Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Skúmaskot, sem Borgarleik-húsið frumsýndi nýverið,mun vera sjöunda sviðs-verk Sölku Guðmunds-
dóttur sem ratar á svið hérlendis á
jafnmörgum árum, en hún hefur
einnig skrifað útvarpsleikrit og
verk sem sett hafa verið upp utan
landsteinanna. Salka sýndi það og
sannaði með leikritinu Hættuför í
Huliðsdal, sem leikhópurinn Soðið
svið setti upp 2013, að hún hefur af-
ar gott lag á að skrifa fyrir áhorf-
endur í yngri kantinum.
Líkt og í Hættuför í Huliðsdal
eru samtölin í Skúmaskotum þjál og
endurspegla vel tungutak aldurs-
hópsins sem sýningarnar eru ætl-
aðar. Verkin eiga það einnig sam-
eiginlegt að leiða leikhúsgesti inn í
framandi ævintýraheim. Í Hættuför
í Huliðsdal lá leiðin inn í töfrum
hlaðinn hliðarheim við raunveru-
leikann meðan ferðalagið í Skúma-
skotum liggur niður í skuggalega
og samnefnda undirheima sem
leynast undir verslun í Skeifunni.
Þangað álpast Rúna (Þórunn
Arna Kristjánsdóttir) eftir kjána-
legt rifrildi við Völu eldri systur
sína (Vala Kristín Eiríksdóttir).
Stuttu áður höfðu þær kynnst versl-
unareigandanum Geir (Halldór
Gylfason) sem selur aðeins lífrænar
baunir í búð sinni og stendur því
ekki vel fjárhagslega með tilheyr-
andi áhyggjum. Í búðinni rákust
þær systur á bréf frá bróður Geirs
sem hélt á vit ævintýranna tveimur
áratugum áður eftir kjánalegt rifr-
ildi þeirra bræðra með þeim afleið-
ingum að þeir hafa ekki hist síðan.
Í undirdjúpunum kynnist Rúna
Kristveigu Kristel (Maríanna Clara
Lúthersdóttir) sem leyfir henni að
spreyta sig á þremur þrautum sem
eiga að skera úr um það hvort Rúna
megi lifa lífinu eins og hana langar
undir yfirborði jarðar laus við tuð
og rifrildi við óþolandi ættingja. Þar
hittir hún einnig fyrir dularfullan
og þöglan húsvörð (Halldór Gylfa-
son).
Umgjörð leiksins er vel heppnuð
í alla staði hvort heldur snýr að
leikmynd og búningum Evu Signýj-
ar Berger, lýsingu Juliette Louste,
tónlist Axels Inga Árnasonar eða
hljóðum Axels Inga og Ólafs Arnar
Thoroddsen. Ferðalagið ofan í
undirdjúpin var leyst með snjöllum
hætti í stílhreinni leikmynd þar sem
svalirnar komu að góðum notum.
Meginleikrýmið breyttist úr búð
Geirs í undirheimana með því einu
að opna og loka flekum og snúa
rimlagluggatjöldunum. Lýsingin
undirstrikaði vel grámygluna í búð-
inni andspænis drungalegum og
hættulegum undirheimum sem virð-
ast búa yfir óendanlegum rang-
ölum. Birtustigið var eðlilega frem-
ur lágt í undirdjúpunum, sem
virkaði vel til að skapa réttu stemn-
inguna, en rýnir saknaði meiri
ljósaspils í fyrstu innkomu Krist-
veigar Kristelar.
Líkt og í mörgum fyrri verka
sinna vinnur Salka með dulúð og
skringilegheit sem magnar upp
spennu – oft með tilheyrandi ógn.
Til að hræða unga áhorfendur ekki
um of (en sýningin er ætluð börnum
sem eru átta ára og eldri) er iðulega
farin sú leið að gera samstundis
grín að ógnvaldinum. Þetta birtist
skýrt í tilfelli Kristveigar Kristelar
sem Maríanna Clara Lúthersdóttir
túlkaði af mikilli innlifun. Hún fær
það vandasama hlutverk að vera
aðalgerandi verksins á sama tíma
og hún veit í raun ekki hvernig í
pottinn er búið. Þótt Maríanna skili
hlutverkinu vel skapar þessi tog-
streita ákveðið hökt í framvindunni.
Halldór Gylfason var ófrýnilegur
í leikgervi Elínar S. Gísladóttur í
hlutverki sínu sem húsvörðurinn, en
það hamlaði honum nokkuð að vera
sviptur málinu stærstan hluta sýn-
ingarinnar. Sem verslunareigand-
inn Geir var hann hins vegar
skemmtilega aumkunarverður. Þór-
unn Arna Kristjánsdóttir og Vala
Kristín Eiríksdóttir fara ágætlega
með hlutverk systranna sem kom-
ast að því að ekki er alltaf allt sem
sýnist – eða heyrist. Með því að
fylgjast með raunum fullorðna
fólksins skilja þær hvað beri að var-
ast í mannlegum samskiptum og ná
loks sáttum. Þemalag sýning-
arinnar, sem hefst á orðunum „Ef
ég væri ógnarlangur áll“ og inni-
heldur textabútinn „úti er um mig,
ef ég missi þig“, kallast með góðum
hætti á við lærdóm sýningarinnar.
Undir stjórn Grétu Kristínar
Ómarsdóttur leikstjóra eru margar
fínar sviðslausnir, en orkustigið
verður á köflum aðeins of forserað.
Af hendi höfundar var lopinn líka
fullmikið teygður þegar líða fór á
verkið og spurning hvort það hefði
ekki límt framvinduna betur saman
að sleppa hléinu og stytta textann
ögn. Lengi framan af eiga persón-
urnar jafnt sem áhorfendur ekki að
skilja hvað er að gerast, en smám
saman raðast brotin saman og
myndin skýrist. Af þeim sökum
hefði sennilega ekki þurft að út-
skýra jafnítarlega og gert var
hvernig í pottinn væri búið. Eftir
stendur að Skúmaskot felur í sér
prýðilega leikhússtund þar sem
áhorfendum býðst að láta hræða sig
smá og jafnframt kæta.
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Hræða og kæta „Eftir stendur að Skúmaskot felur í sér prýðilega leikhússtund þar sem áhorfendum býðst að láta
hræða sig smá og jafnframt kæta,“ segir um uppfærslu Borgarleikhússins á nýju verki Sölku Guðmundsdóttur.
Djúpt í iðrum jarðar
Borgarleikhúsið
Skúmaskot bbbmn
Eftir Sölku Guðmundsdóttur. Leik-
stjórn: Gréta Kristín Ómarsdóttir. Leik-
mynd og búningar: Eva Signý Berger.
Lýsing: Juliette Louste. Tónlist: Axel
Ingi Árnason. Hljóð: Axel Ingi Árnason
og Ólafur Örn Thoroddsen. Leikgervi:
Elín S. Gísladóttir. Leikarar: Þórunn
Arna Kristjánsdóttir, Vala Kristín Eiríks-
dóttir, Halldór Gylfason og Maríanna
Clara Lúthersdóttir. Frumsýning á Litla
sviði Borgarleikhússins 6. janúar 2018.
SILJA BJÖRK
HULDUDÓTTIR
LEIKLIST
Norska tónlistarkonan Sigrid hefur
verið valin „BBC Sound of 2018“ en
markmið útnefningarinnar er að
benda á hvað sé
mest spennandi í
tónlistinni á kom-
andi ári. Að valinu
standa 170 sér-
fræðingar um
dægurtónlist við
fjölmiðla og víðar
sem leita hæfileik-
anna um víða ver-
öld. Sigrid er að-
eins 21 árs og þar
með næstyngsti listamaðurinn sem
hlotið hefur útnefningu BBC, aðeins
Adele slær henni við en hún hlaut út-
nefninguna 2008, þá aðeins 19 ára.
„Þetta er gríðarlegur heiður,“
segir Sigrid í samtali við BBC. Tón-
listarkonan, sem heitir fullu nafni
Sigrid Solbakk Raabe, fæddist í
hafnarbænum Álasundi í Vestur-
Noregi. Í viðtali við BBC segir hún
að í heimabænum sé iðulega rigning
og rok og því hafi hún lítið annað að
gera en að semja tónlist. Einnig seg-
ist hún gáttuð á því að hafa náð eyr-
um alþjóðlegra hlustenda. „Ég hafði
alltaf haldið að vegna þess að ég er
frá litlu landi yrði erfiðara að koma
tónlist minni á framfæri. En ég
reikna með að tónlistarstreymi á
netinu hafi brotið niður ýmis landa-
mæri.“
Í frétt á vef BBC kemur fram að
Sigrid, sem er undir sterkum áhrif-
um frá Lorde, Robyn og Joni Mitch-
ell, hafi skotið upp á stjörnuhim-
ininn með grípandi og gaman-
sömum popplögum sínum.
Sigrid hljómur ársins
Norska tónlistar-
konan Sigrid.
Láttu þér ekki vera kalt
Sími 555 3100 www.donna.is
hitarar og ofnar
Olíufylltir ofnar 7 og 9
þilja 1500W og 2000W
Keramik hitarar
með hringdreifingu
á hita
Hitablásarar
í úrvali
Ný vefverslun: www.donna.is
Erum nú á Facebook: donna ehf
ICQC 2018-20
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
NÝ VIÐMIÐ
Í BÍÓUPPLIFUN Á ÍSLANDI
LAUGARÁSBÍÓ KYNNIR
DOLBY ATMOS
LUXURY · LASER
Sýnd kl. 8, 10.15 Sýnd kl. 5.30
Sýnd kl. 7.50, 10.30 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 5.30, 10 Sýnd kl. 5.30