Morgunblaðið - 22.01.2018, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
Kókosjógúrt
Ástæða þess að þú átt að velja lífræna jógúrt:
Lífrænar
mjólkurvörur
• Engin aukaefni
• Meira af Omega-3
fitusýrum
• Meira er af CLA
fitusýrum sem byggja
upp vöðva og bein
• Ekkert undanrennuduft
• Án manngerðra
transfitusýra
www.biobu.is
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Eftir fordæmalausa fjölgun
ferðamanna í bráðum áratug er sá
tími kominn að stjórnendur ís-
lenskra ferðaþjónustufyrirtækja
þurfa að endurmeta stöðuna.
Vöxturinn er hægari en verið hef-
ur og nýir aðilar hafa ekki sama
svigrúm og áður. Með öðrum orð-
um þýðir þetta að atvinnugreinin
og starfsumhverfi hennar er að
verða þróaðra og fagmennskan
vonandi meiri,“ segir Skaphéðinn
Berg Steinarsson, nýr ferða-
málastjóri.
Eftir að hafa starfað lengi
sem stjórnandi ýmissa fyrirtækja í
ferðaþjónustu og staðið í eigin
rekstri hefur Skarphéðinn Berg
ýmsar hugmyndir og skoðanir á
ferðamálum. Fyrir vöxt og við-
gang greinarinnar segir hann að
há tíðni flugferða til og frá landinu
sé lykilatriði. Í því efni sé mikil-
vægt að efla Keflavíkurflugvöll og
Leifsstöð enn frekar sem skipti-
stöð í flugi yfir Atlantshafið. Fjölg-
un farþega með því móti skapi
tækifæri fyrir landið allt.
Reykjavík sterkt vörumerki
„Möguleikarnir felast í því að
tengja landsbyggðina við Kefla-
víkurflugvöll með góðum sam-
göngum. Vissulega geta fyrirtæki
í greininni og stjórnvöld reynt að
hafa áhrif á hvert fólk fer, en
ákvörðunin er alltaf ferðamanns-
ins sjálfs. Langflestir koma til Ís-
lands hingað af því að náttúra
landsins er áhugaverð en þegar
dvalartími fólks styttist, sem er al-
þjóðleg þróun og er nú gjarnan
þrír til fjórir dagar, segir sig sjálft
að fólk fer ekki langt út á land
nema samgöngur séu góðar. Og
margir halda sig mest hér í
Reykjavík, sem er sterkt vöru-
merki og vinsæll ferðamanna-
staður,“ segir ferðamálastjóri og
heldur áfram:
„Markaðurinn er annars mik-
ið að breytast. Nú sækir til dæmis
til Íslands í vaxandi mæli ungt fólk
frá Asíu og því þarf að bregðast
við með hugsanlega breyttu vöru-
framboði. Hinn dæmigerði túristi
sem hingað kemur er ekki lengur
miðaldra Evrópubúi í náttúru-
skoðun. Á síðasta ári fóru út úr
landinu 2,2 milljónir manna og
fjölgaði um 425 þúsund milli ára.
Ferðamönnum frá Austurlöndum
fjær á líka eftir að fjölga mikið og
áhugi Icelandair á Asíumarkaði er
í því efni skiljanlegur.“
Á síðustu árum hefur mikið
verið rætt um möguleika á gjald-
töku til þess að fjármagna upp-
byggingu ýmissa þeirra innviða og
þjónustu sem fjölgun ferðamanna
kallar á. Engin niðurstaða er þó
komin enn.
Notendagjöld best kosta
„Það er pólitísk spurning
hvort ferðamenn eigi að leggja
meira til samneyslunnar á Íslandi.
Ef svo er, þá eru ýmsar leiðir fær-
ar, svo sem hækkun á virðisauka-
skatti, komugjöld eða þjónustu- og
notendagjöld ýmiskonar. Sjálfur
tel ég það síðastnefnda besta kost-
inn í stöðunni. En það er sama
hvaða leið er valin, álögurnar hafa
alltaf áhrif á verðlagið og þar með
eftirspurnina,“ nefnir Skarphéð-
inn sem segir að þó ferðaþjónusta
á Íslandi nálgist nú jafnvægi eftir
langt vaxtarskeið séu tækifærin í
greininni mörg. Alltaf öðru hvoru
komi inn nýmæli sem slái í gegn
eins og norðurljósaferðir t.d.
„Í ferðaþjónustu liggur
skylda opinberra aðila í því
tryggja að búa greininni góðar að-
stæður, setja reglur og sjá til þess
að öryggismálin séu í lagi. Þar er
mikilvægt að bæta upplýsingagjöf-
ina því fólk frá fjarlægu landi
þekkir ekkert í líkingu við hafrót í
Reynisfjöru, svartabyl á Mosfells-
heiði eða rok undir Hafnarfjalli.
Því er til stórra bóta að nú er farið
að loka vegum og stöðum þegar
verst lætur. Annað í atvinnugrein-
inni er þó alls ekki á valdi stjórn-
valda, svo sem verðlagning. Hafa
má mörg orð um hátt verð á til
dæmis kökusneiðum og vatni á
flöskum, en slíkt bítur auðvitað
fyrst og fremst fyrirtækin sem
fara offari í verðlagningu en ekki
heildina. Hitt er samt ljóst að Ís-
land er og verður aldrei ódýrt sem
ferðamannastaður og á kannski
heldur ekki að vera þannig.“
Ferðaþjónustan bregðist við mikilli fjölgun ferðamanna frá Asíu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Ferðamálastjóri Hinn dæmigerði túristi er ekki miðaldra Evrópubúi í náttúruskoðun, segir Skarphéðinn.
Ísland er aldrei ódýrt
Skarphéðinn Berg er fæddur
árið 1963, er viðskiptafræð-
ingur frá HÍ og MBA frá Uni-
versity of Minnesota. Hann
hefur víðtæka stjórnunar- og
rekstrarreynslu bæði úr at-
vinnulífinu og úr stjórnsýsl-
unni, m.a. sem skrifstofustjóri
í forsætisráðuneytinu og deild-
arstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Í gegnum störf sín hefur
Skarphéðinn góða þekkingu á
ferðaþjónustu, en hann hefur
m.a. verið forstjóri Iceland Ex-
press, forstjóri Ferðaskrifstofu
Íslands og framkvæmdastjóri
Íshesta.
Hver er hann?
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar lýsti ein-
róma yfir á síðasta fundi sínum von-
brigðum með að ekki sé tryggt fjár-
magn á árinu 2018 til áframhaldandi
framkvæmda við Reykjanesbraut
innan Hafnarfjarðar.
Um er að ræða tvöföldun Reykja-
nesbrautar frá Kaldárselsvegi að
mislægum gatnamótum við Krísu-
víkurveg.
Rósa Guðbjartsdóttir, formaður
bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir að
ástandið sé alvarlegt á þessum kafla
vegarins og mjög
alvarleg umferð-
arslys hafi átt sér
þar stað.
„Samráðshóp-
ur Hafnarfjarðar-
bæjar og Vega-
gerðarinnar telur
þennan vegar-
kafla forgangs-
mál og er sam-
mála um að það
sé mjög brýnt að tvöfalda Reykja-
nesbrautina þar sem alvarlegustu
slysin hafa orðið. Það fara 40 til 50
þúsund bílar um veginn á dag sem er
langt yfir spám um umferðarþunga.“
Auk hættulegasta kaflans á
Reykjanesbrautinni er hið mikla um-
ferðarálag farið að valda Hafnfirð-
ingum vandræðum.
„Næsta skref er að bæta gatna-
mót og hringtorg á milli Lækjargötu
og Kaplakrika. Það segir sig sjálft að
þess þarf þegar meirihluti umferðar
bílaleigubíla sem ferðamenn leigja
og taka á Keflavíkurflugvelli fer þar
um. Við erum að tala um þjóðveg
með síaukinni umferð,“ segir Rósa
og bætir við að umræddur vegar-
spotti skipti ekki aðeins íbúa Hafn-
arfjarðar máli heldur alla sem um
veginn þurfa að aka. Rósa segir að
þingmenn kjördæmisins séu mjög
meðvitaðir um stöðuna og séu sam-
mála því að bregðast þurfi við sem
fyrst.
„Þegar þing kemur saman á ný
munum við óska eftir fundi með fjár-
laganefnd til þess að þrýsta á þessi
mál,“ segir Rósa og bendir á að þing-
menn höfuðborgarsvæðisins verði að
sýna ákveðni í baráttunni um fjár-
magnið.
„Það verða allir að leggja sitt af
mörkum, kjörnir fulltrúar sveitarfé-
laganna og þingmenn þessa svæðis-
ins.“
Ekki fé í nauðsynlegar úrbætur
40 til 50 þúsund bílar fara um Reykjanesbrautina á dag Akstur yfir spám
Rósa
Guðbjartsdóttir
Flugfreyjufélag
Íslands mun
boða stjórn og
trúnaðarráð fé-
lagsins til fund-
ar í vikunni. Þar
verður tekin
ákvörðun um
næstu skref fé-
lagsins í kjara-
deilu þess við
Primera Air.
,,Það dregur til tíðinda seinni
part vikunnar þegar stjórn og
trúnaðarráð hafa komið saman og
þá munum við senda frá okkur til-
kynningu,“ segir Berglind Haf-
steinsdóttir, formaður Flugfreyju-
félags Íslands. ge@mbl.is
Dregur til tíðinda
hjá flugfreyjum
Berglind
Hafsteinsdóttir
Aron Þórður Albertsson
Jóhann Ólafsson
Heimild til greiðslustöðvunar Uni-
ted Silicon rennur út í dag en for-
svarsmenn fyrirtækisins yfirfara nú
gögn og skoða hver næstu skref í
málinu eru. Karen Kjartansdóttir,
talsmaður fyrirtækisins, sagði að
frekari fréttir væru væntanlegar í
dag en vildi að öðru leyti ekki tjá sig
um málið.
United Silicon fékk í lok ágúst
heimild til greiðslustöðvunar til 4.
desember til að rétta af reksturinn,
en sú heimild var framlengd til 22.
janúar. Samkvæmt úttekt sem unn-
in var af norskum sérfræðingum
kostar 25 milljónir evra, 3,1 milljarð
íslenskra króna, að klára verksmiðj-
una og koma mengunarvörnum í lag.
Skilyrði fyrir úrbótaáætlun
Í bréfi frá Umhverfisstofnun dag-
sett 19. janúar sl. kemur fram að
fallist hafi verið á úrbótaáætlun
United Silicon með skilyrðum, en
United Silicon hafði tvívegis sent
Umhverfisstofnun úrbótaáætlun,
fyrst 14. desember 2017 og nú síðast
16. janúar.
Umhverfisstofnun krefst þess að
skorsteini verði bætt á verksmiðju í
þágu íbúanna til að minnka lyktar-
mengun á svæðinu, en stofnunin
féllst ekki á ósk forsvarsmanna fyr-
irtækisins að fresta þeirri aðgerð
fram yfir endurræsingu.
Í bréfinu segir ennfremur að for-
dæmalaus fjöldi frávika frá starfs-
leyfi hafi orðið í níu mánaða rekstr-
arsögu fyrirtækisins, en umbætur
hafi þó átt sér stað undanfarna mán-
uði. Umhverfisstofnun telur að nýtt
og betra reykhreinsivirki og afsog
frá aftöppun og steypingu í ofnhúsi
sé til bóta, en þörf sé á frekari úrbót-
um.
Áhugi frá fjölda aðila
Alþjóðlegir aðilar í kísiliðnaði hafa
sett sig í samband við Arion banka,
stærsta hluthafa United Silicon, og
lýst yfir áhuga á aðkomu að starf-
semi verksmiðjunnar. Kostnaður
Arion banka vegna reksturs United
Silicon frá því félagið fékk heimild til
greiðslustöðvunar nemur meira en
600 milljónum króna, eða um 200
milljónum á mánuði. Kröfuhafar
hafa einnig lýst yfir áhuga en ekki er
útilokað að fyrirtækið verði sett í
þrot. Í skýrslu úttektaraðila kemur
fram að grunnhönnun verksmiðj-
unnar sé góð en augljóst sé að ódýr
og óvandaður jaðarbúnaður hafi ver-
ið örsök tíðra bilana sem hafa skap-
að erfiðleika í framleiðsla. Það er
mat sérfræðinga líkt og fyrr segir að
25 milljónir evra þurfti til að fyr-
irtækið verði eins og best verði á
kosið.
Frekari fregnir
væntanlegar í dag
Úrbótaáætlun samþykkt með skilyrðum
Morgunblaðið/RAX
United Silicon Heimild til greiðslu-
stöðvunar rennur út í dag.