Morgunblaðið - 22.01.2018, Qupperneq 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018
bergið og kalla fram bros á
hverju andliti.
Við barnabörnin nutum góðs
af heimili ykkar ömmu í Vest-
urberginu. Það var frábært að
vera þar á hlýlegu heimili ykkar
og yndislega garði. Endalausar
sundferðir í Breiðholtslaug og
hvað þið voruð dugleg að fara
með okkur á bókasafnið er okkur
minnisstætt. Svo við tölum nú
ekki um tilkomumikið bókasafn
ykkar, sérstaklega sniðnar að
ungviðinu. Eins og allar Tinna-
bækurnar sem var oft gluggað í.
Það var æðislegt að vera hjá
ykkur á gamlárskvöld, sitja við
langborðið og njóta kvöldstund-
arinnar með mögnuðu útsýni yfir
Reykjavík og flugeldasýningarn-
ar.
Sögurnar af þér eru ótrúlegar
og þitt lífshlaup. Þú og þín kyn-
slóð upplifðu miklar breytingar.
Hvernig upplifunin var að fara
úr sveit í borg, bygging Reykj-
arvíkurflugvallar, sjómennskan,
og áratugirnir sem þar komu á
eftir með öllum heimsins tækni-
nýjungum sem 20. öldin hafði
upp á bjóða. Sögur þínar af þess-
um atburðum sagðir þú listavel
og eins og sannur kennari
kenndir þú okkur margt um sög-
una.
Við kveðjum þig með miklum
söknuði og þakklæti. Við erum
þakklát fyrir að hafa átt svona
frábæran afa sem kenndi okkur
svo margt. Örlæti þitt og lífssýn
er nokkuð sem við tökum til fyr-
irmyndar og munum sjálf temja
okkur. Við vitum nú að þú ert á
betri stað, með þinni heittelsk-
uðu Stellu, ömmu okkar. Minn-
ing ykkar lifir í hugum okkar.
Kristjana Björk, Garðar og
Aðalsteinn.
Nú þegar Garðar föðurbróðir
minn er allur og litið er um öxl á
ég bara góðar minningar um
þennan öðling. Á þeim árum sem
ég var ungur í námi í höfuðborg-
inni fór ég eina kvöldstund til
frænda að aðstoða hann í sjopp-
unni sem þau Stella ráku á þeim
tíma. Mér er minnisstætt frá
þessu annasama kvöldi hversu
vel fór á með Garðari og við-
skiptavinunum, sambandið var
slíkt að flestir vildu helst ekkert
af mér vita, spurðu um kallinn.
Ég skildi það svo sem vel, hann
vigtaði vöruna sjaldnast rétt og
hirti ekki um að gefa nákvæm-
lega til baka, ævinlega hvoru-
tveggja honum í óhag. Þá ræddi
hann við andlitið í lúgunni eins
og mildur skriftafaðir og leysti
úr ýmsum vanda öðrum en skorti
á sælgæti og gosi. Og þrátt fyrir
það eða ef til vill þess vegna gekk
reksturinn vel.
Fyrir rúmum áratug fórum
við Garðar svo saman snemma
að vori til í bíltúr austur undir
Eyjafjöll í tilefni af 80 ára afmæli
hans. Þetta var hið skemmtileg-
asta ferðalag, frændi lék á als
oddi og sagði mér m.a. frá upp-
vexti sínum á Ysta-Skála í
stórum hópi systkina og hvernig
skólaganga hans hefði verið. Það
var mikill ljómi yfir þessu öllu og
ekki verið að velta sér upp úr
erfiðleikunum sem sjálfsagt hef-
ur verið nóg af. Ég taldi mig hins
vegar skynja að hann hefði vel
getað hugsað sér að hafa skóla-
gönguna lengri, en á þeim tíma
var ekki auðhlaupið að því þrátt
fyrir að ekki skorti námshæfi-
leika eins og í hans tilviki.
Garðar Sveinbjarnarson bar
sig ævinlega vel, teinréttur og
traustur og kom til dyranna eins
og hann var klæddur. Hann var
raddsterkur ef hann vildi svo við
hafa og það var ævinlega bjart
yfir honum og svo er jafnframt
minningin um hann. Ég held það
verði kátari vistin þar efra eftir
komu hans þangað og enn einn af
Skálafjölskyldunni hefur bæst í
hópinn í Gósenlandinu eins og
þeir sögðu kallarnir undir Fjöll-
unum í þá tíð.
Fjölskyldu Garðars færi ég
mínar samúðarkveðjur.
Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
✝ Kristján Ólafs-son fæddist á
Syðra-Velli í Gaul-
verjabæjarhreppi
4. ágúst 1923.
Hann lést á Land-
spítala háskóla-
sjúkrahúsi í Foss-
vogi 8. janúar
2018.
Foreldrar hans
voru þau Margrét
Steinsdóttir, f.
1890, d. 1970, og Ólafur Sveinn
Sveinsson, f. 1889, d. 1976.
Systkini Kristjáns eru Sig-
ursteinn, f. 1914, d. 2010, Guð-
rún, f. 1915, d. 2011, Svein-
björn, f. 1916, d. 2012, Ólafur,
f. 1917, d. 2005, Ingvar, f. 1919,
d. 2007, Gísli, f. 1920, d. 1920,
Ólöf, f. 1921, d. 2007, Guðfinna,
f. 1922, d. 2008, Soffía, f. 1924,
Margrét, f. 1925, d. 2012, Sig-
urður, f. 1928, Gísli, f. 1929, d.
1991, Aðalheiður, f. 1930, Jón,
f. 1931, og Ágúst Helgi, f. 1934.
Kristján kvæntist árið 1946
Ósk Jóhönnu Kristjánsson, f. 8.
apríl 1919, d. 2. apríl 2000.
Börn þeirra eru: 1. Ólafur
Tryggvi, f. 21. apríl 1944, d. 25.
mars 2017. Kona Ólafs er Anne
Kristjansson, f. 23. september
1950. Börn þeirra eru Jennifer,
Jósef, f. 18. ágúst 1953. 7. Pét-
ur Kristinn, f. 8. desember
1955. 8. Ólafur Grétar, f. 28.
júní 1958. Kona hans er Íris
Arnardóttir, f. 4. maí 1962.
Börn þeirra eru Hildur og
Gunnar.
Kristján ólst upp á barn-
mörgu sveitaheimili í Flóanum
þar sem hann var settur til
verka jafnskjótt og hann hafði
aldur til. Ungur fór hann til
sjós og vann við sjávarútveg
allt þar til hann hóf störf í
Stálsmiðjunni í Reykjavík árið
1948. Þar starfaði hann við
járnsmíðar og kom m.a. að
smíði Magna gamla og bygg-
ingu Háskólabíós. Árið 1963
söðlaði hann um og hóf vinnu
við lagningu hitaveitu víða um
borgina, fyrst í eldri hverfum
borgarinnar, en síðar í Breið-
holti og Grafarvogi þegar þau
hverfi voru í byggingu. Hann
hætti störfum 1993 þegar hann
þurfti að sinna konu sinni í
veikindum hennar. Kristján var
félagslyndur maður og tók þátt
í starfi eldri borgara, söng m.a.
með kór félagsmiðstöðvarinnar
á Vesturgötu 7. Þau Ósk
keyptu Unnarstíg 6 árið 1970
og þar bjó Kristján allt fram í
andlátið.
Útför Kristjáns fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í
dag, 22. janúar 2018, klukkan
13.
John og Julia.
Fyrir átti Ólafur
dótturina Barböru
Ósk með Hrefnu
Ragnarsdóttur, f.
11. október 1947,
og Kristján með
Judith Lewis, f. 1.
janúar 1946, d.
2016. Ólafur
Tryggvi átti tólf
barnabörn. 2.
Guðný Ólöf Krist-
jánsdóttir, f. 28. desember
1946. Synir Guðnýjar eru Pét-
ur Jökull, faðir Pétur Axel
Pétursson, f. 18. desember
1945, og Kristian, faðir Lars-
Åke Petterson, f. 1. janúar
1945. Guðný á þrjú barnabörn.
3. Gísli Sigurbjörn, f. 22. des-
ember 1947. Þorvaldur Krist-
inn, f. 27. febrúar 1949. Kona
Þorvaldar er Jóna Ólafsdóttir,
f. 12. september 1950. Börn
þeirra eru Ásta Ósk, Kristín
Huld og Haraldur. Þorvaldur
og Jóna eiga fimm barnabörn.
5. Flosi Albert Helgi, f. 2. maí
1951. Kona hans er Ragna
Þórhallsdóttir, f. 4. október
1950. Synir þeirra eru Þórhall-
ur Örn, Kristján Haukur og
Ásgeir Valur. Flosi og Ragna
eiga níu barnabörn. 6. Sævar
Þetta var hann Kristján
Ólafsson. Hjá pabba var vinnu-
semi dyggð. Það var viðhorf sem
hann ólst upp við í föðurhúsum.
Á barnmörgu sveitaheimili hafði
hver sitt hlutverk og öllum voru
falin einhver verk að vinna um
leið og þeir höfðu aldur til. Sjálf-
ur eignaðist hann sjö stráka sem
allir voru settir til verka í fyr-
irtæki hans og þeim fundin við-
fangsefni sem þeir réðu við. Síð-
astur naut Gunnar sonur minn
verkstjórnar afa síns þegar
hann var settur í að mála húsið
fyrir hann. Þá var gamli mað-
urinn í essinu sínu og raulaði
lagstúf fyrir munni sér, Gunnar
fullyrti að hann hefði jafnvel
sungið.
Harðger og ósérhlífinn var
hann. Hann vílaði ekki fyrir sér
að liggja á hvolfi ofan í hita-
veituskurði í fimmtán stiga
frosti og stórhríð og logsjóða
upp fyrir sig, kominn á sjötugs-
aldur. Með vinnusemi og dugn-
aði tókst honum fyrir fimmtugs-
aldur að kaupa gamalt
einbýlishús með stórum bak-
garði í gamla Vesturbænum.
Þau voru ófá handtökin við að
taka húsnæðið í gegn, oft að
loknum löngum og ströngum
vinnudegi. Húsið og garðurinn
hefur verið afkomendum hans
sannkölluð vin í gegnum áratug-
ina og þar voru haldnar margar
garðveislurnar. Á Unnarstígnum
hafa barnabörnin átt margar
ánægjustundir með afa og
ömmu, þar var jafnan eitthvað á
borðum, en umfram allt traust,
hlýja og öryggi.
Eftir að mamma veiktist og
fór á Grundina heimsótti pabbi
hana á hverjum degi og annaðist
hana af natni og nærgætni.
Hann hélt áfram að heimsækja
Grund eftir fráfall mömmu og
naut sín vel í æskulýðsstarfinu
þar, las fyrir gamla fólkið, dans-
aði við konurnar, var við messur
og söng með kórnum. Hann
söng líka með kórnum Kátir
karlar sem kom saman á Vest-
urgötu 7.
Nú er löngum vinnudegi lokið
og vinnulúnar hendur fá hvíld.
Ég er þakklátur fyrir og stoltur
af föður sem var ávallt ærlegur
og öllum velviljaður, alltaf til
staðar að styðja við bakið á
manni á hverju sem gekk. Ég
áttaði mig á því að lokum að
hann var í raun alltaf besti vinur
minn.
Ólafur Grétar Kristjánsson.
Elsku afi minn.
Þrátt fyrir háan aldur þinn
fannst mér þessi kveðjustund
koma allt of skyndilega og allt
of fljótt. Við höfum átt óteljandi
dýrmætar stundir saman frá því
ég fyrst man eftir mér. Allt frá
því að hafa komið til þín á hverj-
um degi eftir skóla til að borða,
utanlandsferðirnar okkar sam-
an, garðvinnan við Unnarstíg og
óteljandi kaffibollar með tilheyr-
andi spjalli inni í eldhúsi. Þú
sýndir öllu sem ég gerði áhuga
og hafðir margar spurningar og
athugasemdir varðandi það sem
ég sagði þér. Þér leist til dæmis
ekkert á þegar ég sagði þér að
ég væri að flytja úr miðbænum í
Garðabæ, en ég lét það ekki
hindra mig í að koma til þín
nokkrum sinnum í viku. Þú
spurðir mig einnig í hvert skipti
hvernig gengi í vinnunni og
gleymdir engu.
Ég man aldrei eftir þér öðru-
vísi en í góðu skapi. Ég minnist
einstakrar og hlýrrar nærveru
þinnar. Maður gat alltaf gengið
út frá að vel yrði tekið á móti
manni, hvenær sem var. Þú lést
málstol eftir heilablóðfall ekki
hafa mikil áhrif á samskipti okk-
ar og varst hlýr þótt erfiðara
væri fyrir þig að koma frá þér
setningum. Fyrir mér sýndi það
hversu einstakur þú varst og
mun ég aldrei gleyma því.
Í samtölum okkar kom stund-
um fram að við eigum okkur
nokkrar einstakar sögur þar
sem við birtumst hvort öðru í
draumi og spáðum fyrir um at-
burði sem seinna gerðust og
finnst mér það lygilegt eftir á að
hyggja. Forspárnar bárum við
hvort undir annað og reyndumst
alltaf sannspá.
Þegar ég hugsa um þig er
það kærleikur, hógværð og gleði
sem koma upp í hugann og mun
ég heiðra þá minningu alla ævi.
Hildur Ólafsdóttir.
Kristján Ólafsson
Ég verð ævinlega
þakklátur fyrir að
hafa kynnst honum
Reyni og fengið að
eiga dýrmætar samverustundir
með honum. Nú þegar þessi ynd-
islegi afi konu minnar og langafi
barna minna er kvaddur vakna
fjölmargar dýrmætar minningar
sem hjálpa mér og fjölskyldunni í
gegnum sársaukann sem fylgir
þessari stund.
Söknuðurinn er mikill en styrk-
Björgvin Reynir
Björnsson
✝ Björgvin Reyn-ir Björnsson
fæddist 18. október
1940. Hann lést 8.
janúar 2018.
Útför hans fór
fram 15. janúar
2018.
ur Reynis allt fram á
síðasta dag hug-
hreystir. Sá styrkur
á rót sína að rekja til
staðfastrar trúar
Reynis á Jesú sem
breytti ekki ein-
göngu lífi hans held-
ur hafði einnig áhrif
á líf þeirra sem
kynntust Reyni og
uppörvuðust fyrir
tilstilli hans.
Þegar ég hugsa til baka standa
upp úr í minningunni einlæg sam-
töl um trúna, um fjölskylduna og
um lífið og tilveruna. Reynir bjó
yfir mikilli þekkingu og djúpum
vangaveltum sem gaman var að
ræða. Hann var líka þeim gæðum
gæddur að laða fólk að sér með
auðmjúku fasi sínu og einlægum
áhuga á að kynnast þeim sem á
vegi hans urðu. Það var alltaf stutt
í húmorinn og síðustu dagana
tókst Reyni ávallt að töfra fram
bros á andlitum fjölskyldunnar
þrátt fyrir aðstæður og alla byrð-
ina sem á líkama hans hvíldi.
Missirinn er mikill og öll hefð-
um við viljað fá meiri tíma með
honum á þessari jörð. Ég hefði
viljað að börn okkar Fjólu hefðu
fengið að kynnast langafa sínum
betur enda margt sem mátti læra
af honum. En á sama tíma er ég
þakklátur fyrir þann tíma sem þau
þó fengu með honum og hann með
þeim. Sá tími er dýrmætur.
Ég veit að sögurnar um langafa
Reyni og vísurnar hans munu lifa
með okkur um ókomin ár og fyrir
það er ég þakklátur því í gegnum
þær lifa minningarnar áfram.
Minningar sem ylja jafnvel á erf-
iðum stundum sem nú.
Ég þakka Jesú fyrir líf Reynis
og þá blessun sem honum fylgdi.
Fjölskyldunni allri votta ég mína
dýpstu samúð.
Davíð Örn.
„Hafþór, hvað er
þú að gera hér?“
spurði Pitti gáttað-
ur þegar ég stóð
framan við hann á
Vogi í febrúar 1999. Ég svaraði:
„Ef þú veist ekki hvað maður
gerir hér frændi, þá er ekki
skrýtið að þessar meðferðir þín-
ar hafi gengið misvel.“ Við rifj-
uðum þetta samtal stundum
upp okkur til skemmtunar,
enda ekki viðkvæmir fyrir þess-
um málum. Hann átti efri ár sín
alveg án áfengis og fékk góðan
tíma með Elsu sinni. Hann var
sönnun þess að það á aldrei að
gefast upp og allt getur breyst.
Í raun er eðlilegt að alkóhól-
istar falli af og til, sjúkdóm-
urinn er einmitt með þeim
hætti. Það er lærdómsríkt að
hlusta á þá sem reynt hafa föll
á sjálfum sér og fyrir tilstilli
manna eins og Péturs Bjarna-
sonar er ég ennþá sprungulaus.
Alkóhólismi er erfðatengdur og
í mínum ættum eru meðferð-
arstaðir SÁÁ gjarnan kallaðir
ættaróðöl. Það er góður húmor
um alvarleg mál.
Pitti átti nóg af góðum húm-
or og það var gaman að hlusta á
hann rifja upp. En það var allt-
af stutt í ljúfar minningar hans
um þá sem reyndust honum vel.
Hann dýrkaði móður mína, sem
var gift elsta bróður hans, og
lýsti henni sem engli í lífi sínu
og mér þótti sérlega vænt um
það. Hann talaði fallega um
fleiri og það kom hlýr glampi í
augun þegar góðar æskuminn-
ingar bar á góma. En margt var
honum líka mótdrægt, þannig
er lífið. Pitti var tvítugur um
borð í Helga Flóventssyni þeg-
ar hann sökk í ágúst 1961 og
þótt mannbjörg yrði sat sá at-
burður í honum, áfallahjálp
þekktist ekki á þeim tíma.
Pitti var alveg einstaklega
Pétur Bjarnason
✝ Pétur Bjarna-son fæddist 17.
júlí 1941. Hann lést
31. desember 2017.
Pétur var jarð-
sunginn 15. janúar
2018.
laginn við alla
meðferð á fiski,
erfði það líklega
frá föður sínum,
sem var afburða
fiskverkandi á
Húsavík. Frá
barnsaldri var
hann í íþróttum og
spilaði fótbolta
með Völsungi. Ein
af mínum fyrstu
æskuminningum
um Pitta er mark sem hann
skoraði gegn Austra á heima-
velli á Húsavík, við vorum
sammála um að það var rosa-
lega flott, enda fór boltinn al-
gerlega í bláhornið neðst.
Skotið var gersamlega óverj-
andi. Þetta mark var rætt
margsinnis og vandlega á
æskuheimilinu í Grafarbakka
næstu daga á eftir. Ef Völ-
sungur tapaði leik sagði Pitti
gjarnan: „En við vorum miklu
meira með boltann.“ Hann var
gegnheill Völsungur. Vinátta
okkar endurskapaðist á nýjum
grunni í ársbyrjun 1999 og eft-
ir það snerust samtöl okkar oft
um hið nýja og góða líf. Við
rifjuðum upp meðferðina okk-
ar á Vík, ekki síst þegar hann
týndi öðrum eyrnatappanum í
svefni og um morguninn ótt-
uðumst við að hann hefði farið
inn í höfuðið á honum, enda
gat vel passað að Pitti væri
með allt of útstæð ættareyru
fyrir venjulega eyrnatappa. En
tappinn fannst loksins á bak
við rúmið og mínum manni
létti verulega. Þegar við Elsa
ræddum um Pitta, fyrir 70 ára
afmælið hans árið 2011, vorum
við sammála um að þótt hann
væri yfirleitt allt of viðkvæmur
og sjálfhverfur væri hann al-
veg sérstaklega indæl persóna.
Það er svo sannarlega mín nið-
urstaða um frænda minn. Um
leið og ég þakka samveru-
stundir og dýrmæt samtöl
sendi ég öllum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur. Ég
á minningar um Pitta sem
skipta verulega miklu máli í
mínu lífi.
Bjarni Hafþór Helgason.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SONJA GUÐBJÖRG GUÐJÓNSDÓTTIR
ljósmóðir,
lést á heimili sínu 16. janúar.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
fimmtudaginn 25. janúar klukkan 11.
Gísli V. Gonzales Auður Björg Jónsdóttir
Guðbjörg Guðmundsdóttir Jón Gunnar Kristjánsson
Bernharður Guðmundsson Eygló Ingadóttir
og barnabörn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HELGI ODDSSON,
Karlagötu 6, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 11. janúar.
Útförin fer fram í Dómkirkjunni þriðjudaginn
23. janúar klukkan 13.
Haraldur Helgi Helgason Esther Halldórsdóttir
Katrín Helgadóttir Bjarni K. Þorvarðarson
barnabörn og barnabarnabarn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Minningargreinar