Morgunblaðið - 22.01.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 22.01.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 12. febrúar í 10 nætur Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. Bókaðu sól FUERTEVENTURA Allt að 25.000kr. afsláttur á mann Frá kr. 81.835 Jörð skalf rétt norðaustan við Grindavík í gærkvöldi og fylgdu nokkrir minni skjálftar í kjölfarið. Um kl. 21.15 kom skjálfti upp á 3,5 stig og skömmu síðar 2,5 stig. Tæp- um hálftíma síðar kom þriðji skjálftinn, upp á 1,5 stig. Íbúar Grindavíkur fundu vel fyrir skjálft- unum og bárust Veðurstofunni nokkrar tilkynningar. Að sögn Huldu Rósar Helgadótt- ur, náttúruvársérfræðings á Veður- stofunni, var staðsetning skjálft- anna ekki óvenjuleg. Fylgst var með skjálftum í nótt og senda átti út tilkynningu ef eitthvað markvert gerðist. Grindvíkingar fundu fyrir sterkum kipp Grindavík Jörð skalf í bænum í gærkvöldi. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Þing kemur saman í fyrsta skipti á nýju ári í dag. Ákveðið var um helgina að hefja þingstörf á leiðto- gaumræðum og fá allir flokkar sem eiga fulltrúa á þingi tíma til að ræða mál að eigin vali. „Það var allt mjög aðþrengt í tíma yfir jól og áramót og lítill tími til almennrar umræðu,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, for- seti Alþingis. „Það var samkomulag um að hleypa smá pólitískri umræðu að. Flokkarnir ráða því sjálfir hvað verður tekið fyrir. Ekkert sérstakt gefið upp annað en bara staða stjórn- málanna í byrjun árs og verkefni vorþingsins.“ Áætlað er að hver flokkur fái 10 mínútna ræðutíma. Á morgun mun Bjarni Benedikts- son fjármálaráðherra mæla fyrir fjármálastefnu næstu fimm ára. Þingmannamál verða síðan á dag- skrá á miðvikudaginn og fimmtudag- inn þar sem allir flokkarnir fá að koma forgangsmálum sínum að. „Við erum að taka mál sem þing- flokkarnir hafa valið að setja í for- gang og leggjum af stað í umferð númer tvö sem verður þá forgangs- mál þingflokka. Það er þá skipulagt að hver flokkur kemur einu for- gangsmáli frá sér að í slíkri umferð. Það kemur bara í ljós hvaða mál það verða þegar við förum að raða inn á dagskrána. Það eru þrjár vikur framundan þangað til kemur að kjör- dæmaviku,“ segir Steingrímur. Lækkun kosningaaldurs Fyrsta þingmannamál Vinstri grænna verður að sögn Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingflokksfor- manns VG, frumvarp um lækkun kosningaaldurs, sem var mælt fyrir á síðasta ári. Flokkurinn mun síðan leggja til frumvarp um endur- greiðslu vegna gleraugnakaupa barna. „Við erum í rauninni að sjá til þess að börn undir 10 ára fái gler- augu allt að tvisvar á ári og annað hvert skipti eftir það, til 18 ára ald- urs. Börn sem eru í sérstakri áhættu og metin er læknisfræðileg nauðsyn á, fái svo alfarið endurgreitt, meðan þau eru að þroskast,“ segir Bjarkey og bætir við að einnig þurfi að upp- færa gjaldskrána, sem ekki hefur verið uppfærð lengi. Þá mun frum- varp Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingmanns VG, um málefni fylgdar- lausra barna sem sækja um alþjóð- lega vernd einnig verða lagt fram á vorþingi. Þórunn Egilsdóttir, þingflokks- formaður Framsóknar, segir að þingflokkurinn muni funda í dag og ákveða hvaða frumvörp verða sett í forgang. Sjálfstæðisflokkurinn mun einnig taka ákvörðun í dag um hvaða þingmannamál verða tekin fyrir, að sögn Birgis Ármannssonar, þing- flokksformanns Sjálfstæðisflokks- ins. Samfylkingin mun leggja fram frumvarp í vikunni sem snýr að leng- ingu fæðingarorlofs í 12 mánuði. „Við ætlum að leggja fram frumvarp um lengra fæðingarorlof. Það verður okkar forgangsmál sem við mælum fyrir á miðvikudaginn. Síðan erum við með nokkur mál, sem einstaka þingmenn hafa lagt fram og síðan er- um við með mál í vinnslu sem tengj- ast velferðarmálum, menntamálum og auðlindum þjóðarinnar,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar. Spurð um hvaða málum flokkurinn sé að vinna að í þeim málaflokkum segir Oddný að það muni skýrast. Þetta séu málefnin sem Samfylking- in muni leggja áherslu á á vorþingi. Alþingi hefur störf á nýju ári með leiðtogaumræðum  Þingmannamál um lengra fæðingarorlof og lækkun kosningaaldurs lögð fram Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Alþingi Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, er flutningsmaður frumvarps um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórnarkosninga. Úrslit í for- mannskjöri Fé- lags grunnskóla- kennara verða kunngerð í dag klukkan 14, en rafræn kosning hefur staðið yfir á vef félagsins síðan 18 janúar sl. Kjörsókn hef- ur verið afar dræm, en einungis 8% félagsmanna höfðu kosið nú fyrir helgi. Nýr for- maður mun taka við embætti af frá- farandi formanni, Ólafi Loftssyni, á aðalfundi Félags grunnskólakenn- ara í maí. Fimm aðilar hafa gefið kost í sér í embætti formanns: Hjör- dís Albertsdóttir, Kjartan Ólafsson, Kristján Arnar Ingason, Rósa Ingv- arsdóttir og Þorgerður Laufey Dið- riksdóttir. aronthordur@mbl.is Úrslit í formanns- kjöri kunngerð í dag Ólafur Loftsson Þingfundur um stöðuna í stjórnmálum og verkefnin fram- undan hefst kl. 15 í dag. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, fjárlaganefnd og velferðarnefnd funda allar fyrir hádegi. Auk fjármálastefnunnar, sem fjármálaráðherra mælir fyr- ir, fer fram óundirbúinn fyrirspurnatími á morgun. Forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlinda- ráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og dómsmálaráðherra verða viðstaddir. Hefst fyrirspurna- tíminn klukkan 13.30. Á fimmtudaginn verður einnig óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem fjármála- og efna- hagsráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra og ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra verða viðstaddir og hefst þingfundur kl. 10.30. Þingmannamál verða tekin fyrir á miðvikudegi og fimmtudegi. Dagskrá þingsins í vikunni UMRÆÐUR UM STÖÐUNA Í STJÓRNMÁLUM HEFJAST KL. 15 Í DAG Fjármálaráðherra í pontu Alþingis. RIE foreldrafélagið, Meðvitaðir foreldrar, settu upp svonefndan Pop-Up ævintýraleikvöll á Kjarvalsstöðum um helgina, í anda uppeldisstefnunnar RIE (Respectful Parenting). Þar gátu börn komið og leikið sér með frjálsri aðferð. Á Kjarvalsstöðum var búið að koma fyrir alls konar efnivið sem börnin gátu leikið sér með, eins og pappa- kössum, efnisbútum, vatnskerum, pottum, pönnum, reip- um og límbandi. Þetta var í þriðja sinn sem foreldra- félagið stóð að viðburði sem þessum. Markmiðið var að börnin fengju tíma og tækifæri til að leika sér og kanna umhverfi sitt á eigin forsendum. Einnig var foreldrum boðið að taka skref til baka, fylgjast með og njóta þess sem börnin tóku upp á að gera sér til dundurs. Meðvitaðir foreldrar settu upp leikvöll á Kjarvalsstöðum Morgunblaðið/Eggert Börn léku sér með frjálsri aðferð Þyrla Landhelgisgæslunnar var í gærkvöldi kölluð til aðstoðar er Ford Econoline-jeppabifreið valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist út úr bílnum og var hann fluttur með þyrlu á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi. Maðurinn er ekki talinn í lífshættu. Lögreglan á Suðurlandi hafði í nógu að snúast í gær og nokkuð var um umferðaróhöpp, en að sögn lögreglu var í flestum til- vikum um minniháttar tjón að ræða. Í tilkynningu frá lögreglu segir að flest slysanna megi rekja til þess að akstur sé ekki miðaður við aðstæður, en þá spili reynslu- leysi ökumanna stundum inn í. Í til- kynningunni segir ennfremur að lögreglan hvetji ökumenn til að haga ökuhraða og akstri eftir að- stæðum. alexander@mbl.is Valt út af veginum um Lyngdalsheiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.