingur hylur hár sitt fyrir Guði að hætti rétttrúaðra. Það er mögnuð upplifun að biðjast fyrir við Grátmúrinn í Jerúsalem. 24.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.