Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 Reykjanes er að mínu mati hulin perla,“ segir Kristján Jóhanns-son, leigubílstjóri og leiðsögumaður, sem er fimmtugur í dag.Hann fer með hópa í einkaleiðsögn og hans sérsvið er Reykja- nes. „Það er eins og að fara með kaffi til Brasilíu að sýna útlendingum tré á Íslandi. Þeir vilja sjá hraun og jarðhita, brim og hveri. En þótt sér- svið mitt sé Reykjanesið þá tek ég miklu stærra svæði fyrir, því fólk vill líka sjá Geysi, Gullfoss og suðurströndina að ógleymdu Snæfellsnes- inu.“ Kristján er varabæjarfulltrúi í Reykjanesbæ og situr í stjórn Reykja- neshafna. Hann er í sönghópnum Kóngunum sem hefur verið að syngja í jarðarförum og fleiri athöfnum og svo er hann líka tónleikahaldari. „Við erum þrír saman með hópinn Með blik í auga sem átti að vera einskiptisverkefni fyrir Ljósahátíð 2011 en næsta haust verður þetta í áttunda skiptið sem við setjum upp sýningu í tengslum við Ljósanótt. Við tökum fyrir ákveðið tímabil í tónlistarsögunni, vorum með sálar- tónlist í fyrra og kántrí þar áður og fáum til okkar landsþekkta tónlist- armenn. Það er alltaf fullt út úr húsi í Andrews-leikhúsinu og það er engin ástæða til að hætta þessu meðan fólk heldur áfram að koma.“ Hópurinn Með blik í auga fékk Súluna, menningarverðlaun Reykja- nesbæjar, í fyrra. Kristján tekur einnig þátt í spurningaþættinum Út- svari fyrir Reykjanesbæ sem er kominn í átta liða úrslit. Í dag verður Kristján ásamt fjölskyldunni á leiðinni suður eftir skíða- ferð fyrir norðan. „Konan mín verður fimmtug í maí og veisluhöldum verður slegið á frest þar til hún nær mér í aldri og verður hún haldin í Njarðvíkurborg í garðinum heima. En það er ýmislegt fleira á döfinni í tilefni af þessum tímamótum, eins og skíðaferð til Ítalíu í febrúar.“ Eiginkona Kristjáns er Svanhildur Eiríksdóttir, verkefnastjóri upp- lýsinga- og kynningarmála hjá Reykjanesbæ. Dætur þeirra eru Salka Björk, 20 ára, Inga Jódís, 15 ára, og Hildigunnur Eir, tíu ára. Fjölskyldan Í garðinum heima og auðvitað öll með blik í auga. Leiðsögumaður með blik í auga Kristján Jóhannsson er fimmtugur í dag Æ var fæddist í Reykjavík 15.1. 1948 og ólst þar upp. Hann átti heima í Karls- skála við Kaplaskjólsveg til 1955 og síðan við Flókagötu til 1968. Auk þess var hann í sveit sumrin 1956- 61, í Keldudal í Hegranesi í Skaga- firði og á Þambárvöllum í Bitrufirði sumrin 1962 og 1963. Ævar var í Ísakskóla 1955-57, í Austurbæjarskóla 1957-61, í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar 1961-64, stundaði nám við MR og lauk þaðan stúdentsprófi 1968. Ævar stundaði nám við HÍ 1968- 69, við St. Andrews háskóla í Skot- landi, 1969-71, við Aberdeen- háskóla 1971-73, lauk þaðan BSc. (1. Class Honours) gráðu í dýrafræði 1973, stundaði nám við Oxford- háskóla 1974-78 og lauk þaðan D.Phil. gráðu í fuglafræði 1981. Doktorsritgerð hans fjallaði um lifnaðarhætti teistu í Breiðafjarð- areyjum. Ævar var aðstoðarmaður á Nátt- úrufræðistofnun Íslands nokkur sumur fyrir nám í náttúrufræðum, meðan á námi stóð, 1973-74 og að loknu B.Sc.-prófi. Hann tók þátt í fjölda leiðangra á vegum stofnunar- innar allt frá 1963, var fastráðinn sérfræðingur í hryggdýrum hjá Náttúrufæðistofnun og deildarstjóri dýrafræðideildar frá 1978 og jafn- framt forstöðumaður stofnunar- innar 1984-86. Hann var for- stöðumaður Reykjavíkurseturs 1993-2005 og gegndi sérstakri rann- sóknastöðu frá og með 2006 og uns hann fór á eftirlaun 2013. Ævar sat í Fuglafriðunarnefnd, Ævar Petersen fuglafræðingur – 70 ára Skoskt brúðkaup Talið frá vinstri: Magnús Pálmi, Anna Björg, brúðhjónin Magnús Helgi og Rosanne Margaret, Ævar og Sólveig – og síðan börnin: Sólveig Bríet, Kolbeinn Helgi, Benedikt Ernir og Matthías Ævar. Hefur fylgst með fugl- um frá 14 ára aldri Á leið í rannsóknarferð Ævar stýr- ir frá Flatey á sólríkum sumardegi. Vinkonurnar Inga Val- dís Þorsteinsdóttir og Bríet Agla Barkar- dóttir héldu tombólu við Nettóverslun Sam- kaupa við Hrísalund á Akureyri. Þær styrktu Rauða krossinn með ágóðanum, 9.042 kr. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.