Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 40
Jólin eru líklega ekki verri tími enhver annar til að leggjast í ferða-lög. Af þeim sökum er ekki úr vegi að líta stuttlega, í máli og myndum, á hvað var að gerast úti í hinum víðáttumikla heimi í aðdrag- anda þessarar kæru hátíðar ljóss og friðar. 1Fáir í þessum heimi eru ráðabetrien jólasveinninn enda hefur hann öldum saman þurft að finna leið að skóm eða sokkum blessaðra barnanna sem sofa vart fyrir eftirvæntingu þeg- ar þau vita að hans er að vænta. Eru þær leiðir misgreiðar, eins og gengur. Sveinka til hrellingar er enginn skor- steinn á Kahlhoff-turninum í Berlín en hann dó ekki ráðalaus, fremur en fyrri daginn, strengdi bara línu og renndi sér niður eftir hlið skýjakljúfs- ins. Ekki fylgdi sögunni hversu mörg börn eru þarna til húsa. 2 Virginia Raggi, borgarstjóri íRóm, er með böggum hildar þessa dagana en annað árið í röð þornaði stóra jólatréð á Feneyja- torginu upp allmörgum dögum fyrir jól. Í ljósi vonbrigðanna í fyrra var valið vandað sérstaklega vel að þessu sinni, tréð sótt norður í land, en allt kom fyrir ekki. Snemma í þessari viku var gripurinn farinn að minna meira á fuglahræðu en jólatré. Eins undarlega og það hljómar hefur það þó alls ekki kom- ið niður á aðdráttarafli trésins en ferðalangar hafa ljósmyndað það í gríð og erg og munu ef að líkum lætur deila þeim myndum á sam- félagsmiðlum. Kannski ekki auglýs- ingin sem Raggi borgarstjóri von- aðist eftir en segir ekki einhvers staðar að betra sé illt umtal en ekk- ert umtal. Svo er bara að bíða og sjá hvort stóra jólatrésmálið komi til AFP AFP Skyld’a vera ferðajól? Jólin eru að koma, það fer víst ekki framhjá nokkrum manni, ekki bara hér á Íslandi, heldur um gjörvallan heim. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is 1 2 FERÐALÖG Ýmis ferðatengd námskeið eru í boði á nýju ári hjá EndurmenntunHáskóla Íslands, t.d. námskeið um ensku landsbyggðina fyrir þá sem vilja skipuleggja eigið ferðalag út fyrir bresku stórborgirnar. Lengra en London á nýju ári? 40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 Meira til skiptanna Gildir á alla viðburði í húsinu Nánar á harpa.is/gjafakort Gjafakort Hörpu hljómar vel um jólin

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.