Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 LESBÓK Skáldsagan Móðurlífið, blönduðtækni eftir Yrsu Þöll Gylfa-dóttur segir frá því er Kam- illa tekur að sér að aðstoða Listasafn Reykjavíkur við undirbúning yfir- litssýningar á verkum móður henn- ar, Sirríar, róttæks framúrstefnu- listamanns. Afstaða Kamillu til móður sinnar er blendin, enda yfir- gaf Sirrí ung börn sín til að sinna listinni. Yrsa segir að sú staðreynd að Sirrí hafi yfirgefið börn sín fyrir listina sé vitanlega snar þáttur í grunni sögunnar, en þó ekki sá stærsti. „Dóttirin reynir að skilja til- finningar móður sinnar, sem verða alltaf ákveðinn leyndardómur, en ég held að að vissu leyti megi það vera opið. Það er kannski ekki öllum eðlislægt að vera með eins sterkar móðurlegar tilfinningar, það hlýtur að vera einhver munur þar á milli.“ – Má ekki líka líta á það sem eins konar uppreisn gegn þeirri ósögðu skyldu að elska og fórna öllu fyrir börnin sín? „Sumar konur upplifa fæðingar- þunglyndi og finna ekki þessa ást sem er búið að mikla svo fyrir þeim frá því löngu áður en þær eignast barnið sjálft. Verða þunglyndar yfir því að upplifa ekki þessa tilfinningu og ráðast gegn sjálfri sér í leiðinni. Þetta er náttúrlega ákveðið stef og ákveðin klisja að bera það saman við þær kröfur sem feður mæta. Ég vildi þó ekki gera það að einhverju lykil- atriði, mér fannst það of einföld hug- mynd til þess að ég væri að skrifa sögu og einblína á það að Sirrí þyrfti ekki að standa undir sömu vænt- ingum.“ Brot um manneskju sem er látin „Það er svolítið merkilegt að þegar ég var að skrifa þessa bók stóð ég andspænis ákveðinni siðferðislegri spurningu sjálf: er ég að skrifa þessa bók í einhverjum femínískum gjörn- ingi til að sanna að það sé tvískinn- ungur í því hvernig komið er fram við mæður eða feður? Er ég þá í rauninni að gefa móðurinni sem fer frá börnunum sínum rödd og rétt- lætingu eða er ég þess í stað að gefa þeim rödd sem eru að fordæma hana og er ég þá sjálf að fordæma hana? Mér fannst ég oft vera í klemmu hvaða röddum ég væri að gefa vægi þannig að ég reyndi að vera líka hlutlaus inn á milli og setja mig ekki í dómarasæti.“ – Hvaða persóna var það sem birt- ist þér þegar þú fórst af stað við skrifin? „Þetta kom úr ýmsum áttum. Ég byrjaði að skrifa ári eftir að ég gaf út síðustu bók mína, Tregðulögmálið, árið 2010. Þá fórum við hjónin í ferðalag um Nýja-England, eins konar brúðkaupsferð, og þá skrifaði ég niður staðhætti og lýsingar og litlar senur. Þá kom til mín einhver hugmynd um senu sem gerist er- lendis þar sem verið er að gera upp dánarbú, púsla saman brotum um manneskju sem er látin. Kannski svolítið klisjukennt og ég hef séð margar bækur í haust sem eru með svipað efni. Þegar einhver fellur frá og maður reynir að sjá fyrir sér alla ævi mann- eskjunnar fram að því hljóta þar að vera einhver leyndarmál og að spennandi hlutir komi í ljós sem voru í fórum manneskjunnar. Þetta átti upphaflega að vera um föður og ekkert um listamann, en svo smám saman fór það að taka á sig þessa mynd.“ Hvað gerir list að list? – Það eru líka vangaveltur um það í bókinni hvað geri list að list og um eðli listarinnar sem varnings. „Já, einmitt, er listamaðurinn bara markaðstól eða skrautfjöður í hatt góðborgarans? Eitthvað sem þeir geta skreytt með heimili sín og er þeirra menningarkapítal? Sirrí vill að listaverkin fái sjálf- stætt líf, en við búum í samfélagi þar sem maður þarf að sjá sér og sínum farborða. Það er ákveðinn kontrast, munur á milli listakvennanna tveggja, mæðgnanna, þar sem Ka- milla er listamaður en líka þjónn samfélagsins. Hennar list snýst um að gera fólk hamingjusamt og er umfram allt tenging við fólk, en ekki höfnun á fólki. Án þess þó að ég sé að fordæma Sirrí eða það fólk sem er að reyna að finna hinn eina sanna tón. Við getum verið þessu fólki svo ofboðslega þakklát í gegnum ald- irnar, fólki sem virkilega var í tengslum við andann og andagift- ina.“ Leyndarmál og spennandi hlutir Í skáldsögunni Móðurlífið, blönduð tækni ræðir Yrsa Þöll Gylfadóttir um móðurástina en líka um list og sköpun frá ýmsum hliðum. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Saga þernunnar eftir Margaret Atwood komst í sviðsljósið á síðasta ári vegna sjónvarpsþátta- raðar og þegar Donald Trump var kosinn for- seti Bandaríkjanna þótti mörgum sem sá hörmungarheimur sem birtist í bókinni væri skemmra undan en okkur grunar. Saga þern- unnar kom út á íslensku fyrir þrjátíu árum en er nú gefin út í nýrri þýðingu Birgittu Hassel í ritstjórn Magneu Matthíasdóttur. Björt bókaút- gáfa gefur út. Ný Saga þernunnar Skáldsaga Leos Tolstojs, Kreutzer-sónatan, vakti umtal og deilur á sinni tíð. Soffía eiginkona Tol- stojs var ekki sátt við þann hugmyndaheim sem birtist í bókinni og skrifaði eins konar svar við henni sem var þó ekki gefið út fyrr en hundrað árum síðar. Sögu Soffíu er að finna í bókinni Svari Soffíu, sem Lafleur-útgáfan gefur út, en í henni er einnig ný þýðing á Kreutzer-sónötunni. Þýðendur eru Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, Bene- dikt S. Lafleur og Vita V.S. Lafleur. Svar Soffíu Tolstaja Í bókaröðinni Kepler62 segir af ungmennum í framtíðarheimi þar sem auðlindir jarðar eru nánast upp urnar sökum offjölgunar. Við sögu kemur tölvuleikurinn Kepler62 sem allir krakk- ar keppast við að ljúka við, en smám saman kem- ur í ljós að leikurinn er enginn venjulegur tölvu- leikur. Höfundar bókaraðarinnar eru Bjorn Sortland, Timo Parvela og Pasi Pitkanen en Erla E. Völudóttir þýðir fyrstu tvær bækurnar, Kallið og Niðurtalninguna, sem Bókabeitan gefur út. Ungmenni í hörmungaheimi Handbók fyrir Ofurhetjur segir frá Lísu sem líður illa í nýja skólanum. Á flótta undan hrekkjusvínum einu sinni sem oftar forðar hún sér inn í bókasafn, en rekst þar á glóandi bók –nánast eins og hún sé að biðja um að vera lesin. Bókin sú, Handbók fyrir ofurhetjur, inniheldur 101 æfingu fyrir þau sem vilja verða ofurhetjur og getur nærri að hún mun breyta lífi Lísu svo um munar. Elias Vahlund og Agnes Vahlund skrifa og teikna, Ingunn Snædal þýddi. Drápa gefur út. 101 æfing fyrir Ofurhetjur Náttúrufræðing- arnir Bjarni Páls- son og Eggert Ólafsson ferðuðust um Ísland 1752 til 1757 á vegum Vís- indafélagsins danska. Eggert og Bjarni héldu dag- bók í ferðinni og Eggert samdi ferðabók upp úr þeim sem var gefin út á dönsku 1772, fjórum árum eftir andlát hans. Ís- lensk þýðing kom út 1942. Þó ferðabók Eggerts og Bjarna hafi verið gefin út hafa dagbækur þeirra frá ferðinni ekki verið að- gengilegar fyrr en nú að út er kom- in bókin Ferðadagbækur 1752-1757 og önnur gögn tengd Vísindafélag- inu danska þar sem finna má dag- bækurnar og ýmisleg skjöl, bréf og rannsóknaskýrslur, sem tengjast vinnu þeirra Eggerts og Bjarna. Sigurjón Páll Ísaksson bjó dagbæk- urnar til prentunar og gefur bókina út í mjög takmörkuðu upplagi. Í inngangi bókarinnar kemur fram sú skoðun Sigurjóns að rann- sóknarferðir þeirra Eggersts og Bjarna séu svo merkilegur þáttur í íslenskri visindasögu að flest sem þeim viðkomi ætti að vera aðgengi- legt á prenti eða á netinu. Hann rekur svo söguna að fyrst hafi hann slegið inn dagbókarkafla úr Skaga- fjarðarsýslu 1752 og 1755 og komu út í sérstökum bæklingi 2007. „Mér fannst merkileg saga í kringum þessar ferðir þeirra og þetta eru náttúrlega grunngögn sem hafa verið mjög óaðgengileg,“ segir hann. Vinnan atvikaðist þann- ig að Sigurjón sló inn kaflann um Skagafjarðarsýslu „og svo fékk Árni Hjartarson jarõfræõingur hjá Íslenskum orkurannsóknum mig til að kanna dagbækur Eggerts og Bjarna um Kjalarnes. Þetta vatt smám saman upp á sig, ég sökk dýpra og dýpra,“ segir Sigurjón og kímir. Eins og getið er fylgja ýmis önnur skjöl útgáfunni, en Sigurjón segist hafa tínt til til að auka gildi útgáfunnar þrjú latínurit sem tengjast efninu. Hann segir að obbinn af þeim gögnum sem til eru sé þá orðinn að- Merkilegur þáttur í ís- lenskri vísindasögu RANNSÓKNARIT Sigurjón Páll Ísaksson Í skáldsögunni Umsátur eftir Rób- ert Marvin Gíslason gengur dýrbítur laus, mannlaust bílhræ er utan veg- ar og héraðslögreglumaðurinn Mar- teinn rekst á gamla skýrslu er varð- ar mannshvarf sem virðist enn óupplýst. Umsátur er þriðja bók Róberts, sú fyrsta, Kona húsvarðarins, var glæpasaga en síðan kom barnabókin Litakassinn. Umsátur gerist í Stykkishólmi og kemur þannig til að sögn Róberts að hann var búinn að ákveða að láta næstu bók sína gerast í þorpi úti á landi og var að leita að slíku þorpi þegar hann fór með samstarfsólki sínu í árshátíðarferð til Stykkis- hólms. „Við gistum þar eina nótt og ég náði að skoða bæinn vel, varð mjög hrifinn af honum og ákvað að nota hann. Ég kynnti mér síðan staðhætti nokkuð vel og nota til dæmis götu- nöfn úr bænum og örnefni eins og Silfurgötu og Maðkavík.“ – Voru íbúar ánægðir með það? „Ég fór þangað um daginn að kynna bókina og þeir voru mjög spenntir að heyra það að bærinn þeirra væri orðinn vettvangur morðs.“ Róbert segist hafa tekið að velta sögunni fyrir sér fyrir tveimur ár- um, hann hafi átt fyrir nokkra kafla og smásögur sem hann tíndi saman og byrjaði svo að vinna úr því. „Svo er þetta þannig að svo lengi sem maður er ekki að gera ein- hverjar rökvitleysur þá byrjar sagan að stjórna sér sjálf og maður verður að leyfa henni að flæða,“ segir Rób- ert og bætir við að sagan hafi því að einhverju leyti skrifað sig sjálf, enda hafi hann undirbúið hana af kost- gæfni, verið búinn að hugsa hana að mestu leyti í gönguferðum í Foss- vogskirkjugarði áður en hann settist við að skrifa. Róbert skrifar glæpareyfara af því hann hefur dálæti á slíkum bók- um og kvikmyndum. Hann segist kunna einkar vel við það þegar höf- undur snýr óvænt upp á söguþráð- inn og gerir lesanda eða áhorfanda bylt við. „Það sem heillar mig við vel skrif- aða krimma er að þeir séu spennandi og ríghaldi í mann og séu með smá snúning í lokin þannig að maður sé ekki búinn að sjá endinn fyrir í miðri bók. Ef mögulegt er á bókin að gefa manni smá högg í magann,“ segir Róbert og bætir við að það sem hann hafi heyrt frá lesendum bendi til þess að honum hafi tekist ætl- unarverk sitt með Umsátur. Háspenna með smá snúningi í lokin Róbert Marvin Gíslason hefur dálæti á krimmum með óvæntum endi.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.