Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 35

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 35
24.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35 Jólarjómaís með Baileys, Irish cream súkkulaði og piparkökum 6 egg 6 msk sykur ½ l rjómi 200 gr piparkökur 2 plötur Pipp súkkulaði með Irish cream (eða 200 gr gott rjóma- súkkulaði eða karamellufyllt súkkulaði) ½ – 1 dl Baileys (eftir smekk) Myljið piparkökurnar frekar fínt; allt í lagi að hafa smá bita. Saxið súkkulaðið og þeytið rjómann. Þeytið eggin og sykurinn í hræri- vél eða með rafmagnsþeytara þar til mjög ljós. Þetta tekur um 5 -7 mínútur. Gætið þess að þeyta eggin vel því annars skilur ísinn sig þegar hann frýs. Blandið rjómanum varlega saman við eggjablönduna með sleikju ásamt Baileys, súkku- laðinu og piparkökunum (takið smá frá af piparkökunum til að dreifa yfir í lokin). Hrærið hægt og rólega þar til allt hefur bland- ast saman. Ég mæli eindregið með að smakka blönduna á þessum tímapunkti og athuga hvort þið viljið meira Baileys. Hellið í box eða form og fryst- ið. Það þarf ekki að hræra í ísn- um á meðan hann er að frjósa, einn af kostum þess að nota áfengi í ís er að það myndast mun minni ískristallar í ísnum. Takið ísinn úr frysti 15-20 mín- útum áður en þið berið hann fram og njótið út í ystu æsar. Ef til vill ekki hentugt fyrir börnin en dásamlegt fyrir fullorðna. Frá eldhusperlur.com Hver á ekki minningar um an- anasfrómas úr æsku? Þetta hef- ur um áratugaskeið verið einn algengasti eftirrétturinn á ís- lenskum veisluborðum. 5 dl rjómi 1 dós ananasskífur 4 egg 5 matarlímsblöð 75 g sykur ½ sítróna Takið frá nokkrar ananasskífur til skreytingar. Saxið hinar gróft niður og geymið safann úr dós- inni. Þeytið saman egg og sykur með handþeytara í nokkrar mínútur þannig að úr verði ljós froða. Pressið sítrónuna og leysið matarlímsblöðin upp í sítrónu- safanum og um 1 dl af ananas- safanum. Setjið skálina með matarlíminu og safanum í vatnsbað og bræðið matar- límið. Bætið varlega saman við eggjablönduna og hrærið vel saman. Passið vel upp á að blandan fari ekki í kekki. Leyfið að kólna. Þeytið rjómann og bætið saman við. Saxið nokkra an- anasbita og bætið saman við. Setjið í fallega skál og geymið í ísskáp á meðan matarlímið er að stirðna. Skreytið með ananasskífum, rjóma og berjum. Frá vinotek.is Ananasfrómas BOTN ca. 20 Lu Digestive kex (300 g) 100 g smjör 140 g Odense-marsípan OSTAKREMIÐ 300 g tilbúinn kaldur hrísgrjóna- grautur (ég bjó hann til úr grautar- hrísgrjónum) 600 g Philadelphia Orginal 100 g sykur 3 egg 2 tsk vanillusykur 1 tsk kanill (má sleppa) 120 g möndlur án hýðis OFAN Á KÖKUNA 1 ferna kirsuberjasósa (500 ml) 2 msk portvín (má sleppa) 1 msk flórsykur 2 blöð matarlím 100 g hvítt Toblerone (má sleppa) Stillið ofn á 160°C við undir- og yf- irhita. Bræðið smjör og myljið kex smátt og blandið því saman við smjörið. Setjið í smurt smelluform (ca. 24 cm), gjarnan klætt bök- unarpappír og þrýstið blöndunni ofan í botninn. Bakið botninn í 5 mínútur og látið kólna. Skerið marsípanið þunnt og dreifið því yfir kaldan kexbotninn. Grófsaxið möndlur og þurrristið á pönnu þar til þær hafa fengið góð- an lit og kælið svo. Setjið rjómaost og sykur í skál og þeytið þar til að blandan verður kremkennd. Bætið eggjum við, einu í senn, þeytið á milli en þó ekki mjög lengi. Bætið hrísgrjónagrautnum smátt og smátt út í og þeytið á meðan. Því næst er vanillusykri, kanil og möndl- um bætt út og hrært saman við blönduna. Hellið blöndunni yfir kex/ marsípan botninn og bakið við 160 gráður í 45-50 mínútur. Gott er að slökkva þá á ofninum og leyfa kök- unni að standa í ofninum í 45 mín- útur í viðbót á meðan ofninn kólnar. Leggið matarlímsblöðin í kalt vatn í um það bil 5 mínútur. Á meðan er kirsuberjasósan sett í pott ásamt flórsykri og portvíni og allt látið að malla í smá stund. Þeg- ar matarlímsblöðin eru orðin mjúk er mesta vatnið kreist úr þeim og þeim bætt út í sósuna. Takið pott- inn af hellunni og hrærið vel þar til matarlímið hefur leyst upp. Kirsu- berjasósunni er að síðustu hellt yfir kalda ostakökuna (sem er enn í forminu) og sett inn í ísskáp í minnst 6 tíma, helst yfir nótt, áður en hún er borin fram. Áður en kak- an er borin fram er gott að saxa niður hvítt Toblerone og setja ofan á kökuna. Frá eldhussogur.is Risalamande ostakaka með kirsuberjasósu Óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla Starfsfólk Eignamiðlunar 588 9090 . www.eignamidlun.is . Grensásvegi 11 . 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.