Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 Á Seltjarnarnesi eru 92% íbúa ánægð með búsetuskilyrði bæjarfélagsins, sam- kvæmt árlegri þjón- ustukönnun sem Gall- up gerir meðal sveitarfélaga lands- ins. Þjónusta Sel- tjarnarness á heildina litið út frá reynslu og áliti íbúa nýtur verð- skuldaðrar viðurkenn- ingar, en Seltjarnarnesbær fær þar hæstu einkunn af þeim nítján sveitarfélögum sem borin eru saman. Á heildina litið er Seltjarn- arnesbær oftast í efsta sæti meðal þessara stærstu bæjarfélaga landsins. Þessi jákvæða niðurstaða undir- strikar jákvætt viðhorf bæjarbúa til samfélagsþjónustunnar og er starfsfólki og stjórnendum bæjar- ins hvatning til að halda áfram á sömu braut. Seltjarnarnesbær leggur metnað sinn í að veita íbú- um sínum góða þjónustu. Niður- stöður könnunar Gallups staðfesta að þau eftirsóknarverðu markmið eru að bera árangur. Ánægja barna- og fjölskyldufólks eykst Bærinn fær hæstu einkunn meðal þeirra nítján bæjarfélaga landsins, sem könnunin nær til, þegar kemur að þjónustu við barnafjölskyldur í sveitarfélaginu. Seltjarnarnesbær hefur lagt áherslu á að vera leiðandi í skóla-, æskulýðs- og íþróttastarfi á lands- vísu. Hann hefur lagt metnað í jöfn tækifæri fyrir alla og sam- hliða stuðlað að bættum árangri og vellíðan skólabarna. Menningarlífið í blóma Bærinn fær einnig hæstu ein- kunn meðal þeirra nítján bæjar- félaga landsins, sem könnunin nær til, þegar íbúar Seltjarnarness láta í ljós ánægju sína með menningar- líf bæjarins og gefa því hæstu ein- kunn. Aukin áhersla hefur verið lögð á þann málaflokk undanfarin ár með jákvæðum árangri. Eldri borgarar una hag sínum vel Ánægja eldri Seltirninga með þjónustu bæjarins mælist áfram há, á landsvísu. Nið- urstaðan endur- speglar festu í stjórn- un þessa málaflokks en mikið kapp hefur verið lagt á að skipu- leggja nærþjónustu við aldraða í samráði við þá sjálfa með það að markmiði að þeir eigi þess kost að búa sem lengst á eigin heimili. Aðstaða til íþróttaiðkunar fyrsta flokks Ánægja bæjarbúa á Seltjarnar- nesi helst áfram í toppsæti þegar kemur að aðstöðu til íþróttaiðk- unar í sveitarfélaginu, en þar lýstu 89% aðspurðra sig ánægð með að- stöðuna. Gæði umhverfis í hávegum höfð Það kemur ef til vill ekki á óvart en Seltjarnarnesbær er stigahæstur meðal sveitarfélag- anna þegar kemur að þjónustu í tengslum við sorphirðu. Enn- fremur eru 83% íbúa ánægð með gæði umhverfis í nágrenni við heimili sitt. Gott samstarf, betra samfélag Bæjarstjórn og starfsmenn bæj- arfélagsins leggja sig fram um að hlusta eftir hvaða þjónusta skiptir máli fyrir bæjarbúa og hefur sú stefna skilað bæjarfélaginu fyrsta sæti þegar kemur að spurningunni um þjónustustig bæjarins. Að baki þeirri aðferðafræði liggur sú sann- færing stjórnenda bæjarins að fyr- irmyndarsamstarf skili sér í betra samfélagi og hagkvæmari rekstri. Eftir Ásgerði Halldórsdóttur » Þessi jákvæða niðurstaða undir- strikar jákvætt viðhorf bæjarbúa til samfélags- þjónustunnar og er starfsfólki og stjórn- endum bæjarins hvatning til að halda áfram á sömu braut. Ásgerður Halldórsdóttir Höfundur er bæjarstjóri Seltjarnarness. Seltirningar ánægðir með bæjarfélagið Alþjóðlegir fólks- flutningar skapa hag- vöxt, draga úr ójöfn- uði og tengja ólík samfélög. En þeir eru einnig undirrót póli- tískrar spennu og mannlegra harm- leikja. Langstærstur hluti farandfólks lifir og starfar í samræmi við lög og reglur. En örvæntingarfullur minnihluti leggur líf sitt að veði til að komast til landa þar sem þeir mæta oft tortryggni og sæta harðræði. Líklegt er að mannfjölgun og afleiðingar loftslagsbreytinga muni kynda undir fólksflutningum á næstu árum. Sem samfélag jarðarbúa stöndum við frammi fyrir vali. Viljum við að fólks- flutningar verði uppspretta vel- megunar og alþjóðlegrar sam- stöðu eða samheiti yfir ómennsku og upphlaup? Á þessu ári munu ríkisstjórnir vinna að samningi um hnattræna fólksflutninga á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Einstakt tækifæri Þetta verður fyrsti umtalsverði alþjóðasamningurinn af þessu tagi. Þetta verður þó ekki form- legur sáttmáli og mun ekki leggja neinar bindandi skuldbindingar á ríki. Hins vegar er þetta einstakt tækifæri fyrir leiðtoga til að bregðast við skaðlegum tröllasög- um um farandfólk og móta sam- eiginlega sýn á það hvernig öll lönd geta haft hag af fólksflutn- ingum. Við höfum reynsluna af því sem gerist þegar meiri háttar fólks- flutningar eiga sér stað án skil- virks gangvirkis. Myndband af þrælasölu olli miklum viðbrögðum um allan heim nýverið. Þvinguð til vinnu Þessar myndir voru skelfilegar en aðalhneykslið er hins vegar að þetta eru örlög þúsunda manna, án þess að það sé fest á filmu. Enn fleiri eru fastir í lítillækk- andi og vafasömum störfum sem jaðra við þrælahald. Talið er að sex milljónir far- andfólks séu þvingaðar til vinnu, oftast í þróuðum ríkjum. Hvernig getum við bundið enda á þetta óréttlæti og komið í veg fyrir að þetta haldi áfram um alla fram- tíð? Ég tel að það beri að hafa þrjú þýðing- armikil atriði í huga þegar mörkuð er pólitísk stefna um framtíð fólksflutn- inga. Fyrsta atriðið er að viðurkenna og auka virði fólksflutn- inga, en þetta gleym- ist oft í umræðunni. Bæði heimalönd og gistilönd farandfólks hafa mikinn hag af framlagi þessa hóps. Farandfólkið tekur að sér störf sem heimamenn hafa ekki getað sinnt, og auka efnahagslega virkni. Farandfólk er einnig mik- ilvægur fjárhagslegur bakhjarl al- þjóðlegrar þróunar með því að senda fé til heimalanda sinna. Alls nemur heimsent fé andvirði 600 milljarða Bandaríkjadala á hverju ári, eða þrisvar sinnum allri samanlagðri þróunaraðstoð heimsins. Helsta áskorunin er sú að fá sem mest út úr þessu reglu- bundna og afkastamikla formi fólksflutninga og á sama tíma kveða niður misnotkun og for- dóma sem gerir líf minnihluta far- andfólks að hreinu helvíti. Kemur öllum til góða Í öðru lagi ber ríkjum að sjá til þess að efla réttarríkið og að grundvallarreglur þess liggi til grundvallar því hvernig fólks- flutningum er stýrt og fólkið verndað. Þetta kemur öllum til góða; hagkerfinu, samfélögunum og farandfólkinu sjálfu. Yfirvöld sem reisa meiri háttar hindranir fyrir fólksflutningum, eða takmarka atvinnutækifæri farandfólks skora óþarfa efna- hagslegt sjálfsmark með því að koma í veg fyrir að þörf fyrir vinnuafl sé mætt á reglubundinn, löglegan hátt. Það sem verra er, þau hvetja óviljandi til ólöglegra fólksflutn- inga. Þeir sem hleypa heimdraganum í atvinnuleit, leita óreglubundinna leiða ef þeim er synjað um að ferðast löglega. Þetta hefur ekki eingöngu í för með sér að þetta fólk verður ber- skjaldað, heldur grefur þetta í leiðinni undan virðingu fyrir yfir- völdum. Besta leiðin til þess að þurrka burt smánarblett ólöglegs athæfis og misnotkun farandfólks, er að ríki greiði fyrir löglegum fólks- flutningum og nemi þannig á brott hvata til að virða reglur að vettugi og á sama tíma þjóni bet- ur þörfum vinnumarkaðarins fyrir erlent vinnuafl. Endurheimta traust Í þriðja og síðasta lagi þurfum við meiri alþjóðlega samvinnu til að vernda farandfólk sem stendur höllum fæti sem og flóttafólk og endurheimta þarf traust á fyrir- komulagi alþjóðlegrar verndar flóttamanna í samræmi við al- þjóðalög. Stjórnlaus hreyfing fjölda fólks við örvæntingarfullar aðstæður elur á þeirri tilfinningu að landa- mærum sé ógnað. Slíkt hefur síðan í för með sér að komið er upp harkalegu landa- mæraeftirliti sem grefur undan sameiginlegum gildum okkar og stuðlar að hörmulegum atburðum sem við höfum horft upp á síðast- liðin ár. Getur markað vatnaskil Grípa þarf til brýnna aðgerða til að koma þeim til hjálpar sem eru strandaglópar í viðkomubúð- um, eiga á hættu að vera hnepptir í þrælahald eða eiga yfir höfði sér grimmilegt ofbeldi hvort sem er í Norður-Afríku eða Mið-Ameríku. Við þurfum að geta séð fyrir okk- ur metnaðarfullar alþjóðlegar að- gerðir til að finna þeim nýjan stað sem hafa engan stað til að fara á. Við þurfum líka að stíga skref til að hindra slíka óreglubundna fólksflutninga í framtíðinni með aðgerðum á sviði þróunarhjálpar, með því að milda áhrif loftslags- breytinga og með því að koma í veg fyrir átök. Fólksflutningar eiga ekki að vera samheiti þján- inga. Samningurinn sem stefnt er að á þessu ári getur markað vatna- skil á leið til fólksflutninga sem þjóna hagsmunum allra. Eftir António Guterres » Alls nemur heim- sent fé andvirði 600 milljarða banda- ríkjadala á hverju ári, eða þrisvar sinnum allri samanlagðri þró- unaraðstoð heimsins. António Guterres Höfundur er aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Sáttmáli um fólksflutn- inga er allra hagur Íbúar í Reykjavík finna fyrir umferðar- töfum kvölds og morgna þar sem fólk situr fast í bílum á leið til vinnu á morgnana og svo aftur á leið heim á kvöldin. Í stað þess að takast á við brýnan vandann hafa borgaryfirvöld markvisst þrengt að fjölskyldubíln- um. Bílastæðum hefur verið fækkað, götur hafa verið þrengdar og þeim lokað fyrir bíla- umferð. Tækifæri til að setja Geirsgötu í stokk og tryggja hag- stæða legu Sundabrautar hafa ver- ið eyðilögð. Engin áform eru um nýjar stofnæðar þrátt fyrir að vegakerfið sé komið að fótum fram. Borgarlínan eykur vandann Svo ótrúlega sem það kann að hljóma er það stefna núverandi meirihluta í Reykjavík að gera íbúum enn erfiðara fyrir að ferðast á bílum sínum þrátt fyrir að 96% ferða séu farin með fólksbíl. Hug- myndir um Borgar- línu eru settar fram sem lausn þrátt fyrir að fyrir- séð sé að hún muni þrengja enn frekar að fólksbílum í borginni. Gert er ráð fyrir að loka akreinum á Hringbraut, Miklu- braut og Hverfisgötu fyrir al- mennri umferð svo dæmi séu tekin. Kostnaðurinn er svipaður og nýr Landspítali eða 75 milljarðar að lágmarki. Lagt er upp með að fjár- magna verkefnið með álögum á íbúa upp á eina til tvær milljónir á hvert heimili. Í skýrslu um Borgar- línu er borinn saman umferðar- þungi miðað við að allt gangi upp Reykvíkingar eiga betra skilið Eftir Eyþór Arnalds » Fimm milljarðar hafa farið forgörðum í þetta tilraunaverkefni og er ljóst að tilraunin hefur mistekist. Eyþór Arnalds Höfundur er frambjóðandi í leiðtoga- prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. með Borgarlínu við það að gera ekki neitt. Slíkur samanburður verður að teljast ótrúverðugur, enda væri hægt að stórbæta um- ferðina fyrir minna en 75 milljarða! Þekktar leiðir til að bæta umferð eru færar, en auk þess er að verða tæknibylting í samgöngum sem mun minnka álag, fækka bílastæð- um og minnka slysatíðni. Á sama hátt og Internetið breytti tölvunum og farsímunum verða bílar og önn- ur farartæki gjörbreytt innan fárra ára. Í stað Borgarlínu væri skyn- samlegra að bæta merkingar og nota þá tækni sem verður brátt í öllum bílum: Snjallsímar á hjólum. Borgarnet bíla þar sem fólk kemst á hagstæðan hátt alla leið heim til sín. Reykjavík á að vera í farar- broddi að innleiða þær tæknilausn- ir sem eru að ryðja sér til rúms um þessar mundir en ekki fara af stað með 19. aldar hugmynd um línu- legar samgöngur. Reykjavíkurborg á nú þegar hugbúnað sem getur stillt umferðarljósin en notar hann lítið. Gangbrautarljós á Miklubraut hafa kviknað um miðja nótt og um- ferð stöðvast þótt enginn sé að ganga yfir götuna. Umferðartappa í vegakerfinu þarf að losa og væri fyrsta skrefið að ljúka umferðar- greiningu á allri Reykjavík af óháð- um faglegum aðila. Þannig for- gangsröðum við best fjárfestingum í gatnamótum og vegtengingum. Segjum upp samningi um framkvæmdastopp Reykjavíkurborg gerði 10 ára samning við ríkið árið 2013 þar sem ákveðið var að 1 milljarður á ári sem hefði annars farið í nauð- synlegar framkvæmdir á stofn- brautum í Reykjavík rynnu til Strætó. Markmið samningsins var að auka almenningssamgöngur sem hlutfall af ferðum úr 4% í 6%. Nú, fimm árum síðar er hlutfallið ennþá um 4% og hefur því ekkert vaxið. Fimm milljarðar hafa farið forgörðum í þetta tilraunaverkefni og er ljóst að tilraunin hefur mis- tekist. Það er því eðlilegt að ný borgarstjórn segi tafarlaust upp þessum samningi og fari fram á að vegaféð fari hér eftir í fram- kvæmdir á vegum Vegagerðarinnar og það framkvæmdastopp sem hef- ur verið í gildi í höfuðborginni verði afnumið. Ég vil hverfa frá draumsýnum um lesta- og borgar- línukerfi. Bætum samgöngur með betra skipulagi. Sameinumst um skynsamlegar samgöngur fyrir alla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.