Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 36
HEILSA Þegar breskir rannsakendur skoðuðu þátttakendur í sönghóp fyrir fólk með geð-sjúkdóma kom í ljós að söngurinn hafði jákvæð áhrif á heilsuna. Þeir sem stunduðu
sönghópinn reyndust bæði vera léttari í lund og standa betur að vígi félagslega.
Hópsöngur góður fyrir geðið
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017
Ný rannsókn, sem byggist á könnun frá árinu 2015,
varpar ljósi á að hinsegin ungmenni eru mun líklegri
en gagnkynhneigðir jafnaldrar þeirra til að reyna að
fremja sjálfsmorð. Könnunin náði til rösklega 15.000
nemenda á aldrinum 14 til 18 ára, að því er CNN
greinir frá.
Af þeim svarendum sem sögðust vera samkyn-
hneigðir höfðu 29% lagt á ráðin um að fremja sjálfs-
morð og rösklega 20% gert tilraun til sjálfsmorðs. Tví-
kynhneigðir reyndust vera í enn meiri hættu, en
rösklega 40% þeirra höfðu undirbúið eigið sjálfsmorð
og tæplega 32% gert sjálfsmorðstilraun.
Til samanburðar höfðu tæp 12% gagnkynhneigðra
nemenda hugleitt sjálfsmorð, og rúm 6% gert tilraun
til sjálfsmorðs. Tíðni sjálfsmorðstilrauna meðal banda-
rískra unglinga er því rösklega þrefalt hærri hjá sam-
kynhneigðum, og tæplega fjórfalt meiri hjá tvíkyn-
hneigðu fólki í þessum aldurshópi. ai@mbl.is
HINSEGIN UNGMENNI Í MIKILLI HÆTTU
Sjálfsmorðstilraunir mun algengari
hjá tvíkynhneigðum unglingum
Morgunblaðið/Ómar
Kannski kannast sumir les-endur við að geðið þyngist áþeim dögum ársins sem
marka einhvers konar tímamót.
Þetta geta verið afmælisdagar, ára-
mótin, eða einhverjir aðrir dagar í
almanakinu sem minna okkur á að
tíminn líður hratt og að við erum
ekki endilega á þeim stað í lífinu
sem við myndum helst vilja vera.
Matthías Matthíasson sálfræð-
ingur segir ekki til klíníska grein-
ingu á einhvers konar áramóta- eða
afmælisþunglyndi, en það geti verið
mjög skiljanlegt að ónot eða
óánægja geri vart við sig á dögum
sem tengdir eru hefðum sem hvetja
okkur til að líta um öxl. „Við sjáum
það á öllum áramótaheitunum að
fólk notar tímamót eins og áramótin
til að hugleiða stöðu sína og setja
sér markmið um að gera betur s.s.
hvað snertir líkamlega hreysti,
einka- og ástarlíf, tengsl við vini og
ættingja, eða ósiði sem gott væri að
draga úr,“ segir hann. „Jólin og ára-
mótin eru líka tími fjölskylduhefða
og geta kallað fram spurningar um
tengsl okkar við okkar nánustu.“
Afmælisdagar eru af svipuðum
toga og margir sem, ýmist meðvitað
eða ómeðvitað, semja í huganum
eins konar ársreikning fyrir eigið líf
og skoða vandlega hvað ávannst og
hvað misheppnaðist frá síðasta af-
mæli. „Afmælisdagar minna suma
óþyrmilega á að lífið er hverfult og
að okkur er aðeins ætlaður viss tími
til að áorka því sem okkur dreymir
um.“
Sjálfur segist Matthías að mestu
laus við þungar hugsanir á jólum og
áramótum, en hann játar að sum
stórafmæli hafi reynst honum erfið.
„Mér fannst bæði þrítugs- og fer-
tugsafmælið mjög dramatískt, en
þegar fimmtugsafmælið rann upp
tók ég því af meiri ró og samþykkti
eins og hvern annan dóm,“ útskýrir
hann og hlær.
Hollt að skoða stöðuna
Að finna fyrir því að lundin þyngist
með þessum hætti er ekki endilega
slæmt og getur jafnvel hvatt fólk til
dáða. Bendir Matthías á að ein
möguleg ástæða fyrir depurðinni
sem sumir finna fyrir um áramót
eða á afmælisdögum sínum er að við
gefum okkur of sjaldan tíma til að
líta upp úr hversdagsamstrinu,
leggja mat á eigin stöðu og stefna
með markvissum hætti þangað sem
við viljum ná. „En að sama skapi er
ekki æskilegt að velta sér upp úr
depurð sem tengist fortíðinni, og
láta stýrast af því sem liðið er. Það
getur verið gagnlegt að skoða hvað
var gert vel, og hvað hefði mátt fara
betur, en þá með það fyrir augum
að geta lært af því og geta tekið
betri ákvarðanir í framtíðinni.“
Depurðin gæti líka tengst ein-
manaleika, og sumir finna sterkar
fyrir því á hátíðisdögunum ef
tengslin við ættingja og vini eru lít-
il sem engin. „En þá er besta ráðið
að brjóta odd af oflæti sínu og
reyna með virkum hætti að stækka
tengslanetið; finna t.d. bókaklúbb
eða hjólreiðaklúbb þar sem eiga
má góða samverustund með öðrum,
eða sækja áhugavert námskeið þar
sem kynnast má fleira fólki með
svipuð áhugamál.“
Matthías minnir líka á mikilvægi
þess að markmiðin séu raunhæf og
að fólk meti árangur sinn út frá
raunhæfum mælikvörðum. Það er
auðvelt að þykja liðið ár hafa verið
frekar tilbreytingasnautt og til-
veran lítt spennandi ef viðmiðið er
sú glansmynd sem annað fólk dreg-
ur upp af sjálfu sér og ævintýrum
sínum á samfélagsmiðlum eins og
Facebook, Instagram og Snapchat.
„Betra er að við hugleiðum hvað
það er sem við raunverulega þurf-
um, og hvað veitir okkur raunveru-
lega ánægju. Gæti komið í ljós að
það er eitthvað allt annað en nýr
bíll, ný eldhúsinnrétting og ferðalög
á framandi slóðir sem eru hin raun-
verulegu verðmæti í lífi okkar.“
Að því sögðu segir Matthías að
tæknin geti líka hjálpað sumum að
muna að árið var kannski ekki svo
viðburðalaust eftir allt saman, og
er ekki úr vegi að skoða t.d.
myndasafnið í símanum til að rifja
upp góðar stundir, eða renna í
gegnum skilaboðin og minnast
ánægjulegra samskipta við ástvini.
„Ég gerði þetta óvart sjálfur á
dögunum, og ýmislegt rifjaðist
upp fyrir mér. Mér hafði þótt árið
vera frekar rólegt, en við nánari
athugun kom í ljós að ég hafði
áorkað heilmiklu. Vissulega þurfti
ég að færa fórnir, en þær hjálpuðu
mér að komast nær stærri mark-
miðum sem ég hef sett mér í líf-
inu.“
Dagar sem marka tímamót þvinga okkur oft til að líta upp úr amstri hversdagsins og hugleiða hvert lífið stefnir.
Tilfinningin getur verið óþægileg en þessi sjálfsskoðun getur hvatt fólk til dáða, að mati Matthíasar.
Morgunblaðið/Eggert
Þegar dep-
urðin sækir á
um áramót
Sumum þykir upphaf nýs árs vera óþægileg
áminning um hvað tíminn líður hratt og eru
niðurdregnir á meðan aðrir fagna.
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is
’
Að finna fyrir því að
lundin þyngist með
þessum hætti er ekki
endilega slæmt og getur
jafnvel hvatt fólk til dáða.
Helga Mogensen
Kristin Sigfríður Garðarsdóttir
Vagg og velta
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17