Morgunblaðið - 22.01.2018, Side 32

Morgunblaðið - 22.01.2018, Side 32
MÁNUDAGUR 22. JANÚAR 22. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Banaslys á Arnarnesvegi 2. Hagnast á kvölum annarra 3. Sektað vegna ofþrifinna … 4. Bruce notaði Birki sem sýnidæmi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Nútímatónlistarhátíðin Myrkir músíkdagar hefst á fimmtudag og stendur til laugardags. Að vanda verður mikið úrval viðburða í boði. Sem dæmi má nefna að Kammer- sveit Reykjavíkur og pólska kamm- ersveitin Elblaska Orkiestra Kame- ralna leika undir stjórn Bjarna Frímanns Bjarnasonar í Norður- ljósum Hörpu á laugardagskvöld, glæný barnaópera eftir Hildigunni Rúnarsdóttur sem byggð er á ævin- týrinu um Gilitrutt verður flutt í Iðnó á laugardag og Sinfóníu- hljómsveit Íslands heldur þrenna tónleika undir stjórn Daníels Bjarna- sonar. Morgunblaðið/Styrmir Kári Myrkir músíkdagar 2018 hefjast senn  Hollenski tónlistarmaðurinn Tiësto heldur tónleika í Silfurbergi í Hörpu í kvöld en hann var valinn einn af bestu plötusnúðum allra tíma af breska tón- leika- og klúbbatímaritinu Mixmag auk þess sem tímaritið Rolling Stone hef- ur sett hann í fyrsta sæti yfir bestu plötusnúða í heimi. Tiësto hefur leikið á mörgum fjölmenn- ustu tónlistar- hátíðum heims, unn- ið til margra verð- launa og gefur út tónlist. Um upphitun fyrir tónleika Tiësto sjá meðlimir í íslenska plötusnúðahópnum ViBES, þeir KrBear, KES og Máni. Einn besti plötusnúð- ur heims í Hörpu Á þriðjudag Austan 10-20 m/s norðan til á landinu, hvassast við ströndina, annars mun hægari. Hiti kringum frostmark. Á miðvikudag Hvöss norðustanátt og snjókoma eða slydda, en þurrt á Suður- og Suðvesturlandi. Hiti um frostmark. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan hvassviðri eða stormur á suðurhelm- ingi landsins og rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum. VEÐUR „Fyrir ekki nema 2-3 vikum var ég mjög viss um að ég myndi fara, og vildi hreinlega fara, en nú er ég alveg hætt- ur við það. Nú fer ég ekki neitt,“ segir Birkir Bjarna- son, landsliðsmaður í knatt- spyrnu, sem gripið hefur nýtt tækifæri sitt hjá Aston Villa föstum tökum. Umboðs- maður hans var fyrr í mán- uðinum kominn í samband við félög á Ítalíu vegna yfir- vofandi vistaskipta. »1 Vildi fara en er nú alveg hættur við Sprettharðasta kona landsins um þessar mundir, Tiana Ósk Whitworth úr ÍR, byrjar árið vel en í gær setti hún Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á Stórmóti ÍR í Laugar- dalshöllinni. Tími hennar var 7,47 sekúndur en Tiana er aðeins á átj- ánda aldursári. Tiana sigraði einnig í 200 metra hlaupi en rætt er við hana í íþróttablaðinu í dag. » 4-5 Tiana byrjar árið vel á hlaupabrautinni ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í hverri einustu stórfjölskyldu á Akranesi er sjálfsagt einhver sem getur komið með reynslusögur af Kjalarnesinu. Hefur orðið vitni að háskalegum akstri þar, lent í um- ferðaróhappi eða komið að slysi. Sögurnar eru óteljandi og vegurinn er mjög varhugaverður,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir á Akranesi. Hún er í forystu þess fólks á Skaganum sem hefur hrundið af stað undirskriftasöfnun og öðrum aðgerðum sem mynda eiga þrýsting á stjórnvöld að fara í úrbætur á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Rennur ástand vegarins til rifja Næstkomandi miðvikudag, 22. janúar, klukkan 18 verður í Tón- bergi á Akranesi, sal tónlistarskól- ans þar í bæ, haldinn fundur þar sem samgöngumál á Vesturlandi verða í brennidepli, en klárlega er staða mála á Kjalarnesinu tilefni fundar- ins. Vestlendingum – þá ekki síst Akurnesingum – rennur til rifja hvert ástand vegarins er, það er kaflans frá Kollafirði að munna Hvalfjarðarganga. Þar á milli eru um níu kílómetrar og haldið er til haga að á þessum slóðum hefur orðið fjöldi slysa á undanförnum árum. Er í því sambandi skemmst að minnast banaslyss sem varð á þessum slóð- um 3. janúar sl. þegar ungur maður frá Akranesi lést. Akranes og nærliggjandi slóðir eru sama atvinnusvæði og höfuð- borgin. Á bilinu 800 til 1.000 manns fara á hverjum degi ofan af Skaga til starfa eða í skóla í borginni, hvaðan margir koma og sækja til vinnu efra, til dæmis í iðjuverunum á Grundar- tanga. „Mér finnst ekkert mál að sækja vinnu til Reykjavíkur og keyra á milli daglega eins og ég hef gert núna í ellefu ár. Oft er þetta gæðastund í morgunsárið,“ segir Bjarnheiður. „Í vetur hefur ástand vegarins hins vegar verið þannig að fólki stendur ekki á sama; í veginum eru djúpar rásir og sé vatnsagi í þeim geta bílarnir dansað til. Þá eru vegstikurnar þessa dagana nánast svartar af tjöru svo maður gæti hreinlega tapað þræðinum og týnt veginum ef maður þekkti leiðina ekki vel.“ Farið verði strax í bráðaaðgerðir Að sögn Bjarnheiðar er ósk Vest- lendinga sú að Vegagerðin fari strax í bráðaaðgerðir á Kjalarnesi, það er fylli í rásir á veginum og slíkt. Í framhaldinu hljóti vegurinn svo að verða tvöfaldaður með öllu sem því fylgir, enda sé gert ráð fyrir slíku í samgönguáætlun næstu ára þó svo fjárframlög hafi ekki fylgt. Fram til miðvikudags er uppi á netinu undirskriftasöfnun þar sem þess er krafist að farið verði í úrbæt- ur á umræddum vegi. Undirskrifta- listarnir verða afhentir samgöngu- ráðherra á fundinum næstkomandi miðvikudag og hafa þúsundir skrifað undir nú þegar. Þá hefur verið stofnaður Face- book-hópurinn Til öryggis á Kjalar- nesi og þar hafa á síðustu dögum komið mörg fróðleg innlegg og at- hugasemdir þessu máli viðvíkjandi. Þá hefur á vettvangi sveitarfélag- anna á Vesturlandi og Akraneskaup- staðar verið ályktað um þetta mál – og mætti þá fleiri tiltaka. „Í gamla daga þurfti fólk hér alltaf að spá í hvernig vegurinn fyrir Hval- fjörð væri þá stundina og vissulega var hann háskalegur, sérstaklega á veturna. Núna er Kjalarnesvegurinn mál málanna hér á Akranesi. Sam- göngur í nútímasamfélagi þurfa að vera í lagi og öruggar. Þetta verður að lagfæra, eins og allir hljóta að skilja. Núna er staðan sú að áður en ég fer í bæinn á morgnana er mitt fyrsta verk að athuga alltaf vefi Veð- urstofunnar og Vegagerðarinnar til að kanna stöðuna á Kjalarnesi,“ seg- ir Bjarnheiður Hallsdóttir að end- ingu. Kjalarnesið er mál málanna  Bjarnheiður berst með Skagafólki fyrir vegabótum Morgunblaðið/Árni Sæberg Kjalarnesið Ástand vegarins er þannig að fólki stendur ekki á sama, segir Bjarnheiður í viðtalinu. Morgunblaðið/Eggert Skilti Allra veðra er von á Kjalar- nesi og undir Hafnarfjalli. ÍBV er á góðri leið með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Olís-deild kvenna í handbolta eftir sigur á Stjörnunni í Garðabænum um helgina. ÍBV hefur unnið þrjá af síð- ustu fjórum leikjum sínum og liðið virð- ist vera á góðu róli á nýju ári undir stjórn Hrafnhildar Skúladóttur, fyrr- verandi landsliðs- konu. »6 Þrír sigrar í síðustu fjór- um leikjum hjá ÍBV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.