Morgunblaðið - 26.01.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.01.2018, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 ., '*-�-��,�rKu�, KIEL/ - OG FRYSTITJEKI Iðnaðareiningar í miklu úrvali Konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi haf stigið fram og sagt sögu sína í krafti #metoo-byltingarinnar. Konurnar opnuðu sig á lokaðri fés- bókarsíðu með yfir 600 meðlimum. 97 konur hafa sent frá sér yfirlýsingu og biðlað til íslensks samfélags að skoða það hvort konur af erlendum uppruna séu hafðar út undan í metoo-umræðunni eða kjósi að standa hjá. Fáar konur úr þessum hópi hafi fundið samsvörun með þeim hópum sem stigið hafa fram hingað til. Samhliða áskoruninni hafa þær birt 34 nafnlausar sögur af ýmiss konar ofbeldi og mismunun sem þær hafa orðið fyrir. Í sögunum lýsa kon- urnar kynferðisofbeldi, mansali, kerfisbundinni mismunum, andlegri og líkamlegri kúgun, vanrækslu, úti- lokun, fordómum, mismunun og mis- notkun. Nichole Leigh Mosty, fyrr- verandi þingmaður og ein af forsvarskonum átaks kvenna af er- lendum uppruna, segir að samfélagið verði að horfa inn á við og viður- kenna það að mismunun eigi sér stað. „Það er mismunun þegar við í langan tíma hittum konuna sem sér um ræstingu í fyrirtækinu eða vinn- ur á kaffistofunni og höfum aldrei spurt hana að nafni,“ segir Nichole. „Kúgun, einangrun og kerfisbund- in mismunun á ekki að líðast. Við þurfum að viðurkenna ofbeldið og mansalið sem viðgengst og þurrka út það rými sem leyfir mismunun,“ segir Nichole og bætir við að sam- félagið þurfi að kynna sér aðstæð- urnar sem sumar konurnar búa við. „Hjúkrunarkona sem neitar að kalla til túlk fyrir konur sem hafa bú- ið sjö ár eða lengur á Íslandi vegna þess að hún telur að þær eigi að hafa lært íslensku, gerir sér ekki grein fyrir því að hugsanlega banni eigin- menn þeirra þeim að læra málið. Nichole segir að margar konur hafi fengið stuðning í Kvennaathvarfinu en almenningur geti hjálpað til með standa ekki aðgerðarlaus hjá þegar ofbeldi á sér stað. Sjálf hefur Nichole fundið fyrir fordómum og þurft að sitja undir skömmum vegna þess að hún tali ekki lýtalausa íslensku. ge@mbl.is Mansal og einangrun  Konur af erlendum uppruna stíga fram í #metoo  Kerfisbundin mismunun og útilokun  Samfélagið þarf að horfa inn á við Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útgerðir loðnuskipa bíða frétta frá Hafrannsóknastofnun um hvort loðnukvótinn verði aukinn eða ekki. Búið er að veiða nálægt helmingi af um 126 þúsund tonna upphafs- kvóta Íslands og hlutfallið er 60-70% af kvótanum hjá nokkrum skipanna. Þegar hefur verið dregið úr sókninni og skipum fækkað á loðnumiðunum. Komi ekki til aukningar vilja menn hafa borð fyrir báru til að veiða loðnuna eftir um mánuð þegar nær dregur vertíðarlokum og loðnan nálgast hrygningu. Rannsóknaskipin Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriks- son hófu í fyrrakvöld aðra yfirferð í mælingum á stærð loðnustofnsins og verður nú farið frá vestri til austurs. Mat á stærð veiðistofnsins sem og ráðgjöf um heildarveiði ver- tíðarinnar mun ekki liggja fyrir fyrr en að loknum þessum mælingum. Að minnsta kosti tvö veiðiskip taka þátt í verk- efninu. Loðna við landgrunnskantinn Í þeirri yfirferð sem er lokið var mælt frá austri til vest- urs og í frétt á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar segir meðal annars: „Kynþroska loðnu var að finna meðfram og utan við landgrunnskantinn á mestöllu rannsóknasvæðinu, mest fyrir austanverðu Norðurlandi en mjög lítið vestast á því svæði sem kannað var … Enda þótt úrvinnslu allra gagna úr fyrstu yfirferð sé ekki lokið telur Hafrannsóknastofnun rétt að upplýsa að bráðabirgðaniðurstöður benda til svipaðs magns kyn- þroska loðnu og búast mátti við samkvæmt mælingum á stærð stofnsins í september/október 2017. Skekkjumörk í mælingunni eru óvenju há en of snemmt er að draga álykt- anir um áhrif þess á endanlega ráðgjöf sem verður gefin að lokinni seinni yfirferð.“ Mest við Kolbeinseyjarhrygg Mest fannst af loðnu í fyrri yfirferðinni austan við Kol- beinseyjarhrygg. Þar reyndi norska skipið Endre Dyroy fyrir sér um síðustu helgi en það er eina norska skipið sem komið er til veiða. Aflanum, sem mun hafa verið innan við 100 tonn, var landað á Fáskrúðsfirði þar sem skipið er enn. Loðnan við Kolbeinsey mun hafa staðið djúpt fyrir veiðar í nót. Íslensku skipin hafa hins vegar verið fyrir norðaustan og austan land og hafa yfirleitt veitt ágætlega í troll þegar vinnuveður hefur verið. Bíða frétta frá Hafró  Seinni yfirferð í loðnuleiðangri að hefjast  Saxast á upphafskvótann  Útgerðir draga úr sókn meðan beðið er Ljósmynd/Ágúst Halldórsson Á miðunum Ísfélagsskipin Álsey og Sigurðar að veiðum í lok síðustu vertíðar. Nokkur óvissa er um framhaldið nú. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Samhjálp er með öll spjót úti til að ná sér í mat á hagstæðum kjörum, til að miðla til skjólstæðinga sinna, meðal annars í kaffistofu Samhjálpar. Starfsfólk er á þönum og fer á matar- öflunarbíl á milli fyrirtækja. „Við þurfum mikinn mat. Erum að gefa á hverjum einasta degi 200 máltíðir í kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni,“ segir Vörður Leví Traustason framkvæmdastjóri. Einnig rekur Samhjálp meðferðar- heimili og fjögur áfangahús og á hverri nóttu gista um 90 manns á þessum heimilum. Fyrirtækið Lykill lánar Sam- hjálp bíl sem notaður er til að afla hráefnis. Fer hann á milli fyrirtækja. Vörður segir að stjórnendur hringi og láti vita þegar þeir eru með mat sem er í skemmdum umbúðum og ekki er hægt að selja. Tekinn er afgangs- matur í mötuneytum sjúkrahúsanna. Einnig eru samningar við fyrirtæki sem gefa reglulega. Nýjasta viðbótin er Costco. Vörður segir að Samhjálp fái þar töluvert magn af mat og hrá- efni. Umræða um matarsóun hefur leitt til þess að fyrirtækin vilja frekar gefa mat en að henda. Þessar gjafir spara Samhjálp veruleg útgjöld við matarinnkaup. Nóg eru útgjöldin samt, að sögn Varðar, við húsnæði og starfsfólk. Styrkur sem Reykjavíkurborg veitir kaffistofurekstrinum dugar skammt. Góður árangur við mataröflun- ina gerir það að verkum að Samhjálp getur oft miðlað hráefni til annarra hjálparsamtaka. „Við stöndum saman í baráttunni,“ segir Vörður og getur þess að gestir kaffistofunnar geti einnig tekið mat með sér heim ef þannig standi á. „Þetta er mikil blessun fyrir okkur. Nú er góðæri í landinu og við fáum að njóta góðs af því.“Morgunblaðið/Eggert Mataröflunarbíl ekið á milli fyrirtækja Samhjálp sparar mikið í hráefnisinnkaupum fyrir kaffistofu Samhjálpar með samstarfi við fyrirtæki og stofnanir Konu manns sem lést skyndilega eft- ir útskrift af Landspítalanum í kjöl- far skurðaðgerðar voru í Hæstarétti í gær dæmdar 17,7 milljónir kr. í skaðabætur frá ríkinu, alls um 30 millj. kr. að með vöxtum og máls- kostnaði. Með dómi sínum sneri Hæstiréttur við dómi héraðsdóms sem hafði sýknað áður. Í dóminum segir að mistök við greiningu og meðferð sjúkdóms mannsins stað- festi stórfellt gáleysi starfsmanna sjúkrahússins. Bæði undir- og yfir- mat sýni það. Maðurinn leitaði á bráðadeild Landspítalans í september árið 2011 vegna kviðverkja og ógleði. Var hann lagður inn og næstu daga teknar tvær sneiðmyndir af honum. Sáust þar bólgubreytingar og vökvi í kvið sem bentu til garnastíflu. Gekkst hann síðar undir kviðsjárspeglun, en þá kom í ljós dökkleit görn og var smágirnisbútur fjarlægður. Ráðgjöf var ekki veitt Grunsemdir vöknuðu um blóðsega í bláæðum á litlu svæði, að því er fram kom í dómnum. Að öðru leyti hafi kviðarholið verið eðlilegt og ekk- ert kallað á tafarlausa blóðþynn- ingarmeðferð. Maðurinn hafi þó ver- ið settur á fyrirbyggjandi skammta af blóðþynningarlyfi með beiðni um ráðgjöf blóðmeinalækna. Slík ráð voru þó aldrei gefin sem uppgötv- aðist ekki fyrr en um síðir. Sama kvöld og maðurinn var útskrifaður hné hann niður á heimili sínu og bar endurlífgun ekki árangur. Dánar- orsök var talin vera hjartadrep. Konan kvartaði til landlæknis í byrjun árs 2013 og fékk það svar tveimur árum síðar að eðlilega hefði verið staðið að greiningu og læknis- meðferð mannsins. Út frá matsgerðum sem unnar voru vegna þessa mál byggði Hæsti- réttur meðal annars dóm sinn og segir andlát mannsins hafa ráðist af mistökum og þau séu „rakin til stór- fellds gáleysis starfsmanna sjúkra- hússins“. Forsvarsmenn Landspítal- ans vildu ekki tjá sig um dóminn þegar eftir því var leitað í gærkvöldi. Sigurður G. Guðjónsson hrl. var lögmaður ekkjunnar í þessu máli og sagðist hann ánægður með dóminn. Hann segir málið halda áfram, enda hafi ekki verið staðið rétt að krufn- ingu hins látna, sem kalli á um- fjöllun. sbs@mbl.is/thorsteinn@mbl.is Stórfellt gáleysi leiddi til dauða  Ekkju dæmdar um 30 millj. kr. bætur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.