Morgunblaðið - 15.01.2018, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 2018
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er gott og blessað að æfa
skrokkinn og reyna að halda honum í sem
bestu formi. Nú væri upplagt að undirbúa
boð fyrir vinina um helgina.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú vilt hafa hlutina í röð og reglu en
skalt varast að ganga of langt í þeim efn-
um. Einhver vandræðagangur er á sam-
skiptum þínum við aðra.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er ákaflega gefandi að rétta
öðrum hjálparhönd. Mundu að einn góðan
veðurdag kannt þú að vera í hans sporum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Samstarfsmaður, sem þú hefur svo
sem ekki veitt neina athygli, leitar til þín
með vandasamt mál. Nú er rétti tíminn til
að setjast niður og ræða málin.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Fólk í umhverfi þínu er að ræna þig
orkunni með einum eða öðrum hætti –
sannkölluð sníkjudýr. Nú þarftu á einveru
að halda til að hugsa málin í ró og næði.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Gættu þín í umgengni við aðra,
einkum þá sem þú hefur ekki ástæðu til að
telja á þínu bandi. Annars fer allt úr bönd-
unum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú hefur hæfileika til að gæða gamla
hluti nýju lífi og getur gert þér mat úr því
með því að kaupa gamla hluti og gera þá
upp.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú mátt ekki hunsa góðar til-
lögur þótt þær komi frá öðrum og þá
stundum mönnum sem þér er lítið um.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gættu þess að stökkva ekki
upp á nef þér af minnsta tilefni. Hafðu það
hugfast, þegar þú hjálpar fólki, að sá sem
er með sanni örlátur gefur fólki það sem
það þarfnast.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þetta er ekki rétti tíminn til
þess að vekja athygli á sjálfum sér. Að-
stæður sem hafa verið erfiðar frá upphafi
eiga líklega ekki eftir að batna.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú ert allur einhvern veginn út
og suður og átt erfitt með að einbeita þér
að því sem þú þarft að gera. Bjóddu vin-
unum heim í kvöld og skemmtu þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það hefur ekkert upp á sig að vera
með stöðuga eftirsjá og sjálfsgagnrýni.
Hafðu allt þitt á hreinu. Þú færð stórtækar
hugmyndir um breytingar á heimilinu í
dag.
Það liggur vel á Ólafi Stefánssyni:„Nú er orðin merkjanleg birtu-
aukning og við göngum hlæjandi
mót vorinu, er það ekki, Sigrún?:
Nú birtir og bjartsýni vex,
þá bindum ei hugann við rex.
Í fylgsnum og leynum
fækkar þeim meinum,
sem tengjast við tröll eða hex.“
Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir
um nýjustu tíðindi af lögreglunni:
Um breiðtorg og stræti er bannað að spræna
og bölva og meiða og ljúga og ræna,
hórkörlum fækkar og heiðvirðum þjófum
en harðsvíruð lögregla stelur frá bófum.
„Góður!“ sagði Skírnir Garð-
arsson og bætti við: „Hér í Vík er
innangengt í bankann úr Vínbúð-
inni.
Ef ætlarðu í Arion bánka,
að útvega dollar og fránka,
í vínbúð þú lendir,
þar verða menn kenndir,
og væflast heim bak- meður -þánka.
Auðvitað er þetta hönnunargalli,
það ætti að vera öfug innangengni,
nefnilega úr bankanum og inní vín-
búðina, svona er arkitektúrinn á
villigötum.“
Sigurlín Hermannsdóttir skrifar í
Leirinn: „Að drekka eða drekka
ekki, þar er efinn. Sumir eru bæði
bindindismenn og drykkjuboltar,“
– og lætur þessi skemmtilegu og vel
kveðnu sléttubönd fylgja:
Kjurrum dögum frið í fann
fráleitt þráir sopann.
Þurrum mönnum edrú ann
aldrei kneyfar dropann.
Dropann kneyfar, aldrei ann
edrú mönnum þurrum.
Sopann þráir, fráleitt fann
frið í dögum kjurrum.
Gylfi Þorkelsson orti 7. janúar:
Vætan er lárétt og lemjandi.
Löðrandi stormurinn emjandi.
Rigning og rok!
Rennbleytufok!
Blautlega söngvana semjandi.
Ármann Þorgrímsson yrkir um
„vanda hagkerfisins“:
Mér finnst vandinn vera sá
og vaxa hröðum skrefum
að margir ekkert annað sjá
en arð af hlutabréfum.
Og enn segir hann að „bráðum
fer dagur að lengjast“:
Alltaf kemur aftur vor
á eftir hverjum vetri,
lengjast dagar, léttast spor
og ljóðin verða betri.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Nú birtir, lögreglufréttir
og vínbúð í Vík
HÁVARÐAR VAR ALLTAF MINNST FYRIR
ÞAÐ HVERNIG HANN VAR, EKKI HVER
HANN VAR.
„ÞEIR FORÐAST MIG SÍÐAN ÉG GAF
ÞEIM SMÁ AF KÖKUNNI SEM KONAN MÍN
BAKAÐI FYRIR MIG.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... upphafið að ferðalagi
ykkar saman.
ÞÚ LÍTUR VEL ÚT
Í DAG, LÆKNIR
EN
INDÆLT
AF ÞÉR
OG ÞETTA ER
INDÆL MYND…
HÚN TALAR TIL MÍN
ÞETTA ER TEIKNING AF
MELTINGARFÆRUM KATTA
TAKK
FYRIR
OG HÚN SEGIR:
„GEFÐU MÉR
MAT“
JÁ, ÉG SKAL FARA Á
STEFNUMÓT MEÐ ÞÉR!
ÉG FER ALDREI Á STEFNUMÓT
MEÐ MÖNNUM SEM TALDIR ERU
„HEFÐBUNDIÐ FALLEGIR“!
HÚN GETUR EKKI GERT
UPP HUG SINN!
HEYRÐU… ÞÚ.
HVERNIG
HEFURÐU ÞAÐ?
YNDISLEGA.
FRÁBÆRT. GÆTI
EKKI VERIÐ
BETRI.
Fjöldi ungra foreldra í Reykjavík erí vondum málum sakir þess hve
erfitt er að koma börnum í vist hjá
dagforeldrum. Um þetta voru miklar
fréttir fyrir helgina, þar sem lýst var
stöðu fólksins sem setur sig í sam-
band við skóla- og frístundasvið
Reykjavíkurborgar í örvæntingu
sinni. Dagforeldrum hefur fækkað,
starfsfólk vantar á leikskólana og svo
mætti áfram raunir rekja. Nú þekkir
Víkverji ekki svo gjörla til aðstæðna
ungs barnafólks í Reykjavík en finnst
margt einkennilegt í máli þessu.
Hvers vegna liggur nýbökuðum for-
eldrum svona mikið á að komast út á
vinnumarkaðinn? Hverju þarf að
breyta ef þá einhverju?
x x x
Hvar eru amma og afi eða góðar ogvelviljaðar frænkur eða frændur
eða vinafólk sem getur hlaupið undir
bagga með barnapössun? Á mörgum
vinnustöðum er sveigjanlegur vinnu-
tími og skilningsríkir stjórnendur.
Skólann er oft hægt að taka að hluta í
fjarnámi. Auðvitað er myndin hér að
framan mjög einfölduð en hér fer
best á því að ræða málin í stóru sam-
hengi og vekja athygli á þeirri mein-
loku sem margir eru haldnir um að
leita beri opinberrar aðstoðar í stóru
sem smáu, svo sem barnagæslu.
Vissulega hafa opinberar stofnanir
ríkar skyldur þegar kemur að stuðn-
ingi við fólk, en á slíku þarf að vera
hóf. Samfélagið er í vondum málum
ef sjálfsagðar og óskráðar skyldur
okkar allra um að vera bakland vina
og ættingja eru ríkisvæddar, en því
miður er tilhneigingin talsvert í þá
átt.
x x x
Gangverk samfélagsins ætti aðmiðast við að foreldrar og börn
geti verið sem lengst og mest saman í
stað þess að hlutirnir miðist við þarfir
atvinnulífs og starfsframa uppanna.
„En ég verð persónulega sorgmædd-
ur þegar ég hugsa um þann tíma þeg-
ar ég týndi mér í vinnu. Það skilar
kannski árangri og tekjum að vinna
út í eitt, en hvað situr eftir?“ sagði
Pétur Einarsson járnkarl, kvik-
myndagerðarmaður og áður banka-
stjóri í viðtali við Morgunblaðið fyrir
nokkrum dögum. vikverji@mbl.is
Víkverji
Því að hvar sem tveir eða þrír eru
saman komnir í mínu nafni þar er ég
mitt á meðal þeirra.
(Matt: 18:20)
Eyjasandi 2, 850 Hella - Víkurhvarfi 6, 203 Kópavogi, sími 488 9000 - samverk.is
ÞEKKING - GÆÐI - ÞJÓNUSTA
SÉRSMÍÐUM ÚR GLERI
• Glerhandrið
• Glerhurðir
• Speglar
• Glerveggir
• Málað gler
• Tvöfalt gler
• Sturtuklefar