Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
LLA-308
PRO álsti
2,27-5,0
18.
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Tröppur og stigar
i 3x rep
5 m
99
LLA-211
PRO álstigi/trappa
2x11 þrep
16.990
Áltrappa 4 þrep 4.940
5 þrep 6.390
Áltrappa 3 þrep
3.990
Í ÖLLUM
STÆRÐUM
OG GERÐUM
A015-105
Áltrappa fyrir fagmaninn
m/vinnuborði. 5 þrep.
16.790
6 þrepa 19.750,-
7 þrepa 21.730,-
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Aðflutningur fólks af höfuðborgar-
svæðinu á þátt í vaxandi útsvars-
tekjum Hveragerðis. Með sama
áframhaldi verða íbúarnir senn 3.000
manns í fyrsta sinn í sögunni.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri
Hveragerðis, segir íbúum hafa fjölg-
að um tæp 50% frá aldamótum. Íbúa-
talan sé að nálgast 2.600.
Önnur mesta aukningin
Fram kom í Morgunblaðinu í síð-
ustu viku að útsvarstekjur Hvera-
gerðis jukust um 54,8% árin 2013 til
2017. Það var önnur mesta aukning-
in hjá sveitar-
félögum. Til sam-
anburðar fjölgaði
íbúum um ríflega
12% frá 2013 og
til loka árs 2017,
úr 2.271 í 2.554.
Útsvarið hefur
því aukist langt
umfram fjölgun
íbúa. „Íbúum hef-
ur fjölgað mikið.
Það skýrir að hluta auknar útsvars-
tekjur. Síðan teljum við okkur finna
fyrir því að hingað er að flytjast fólk
með aðeins meiri tekjur en við höfum
áður séð. Fyrir vikið eru tekjur
Hvergerðinga í heild að aukast.“
Aldís segir íbúum fjölga sem
starfa á höfuðborgarsvæðinu.
Auðvelt að flytja austur
„Það hefur aukist mikið að fólk búi
hér fyrir austan fjall en starfi á
höfuðborgarsvæðinu. Það er orðið
svo miklu einfaldara að flytja austur
og fólk setur aksturinn ekki fyrir sig.
Bæði er að vegurinn er orðinn betri
og vetrarþjónusta með allt öðrum
hætti en áður var. Það tekur um 40
mínútur að aka í miðbæ Reykja-
víkur. Svo má ekki gleyma þeirri
byltingu sem varð þegar Strætó hóf
akstur hingað austur en nú eru farn-
ar um 12 ferðir á dag sem tengjast
beint við leiðakerfið í Reykjavík.
Þetta auðveldar námsmönnum og
þeim sem sækja atvinnu að búa hér í
Hveragerði. Svo er það auðvitað
staðreynd að fólk horfir einnig til
þess að húsnæðisverð er mun lægra
hér en á höfuðborgarsvæðinu – hér
má fá fínasta sérbýli fyrir verð
blokkaríbúðar á höfuðborgarsvæð-
inu. Það sem hefur breyst er að
sveitarfélögin sem eru í um það bil
50 km radíus frá Reykjavík eru orðin
hluti af höfuðborgarsvæðinu. Við
finnum sífellt meira fyrir þessu.
Þetta er orðið eitt atvinnusvæði.“
Deiliskipuleggja ný svæði
Aldís segir marga vilja byggja í
bænum. „Það er mikil ásókn í lóðir
en öllum lóðum sem í boði voru hefur
verið úthlutað þannig að lóðir hafa
verið uppseldar megnið af árinu
2017. Við erum að bæta úr því og
stefnt er að framtíðarskipulagi
nokkurra svæða. Nú eru á teikni-
borðinu, eða í byggingu, um 180
íbúðir sem geta hýst um 400 manns
þegar þær verða fullbyggðar.“
Ákjósanleg stærð
„Við erum að nálgast 3.000 manna
bæ ef allt gengur upp og líklegt að
það verði strax á næsta kjörtímabili.
Við teljum þá stærð afar ákjósanlega
fyrir sveitarfélagið en mikilvægt er
að innviðir og uppbygging þeirra
haldist í hendur við fjölgun íbúa.“
Aðfluttir íbúar með hærri laun
Bæjarstjóri Hveragerðis segir fólk sem flytur frá höfuðborgarsvæðinu í bæinn hækka meðaltal launa
Fyrir vikið séu útsvarstekjur bæjarins að aukast Útsvarið hefur aukist langt umfram íbúafjölgun
Aldís
Hafsteinsdóttir
Skapti Hallgrímsson
skapti@mbl.is
Húsvíkingar voru fullvissaðir um
það á fjölmennum fundi á Foss-
hóteli á Húsavík í gær að allt yrði
gert sem mögulegt væri til að um-
hverfisáhrif kísilvers PCC á
Bakka yrðu sem minnst.
Sorgarsaga kísilvers United
Silicon í Helguvík hefur ítrekað
verið í fréttum en forstjóri PCC á
Bakka sagði að verkefnunum væri
ekki hægt að líkja saman. „Allir
sem fylgjast með fréttum vita að
eitthvað mikið fór úrskeiðis í
Helguvík en það er ekki jafnaðar-
merki á milli þessara verkefna.
Við erum með bestu tækni sem er
möguleg til að lágmarka um-
hverfisáhrif og munum ekki setja í
gang fyrr en við verðum sannfærð
um að öll tækni og öll tæki séu
farin að virka. Þess vegna getum
við ekki gefið upp nákvæma dag-
setningu, en stefnt er að því að
gangsetja fyrri ofn verksmiðj-
unnar seinni hluta febrúar,“ sagði
Hafsteinn Viktorsson, forstjóri
PCC BakkiSilicon, á fundinum.
„Við höfum notið mikils trausts í
nærsamfélaginu og viljum ekki
bregðast því trausti. Aðalatriðið er
að vanda sig og við ætlum okkur
að gera það.“ Síðari ofninn verður
væntanlega gangsettur í apríl.
Framleiðslu- og gangsetningar-
ferlið var kynnt, auk þess sem
farið var yfir ýmislegt varðandi
öryggis- og umhverfismál. Fram
kom að fyrstu vikuna eftir að
verksmiðjan yrði ræst yrði sýni-
legur reykur en miðað við áætl-
anir yrði allt komið í eðlilegt horf
á áttunda degi. Lykt gæti borist
til Húsavíkur í norðanátt en trún-
aðarlæknir fyrirtækisins álítur að
íbúar finni ekki fyrir óþægindum
nema hugsanlega fólk með undir-
liggjandi sjúkdóma. Ekki séu þó
miklar líkur á því. Hafsteinn for-
stjóri segir umverfismál vitaskuld
skipta starfsfólkið jafn miklu máli
og aðra: „Hér er starfsemin en
hér er líka heimili okkar og
barnanna okkar. Við erum ekki
ónæmari fyrir því sem kemur frá
verksmiðjunni en aðrir íbúar.“
„Aðalatriðið er að vanda sig“
Húsvíkingar fjöl-
menntu á fund um
kísilverið á Bakka
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Kísill Húsvíkingar fjölmenntu á kynningarfund PCC BakkiSilicon og virðast sáttir við framkvæmdirnar á Bakka.
Laun starfs-
manna í iðjuver-
unum á Grund-
artanga hafa
hækkað umtals-
vert frá og með
síðustu áramót-
um. Á vef Verka-
lýðsfélags Akra-
ness segir að nú
liggi fyrir hverjar launabreytingar
fyrir þetta ár verða hjá Elkem Ís-
land og laun hækka einnig hjá
Norðuráli.
Skv. samningi verður iðnaðar-
maður sem er byrjandi á vöktum í
álveri Norðuráls með í heildarlaun
fyrir 182 vinnustundir rétt um 780
þúsund kr. á mánuði en iðnaðar-
maður með 10 ára starfsreynslu er
með rétt tæpar 950 þúsund kr. með
öllu. Algengt er að laun starfs-
manns hækki um 40 til 60 þúsund á
mánuði. Er það samkvæmt samn-
ingum VLFA við fyrirtækið sem
eru bundnir launavístölu.
Þá hækka starfsmenn Elkem Ís-
land um 5,51% í launum, þ.e. að
jafnaði um 30 til 35 þúsund á mán-
uði auk þess sem þeir fá 120 þúsund
króna eingreiðslu vegna breytinga
á launatímabili. Heildarlaun byrj-
anda sem er ofngæslumaður hjá El-
kem eru rúmar 500 þúsund kr. á
mánuði og ofngæslumanns með 10
ára starfsreynslu um 600 þúsund.
Launin hækka á
Grundartanga
Verksmiðja Norður-
áls á Grundartanga.
Dregið var í þriðja sinn af tíu í
áskriftarleik Morgunblaðsins og
WOW air í gær. Heppni var yfir
karlkyns áskrifendum í þetta sinn
sem og í fyrsta drætti og fengu þeir
Bjarni Jóhanns-
son, Bjarni Odds-
son, Hallgrímur
Eðvarð Árnason,
Njáll Trausti
Friðbertsson og
Páll Theódórs-
son hver og einn
flugmiða fyrir
tvo til Cleveland.
Í næstu viku fá
fimm áskrif-
endur flug fyrir
tvo til Barcelona.
Alls verður dregið tíu sinnum í
leiknum Einu sinni í hverri viku.
Síðustu sex borgirnar verða Tel
Aviv, Detroit, Cincinnati, St. Louis,
Dublin og Dallas. Njáll Trausti
Friðbertsson alþingismaður er einn
af þeim heppnu.
„Það er ekki á hverjum degi sem
ég fæ vinning og það er gaman að
þessu.
Það er reyndar fágætt að ég fái
vinning yfir höfuð en það helgast
kannski af því að ég tek lítinn þátt,“
segir Njáll Trausti og bætir við að
hann hafi fylgst með áskrifenda-
leiknum.
„Ég hef lesið Morgunblaðið upp
til agna frá 10 ára aldri og bar það
út þegar ég var í grunnskóla.“
Njáll hefur ferðast mikið um
Bandaríkin en aldrei komið til
Cleveland. Hann hlakkar til þess að
fara þangað og segist að sjálfsögðu
bjóða eiginkonunni með.
„Ég reikna með að fara þegar
haustar, áður en þing hefst.“
Njáll Trausti, sem er lærður flug-
umferðarstjóri og viðskiptafræð-
ingur, segist láta sig ferðaþjónustu
og flugið varða í störfum sínum á
Alþingi. Hann segir íslensku flug-
félögin og ferðaþjónustufólk vera
að gera góða hluti. ge@mbl.is
Cleveland bíður eftir fimm
heppnum áskrifendum
Þriðji útdráttur í áskrifendaleiknum Barcelona næst
Cleveland Í borginni er hægt að
skoða Frægðarhöll rokksins.
Njáll Trausti
Friðbertsson