Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
N
afnið á vörumerki og
fyrirtæki Erlu Svövu
Sigurðardóttur er alls
ekki út í bláinn, þótt
hvorki sé það að finna
í íslenskum né erlendum orðabókum.
Þvert á móti er Yarm útspekúlerað
og táknar einfaldlega jarm. Me-me
svo það sé alveg á hreinu. „Mamma
átti hugmyndina og var meiningin
fyrst hafa nafnið á íslensku, Jarm.
Síðan kom okkur og þeim sem höfðu
eitthvað til málanna að leggja saman
um að heppilegra væri að skrifa það
með ypsiloni, enda framburðurinn sá
sami. Eftir töluvert grúsk komst ég
raunar að því að yarm þýðir kall eða
grátur dýra samkvæmt fornri enskri
orðabók,“ segir Erla Svava. „Ekki
endilega sauðkindarinnar,“ bætir
hún við og brosir.
Afurðir Yarm eru nefnilega unn-
ar úr ull íslensku sauðkindarinnar,
sem Erla Svava meðhöndlar með af-
ar sérstökum hætti áður en hún
handprjónar úr henni hnausþykk og
grófgerð teppi og púða – og meira að
segja kanínur. Hún handprjónar í
orðsins fyllstu merkingu; fitjar upp á
handleggina og prjónar með hönd-
unum. Erla Svava notar ekki prjóna
við vinnuna svo það sé líka á hreinu.
„Ég hafði séð myndir af mjög
grófprjónuðum teppum á Pinterest
og í erlendum hönnunarblöðum. Í
Bandaríkjunum eru slík teppi með
réttu eða röngu markaðssett sem
skandinavísk og mikið í tísku. Mig
langaði að búa til teppi í svipuðum
dúr, en þegar ég grennslaðist fyrir
um hvar ég fengi svona þykkt garn
rakst ég alls staðar á veggi. Á end-
anum ákvað ég að handspinna og
þæfa mitt eigið garn og keypti mér
rokk sem ég sérpantaði frá Nýja-
Sjálandi,“ segir Erla Svava um sín
fyrstu spor í átt til sjálfstæðs at-
vinnurekstrar.
„Mesta vinnan felst í rauninni í
að búa til garnið. Ég kaupi ullina í 10
kílóa pokum frá Ístex og þá tekur við
heljarinnar ferli við að snyrta hana,
spinna og þæfa svo úr verði þetta
þykka og mjúka garn sem er sér-
kenni Yarm.“
Heilmikið ævintýri
Erla Svava er hjúkrunarfræð-
ingur að mennt. Eftir að hún eign-
aðist börnin sín þrjú hefur hún verið í
hlutastarfi á Heilbrigðisstofnun Suð-
urnesja í Reykjanesbæ. Vegna auk-
innar eftirspurnar eftir prjónlesinu
með tilheyrandi umsýslu lætur hún
af störfum í næsta mánuði. „Með
mikilli eftirsjá, en ég þurfti bara að
velja. Vissulega verða viðbrigði að
skipta algjörlega um starfsvettvang,
en jafnframt heilmikið ævintýri. Ég
fór í hjúkrunarstarfið af ákveðinni
hugsjón og finnst því svolítið skrýtið
að byrja allt í einu að sinna starfi sem
bjargar engum, “ segir Erla Svava
bæði í gríni og alvöru.
Árið 2010 þegar hún var sendi-
fulltrúi Rauða krossins í hjálparstarfi
á sjúkrahúsum á Haítí og í Pakistan
sá hún að minnsta kosti ekki annað í
spilunum en að hjúkrun yrði hennar
ævistarf. En svo komu börnin til sög-
unnar og settu svolítið strik í reikn-
inginn. Eins og gengur.
„Ég eignaðist þrjú börn á tveim-
ur árum; Svavar, sem er nýorðinn
sex ára, og tvíburana Svölu og Sig-
urdísi, sem urðu fjögurra ára í fyrra-
dag. Pabbi þeirra býr í Kanada svo
ég hef verið mikið ein með þau. Í stað
þess að horfa á sjónvarpið eftir að
þau voru sofnuð fór ég að prófa mig
áfram, hanna, búa til garn og prjóna
mér til dundurs á kvöldin,“ segir
Erla Svava, sem kenndi sér sjálf eftir
að hún fékk nýsjálenska rokkinn í
hús.
Lengi að þróa aðferðina
„Þótt allt mögulegt megi læra á
Youtube er ekki boðið upp á kennslu-
myndbönd um hvernig eigi að spinna
íslenska ull,“ heldur hún svo áfram
og kveðst hafa verið marga mánuði
að þróa aðferð sem reyndist vel.
„Tómstundagamanið vatt smám
saman upp á sig. Teppin og púðarnir
vöktu heilmikla athygli og enduðu yf-
irleitt á að fara heim með vinum og
vandamönnum sem komu í heim-
sókn. Í fyrra setti ég upp facebook-
síðuna Yarm og hef síðan eingöngu
selt í gegnum hana, en stefni að því
að koma vörunum í sölu í einni eða
tveimur völdum hönnunarversl-
unum. Eins og er anna ég varla að
framleiða upp í pantanir en úr því
rætist vonandi þegar ég fæ mér til
Fitjar upp á handleggina
og prjónar með höndunum
Erlu Svövu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðingi finnst skrýtin tilfinning að skipta um starfsvettvang og
byrja allt í einu að sinna starfi sem bjargar engum eins og hún kemst að orði. Þótt henni sé eftirsjá að
hjúkrunarstarfinu hlakkar hún til að einbeita sér að því að spinna íslenska ull á nýsjálenska rokkinn
sinn, þæfa hana og búa til hnausþykkt garn í teppi og púða sem hún prjónar með höndunum.
Skemmtilegasti kór landsins leitar að
glöðu söngfólki. Þannig auglýsir Hin-
segin kórinn á Facebook og hikar ekki
við að nota efsta stigs lýsingarorð.
Og áfram er haldið: Viltu syngja í frá-
bærum félagsskap, fara í skemmti-
legar kórbúðir, halda tónleika, mæta í
partí og jafnvel skreppa í utan- og
innanlandsferðir með kórnum? Þetta
allt saman og miklu meira er fullyrt
að hægt sé að gera með Hinsegin
kórnum. Þeim sem vilja slá til er bent
á að mæta í raddprufur kl. 19.30 og
22 í kvöld, mánudagskvöldið 15. jan-
úar, í húsnæði Listdansskóla Íslands
á Engjateigi 1.
Það þarf ekki að undirbúa neitt fyr-
ir raddprufurnar en nauðsynlegt er
að skrá mætingu með því að senda
tölvupóst á korstjori@hinseginkor-
inn.is.
Kórinn mismunar hvorki á grund-
velli kynhneigðar né kynvitundar og
eru öll áhugasöm hvött til að mæta
og prófa. Æft er á mánudagskvöldum
og einn laugardag í mánuði.
Stjórnandi kórsins er Helga Mar-
grét Marzellíusardóttir.
Raddprufur Hinsegin kórsins
Söngfuglar í öllum regnbogans
litum hefji upp raust sína
Kórstjórinn Stjórnandi Hinsegin kórsins er Helga Margrét Marzellíusardóttir.
Ljósmynd/Hildur Ágústsdóttir
Yarm Vörumerkið er úr íslensku nautsleðri og hannað hjá Graf skiltagerð.
Náttúrulegir litir Teppin fást í þremur stærðum og mismunandi litum.