Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Ávöxtun 2017
Hvað er framundan?
Opinn fundur miðvikudaginn 17. janúar kl. 8:30
Erindi:
Árið 2017 gert upp
Sjóðstjórar Almenna kynna ávöxtun
ársins 2017 og ræða um horfur framundan.
Upplýsingar fyrir upplýsta ákvörðun
Kynning á upplýsingasíðum um
ávöxtunarleiðir á nýjum vef Almenna.
Staður:
Borgartún 25, 5. hæð
Stund:
Kl. 8:30 til 9:15
Annað:
Kaffi og meðlæti
Þátttaka tilkynnist á vefsíðu
sjóðsins www.almenni.is
Maðurinn sem lést í
umferðarslysi á Suð-
urlandsvegi við Bitru
að morgni fimmtu-
dags í síðustu viku
hét Oddur Þór Þóris-
son.
Hann var fæddur árið 1996. Oddur
var búsettur að Hrafntóftum við
Hellu.
Lést í bílslysi
Ísland er dýrasti áfangastaður í Evr-
ópu samkvæmt samanburði þýsku
ferðaskrifstofunnar TUI, sem fjallað
var um í þýska
fréttamiðlinum
Die Welt á föstu-
dag. Ísland er
samkvæmt sam-
anburðinum
62,5% dýrara en
Þýskaland þegar
kemur að verði á
hótelgistingu og
mat á veitinga-
stöðum.
Friðrik Pálsson, eigandi og fram-
kvæmdastjóri Hótels Rangár, segir
ekki eðlilegt að Ísland sé dýrasti
áfangastaður í Evrópu. Gengi krón-
unnar sé allt of sterkt og launahækk-
anir á Íslandi undanfarin ár hafi ver-
ið óeðlilega miklar. „Við þekkjum
dæmi um það að veitingastaðir sem
hafa haldið óbreyttu verði í íslensk-
um krónum í mörg ár hafa það orð á
sér að þeir séu orðnir svo dýrir í aug-
um útlendinga að þeir standist ekki
samanburð. Á sama tíma hafa þessir
veitingastaðir eða hótel tekið á sig
gríðarlega launahækkun í íslenskum
krónum en tekjur þeirra lækka ef
þeir selja í erlendri mynt vegna þess
hve krónan er sterk,“ segir Friðrik.
Friðrik starfaði lengi í sjávar-
útvegi og segir að nú séum við að
upplifa svipaða hluti og á þeim árum
er gengið var fellt til þess að tryggja
samkeppnishæfni greinarinnar.
„Í mínum huga er enginn vafi á því
að við erum að spenna bogann of
hátt. Launahækkanirnar á undan-
förnum árum hafa verið gríðarlegar
og á sama tíma hafa tekjur fyrir-
tækjanna í íslenskum krónum verið
að lækka. Við þurfum alvarlega að
íhuga okkar gang,“ segir Friðrik og
bætir því við að við þurfum að velta
fyrir okkur hve lengi spennandi
ímynd landsins muni fá túrista til að
koma hingað þrátt fyrir verðlagið.
athi@mbl.is
Ísland dýrast í Evrópu
Launahækkanir hafa verið óhóflegar, að mati hóteleiganda
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ferðamenn Gengi krónu er sterkt.
Friðrik Pálsson
Sigurður Bogi Sævarsson
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Björgunarsveitarmenn komu undir
kvöld í gær til aðstoðar tæplega tutt-
ugu manns sem voru í vanda staddir
á Mosfellsheiði. Þar var bylur og
grimmdarveður svo fólkið komst
ekki lengra áfram á bílum sínum og
einhverja þurfti að skilja eftir. Eftir
að fólkinu var bjargað þræddu
björgunarsveitarmenn veginn af
heiðinni alla leið á Þingvöll og niður
Kjósarskarð í því skyni að gá hvort
þar væru einhverjir stopp, sem
hefðu þó ekki sagt til sín eða kallað
eftir aðstoð. Ekkert slíkt reyndist
vera, að sögn Davíðs Más Bjarna-
sonar, upplýsingafulltrúa Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar.
Í gærkvöldi var veginum yfir
Hellisheiði og um Þrengsli lokað, svo
og Mosfells- og Lyngdalsheiðum.
Raunar varð umferðaróhapp á
Hellisheiðinni í eftirmiðdaginn og
var veginum þar þá lokað um hríð,
meðan verið var að greiða úr flækj-
um sem af því leiddi.
Fyrir norðan var Öxnadalsheið-
inni lokað og stóðu björgunarsveit-
armenn vaktina við lokunarpósta. Þá
lýsti lögreglan á Suðurlandi því yfir
að ekkert ferðaveður væri þar um
slóðir og í uppsveitum Árnessýslu
væri skyggni mjög takmarkað þar
sem gengi á með talsverðum éljum.
Leiðir annars staðar á landinu voru
yfirleitt opnar en færð mjög misjöfn,
almennt talað.
Djúp lægð sem gekk norður yfir
landið olli hríðarveðri því sem var í
gær og dimmum éljum suðvestan-
og vestanlands. Nú með morgninum
átti hún að koma til baka með norð-
anátt – svo í dag, framan af, má bú-
ast við hríðarveðri á Vestfjörðum og
einnig Norðurlandi vestra, svo sem
við Húnaflóann og í Skagafirði.
„Veðrið verður þó heldur skárra frá
Eyjafirði og austur á bóginn. Um
sunnanvert landið má hins vegar bú-
ast við éljahraglanda framan af, en
síðan birtir upp með talsverðu
frosti,“ sagði Einar Sveinbjörnsson
veðurfræðingur í samtali við Morg-
unblaðið í gærkvöldi.
Djúp lægð og fjallvegum var lokað
Grimmdarveður og fólki bjargað af Mosfellsheiði Slæmt veður á Norðurlandi vestra í dag
Ljósmynd/Þorvaldur Helgi
Óveður Í iðulausri stórhríð í vetrarríkinu norður á Akureyri í gær.
Björgólfur Thor
Björgólfsson
fjárfestir er met-
inn á 1,8 milljarð
bandaríkjadala,
eða um 184 millj-
arða króna, að
því er fram kem-
ur í nýbirtum
lista Forbes yfir
milljarðamær-
inga á heimsvísu. Er hann eini Ís-
lendingurinn á listanum og er þar
númer 1161.
Fyrir tíu árum var Björgólfur
249. ríkasti maður heims á lista
Forbes, en eftir efnahagshrunið
hvarf hann af listanum. Nú er
Björgólfur á listanum fjórða árið í
röð.
Bill Gates, forstjóri Microsoft, er
sem fyrr ríkasti maður heims, met-
inn á 86 milljarða bandaríkjadala
og Warren Buffett, fjárfestir, er í
öðru sæti, metinn á 75,6 milljarða.
Björgólfur Thor
Metinn á um 184
milljarða króna
Litríkir Legókubbarnir voru í aðalhlutverki á
svokölluðum Legó- og búningadegi á Borg-
arbókasafninu í Árbæ, sem fram fór í gær.
Foreldrar mættu með börnin sín og fengu sér
kaffibolla á safninu eða tóku jafnvel þátt í legó-
kubbasmíðinni. Hinir jósku Legókubbar eru allt-
af jafn vinsælir á meðal þeirra sem yngri eru,
enda fá leikföng sem eru jafn góð í að virkja
sköpunargáfu og hugmyndaflug barnanna.
Legó- og búningadagur á Borgarbókasafninu í Árbæ
Morgunblaðið/Hari
Klárir krakkar kubbuðu á bókasafninu
Þá stund í gær sem var fært
austur fyrir fjall fóru ferðamenn
þangað. Austur í Reynisfjöru
var slæðingur af fólki sem gekk
fram á sjávarkambinn til að
fylgjast með svarrandi briminu
sem var óvenjulega kraftmikið í
gær. Er skemmst frá því að
segja að mjög stór alda gekk yf-
ir sex ferðamenn sem þarna
voru og sá sjöundi, kona frá
fjarlægu landi, féll í sjóinn und-
an öldunni en tókst þó að kom-
ast heil hildi frá, samkvæmt lýs-
ingum sjónarvotta sem höfðu
samband við Morgunblaðið.
Sjö í sjónum
REYNISFJARA