Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,formaður Miðflokksins, lýsti áformum um borgarlínu ágætlega í viðtali á Bylgjunni í gær: „Þetta er í rauninni bara galið.“    Þetta er hárréttlýsing á áform- um um að þrengja að eftir- lætisferðamáta borgarbúa og hægja á umferð fyrir 100- 200 milljarða króna.    Auðvitað er það galið.    Sigmundur útskýrði afstöðu sínameðal annars þannig að þó að það hefði sína kosti að þétta byggð, þá þyrfti að líta á aðstæður á hverj- um stað og eðli Reykjavíkur. Ekki mætti einblína á stórborgir eins og Lundúnir eða Kaupmannahöfn.    Sigmundur benti á að annaðhvortþyrfti að þétta byggð í kring- um brottfararstöðvar borgarlínu eða hafa sterka miðju eða kjarna eins og í Lundúnum og Kaup- mannahöfn.    Svo benti hann á að hvorugt afþessu væri til staðar hér, en hér væru til menn sem tryðu því að hægt væri að fjármagna borgarlínu með innviðasköttum og dýrari íbúð- um í nágrenni línunnar.    Um það segir Sigmundur: „Menneru ekki að fara að kaupa íbúð hér af því að það sé stutt í stoppistöð sem flytur þig niður á Hlemm. Aðdráttarafl miðjunnar er ekki til staðar og það er frekar ver- ið að veikja miðborgina.“    Hvernig stendur á því að þessargölnu hugmyndir hafa náð jafn langt og raun ber vitni? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Galnar hugmyndir STAKSTEINAR Veður víða um heim 14.1., kl. 18.00 Reykjavík -4 snjókoma Bolungarvík -3 snjókoma Akureyri -2 skýjað Nuuk -16 skúrir Þórshöfn 4 súld Ósló -3 skýjað Kaupmannahöfn -1 alskýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -5 léttskýjað Lúxemborg 2 heiðskírt Brussel 4 heiðskírt Dublin 8 skýjað Glasgow 7 skýjað London 5 skýjað París 7 heiðskírt Amsterdam 3 þoka Hamborg 0 léttskýjað Berlín -1 skýjað Vín 0 alskýjað Moskva -6 snjókoma Algarve 15 léttskýjað Madríd 5 skýjað Barcelona 11 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 10 heiðskírt Aþena 8 léttskýjað Winnipeg -15 snjókoma Montreal -23 skýjað New York -7 heiðskírt Chicago -11 heiðskírt Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 15. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:55 16:20 ÍSAFJÖRÐUR 11:27 15:59 SIGLUFJÖRÐUR 11:11 15:40 DJÚPIVOGUR 10:31 15:43 flísar fyrir vandláta PORCELANOSA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vill að komið verði á fót hverfislögreglustöð í Breiðholti. Hann flutti tillögu um það á fundi borgarráðs í síðustu viku og lagði jafnframt til að borgin legði lögreglunni til húsnæði fyrir þessa starfsemi. Afgreiðslu tillögunnar var frestað. Fram kemur hjá Kjartani að lög- reglan hafi lengi verið með stöð í Breiðholti og hafi reynslan af því verið góð. Stöð í hverfinu hafi hins vegar verið lögð niður árið 2009 vegna sparnaðaraðgerða og ýmissa skipulagsbreytinga. Í dag sinnir lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu Breið- holtshverfinu frá Stöð 3 við Dalveg í Kópavogi, en starfssvæði hennar er það bæjarfélag og Breiðholt þar sem nú búa 21.400 manns. Fram kemur hjá Kjartani að mikil ánægja hafi verið með starf- semi hverfislög- reglustöðv- arinnar í Breið- holti meðan hún var starfrækt. Þeir lögreglu- þjónar sem þar störfuðu hafi myndað jákvæð tengsl við íbúa í hverfinu og eignast vináttu margra Breiðhyltinga, ekki síst af yngri kynslóðinni. „Samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglunni voru margfalt fleiri afbrot í hverfinu upplýst eftir stofnun stöðvarinnar á sínum tíma, samanborið við það sem áður var,“ segir Kjartan. sbs@mbl.is Vill fá lögreglustöð aftur í Breiðholtið Kjartan Magnússon  Jákvæð tengsl við íbúana í hverfinu Lögreglan á Suðurnesjum hafði í nógu að snúast í liðinni viku vegna ölvunar farþega í Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Í tilkynningu frá lög- reglu kemur fram að erlend kona gekk á einstefnuhlið og datt í sal þar sem fólk sækir töskur sínar. Þá var þrennt handtekið í Leifsstöð sem missti af flugi eða fékk ekki að fara um borð í flugvél sökum ölv- unar. Eins neyddist lögregla til að ferja farþega sem millilenti í Keflavík um flugstöðina í hjólastól. Mann- inum var meinað að halda ferð sinni áfram enda stóð hann ekki í fæt- urna sökum ölvunar. Sama gegndi um karlmann sem var á leið til Pól- lands. Hann sofnaði ölvunarsvefni á bekk og var svo handtekinn vegna slæmrar hegðunar. Þá var maður handtekinn eftir að hann reiddist við innritun og lét öll- um illum látum. Hann vildi ekki greiða fyrir innritun tösku og klæddi sig því í átta buxur og tíu boli úr töskunni. Talið var að mað- urinn gæti skapað hættu fyrir aðra farþega. Mikil ölvun meðal farþega í Leifsstöð Morgunblaðið/Ómar Leifsstöð Annir hjá lögreglu.  Tveir ferjaðir ofurölvi í hjólastól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.