Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017
LESBÓK
Sólhvörf heitir nýjasta bók Emils Hjörv-ars Petersen en hún sprettur úr samasöguheimi og seinasta bók hans Víghól-
ar. „Í raun er hún sjálfstætt framhald en ég
skrifa bækurnar á þann hátt að hægt er að lesa
þær í hvaða röð sem er. Nú liggur fyrir nýtt
sakamál og ný ævintýri, en við fylgjum sömu
aðalpersónum eftir; Bergrúnu sem er sjálf-
stætt starfandi miðill, og Brá, tvítugri dóttur
hennar sem er með yfirnáttúrulega hæfileika,“
segir höfundurinn.
Mannýgar íslenskar jólavættir
Fjögur börn hverfa sporlaust í desember, og
talið er að yfirnáttúruleg öfl séu að verki.
Því fer málið á borð yfirnáttúrudeildar
rannsóknarlögreglunnar, og þar koma
Bergrún og Brá inn í myndina. Á ný flækjast
mæðgurnar inn í risastórt og flókið sakamál
sem teygir anga sína víða um Mannheim og
Hulduheim. „Ég vil ekki spilla sögu-
þræðinum en íslensku jólavættirnar tengj-
ast barnaránunum, en þær birtast ekki á
þann hátt sem við höfum vanist, heldur eins
og þeim er lýst í þjóðsögum: hræðileg
mannýg skrímsli,“ segir Emil um efni bók-
arinnar.
Góð viðbrögð lesenda
„Ég kalla þetta glæpafantasíu sem er íslensk-
un á „crime-fantasy“, sem er vaxandi grein
fantasía erlendis. Undanfarin ár hef ég lagt
áherslu á að skrifa furðusögur; fantasíur, vís-
indaskáldskap og hrollvekjur fyrir fullorðna á
íslensku, en afar fáir höfundar höfðu lagt í það.
Ég hef viljað sanna að hægt er að njóta fantas-
ía fyrir eldri lesendur á íslensku, og það hefur
gengið býsna vel. Lesendur mínir eru á aldr-
inum 15-90 ára og ég hef fengið jákvæð við-
brögð frá þeim, en er í raun að stíla inn á alla
lesendur. Ég mæli þó ekki með bókunum fyrir
ung börn, því umfjöllunarefnið er oft það sem
snýr að heimi fullorðinna: spilling, ofbeldi,
skilnaður og fíknivandi.“
Fegraðir jólasveinar
„Árið 1746, í raunveruleikanum, var gefin út
tilskipun um húsaga á Íslandi þar sem kveðið
var á um að fólk skyldi hætta að hræða börn
með sögum af jólasveinum og vofum, það ylli
skaða á geðheilsu þjóðarinnar. Þá voru jóla-
sveinarnir hryllileg tröllskrímsli sem vildu
helst bragða mannakjöt, en síðan þá hafa þeir
hægt og sígandi verið fegraðir og eru nú orðn-
ir að sérkennilegum gaurum sem gleðja fólk á
Jólanna hryllileg
tröllskrímsli
„Ég sæki í myrkari hliðar þjóðsagna, leita eftir því ankanna-
lega og sameina það rökkurstemningu glæpasögunnar,“
segir Emil Hjörvar Petersen um bók sína Sólhvörf.
Hildur Loftsdóttir hilo@mbl.is
Þitt eigið ævintýri er fjórða bók ÆvarsÞórs Benediktssonar þar sem hann leik-ur sér með það form að lesandinn ræður
ferðinni, því boðið er upp á mismunandi fram-
vindu sögunnar á nokkrum stöðum.
„Ástæða þess að ég held áfram með bæk-
urnar er sú að krakkarnir taka þeim gríðarlega
vel. Þær virðast virka sérstaklega vel fyrir
krakka sem hafa ekki sérstakan áhuga á lestri;
það verður leikur að lesa.“
Ævar hefur staðið fyrir lestrarátaki síðustu
ár svo þetta kom honum þægilega á óvart. „Ég
hafði satt að segja ekki spáð í það að bækurnar
myndu virka svona vel á þessa krakka en hef
heyrt að oft verður úr fjölskyldustund; að
systkini eða vinir lesi bækurnar saman.“
Vísindamaðurinn, eins og Ævar er gjarnan
nefndur, hefur nýtt sér íslenskar þjóðsögur og
norræna goðafræði til þessa og var á hroll-
vekjunótum í fyrra. „Nú langaði mig að taka
Grimmsævintýrin fyrir, þótt „allir“ séu búnir
að því og sumir gert það meistaralega, til dæm-
is Þorvaldur Þorsteinsson í Skilaboðaskjóð-
unni. Ég vissi því að ég þyrfti að spýta í lófana
og finna nýjan flöt, og það var einmitt það
skemmtilegasta við að skrifa bókina. Hér er til
dæmis ekki bara piparkökuhús heldur heil pip-
arkökuborg! Ég hef sagt við krakka, þar sem
ég hef lesið upp úr bókinni undanfarið, að pip-
arkökuborgin sé hugsanlega hættulegasta
póstnúmer sem þau heimsækja þessi jól; pip-
arkökuborg, full af nornum!“
Þyrnirós er ein þeirra kunnu persóna sem
koma fyrir í bókinni og Ævar setur fram
áhugaverðar vangaveltur, sem passa vel inn í
umræðu dagsins. „Hún hefur sofið í heila öld,
eins og allir vita, og Hans og Gréta, sem ég læt
koma fyrir í ævintýrinu um Þyrnirós, segja
prinsinum að hann geti ekki kysst stúlkuna því
hún hafi ekki gefið samþykki sitt. Prinsinn seg-
ir á móti að hann verði að kyssa Þyrnirós til að
vekja hana úr dái; þannig er ævintýrið vissu-
lega, en ég vildi finna lausn á því hvernig hægt
er að snúa á álögin. Prinsinn verður sammála
Hans og Grétu á endanum, þau verða því að
finna aðra leið – og gera það.“
Bókina skrifaði Ævar Þór í vor og sumar og
hún kom út í nóvember, í þann mund að ég líka-
herferðin – #metoo – var bókstaflega á allra
vörum. „Ég deildi kaflabroti úr bókinni á Face-
book í nóvember og nefndi að þetta væri eitt-
hvað sem greinilega hefði legið í loftinu þegar
ég skrifaði bókina enda hafði ég haft áhuga á að
skoða ævintýrin út frá því hvernig við myndum
nálgast það að skrifa þau í dag. Engin ástæða
er til að banna ævintýrin en við getum útskýrt
fyrir krökkum hverju þyrfti í raun að breyta og
hvað við getum lært af þeim.“
Nýjustu vendingar hjá Ævari eru þær að
Þitt eigið ævintýri kemur út á rússnesku
snemma á næsta ári. „Ég fór til Síberíu á bóka-
ráðstefnu í nóvember. Hitti þar útgefendur og
einn þeirra var mjög spenntur að gefa út alla
seríuna. Hann ætlar að byrja á nýjustu bókinni
og það verður gaman að sjá hvernig rússneskir
krakkar taka henni. Það verður rosalega
spennandi hvort útgáfan opnar manni enn fleiri
dyr einhvers staðar.“
Má kyssa hana sofandi?
„Engin ástæða er til að banna ævintýrin en við getum útskýrt fyrir krökkum hverju þyrfti í raun að
breyta og hvað við getum lært af þeim,“ segir Ævar Þór Benediktsson rithöfundur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ævar Þór Benediktsson er á
svipuðum slóðum og síðustu
ár í bókinni Þitt eigið ævin-
týri, þar sem kunnar persónur
birtast. Næst herjar Ævar svo
á Rússlandsmarkað!
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Ég hlakka til að kíkja á El-
ínu, ýmislegt eftir Kristínu
Eiríksdóttur. Kristín er einn
af okkar frumlegri höf-
undum og ég hef fylgst með
henni síðan hún gaf út Dóris
Deyr. Ég er líka svolítið
spenntur að sjá hvort Örninn
og Fálkinn, nasistafantasía
Vals Gunnarssonar gengur
upp. Formaður húsfélagsins
eftir Friðgeir Einarsson er
forvitnileg. Kannski ein af
þessum bókum sem gaman er
að glugga í og fletta svolítið
tilviljunarkennt. Svo á ég
örugglega eftir að tékka eitt-
hvað á Halldóri Armand,
Adolf Smára, Kalman og
fleiri sem eru að fást við að
skrifa skáldsögur en ekki
endilega um rassinn á sér
eða líkið í næsta húsi. Þess
utan er ég búinn að verða
mér úti um Samsærið eftir
Eirík Bergmann og Hreistur
Bubba Morthens í bókaskiptum, en höfundar
stunda það mikið að skiptast á bókum eftir að
Íslendingar hættu almennt að kaupa bækur
eins og frægt er orðið.
HVAÐ LANGAR
HÖFUNDANA AÐ LESA?
Þórarinn
Leifsson
Ég hlakka til að lesa nýja
ljóðabók Braga Ólafssonar
sem nefnist Öfugsnáði. Bragi
kemur manni alltaf skemmti-
lega á óvart, ekki síst í ljóð-
um og smásögum, og þessi
nýja bók hans er örugglega
engin undantekning.
Af íslenskum skáldsögum verð ég að nefna
Blóðuga jörð, lokabindið í
þríleik Vilborgar Davíðs-
dóttur um Auði djúpúðgu, en
fyrri bækurnar voru mjög
áhugaverðar og sannfærandi
í alla staði. Við Vilborg höf-
um bæði brennandi áhuga á
eyjunum
fyrir
norðan Skotland, Hjalt-
landi og Orkneyjum, sem
eru að hluta söguslóðir
verksins.
Svo renni ég hýru auga
til Fugla eftir þau Hjörleif
Hjartarson og Rán Flyg-
enring, sem ég gæti trúað að kallaðist aðeins
á við bók úr minni eigin smiðju. Og er þá fátt
eitt talið af því sem mig langar til að lesa á
næstunni.
Aðalsteinn Ásberg
Sigurðsson