Morgunblaðið - 15.01.2018, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.01.2018, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Læknar hafa í gegnum tíðina verið mótandi um heilbrigðis- stefnuna, en oft á tíðum lent í harkalegum átökum við lands- stjórnina um stefnu og fjárveit- ingar til málaflokksins. Það er bæði gömul saga og ný. Margir ráðherrar málaflokksins hafa þó borið gæfu til að vinna náið með læknum og samtökum þeirra og þá hefur málum fleygt fram,“ segir Reynir Arngrímsson, for- maður Læknafélags Íslands, sem nú er 100 ára. Aldarafmælisins verður minnst með ýmsu móti og í dag býður Læknafélag Íslands af því tilefni til tónlistarhátíðar í Eld- borgarsal Hörpu þar sem nokkr- ir fremstu tónlistarmenn Íslend- inga koma fram. Fellur þetta saman við Læknadaga 2018; ár- lega fimm daga fræðsludagskrá þar sem kynnt er og rætt allt það nýjasta í læknavísindunum. Umhverfisáhrif til lækna Þema Læknadaga að þesssu sinni er Læknirinn og umhverfið eins og viðfangsefnið er kallað og þar er meðal annars fjallað um loftslagsbreytingar. Telur Reynir að áhrifa þeirra muni í vaxandi mæli gæta í störfum lækna og því sé þarft að málið sé rætt. „Þetta er mjög breiður málaflokkur og umhverfisáhrif munu í vaxandi mæli koma til úrlausnar lækna. Bent hefur ver- ið á faraldra smitsjúkdóma sem hafa orðið tíðari og alvarlegri á undanförnum árum og heiminum stafar alvarleg ógn af. Annað er vaxandi sýklalyfjaónæmi. Hér heima sjáum við líka vandamál af öðrum meiði, en súrnun og hitastig sjávar geta haft veruleg áhrif á lífsviðurværi okkar. Læknar hér á landi hafa þó fyrst og fremst verið að fylgjast með þróuninni, en benda má á alþjóð- legan samstarfstarfshóp á veg- um læknaritsins Lancet sem hef- ur birt reglulega skýrslur um áhrif loftslagsbreytinga á heilsu- far.“ Er íslenskt heilbrigðiskerfi og lýðheilsa í dag með því móti að við getum verið sátt? Hverjar eru ógnirnar og tækifærin sem heilbrigðismál á Íslandi standa andspænis í dag? Reynir svarar þessu þannig til að um leið og tækni og þekkingu fleygi fram aukist kostnaður við innleiðingu og uppbyggingu nauðsynlegra innviða hratt. „Alls staðar í heiminum glíma menn við þetta vandamál. Kostnaður við ný lyf og tæki sem tengjast nýjum meðferðarúr- ræðum er áhyggjuefni. Læknis- starfið er í eðli sínu alþjóðlegt og íslenskir læknar hafa verið eftirsóttir í störf víðast hvar í heiminum. Það er heldur ekki sjaldgæft að læknar starfi er- lendis en hafi búsetu hér. Læknaskortur er alþjóðlegt vandamál og samkeppni um starfskrafta þeirra fer vaxandi. Þessu þurfa heilbrigðisyfirvöld að átta sig á. Það þarf ekki mik- ið út af að bregða til að hér geti skapast neyðarástand vegna skorts á læknum.“ Erfðafræðin leiðir þróun Reynir Arngrímsson á að baki 30 ára feril sem læknir og segir starfið hafa breyst mikið á þeim tíma. Fram undan séu enn meiri breytingar; framfarir í erfðavísindum sem verði vænt- anlega grundvöllur að breyt- ingum og þróun í læknisfræði næstu áratugi. „Í erfðarannsókum, sem er mín fræðigrein, hefur þekking okkar á eðli mannslíkamans og frumustarfsemi leitt til þróunar- ferils sem stefnir í það sem við köllum einstaklingsmiðuð með- ferðarúræði þar sem til dæmis erfðabreytingar í ákveðnum sjúkdómum hafa áhrif á meðferðarval. Í því sem við flokkuðum sem einn sjúkdóm fyrir 30 árum, meðal annars í ýmsum tegundum krabbameins, erum við nú með margar und- irtegundir byggðar á erfða- breytingum og meðferðin tekur mið af því. Svipuð þróun á sér stað í mörgum öðrum sjúkdóm- um, t.d. hjartsláttartruflunum og gigtsjúkdómum. Þarna hefur Ís- lensk erfðagreining verið í fremstu víglínu og náð undra- verðum árangri, sem við þurfum að þróa áfram. Ráðamenn hafa hlustað En aftur til fortíðar. Lækna- félag Íslands var stofnað frosta- veturinn mikla 1918, árið sem Katla gaus stórgosi, spænska veikin varð að heimsfaraldri og á fyrstu vikunum hérlendis dóu tæplega 500 manns og í Reykja- vík veiktust næstum 2⁄3 íbúanna. Síðar sama ár varð Ísland að fullveldi. „Þetta voru miklir um- brotatímar og læknar voru þá í lykilhlutverki í samfélaginu og hafa verið það æ síðan,“ segir Reynir, sem undirstrikar mikil- vægt hlutverk læknastéttarinnar í íslensku samfélagi. „Læknar hafa komið heim úr sínu framhaldsnámi með nýja þekkingu og reynslu og ráða- menn hlustað. Það hefur þó bor- ið á því að læknar hafi verið út- hrópaðir sem sérhagsmuna- hópur, sem við erum ósáttir við og teljum ekki verðskuldað. Það kann að vera að aðrir hafi náð betur eyrum ráðamanna undan- farin ár, enda sjáum við hvert ástandið er orðið. Það veit ekki á gott ef klippt er á þann streng sem hefur verið milli lækna og ráðamanna. Það sem hefur ein- kennt okkar heilbrigðiskerfi um- fram mörg önnur hefur verið gott aðgengi sjúklinga að lækn- um og fjölbreytni í þjónustu og rekstrarformum. Þetta kerfi þarf að vera í heildrænu jafn- vægi. Nú horfir svo við að inn- viðauppbygging í heilbrigðis- kerfinu hefur lengi setið á hakanum og ekki verið hlustað á aðvörunarorð lækna og samtaka þeirra.“ Læknafélag Íslands er 100 ára um þessar mundir og tímamótanna er minnst með ýmsu móti Þekking, reynsla og framfarir  Reynir Arngrímsson fæddist árið 1959 og ólst upp á Ólafs- firði. Hann er prófessor við læknadeild HÍ og sérfræðingur í erfðalæknisfræði á Landspít- ala. Stundaði framhaldsnám í erfðasjúkdómum í Glasgow og lauk doktorsprófi frá HÍ 1994. Tók við sem formaður Lækna- félags Íslands í október 2017 og var áður formaður lækna- ráðs Landspítala.  Með læknanámi starfaði hann sem landvörður í Herðu- breiðarlindum, Skaftafelli og á Hornströndum í fimm sumur og hafa umhverfismál og nátt- úruvernd verið honum ofarlega í huga æ síðan. Hver er hann? Morgunblaðið/Hari Formaður Ekki er vænlegt til framfara í heilbrigðismálum að klippt sé á streng milli lækna og ráðamanna, segir Reynir Arngrímsson. Morgunblaðið/Ásdís Aðgerð Íslenskir læknar eru hvarvetna í heiminum eftirsóttir til starfa. Orkuframleiðsla í Hellisheiðar- virkjun er komin í samt lag eftir eldsvoða í stöðvarhúsi virkjunar- innar síðastliðinn föstudag. Seint á föstudagskvöldið var háþrýstivél virkjunarinnar, sem slegið hafði út þegar eldurinn kom upp, endur- ræst og lágþrýstivél og varmastöð voru svo ræstar á laugardags- morgun. Mikið kapp var lagt á að þessi starfsemi raskaðist sem minnst, svo sem dæling á heitu vatni, enda er kalt SV-lands þessa dagana og mikilvægt að fullt afl sé á hitaveitunni. Um helgina var unnið að bráða- birgðaviðgerðum á þaki stöðvar- hússins, en eldurinn kom upp í loftræstitækjum á þaki þess. Vel hefur gengið þótt veður hafi tafið menn. Þannig er til dæmis enn ekki búið að loka þekju stöðvar- hússins, en hana þurftu slökkvi- liðsmenn að rjúfa til þess að kom- ast að eldinum. Enn hefur ekki tekist að meta hvert tjón af völd- um eldsins er en Eiríkur Hjálm- arsson, talsmaður Orku náttúrunn- ar, telur það þó væntanlega hlaupa á milljónum króna. Virkjunin nú aftur á fullu afli  Unnið að viðgerð Morgunblaðið/Hanna Virkjun Skemmdir eru talsverðar. Maður og kona á þrítugsaldri sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna tilraunar til að smygla fíkniefn- um til landsins. Parið, sem er er- lent, var að koma frá Barcelona þann 7. janúar síðastliðinn. Fór lögreglan á Suðurnesjum um borð í vélina og færði fólkið á varðstofu í Leifsstöð. Þar fram- vísaði karlmaðurinn kókaíni. Þá viðurkenndi fólkið að vera jafn- framt með fíkniefni sem þau höfðu komið fyrir innvortis. Kon- an reyndist hafa komið um 200 grömmum af efninu MDMD fyrir í leggöngum og endaþarmi. Karl- maðurinn var með 50 grömm af kókaíni í endaþarminum. Parið hefur verið í gæslu- varðhaldi vegna málsins sem Lögreglan á Suðurnesjum er að ljúka rannsókn á. Í varðhald eftir smygl frá Barcelona Félagsfundur verður haldinn n.k. þriðjudag, 16. janúar 2018, kl. 18 í Fáksheimilinu (Guðmundarstofu) í Víðidal. Dagskrá. Heimild fyrir stjórn til að kaupa fasteignina Brekknaás 9, Reykjavík, sbr. 14. gr. í lögum félagsins. Önnur mál Stjórnin. FÉLAGSFUNDUR Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is HSÍ og önnur sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar eru í stöðu til þess að hafa áhrif á starf íþrótta- félaga hvað kynferðislega áreitni varðar. Þetta segir Hafdís Inga Helgud. Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðs- kona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, en í yfirlýsingu HSÍ vegna #metoo-herferðar íþróttakvenna sagði að sambandið hefði ekki fullt boðvald yfir félögunum. Hafdís Inga er ein talsmanna íþróttakvennanna, en að hennar mati er hægur vandi fyrir félögin að gera breytingar á lögum sínum til bóta. „Fyrir mitt leyti, þá var þetta ódýr leið út úr þessu. Ég get ekki séð að það sé mikið mál fyrir HSÍ og þessi sérsambönd að gera breytingar. Auðvitað á HSÍ að skipta sér af ef það er vitað til þess að einhver aðili innan félaganna brjóti af sér á þenn- an hátt. Þá er algjörlega galið ef sér- sambandið skiptir sér ekki af því.“ Hafdís Inga bendir á að jákvætt sé að sérsamböndin hafi hafið vinnu við endurbætur á verkferlum vegna þessa. Menntamálaráðherra hefur skipað starfshóp um þessi mál og bindur Hafdís miklar vonir við að þar takist að búa til umgjörð um málaflokkinn þvert á íþróttageirann. Sérsambönd geti brugðist við  Skapi heildstæða umgjörð fyrir þolendur kynferðisbrota Morgunblaðið/Styrmir Kári Handbolti Myndin tengist efni frétt- arinnar ekki með beinum hætti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.