Morgunblaðið - 22.01.2018, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
Súr hvalur
og harðfiskur
Opið virka daga 10.00 - 18.15 | laugardaga 11.00 - 15.00
Gnoðarvogi 44 | 104 Reykjavík | sími: 588 8686
Glæný lúða
Gómsætir og girnilegir réttir í fiskborði
fyrir þig til að taka með heim
Ný línuýsa
Klaustur-
bleikja
Verumgáfuð ogborðum
fisk
Plokkfiskur
- Hollur kostur tilbúinn á 5mín.
Kveðja Grímur kokkur • www.grimurkokkur.is
Hollt og
fljótlegt[ ]
ÁNMSG
P
R
E
N
T
U
N
.IS
ICQC 2018-20
Atvinna
Þorgrímur Kári Snævarr
thorgrimur@mbl.is
Brim hf. mun byggja upp nýtt vöru-
merki undir nafninu „Say Iceland“
og selja með því fullunninn ufsa á
austurströnd Bandaríkjanna, verði
farið eftir tillögum sigurliðsins í
hnakkaþoni Háskólans í Reykjavík
og Samtaka fyrirtækja í sjávar-
útvegi. hnakkaþonið er árleg sam-
keppni upprennandi sérfræðinga í
markaðsmálum, hugbúnaði, tækni
og vörustjórnun og snýst um að þróa
nýjar lausnir fyrir sjávarútvegsfyr-
irtæki. Í áskorun hnakkaþonsins í ár
var nemendum falið að finna leiðir til
að auka sölu á sjófrystum ufsa til
hótela og veitingahúsa í Bandaríkj-
unum.
Sigurliðið í ár skipa Tinna Brá
Sigurðardóttir meistaranemi í
mannauðsstjórnun og vinnusálfræði,
Sóley Sævarsdóttir Meyer laga-
nemi, Serge Nengali Kumakamba
og Yvonne Homoncik, skiptinemar í
lagadeild, og Julia Robin de Niet,
skiptinemi í tækni- og verk-
fræðideild.
Aukin áhersla á íslensk gæði
Vinningstillagan gerir ráð fyrir
aukinni áherslu á íslensk gæði, sjálf-
bærni og jafnt framboð allt árið um
kring í markaðssetningu á ufsa á
Bandaríkjamarkaði. Byggð verði
upp ný aðstaða til fullvinnslu á ufsa
undir „Say Iceland“-vörumerkinu í
Portland í Maine í Bandaríkjunum.
Jafnframt eigi að leggja áherslu á
minni einingum fyrir kantínur há-
skóla, hjúkrunarheimila og vinnu-
staða og á markaðssetningu beint til
neytenda.
„Say Iceland“
vinnur hnakkaþon
Hvatt til jafns framboðs allt árið
Morgunblaðið/Eggert
Hnakkaþon Vinningshafar hnakkaþonsins tóku við verðlaunum fyrir mark-
aðstillöguna „Say Iceland“ í Háskólanum í Reykjavík.
Vegna fréttar í Morgunblaðinu 17.
janúar sl. um erfðamengi Hans
Jónatans hafði einn afkomenda hans
samband og vildi leiðrétta mynda-
texta. Þar hafði ættbókarfærsla
tveggja barnabarna Hans Jónatans
víxlast.
Hið rétta er að Lúðvík Lúðvíksson
var sonarsonur Hans og Björn Ei-
ríksson var dóttursonur, en þetta
víxlaðist í myndatextunum. Beðist
er velvirðingar á þessu.
Þá vildi afkomandinn árétta að
Hans Jónatan hefði verið faktor, eða
umboðsmaður við verslunina á
Djúpavogi, ekki kaupmaður.
LEIÐRÉTT
Afkomendur ekki
rétt ættbókarfærðir
Allt um
sjávarútveg
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Við höfum verið að sjá símtölum og
fyrirspurnum fjölga mikið líkt og
alltaf þegar fréttir berast af inn-
brotafaraldri,“ segir Kristinn Oddur
Einarsson, sérfræðingur hjá Örygg-
ismiðstöðinni, um fjölgun innbrota í
heimahúsum á höfuðborgarsvæðinu
undanfarnar vikur.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
sagði frá því fyrir helgi að töluvert
hefði borið á því að þjófar brytust
inn í hús að degi til og stela skart-
gripum og peningum. Í mörgum
þessara tilvika hefði verið brotist inn
að degi til, oft í gegnum svefn-
herbergisglugga. Kristinn segir að
fjölgun fyrirspurna hjá Öryggis-
miðstöðinni í kjölfar innbrotahrin-
unnar sé að mestu leyti bundin við
ákveðin hverfi, þá einna helst í
Garðabæ. „Það hefur verið einhver
aukning í Kópavogi og Grafarvogi,
en við höfum verið að fá langflestar
fyrirspurnir úr Garðabæ þar sem
innbrotahrinan virðist vera hvað
verst,“ segir Kristinn.
Öryggiskerfi fælir frá
Spurður um ráðleggingar til fólks
segir Kristinn að öryggiskerfi hafi
alltaf mesta forvarnargildið, en mik-
ilvægt sé þó að loka öllum gluggum
vel og vandlega. „Við hvetjum fólk
alltaf til þess að passa upp á að læsa
öllu, hafa glugga lokaða og láta síðan
líta út fyrir að einhver sé heima.
Staðreyndin er samt auðvitað sú að
það eru talsvert meiri líkur á að
brotist sé inn í hús þar sem ekki er
öryggiskerfi, því kerfið hefur gríðar-
legan fælingarmátt,“ segir Kristinn
og bætir við að Öryggismiðstöðinni
berist afar sjaldan tilkynningar um
innbrot.
„Við sjáum það hjá okkur að það
er nánast aldrei brotist inn hjá fólki
sem er með öryggiskerfi, ég held að
það eigi bæði við um okkur og Se-
curitas,“ segir Kristinn.
Helst brotist
inn í Garðabæ
Fjölgun fyrirspurna í innbrotahrinu
Innbrot Innbrotahrina gengur nú
yfir höfuðborgarsvæðið.
Innbrotahrina
» Fjölgun fyrirspurna virðist
vera bundin við ákveðin hverfi
á höfuðborgarsvæðinu, einna
helst í Garðabæ.
» Undantekningartilvik ef
brotist er inn í hús með örygg-
iskerfi.