Morgunblaðið - 22.01.2018, Qupperneq 12
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ífótboltanum fær fólk frábærtækifæri og úti á leikvellinumeru allir jafnir þótt geta hversog eins sé auðvitað misjöfn.
Hreyfingin er góð fyrir batann og
þegar kemur að til dæmis keppnis-
ferðum til útlanda eru þær oft mikil
en góð áskorun fyrir okkar fólk,“ seg-
ir Bergþór Grétar Böðvarsson. Hann
er þjálfari knattspyrnuliðsins FC
Sækó. Á vettvangi þess æfa og leika
notendur geðheilbrigðiskerfisins,
starfsmenn og aðrir sem hafa áhuga
á að styðja við verkefnið
Heilmikill sigur unninn
Félaginu FC Sækó var ýtt úr
vör árið 2011 sem samstarfsverkefni
velferðarsviðs Reykjavíkurborgar,
geðsviðs Landspítala og Hlutverka-
seturs undir vinnuheitinu Geðveikur
fótbolti. Leikmenn eru af báðum
kynjum, frá tvítugu til sextugs. Er
tilgangurinn með starfinu að efla og
auka virkni notendahóps fólks með
geðraskanir og gefa því tækifæri til
að iðka knattspyrnu sem og að draga
úr fordómum úti í samfélaginu. Allt
ber þetta að sama brunni; að efla fólk
andlega og líkamlega, að það sé sýni-
legt og hafi gaman af lífinu.
Allt á þetta að bæta andlega og
líkamlega heilsu en alþekkt er að
hreyfing og virkni geta átt sinn þátt í
bata og viðhaldið honum.
„Reynslan af þessu starfi ytra er
góð en 2014 fórum við og heimsóttum
vini okkar í Glasgow í Skotlandi þar
sem við eigum systurfélag. Þar spil-
uðum við nokkra leiki og gekk bara
alveg ágætlega. Tilgangurinn með
svona ferðum er þó ekki síst félags-
legur því fólk sem glímir við geðrask-
anir hefur oft verið einangrað og er
hugsanlega kvíðið og með ýmsar
raskanir. Fyrir það getur utanlands-
ferð verið heilmikið mál en gangi allt
upp er mikill sigur unninn,“ segir
Bergþór sem lengi hefur verið
fulltrúi notenda við geðsvið Land-
spítalans. Sjálfur þurfti hann á þjón-
ustu þar að halda sem sjúklingur á
sínum tíma, en er nú í góðum málum.
Sjálfur var hann einn af þeim sem
áttu hugmyndina um „geðveikan fót-
bolta“ sem valkost í meðferð og hefur
verið í forsvari fyrir verkefnið. Hann
hefur jafnframt lokið námskeiðum í
knattspyrnuþjálfun.
„Geðsviðið og borgin veittu okk-
ur góðan stuðning í upphafi. Hins
vegar þarf svona verkefni að byggj-
ast á sjálfboðaliðastarfi og hugsjón,
ef ekki, væri þetta löngu liðið undir
lok,“ segir Bergþór sem stjórnar æf-
ingum FC Sækó ásamt Andra Vil-
bergssyni, starfsmanni Hlutverka-
seturs. Andri er iðjuþjálfi og
knattspyrnuþjálfari svo reynsla hans
nýtist gríðarlega vel í þessu verkefni.
Æfingarnar eru klukkan 13 á mánu-
dögum í húsi Íþróttafélags fatlaðra
við Hátún í Reykjavík. Þangað mæta
gjarnan um þrjátíu manns, enda er
staðurinn miðsvæðis fyrir flesta og
tíminn hentar vel. Hin æfing hverrar
viku er á sama tíma í Fífunni í Kópa-
vogi á miðvikudögum, en verið er að
reyna að finna annan tíma sem fleir-
um en nú hentar.
Lifandi dæmi um árangur
Nú stendur fyrir dyrum æfinga-
og keppnisferð félaga í FC Sækó til
Bergen i Noregi um miðjan maí
næstkomandi. Þar stendur til að
Bolti fyrir batann
Nokkrir notendur geðheilbrigðisþjónustunnar æfa fótbolta með FC Sækó og stefna
nú á mót í Noregi. Knattspyrnan kætir og stuðlar að meiri virkni fólks sem þann-
ig nær að yfirstíga hindranir hugarfarsins sem tafið geta fyrir bata. Fótbolti undir
þessum formerkjum er valkostur í meðferð sem gefur góða raun, enda er þátt-
takan á forsendum þátttakendanna sjálfra en ekki stífrar keppni.
Ljósmynd/Úr einkasafni
Útlönd Fótboltamenn úr FC Sækó í keppnisferð í Skotlandi fyrir tveimur
árum, hvar þeir kepptu við heimalið og sýndu alveg frábæra takta.
Morgunblaðið/Eggert
Gleði Fátt sameinar fólk betur eða vekur sterkari tilfinningar en góður ár-
angur í íþróttum eins og sást sumarið 2016 þegar Íslendingar kepptu á EM.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700
Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is
Norðurlönd í fókus standa fyrir um-
ræðukvöldi í sal Norræna hússins kl.
19.30 - 21 annað kvöld, þriðjudag 23.
janúar, með dönsku baráttukonunum
og femínistunum Geeti Amiri og Na-
tasha Al-Hariri. Þær hafa vakið mikla
athygli að undanförnu í Danmörku með
baráttu sinni fyrir auknum kvenrétt-
indum meðal fólks af innflytjenda-
ættum og breyttri sýn á konur af inn-
flytjendaættum sem gerendur í eigin
lífi.
Báðar eru í hópi fjögurra kvenna sem
komið hefur fram á umræðuviðburðum
undir nafninu „Den Nydanske Kvinde-
kamp“. Þær eru ósammála innbyrðis
um hitt og þetta og sýna þannig fram á
að fólk af innflytjendaættum í Dan-
mörku er margbreytilegur hópur sem
ekki talar einni röddu. Þó eru þær sam-
mála um að „nýdanskur femínismi“ sé í
grunninn barátta fyrir því að hver kona
eigi að njóta frelsis til þess að lifa lífinu
eftir eigin vilja.
Umræðan fer fram á ensku. Allir eru
velkomnir.
Norðurlönd í fókus með umræðukvöld í Norræna húsinu
Morgunblaðið/Ómar
Mannlíf Innflytjendur eru margbreytilegur hópur sem ekki talar einni röddu.
Nýdanskur femínismi í brennidepli
Geeti AmiriNatasha Al-Harir
„Torfhúsabærinn Reykja-
vík. Híbýli tómthúsa-
manna á 19. öldinni“ er
yfirskrift fyrirlesturs
Hjörleifs Stefánssonar
arkitekts kl. 12.05 á
morgun, þriðjudaginn 23.
janúar, í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands.
Þetta er fyrsti fyrirlestur
vormisseris í röð fyrir-
lestra sem Sagnfræð-
ingafélag Íslands skipu-
leggur í samvinnu við
Þjóðminjasafnið.
Meira en helmingur
íbúa Reykjavíkur bjó í
torfbæjum fram undir
aldamótin 1900. Í fyrirlestrinum gerir Hjörleifur grein fyrir heimildum um torf-
húsabyggð í Reykjavík frá upphafi fram til miðrar 18. aldar og skýrir mun á
húsakosti leiguliða og bænda. Einnig fjallar hann um híbýlahætti tómthús-
manna og hvernig þeir þróuðust á seinni hluta 19. aldar út torfhúsum í
steinbæi.
Sýndar verða ljósmyndir og teikningar af öllum húsagerðum eftir því sem
heimildir gefa tilefni til.
Hjörleifur Stefánsson hefur m.a. unnið að verkefnum sem tengjast varð-
veislu byggingararfs, skrifað bækur um byggingarsögu auk bókar um staðar-
anda Reykjavíkur og siðfræði byggingarlistar.
Hádegisfyrirlestur Sagnfræðingafélagsins
Meira en helmingur Reykvíkinga
bjó í torfbæjum fram undir 1900
Morgunblaðið/Emilía B. Björnsdóttir
Gamla Reykjavík Torfbær, sem stóð rétt hjá Há-
skóla Íslands, var einn sá síðasti sem notaður var
til íbúðar í Reykjavík. Bærinn var rifinn 1999.
Í síðustu viku var frumsýnd í Garð-
inum suður með sjó heimildamyndin
Guðni á trukknum. Hún fjallar um
lífshlaup Guðna Ingimundarsonar frá
Garðstöðum í Garði, sem er þekktur
maður á sínum heimaslóðum. Gerði
lengi út trukk með lyftibúnaði og
loftpressu, sá um fleygun og
sprengdi jarðveg. Kom með trukkinn
að fjölda verkefna í höfnum á Suður-
nesjum og þegar þurfti að færa til
báta. Þá tók hann að sér að ná málmi
úr strönduðum skipum. Einnig hefur
Guðni gert upp á annað hundrað mót-
ora og vélar af ýmsum gerðum og
komið í gang. Vélarnar eru varð-
veittar í Byggðasafninu í Garðinum.
„Guðni, sem er fæddur 1923, hefur
alltaf vakið áhuga minn. Sögurnar
sem maður hefur heyrt alla tíð um af-
rekin hans eru goðsagnakenndar.
Fyrir mér er hann tákn Garðsins,“
segir Guðmundur Magnússon sem
gerir myndina. Hann er sjálfur úr
Garðinum, menntaður í kvikmynda-
Heimildamynd í Garðinum
Guðni á
trukknum