Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 14
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í námi sínu og störfum öðlast stjórn- endur sjaldan þá þekkingu sem þeir þurfa til að leiðbeina starfsfólki sínu í gegnum róttækar breytingar. Fyrirtæki þurfa iðulega að breyta um stefnu og starfsfólkið um leið að tileinka sér ný vinnubrögð og nálg- anir. Skilur þá oft á milli feigs og ófeigs hvernig stjórnandinn er í stakk búinn að styðja við og styrkja þá sem undir hann heyra og fá þá til að laga sig að breyttum veru- leika. Þetta segir danski markþjálf- inn Flemming Christiansen en hann verður á meðal fyrirlesara á mark- þjálfunardegi ICF Iceland sem hald- inn verður 25. janúar næstkomandi. „Oft eru æðstu stjórnendur mjög spenntir að kynna til sögunnar nýja stefnu og ný markmið en svo virðast þeir einfaldlega ætlast til þess að all- ir geti lagað sig að allt öðrum vinnu- brögðum og allt annarri hugsun,“ segir hann. Flemming er svokallaður „eneagram“ markþjálfi, en slík markþjálfun leggur m.a. áherslu á að styrkja andlegar undirstöður stjórnenda, auka skilning þeirra á samskiptum við annað fólk og gera þeim auðveldara að laga sig að hvers kyns breytingum á eigin spýtur. „Þetta er veganesti sem nýtist einkar vel í flóknum fyrirtækjum sem þurfa líka að vera sveigjanleg og fær um að læra nýjar leiðir til að gera hlutina.“ Erfitt að breyta til Lesendum til glöggvunar nefnir Flemming ímyndað dæmi um fyrir- tæki sem hefur einbeitt sér að sínum nærmarkaði en hyggst breyta um stefnu og sigra allan heiminn. „Það hljómar vel að ætla að „hugsa hnatt- rænt“ og lætur æðstu stjórnendur líta mjög vel út að vilja sýna svona mikinn metnað en horfir ekki eins við þeim sem hafa umsjón með dag- legum rekstri. Hvað þýðir það t.d. að þurfa að byrja að eiga í viðskiptum við fólk frá öðrum menningar- heimum? Þarf kannski að hlusta á viðskiptavininn með öðrum hætti en áður? Þarf að skrifa tölvupóst á öðruvísi máli en áður? Oft virðist ætlast til þess að starsfólkið leysi úr þessum áskorunum eitt og ótstutt,“ segir Flemming. „Eða hvað ef aðstæður kalla skyndilega á að sölufólkið vinni sam- an frekar en hvert í sínu lagi? Hvað ef tæknifólkið þarf að taka að sér hlutverk sölufólks? Hvað ef starfs- mannahópurinn er skyndilega dreifður um allan hnöttinn og stjórn- andinn þarf að geta byggt upp góð fagleg og tilfinningaleg tengsl við starfsfólk sitt í gegnum forrit á borð við Skype?“ Að mati Flemmings er lykilatriði að stjórnandinn hafi sjálfur, með réttri þjálfun, tileinkað sér að fylgj- ast með eigin hegðan, að þróa sig stöðugt og þroska og leita alltaf leiða til að læra og vaxa. „Með þessa þekkingu getur stjórnandi hjálpað öðrum að gera slíkt hið sama, sem er einmitt það sem breytingar kalla á.“ Vansæl og óörugg Að gera þetta rétt, segir Flemm- ing, hefur ekki bara áhrif á rekstur fyrirtækja, heldur líka líðan starfs- fólksins. Engum þyki gaman að vera sett fyrir verkefni sem hann ekki ræður við: „Það sýgur úr okkur hamingjuna og sjálfstraustið. Öll viljum við fást við verkefni sem við getum leyst vel af hendi, en ef þekk- inguna skortir er svar stjórnenda allt of oft að þrýsta enn fastar á starfsfólk sitt og hóta því öllu illu. Það eru ekki skemmtilegir staðir að vinna á og líklegt að starfsmenn muni þá alltaf bera kala til yfir- mannsins. En ef stjórnandinn hjálp- ar starfsmönnum sínum að sjá heim- inn í nýju ljósi og þróa með sér nýja hæfileika er það stjórnandi sem fólki mun alltaf þykja vænt um og starfs- fólkið mun vera talsmenn fyrir- tækisins löngu eftir að það hættir þar störfum.“ Leiðsögn í stað hótana AFP Áskoranir Starfsmenn netverslunar í Kína önnum kafnir við skrifborð sín. Viðskiptaheimurinn er síbreytilegur og mikils krafist af starfsfólki.  Þegar fyrirtæki boða nýja stefnu er ekki alltaf víst að starfsmenn viti hvað á til bragðs að taka  Stjórnendur þurfa að geta kennt þeim aðlögunarhæfni Flemming Christiansen 14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 kr. 99.900,- 49” kr. 129.900,- 55” Sería: 6100 • Tegund: UHD - 4K • Stærð: 49” eða 123cm • Upplausn skjás: 3840x2160 (4K) - 8M pixlar • Tegund skjás: LED • PQI: 1300 PQI (Picture Quality Index) MU6175 7 KG. 1400 SN. Eco Bubble Verð áður: 64.900,- Verð 59.900,- TM 59.90 0,- 7 KG. barkarlaus þurrkari. Varmadæla í stað elements. Verð áður: 89.900,- Verð nú: 76.415,- januar stormur FULL BÚÐ AF TILBOÐSVÖrUM - kæliskápar - Uppþvottavélar - Þvottavélar - Þurrkarar - Frystiskápar - Sjónvörp - Hljómtæki SÍÐUmúla 9 · SÍmi 530 2900 samsungsetrid.islágmúla 8 - SÍmi 530 2800 ● Fræðimanna- samtökin European Academy of Man- agement (EURAM) munu halda árlega ráðstefnu sína í Reykjavík í júní. Er þetta í átjánda skiptið sem ráð- stefnan er haldin en viðskiptafræði- deild Háskóla Ís- lands heldur utan um viðburðinn. Ljóst er að mikill áhugi er á ráðstefn- unni, og þegar innsendifrestur fræði- greina rann út á miðvikudag reyndist hafa verið slegið nýtt met. Bárust meira en 2.000 greinar að þessu sinni sem er nær tvöfalt meira en í fyrra þegar ráð- stefnan var haldin í Glasgow, og 36% meira en árið þar á undan þegar EURAM hélt ráðstefnu sína í Parísarborg. Dr. Eyþór Ívar Jónsson, ráð- stefnustjóri og forstöðumaður Rann- sóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti við HÍ, segir þetta frábæran árangur og af- rakstur góðrar markaðssetningar. „Þetta stefnir í að verða langstærsta EURAM ráðstefna frá upphafi,“ segir hann. Eyþór bætir við að HÍ hafi viljað fá ráðstefnuna hingað til lands til að auka alþjóðlega samvinnu og rannsóknir. „Jafnframt viljum við nýta ráðstefnuna til þess að byggja upp aukna samvinnu á milli akademíunnar og viðskiptalífs- ins.“ ai@mbl.is Stór viðskiptafræðiráð- stefna haldin í Reykjavík Dr. Eyþór Ívar Jónsson STUTT Sheryl Sandberg, framkvæmda- stjóri rekstrar hjá Facebook, og Jack Dorsey forstjóri Twitter, munu ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn Walt Disney. Að sögn Reuters stafar þetta af vaxandi hagsmuna- árekstrum á milli bandaríska fjöl- miðlarisans og tæknifyrirtækjanna tveggja. Disney greindi frá þessu á föstudag. Disney hefur sótt af auknum krafti inn á internetið og leitar nýrra leiða til að dreifa efni sínu þar í ljósi minnkandi áhuga neyt- enda á kapalsjónvarpsstöðvum. Á sama tíma eru Facebook og Twitt- er að reyna að auka hlut mynd- banda í sínum lykilvörum. Auk Sandberg og Dorsey mun Orin Smith, fyrr- um forstjóri Starbucks, hætta í stjórn Disney fyrir aldurs sakir og Robert Matsc- hullat, fyrrum stjórnarformað- ur Seagram, hættir eftir að hafa setið í stjórn Disney eins lengi og leyfilegt er, eða í fimmtán ár. Ný stjórn verður kjörin á aðal- fundi Disney í mars næstkomandi. ai@mbl.is Sheryl Sandberg og Jack Dorsey kveðja Disney Sheryl Sandberg ● Í kæru til Samkeppniseftirlitisins held- ur Gray Line (Allrahanda GL ehf.) því fram Isavia hyggist taka margfalt hærra gjald af hópferðabílum en eðlilegt getur talist og misnoti einokunaraðstöðu sína. Isavia annast rekstur og viðhald allra flugvalla landsins, auk flugumferðar- stjórnar innanlands- og alþjóðaflugs. Ný- lega tilkynnti Isavia að frá og með 1. mars taki gildi töluverð hækkun á gjaldi sem lagt er á rútur sem sækja farþega í flugstöð Leifs Eiríkssonar og leggja í svokölluð fjarstæði. Í tilkynningu frá Gray Line kemur fram að gjaldið fyrir stórar rútur verði 19.900 kr., sem er fimmfalt hærra en það gjald sem tekið er af stórum hópferða- bifreiðum sem koma til Heathrow- flugvallar. Þá sé ekkert sambærilegt gjald rukkað á flugvöllum i Kaupmanna- höfn, Billund eða Stokkhólmi. Gjaldtakan er til viðbótar við nýlegan samning Isavia við tvö hópferðafyrirtæki sem fá aðstöðu uppi við flugstöðina og greiða fyrir það 33-42% af farmiðasölu sinni til Isavia. Gray Line biður Samkeppnisyfirlitið að stöðva fyrirhugaða gjaldtöku Isavia til bráðabirgða. ai@mbl.is Gray Line kærir Isavia Eins og greint var frá í lok síðustu viku hefur samfélagsmiðillinn Face- book ákveðið að breyta því hvernig efni birtist notendum. Er ætlunin að auka hlutdeild efnis frá vinum og ættingjum en draga úr vægi efnis frá auglýsendum og fréttaveitum. Ef marka má þróun hlutabréfa- verðs Facebook á föstudag eru fjár- festar ekki hrifnir af breytingunni. Facebook lækkaði um 4,5%, að sögn Bloomberg, og varð það til þess að Zuckerberg varð 3,3 milljörðum dala fátækari eftir daginn. Við þetta lækkaði Zuckerberg um eitt sæti á milljarðamæringalista Bloomberg, og fór niður í fimmta sæti listans en Amancio Ortega, eigandi tískurisans Inditex, færðist upp í það fjórða. Zuckerberg getur þó ekki kvartað, því áður en hlutabréf Facebook tóku að lækka hafði heildarvirði hlutabréfaeignar hans hækkað um 4,5 milljarða dala frá áramótum. Eftir lækkun föstu- dagsins er Zuckerberg því 1,2 millj- örðum dala ríkari það sem af er jan- úarmánuði. Heildarauðæfi Zuckerbergs nema nú 74 milljörðum dala. ai@mbl.is Zuckerberg milljörðum fá- tækari eftir breytta stefnu Mark Zuckerberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.