Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Side 51
24.12. 2017 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
jólum. Jólasveinarnir birtast sem þessi upp-
runalegu skrímsli í Sólhvörfum, en ekkert hef-
ur heyrst til þeirra í tvær aldir og talið var að
þjóð þeirra væri útdauð. Þannig sæki ég í
myrkari hliðar þjóðsagna, leita eftir því an-
kannalega og sameina það við rökkurstemn-
ingu glæpasögunnar.“
Yfirnáttúruleg jól
„Sólhvörf gerist frá vetrarsólhvörfum til 7.
janúar. Þar á milli er aðfangadagur, jóladagur,
áramótin, nýársnótt – draumnóttin mikla – og
þrettándinn. Allur þessi tími hefur mikla
merkingu í íslenskri þjóðtrú hvað varðar hið
yfirnáttúrulega. Vættir eru á flakki, draumar
verða skýrari og allt er sveipað dulrænu í
myrku skammdeginu. Ég leita aftur í tímann
þegar jólin voru ekki aðeins hátíð ljóss og frið-
ar, og þegar einkenni þess tíma eru færð inn í
íslenskan samtíma verður úr dýnamík sem
skapar ótta meðal almennings og togstreitu
meðal persónanna. Innri tími Sólhvarfa; jólin
og áramótin, hefur því talsverð áhrif á at-
burðarásina og þróun persónanna.“
Einstakt efni á skjánum
Það skortir hvorki verkefnin né hugmyndirnar
hjá Emil. Hann vinnur nú að þriðju bókinni um
þær mæðgur, er með gróf plön fyrir bók fjögur
og fimm og sér jafnvel fyrir sér að þetta geti
orðið löng sería.
Nú er einnig formleg handritavinna að hefjast
við gerð sjónvarpsþátta byggðra á Víghólum.
„Handritshöfundarnir eru alveg frábærir,
ég er í hlutverki ráðgjafa, og þau hafa verið að
senda mér spurningar um ýmislegt varðandi
söguheiminn. Það er alveg hreint magnað að
íslenskt framleiðslufyrirtæki ráðist í þetta
verkefni: norrænu glæpasöguna, íslenska
þjóðtrú, fantasíu. Ég held að það sé óhætt að
segja að þetta verði einstakt efni í íslenskri
kvikmynda- og þáttagerð þegar það birtist á
skjánum,“ segir rithöfundurinn Emil Hjörvar
Petersen og horfir hress fram á veginn.
Emil hefur skrifað bókina
Sólhvörf þar sem jólin
eru yfirnáttúruleg.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brotamynd er fjórða skáldsaga ÁrmannsJakobssonar. „Þetta er sú fyrsta semgerist í samtíðinni,“ segir hann, en
þrátt fyrir að lifa og hrærast í bókmenntum
fyrri alda í vinnunni þekkir Ármann vitaskuld
vel til bókmennta nútímans og hefur lesið mik-
ið frá unglingsárum. „Ég fékk hins vegar ekki
sjálfstraust til að vera útgefinn rithöfundur
fyrr en seint. Líkist mörgum kvenrithöfundum
að því leyti; karlar gefa oft út fyrstu bókina um
25 ára aldur en konur um fertugt,“ segir Ár-
mann.
Aðalpersóna bókarinnar er blaðakona af
yngri kynslóðinni. „Hún fær verkefni sem
kornungur ritstjóri hennar sér fyrir sér sem
gott efni; að fjalla um konu sem er nýlátin, en
síðar kemur reyndar í ljós að aðrar hvatir virð-
ast liggja að baki hjá honum.“
Ármanni fannst spennandi að skrifa bók þar
sem aðalpersónan er miklu yngri hann sjálfur.
„Ég þurfti að huga að málnokun sem er frá-
brugðin minni og það fannst mér spennandi.
Mikil áskorun.“
Ármann segir áhugaverða spurningu hvort
hægt sé að kynnast manneskju sem maður
hefur aldrei hitt. „Konur eru minna áberandi á
skjalasöfnum en karlar; til dæmis er mun óal-
gengara að einhver hafi gefið bréfasafn frá
konu en karli þannig að slíkum heimildum er
ekki til að dreifa. Og sú aðferð að ræða við fólk
sem þekkti konuna er sérkennileg að sumu
leyti, því hver og einn segir sína sögu; það er
engin samstaða um hvernig hún var og það
verður því vandamál fyrir blaðakonuna að vita
hverjum hún á að trúa.“
Hin látna var róttækur baráttumaður, hafði
náð miklum árangri í sínu fagi og orðið mjög
rík. „Ég held að blaðakonan unga líti á þá látnu
sem æskilega fyrirmynd, þótt það komi ekki
beinlínis fram í bókinni. Hún hefur ef til vill
þörf fyrir slíka fyrirmynd og það held ég sé
ástæðan fyrir því að hún fær áhuga á þessu
máli. Kannski snýst sagan fyrst og fremst um
fyrirmyndir kvenna. Það mál er hins vegar
flóknara en fyrirmyndir karla því konurnar
eru svo fáar. Ekki það að karlar geti ekki verið
fyrirmyndir kvenna og öfugt en samt er það
mál sem þarf að huga að. Ég held að félagsleg
staða skipti líka máli, aðalsöguhetjan er greini-
lega ekki komin af merkilegu fólki þannig að
henni finnst spennandi að kynnast konu sem
sat á Alþingi; hún dregst að konunni.“
Bókin er byggð upp sem ráðgáta að ein-
hverju leyti, segir Ármann. „Blaðakonan leitar
að svörum en ég held þau séu ekki klippt og
skorin. Lesendur ættu að geta haldið áfram að
velta fyrir sér að hverju hún komst. Ég mata
lesendur ekki á því og það er margt sem þeir
þurfa sjálfir að vega og meta.“
Ármann segir að sumu leyti skrýtið að vera
höfundur í dag. „Bók er markaðsvara og mað-
ur þarf að taka tillit til þess. Sífellt er talað
meira um hvað bækur seljast en minna um
innihald,“ segir hann og finnst ekki heppilegt.
„Bókmenntir eru texti og ætti að fjalla um þær
á þeim forsendum. Höfundar vilja vera metnir
út frá handverki sínu fyrst og fremst en ekki
einhverju öðru,“ segir Ármann Jakobsson.
Hver er sannleikurinn?
„Bókmenntir eru texti og ætti að fjalla um þær á þeim forsendum,“ segir Ármann Jakobsson.
Morgunblaðið/Hari
Ármann Jakobsson er prófess-
or í bókmenntum fyrri alda.
Fjórða skáldsaga hans gerist
aftur á móti í samtímanum
sem honum fannst spennandi
áskorun því málnotkun per-
sóna er frábrugðin hans eigin.
Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Kóngulær í sýningargluggum
bbbbn
Eftir Kristínu Ómarsdóttur. JPV útgáfa,
2017. Kilja, 95 bls.
Ljóðin í þessari bók Krist-
ínar eru á vissan hátt galopin í
heillandi og áhugaverðu
flæðinu, um leið og lesandinn
getur farið allt í kringum þau
en ekki komist inn í naglfest-
an merkingarheim og verður
að giska á hvað er verið að
fara. En það er hluti af galdr-
inum, absúrd eða súrrealískum, hvaða orð sem
við notum, í ljóðheimi skáldsins. Og klístraðir
kóngulóarvefir á vel hannaðri kápu kallast vel
á við ljóðin.
Einar Falur Ingólfsson
Skuggarnir bbbbn
Eftir Stefán Mána. 315 bls. Sögur útgáfa
2017.
Skuggarnir virðist vera
ósköp venjuleg saga venju-
legs ungs fólks í Reykjavík,
en hún er mikið meira. Teng-
ingin við þjóðsögurnar gefur
henni sérstakan blæ og við
lestur sögunnar rifjast ým-
islegt upp. „Héðan er engin
leið til baka. Héðan er engin
leið aftur heim,“ stendur á bókarkápu. Hætt er
við að spennunni ljúki samt ekki þar.
Steinþór Guðbjartsson
Er ekki allt í lagi með þig? bbbmn
Eftir Elísu Jóhannsdóttur. Vaka-Helgafell
2017. 315 blaðsíður
Einelti er gríðarlega flókið
fyrirbæri og á sér ótal birting-
armyndir og Elísa fer býsna
vel með þetta vandmeðfarna
efni. [… ]
Sagan rennur vel áfram og
þó að viðfangsefnið sé vissu-
lega alvarlegt er sagan bráð-
skemmtileg og fyndin, skrifuð
af innsæi og næmni og það er vissulega fengur
í nýjum höfundi eins og Elísu sem skrifar af
svona miklum metnaði fyrir unglinga.
Anna Lilja Þórisdóttir
Erlendur landshornalýður?
Eftir Snorra G. Bergsson. Almenna bóka-
félagið 2017. Innbundin, 375 bls.
Snorri segir heimildir ekki
gefa „tilefni til að ætla að hér
hafi verið almenn óvild í garð
gyðinga“. Hér var stjórnsýslu
hins vegar háttað á þann veg
að það var í raun í höndum
Hermanns Jónassonar að
ráða „hverjir fengu að vera
hér og hverjir ekki“. [...] Þetta
er grundvallarrit um þátt í Íslandssögunni sem
ekki má liggja í þagnargildi. Þarna er að finna
efnivið sem vonandi verður nýttur til frekari
rannsókna og skýringa á þróun sem gat að lok-
um af sér helförina undir forystu nasista.
Björn Bjarnason
Millilending bbbbm
Eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Partus 2017.
Kilja. 171 bls.
Þrátt fyrir hinn mikla
þunga og angist er bókin afar
skemmtileg og fyndin. Hún er
mjög þétt og vel stíluð, með
beittum og dálítið hryssings-
legum húmor.
Strax við fyrstu setningar
Millilendingar flaug í gegnum
hugann: „Þetta verður
skemmtilegt“, og það var það svo sannarlega
allt til enda í einstaklega flottri lokasenu sem
hnýtir alla bókina saman og gefur henni meiri
dýpt; fallega og vel gert.
Hildigunnur Þráinsdóttir
Úr umsögnum