Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 27
Þetta var svo magnað allt saman.“ Sam-
skiptum Þorgerðar og Pärts var þar með ekki
lokið. Þegar Reykjavík var ein af níu menning-
arborgum Evrópu árið 2000 var Þorgerði falið
að stofna kórinn Raddir Evrópu sem varð
viðamesta sameiginlega verkefni menningar-
borganna níu. Tíu söngvarar voru valdir frá
hverri menningarborg ásamt stjórnanda frá
hverri borg. Þorgerður var aðalstjórnandi
kórsins. Hún hafði mikinn metnað fyrir hönd
þessa nýja kórs og stakk upp á því við Reykja-
víkurborg að biðja Arvo Pärt um að semja tón-
verk fyrir Raddir Evrópu. Tónskáldið brást
við af ljúfmennsku og áhuga.
Rúllaði gegnum faxtækið
Ekki leið á löngu uns margra metra langt fax
með rithönd Arvo Pärts rúllaði út í skáldastofu
Knuts á heimili þeirra Þorgerðar. Gamla góða
faxtækið var ennþá í fullu fjöri á þessum tíma.
Þorgerður má raunar til með að sýna mér rúll-
una með rithönd Pärts og stekkur fram að
sækja faxið. „Hérna er þetta dásamlega verk,
... which was the son of ..., sem nú er orðið
heimsfrægt,“ segir Þorgerður en textinn er
ættartala Jesú úr Lúkasarguðspjalli en kveikj-
an að textavali Pärts var sú að hann fékk mik-
inn áhuga á íslenskri nafnahefð. Verkið er til-
einkað Þorgerði Ingólfsdóttur.
Tengslanet Þorgerðar í útlöndum varð
snemma til. Árið 1974 var hún valin sem ein af
átta „ungum, upprennandi stjórnendum frá
öllum heimsálfum“ og boðin til alþjóðlegu
kórahátíðarinnar í Lincoln Center í New York.
„Þarna var mér óbeint siglt inn í þennan al-
þjóðlega heim og þá urðu til sambönd og vina-
tengsl í kórtónlistinni sem hafa haldist öll ár.
Ávallt síðan hef ég verið að kynna íslenska tón-
list í útlöndum fyrir tilstuðlan þessara kollega
minna og vina og þræðirnir liggja víða.“
Í þessu sambandi veltir Knut því upp að
nafnið, Þorgerður, liggi ekki vel fyrir öllum
þessum erlendu vinum og kollegum. „Já,“ seg-
ir Þorgerður. „Þær hafa verið ýmsar útgáfurn-
ar af nafninu mínu; þeirra eftirminnilegust er
sennilega Kórgerður.“
Þau hlæja bæði.
Þorgerður er mjög virk í alþjóðasamstarfi
kórtónlistar og einn af stofnendum IFCM
(International Federation of Choral Music).
Hún hefur átt sæti í mörgum dómnefndum og
situr í ráðgjafanefnd WCC (World Choir
Council).
Framhaldskór stofnaður
Árið 1982 hófst nýr kafli hjá Þorgerði þegar
Hamrahlíðarkórinn var settur á laggirnar en
hann er skipaður fyrrverandi félögum úr Kór
MH. Forsaga málsins er sú að Kór MH var ári
áður fenginn til að taka þátt í flutningi
Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Daphnis &
Chloé eftir Ravel. Sumum þótti þetta hrein-
asta brjálæði og þegar Jean-Pierre Jacquillat,
sem stjórnaði SÍ á þessum tíma, leit inn á æf-
ingu tjáði hann Þorgerði að söngvararnir væru
of fáir til að valda verkefninu þar sem raddir
þeirra væru svo ungar og léttar. „Þú verður að
bjarga þessu!“ Það var þá sem Þorgerði hug-
kvæmdist að tala við hóp útskrifaðra nemenda
sinna og fá þá aftur til liðs við kórinn.
„Þetta snarvirkaði,“ rifjar hún upp. „Allt var
sett á fullt og tónleikarnir gengu frábærlega.
Eldmóðurinn hefur sjaldan verið meiri enda
voru krakkarnir, bæði þeir yngri og eldri, stað-
ráðnir í að standa sig. Við fengum glimrandi
gagnrýni og vorum alveg í sjöunda himni.“
Í framhaldinu var ekki annað í stöðunni en
að stofna nýjan kór, Hamrahlíðarkórinn.
„Þetta hefur verið gæfuvegur og bjart yfir
báðum þessum kórum og samstarfi þeirra,“
segir Þorgerður og nefnir í því sambandi far-
sælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands á
stórum stundum, t. d. við flutning á 9. sinfóníu
Beethovens á lýðveldisafmælinu 1994 og Sálu-
messu Mozarts á 250 ára afmæli tónskáldsins.
Tónleikaferðir fjölmargar
Tónleikaferðirnar um Ísland og til útlanda eru
fjölmargar. Utanlandsferðirnar eru orðnar 47
talsins, en kórinn hefur heimsótt hartnær
þrjátíu lönd. Að ekki sé talað um hljóðritanir
og plötur, bæði á vínyl og geisla. Allt hefur það
verið til þess fallið að auka hróður kóranna.
Þorgerður minnist þess að einu sinni kom
faðir eins kórfélagans að máli við hana fyrir
söngferð og hafði á orði að það væri fífldirfska
að halda í ferðalag með allt þetta unga fólk og
ætla að vera ekki aðeins fulltrúi Íslands heldur
allra Norðurlandanna.
„Ég hef aldrei hugsað þetta þannig, heldur
alltaf verið sannfærð um að við séum nógu
heiðarleg og vandvirk til að láta hlutina ganga
vel. Það hefur verið blessun yfir okkur. Ég
hika ekki við að nota það orð. Ísland veit ekki
mikið um ferðir okkar og velgengni erlendis og
líklega alltaf minna eftir því sem ferðum okkar
hefur fjölgað.“
Spurð hvað hún eigi við með þessu svarar
Þorgerður: „Samskiptatækni okkar tíma gerir
það að verkum að allt verður bragðlausara en
áður. Hver maður er orðinn sinn eigin fjölmið-
ill á samskiptamiðlum og það án ritstjóra. Er
það heillavænleg þróun?“
Knut hefur margoft fylgt eiginkonu sinni í
kórferðir og segir hana í mjög miklum metum
vítt og breitt um heim. Menn beri hana gjarn-
an á höndum sér þar sem þau koma. Það geri
ekki allir sér grein fyrir þessu hér heima. „Það
er svo sem ekki að undra að hún fái þessar
móttökur,“ segir hann með ljúft bros á vörum.
„Hún er eins og drottning í tónlistinni!“
Allir spyrja um tóninn
Og alls staðar er Þorgerður spurð um það
sama: Tóninn. „Já, það heillast margir af hon-
um, bæði fagmenn og leikmenn í söng. Ég á
ekki eina, beina skýringu en svara oft: Þannig
syngur vináttan! Strengurinn milli kórfélaga
hefur alltaf verið sterkur og ófáir eignast
þarna vini fyrir lífstíð og jafnvel lífsförunauta.
Þetta fólk tekur virkan þátt í gleði og sorgum
félaga sinna og þessi manneskjulega sam-
kennd gerir listflutning oft svo sterkan og eft-
irminnilegan.“
Spurð hvort hún hefði við upphaf þessarar
vegferðar trúað því að hún kæmi til með að ná
svona langt með kórana og koma öllu þessu í
verk svarar Þorgerður: „Nei, sannarlega ekki.
Þetta var bara tilraun þegar ég byrjaði og ég
hugsaði alls ekki langt fram í tímann. En
þarna lá þá gæfa mín. Eftir allan þennan tíma
er mér efst í huga mikið þakklæti og gleði yfir
því að hafa fengið að lifa í þessu samfélagi og
samhljómi. Ekki bara í tónlistarlegri merk-
ingu, heldur líka vegna þess vinabands og
elsku sem ég hef verið umlukin alla ævi. Það
hefur alltaf verið þessi kæti og þetta unga og
ferska líf í kringum mig sem gerir okkur öllum
svo gott. Það er yndislegt að hafa getað lagt
eitthvað af mörkum og ég er afar þakklát fyrir
að hafa getað með mínu unga, duglega fólki
búið til kór sem stenst faglegan samanburð við
aðra kóra, ekki bara hér heima, heldur líka í
fjölmörgum öðrum löndum.“
Hún þagnar stutta stund.
„Það er ekki þar með sagt að þetta hafi alltaf
verið dans á rósum. Starfið hefur verið krefj-
andi,“ heldur hún áfram. „Það er löng leið frá
því að taka við nýju tónverki og lesa nóturnar
þar til kórinn stendur á tónleikapalli og fær
klapp. Að ekki sé talað um fjáröflunina fyrir
tónleikaferðirnar okkar; oft höfum við þurft að
safna svo háum upphæðum að við höfum verið
að sligast. Margt hefur líka breyst á þessum
fimmtíu árum. Unga fólkið stundaði ekki vinnu
með námi, það var ekki sími í hverjum lófa og
ekki var hægt að senda sms til að boða krakk-
ana á kóræfingar. Þegar við fórum í fyrstu
söngferðina hafði enginn kórfélagi komið til
útlanda. Núna fara sumir allt upp í sex helgar-
ferðir – á ári!“
Hefur tekið alla ævina
Og starfinu er aldrei lokið. „Einu sinni sem
oftar hitti ég Matthías Johannessen skáld og
ritstjóra á Morgunblaðinu og hann greindi
mér frá því að hann hefði verið langan tíma að
þýða ljóð eftir hann Knut minn. Ég sagði
Matthíasi að þetta þekkti ég vel í tónlistinni.
Það hefði tekið mig sjálfa alla ævina að æfa eitt
lítið lag, slípa það til í huganum, hjartanu og
andardrættinum. Þetta skildi Matthías mæta-
vel enda skáld.“
Talið berst í blálokin að framtíðinni og Þor-
gerður ítrekar að hún sé alls ekki að setjast í
helgan stein.
„Maðurinn minn er skáld og fer ekki á eftir-
laun. Ég segi það sama; ég er og verð áfram
tónlistarmaður meðan ég dreg andann. Hvern-
ig ég útfæri það hér eftir kemur í ljós. Ég get
ekki hugsað mér lífið án tónlistar og mun hafa
yndi af henni áfram, syngjandi, stjórnandi,
hlustandi og njótandi. Tónlistin er ein af stoð-
unum sem hefur gert mig að því sem ég er.“
Svo mörg voru þau orð. Ég þakka fyrir mig
og yfirgef hið syngjandi hús. Á útleiðinni veiti
ég því athygli að nafn móður Þorgerðar er
ennþá á hurðinni. Vel fer á því, Inga Þorgeirs-
dóttir vakir yfir sínu fólki.
„Það er yndislegt að hafa getað lagt eitthvað af mörkum og
ég er afar þakklát fyrir að hafa getað með mínu unga, dug-
lega fólki búið til kór sem stenst faglegan samanburð við
aðra kóra, ekki bara hér heima, heldur líka í fjölmörgum
öðrum löndum,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
’ Eftir allan þennan tíma ermér efst í huga mikið þakklætiog gleði yfir því að hafa fengið aðlifa í þessu samfélagi og sam-
hljómi. Ekki bara í tónlistarlegri
merkingu, heldur líka vegna þess
vinabands og elsku sem ég hef
verið umlukin alla ævi.
24.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27