Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.12.2017, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.12. 2017 LESBÓK KVIKMYNDIR Christopher Plummer fær mjög góða dóma fyrir leik sinn í mynd Rid- ley Scott All the Money in the World og þyk- ir sýna mikla dýpt í leik sínum. Plummer kom í stað Kevins Spacey í myndinni og er í hlutverki ríkasta manns heims Johns Pauls Getty. Myndin, fjallar um það þegar Paul, barnabarni Getty, var rænt. Aðeins mánuði fyrir frumsýningu hennar var Spacey ásakaður um kynferðisbrot og ákvað Scott að klippa hann úr myndinni og skipta honum út fyrir Plummer. Tökur með Plummer stóðu yfir í níu daga og kostuðu í kringum tíu milljónir dala. Plummer lofaður Christopher Plummer SJÓNVARP Netflix var að tilkynna að það ætli að láta gera aðra þáttaröð af hinni þýsku Dark. Þættirnir þykja einstaklega flottir og dularfullir og hafa ófáir lagst í hámhorf á þessum tíma- flakksþáttum, sem voru markaðssettir sem þýska útgáfan af Stranger Things. Kelly Luegenbiehl talsmaður Netflix var ánægð með að deila þessum fréttum: „Við áttuðum okkur snemma á því að við hefðum aldrei séð neitt þessu líkt áður, hvort sem er í Þýskalandi eða annars staðar í heiminum. Dark er dæmi um að landafræði skiptir ekki máli þegar sagan er frábær. Við erum ánægð með að meðlimir okkar víðs vegar um heiminn hafa heillast af hinni dularfullu veröld í Winden.“ Önnur þáttaröð Dark Þýsku þættirnir Dark hafa slegið í gegn á Netflix. Rocket League. Rocket League aldrei vinsælli TÖLVULEIKIR Leikurinn Rocket League hefur aldrei verið vinsælli og hefur þar mikið að segja að leik- urinn kom út á Nintendo Switch. Psyonix, framleiðendur leiksins, segja að 2017 hafi verið besta árið hingað til fyrir þennan vinsæla leik þar sem bílar keppa í fótbolta. Leik- urinn er sem stendur á toppnum í vefbúð Nintendo. KVIKMYNDIR Fyrsta stiklan fyrir Mamma Mia 2 var frumsýnd í lok vikunnar. Eitt af því sem þar kemur fram er að hún leiki ömmu Amöndu og sést hún með ljóst hár og sól- gleraugu. Amanda heyrist segja í stiklunni: „Amma, þér var ekki boð- ið.“ Cher svarar: „Það eru bestu partýin.“ Cher leikur í Mamma Mia 2 Cher í framhaldsmynd Mamma Mia. FÓLK Mikil sorg ríkir í Suður- Kóreu eftir lát einnar helstu popp- stjörnu landsins, söngvarans Jong- hyun, sem var aðalsöngvari sveitar- innar SHINee. Hann fyrirfór sér í vikunni en hann glímdi við þung- lyndi. Félagar hans í hljómsveitinni báru hann til grafar auk meðlima úr poppsveitinni Super Junior. Jonghyuns er sárt saknað. Sorg í Kóreu Billy Bob Thornton var kannski ekki jólalegasti jólasveinninn í Bad Santa (2003) en persónan Willie er sannar- lega ein sú eftirminnilegasta. Hann er svindlari sem ákveður að leika jólasvein í verslunarmiðstöð aðeins til að geta rænt og ruplað á aðfangadagskvöld. Jólasveinar á hvíta tjaldinu Tim Allen er e.t.v. sá jólalegasti af þeim öllum í The Santa Clause (1994), sem er grín- mynd fyrir alla fjölskyld- una. Allen leikur mann sem drepur óvart jóla- sveininn á aðfangadags- kvöld og fyrir töfra þarf hann að setja upp jóla- sveinahúfuna og standa sig í hlutverkinu. Áhorf- endunum líkaði myndin vel og voru gerðar tvær framhaldsmyndir þar sem Allen endurtók leikinn. Jólasveinar eru yfirleitt ekki með byssu í hönd enda leikur Ben Affleck ekki beint sveinka sjálfan í Reindeer Games (2000) heldur klæðist hann bún- ingnum í þeim tilgangi að ræna spilavíti á aðfangadagskvöld. Paul Giamatti leikur sveinka í grínmyndinni Fred Claus (2007). Þar er sérstaklega fjallað um samband hans við við bitran eldri bróður hans, Fred Claus sem Vince Vaughn leikur. Fred neyðist til þess að flytja á norðurpólinn til þess að hjálpa jólasvein- inum og álfunum að undirbúa jólin í skiptum fyrir dágóða peningaupphæð. Miracle on 34th Street (1994) er endurgerð af samnefndri sígildri mynd frá 1947 en mörgum þykir þessi nýrri útgáfa með Richard Attenborough betri. Hann leikur þar Kris Kringle sem hjálpar ungri stúlku (Mara Wilson) að öðlast hinn sanna jólaanda. Það eru fáir búningar eins einkennandi og rauði búningurinn með hvíta loðkantinum og húfunni ómissandi í stíl. Nokkrir misvel skeggjaðir leikarar hafa klæðst honum á hvíta tjaldinu og verða hér rifjaðir upp þeir eftirminnilegustu í hlutverki jólasveinsins. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.