Morgunblaðið - 22.01.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.01.2018, Qupperneq 22
22 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 2018 Skál fyrır hollustu Við hjónin erum núna í afslöppunarferð í Barcelona,“ segirÞórarinn Sigþórsson tannlæknir, en hann á 80 ára afmæli ídag. „Ég hef ekki komið hingað um áratugaskeið, eða síðan ég spilaði brids hér í denn. Í dag ætlum við í kirkju, en þó ekki í messu því hún er ekki fullbyggð.“ Þar á Þórarinn að sjálfsögðu við Sagrada Família, kirkju Gaudi, en þau hjónin skoðuðu safn Gaudi um helgina. Eiginkona Þórarins er Ragnheiður Jónsdóttir danskennari og sér um bókhaldið á tannlækningastofu Þórarins en hann vinnur fulla vinnu ennþá. Börn Þórarins eru Sólveig tannlæknir, Rannveig við- skiptafræðingur og Kristín markaðsfræðingur, og fósturbörn Þórar- ins og börn Ragnheiðar eru Jón Ragnar Örlygsson skógarverkfræð- ingur og Björg Örlygsdóttir nemi. Þórarinn er bæði landskunnur bridsari og laxveiðimaður. Hann var fyrsti íslenski stórmeistarinn í brids og var stigahæstur íslenskra bridsspilara þegar hann hætti að spila keppnisbrids fyrir 30 árum. „Nú spila ég mér til ánægju við vini mína og á netinu og ég er líka far- inn að tefla aftur til að halda hausnum við, ekki veitir af. Ég hafði teflt í gamla daga, en steinhætti því þegar ég tók ástfóstri við brids. Þórarinn hefur veitt um 20.000 laxa á ævinni, sem hann segir vera heimsmet. „Ég held laxveiðinni áfram meðan ég get og hef farið þó- nokkrum sinnum til útlanda að veiða, m.a. á Kólaskaga, þar sem ég veiddi annan af mínum stærstu löxum, 44 punda. Hinn 44 punda lax- inn veiddi ég í Alta í Noregi sem er frægasta laxá í heimi, ætli það hafi ekki verið toppurinn, að veiða þar. Svo má ekki gleyma rjúpna- veiðinni en ég reyni að fara eins marga daga og ég kemst í hana.“ Morgunblaðið/Einar Falur Kjarrá Þórarinn við uppáhaldsána sína, en hinar árnar sem komast á topp þrjú listann yfir íslenskar ár hjá honum eru Selá og Miðfjarðará. Slær hvergi af í vinnu eða áhugamálum Þórarinn Sigþórsson er áttræður í dag E rla Þorsteinsdóttir fædd- ist á Sauðárkróki 22.1. 1933 og ólst þar upp: „Ég söng stanslaust frá því ég man eftir mér og var fljót að læra söngtexta, hvort held- ur dægurlög eða ættjarðarlög. Pabba og mömmu þótti því sjálfsagt að gefa mér gítar í fermingargjöf.“ Erla gekk í Barnaskóla Sauðár- króks, kenndi sér sjálf á gítar og kom fram á skemmtunum á Sauðárkróki og síðar á Akureyri, er hún starfaði þar við Fjórðungssjúkrahúsið. Hún fór til Danmerkur 1951 til að ná tökum á dönskunni og í leit að ævintýrum. Hún lærði dönskuna, fann eiginmann sinn og ævintýrin. Erla vann á barnaheimili í Klinte- bjerg í eitt ár en snéri síðan aftur heim. Hún hélt aftur utan 1953, á fund unnusta síns, Pauls E. Danchell, sem þá gegndi herþjónustu í Kerteminde á Fjóni. Þar kom hún fram í útvarps- þætti 1954 og í kjölfarið fylgdu ótal at- vinnutilboð og danska útgáfufyrir- tækið Odeon bauð henni að taka upp tveggja laga hljómplötu á dönsku. Haraldur Ólafsson í Fálkanum gerði síðan samning við Odeon um upptökur með Erlu fyrir íslenskan markað. Fyrsta plata Erlu hefur að geyma lögin Hvordan og Gud ved, hvem der kysser dig nu. Skömmu síðar komu út tvær litlar plötur með lögunum Er ást- in andartaks draumur, Bergmáls- harpan, Tvö leitandi hjörtu og Litla stúlkan við hliðið eftir Freymóð Jó- hannsson. Þá kom hún til Íslands og söng á skemmtistaðnum Jaðri og á miðnæturskemmtun í Austurbæjar- bíói, sló í gegn og plöturnar hennar seldust upp fyrir jólin. Erla og Paul gengu í hjónaband árið 1955 og um sumarið fæddist fyrsta barn þeirra en hún dvaldi þá hjá for- eldrum sínum á Sauðárkróki. Árið 1956 gaf Fálkinn út þrjár plötur með Erlu með lögunum Sól signdu mín spor, Sof þú, París, Hugsa ég til þín, og tveimur nýjum lögum eftir 12. sept- ember Hljóðaklettur og Heimþrá, en sú plata varð söluhæst hér á landi það árið. Fálkinn gaf einnig út þrjár plötur Erla Þorsteins söngkona – 85 ára Stúlkan með lævirkjaröddina Myndin var tekin fyrir 17 árum er ítarlegt viðtal birtist við Erlu í Morgunblaðinu. Var kölluð „Stúlkan með lævirkjaröddina“ Afmælisbarnið Erla á yngri árum. Morgunblaðið/Golli Akureyri Birgir Már Hjaltason fæddist 24. janúar 2017 kl. 3.46. Hann vó 3.532 g og var 49 cm langur. Foreldrar hans eru Ásdís Hanna Bergvinsdóttir og Hjalti Már Guðmundsson. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.