Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
SVIÐSLJÓS
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar
erfðagreiningar, segir að fæstum
okkar komi á óvart að foreldrar hafi
áhrif á börnin sín. Íslensk erfðagrein-
ing birti í gær rannsókn ÍE í vísinda-
tímaritinu Science, þar sem leitað var
svara við spurningunni um hvort
erfðabreytingar í þeim helming
erfðaefnis foreldranna, sem ekki fer
til barnsins, hafi áhrif á örlög þess.
Við getnað hlýtur barn helming
erfðaefnis föður og helming erfða-
efnis móður.
„Í þessari rannsókn bjuggum við
til aðferð, þar sem við getum metið
áhrif uppeldisins og metið hversu
mikil þau eru,
miðað við erfð-
irnar. Við erum í
þeirri einstöku að-
stöðu að við get-
um skilið að þann
hluta erfðameng-
isins sem kemur
frá föður og þann
hluta sem kemur
frá móður. Við
það eitt að geta
skilið að það sem kemur frá móður
eða föður, er maður kominn með get-
una til að skilja að þann hluta erfða-
mengis móður sem fer til barnsins
þegar það er getið frá þeim hluta sem
fer ekki til barnsins og það sama á við
um föður,“ sagði Kári í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hefur áhrif á hæð og þyngd
Kári segir að þannig hafi ÍE getað
svarað spurningunni: Hvaða áhrif, ef
einhver, hafa breytileikar í þeim
helmingi erfðamengis foreldris, sem
fer ekki yfir til barnsins, á örlög
barnsins? „Það sem við segjum frá í
þessari grein í Science er að það hef-
ur áhrif á allskonar eiginleika barns-
ins. Til dæmis þegar kemur að
menntun sem einstaklingurinn fær,
þá hefur sá hluti erfðamengis for-
eldra sem fer ekki yfir til barnsins,
áhrif sem eru u.þ.b. 30% af þeim
áhrifum sem sá helmingur hefur sem
fer yfir til barnsins. Auk þess hefur
þessi helmingur áhrif á hæð barnsins,
þyngd, hjarta- og æðasjúkdóma,
fíknisjúkdóma o.fl.,“ sagði Kári.
Hann segir að foreldrar séu mikil-
vægur hluti af uppvexti barnsins,
a.m.k. fyrstu árin. ÍE sýni fram á það
í rannsókn sinni að ekki bara sá
helmingur erfðamengis foreldra, sem
ekki fari yfir til barnsins, hafi áhrif,
heldur hafi líka sá hluti erfðamengis
systkina, sem þau deila ekki með
einstaklingnum, áhrif á örlög barns-
ins.
„Við erum þannig að mörgu leyti
eins og maurar í mauraþúfu – að
hluta til einstaklingar og að hluta til
erum við hluti af heild, hluti af um-
hverfi sem markast af erðamengjum,
sem eru bæði einstök og við deilum
með öðrum, o.s.frv.,“ segir Kári.
Hann segir það mjög áhugavert, þeg-
ar áhrifin af erfðamengi foreldris sem
fer ekki yfir til barnsins á menntun
eru skoðuð, að menntun sé oft notuð
sem mælikvarði á gáfur.
Áhrif á gæfu og gjörvileika
„Það eru nokkuð góð tengsl á milli
gáfna og menntunar, en ekki full-
komin. Rannsókn okkar sýnir að sá
hluti erfðamengis foreldris, sem fer
ekki yfir til barnsins, hefur áhrif. Með
umhverfi, uppeldi og aðhlynningu er
hægt að hafa töluvert mikil áhrif á
gáfur, þ.e.a.s. að barnið fæðist ekki
með einhverjar ákveðnar gáfur, sem
ekki er hægt að hafa áhrif á. Með öðr-
um orðum, við getum haft mikil áhrif,
ekki bara á gæfu heldur gjörvileika
barna með því að hlúa vel að þeim.
Það sem er merkilegt við þetta er
að þetta er enn eitt dæmið um það
hversu erfitt það er og í sjálfu sér til-
gangslaust að reyna að skilja að erfð-
ir og umhverfi, vegna þess að þetta er
svo samofið,“ sagði Kári.
Annað dæmi um hversu samofið
þetta er nefnir Kári úr grein sem ÍE
hafi birt fyrir nokkrum árum, þar
sem fjallað var um breytileika í erfða-
mengjum sem hefðu áhrif á það hvort
fólk reykti eða ekki. „Við fundum
breytileika sem hafa áhrif. Ef þú hef-
ur þennan breytileika, þá reykir þú
meira og átt erfiðara með að hætta.
Við tókum þennan breytileika og
sýndum fram á að hann hefur tölu-
verð áhrif á líkurnar á að þú fáir
lungnakrabbamein. Ef einstaklingur
er með þennan breytileika, þá er
hann 30% til 40% líklegri til þess að
fá lungnakrabbamein. Þetta er mjög
athyglisvert, því á Íslandi er lungna-
krabbamein næstum því einvörðungu
umhverfissjúkdómur. 97,5% þeirra
sem fá lungnakrabbamein hafa reykt
í áratugi. En þú erfir tilhneiginguna
til þess að leita í umhverfið, þannig að
í þessu hverfur líka línan milli erfða
og umhverfis. Við erum ekkert annað
en afleiðingar DNA-sameinda sem
við köllum erfðamengi og þess um-
hverfis sem sameindin er í. Við erum
þannig ekki til algjörlega aðskilin frá
okkar umhverfi, heldur erum við að
hluta til afleiðing af okkar umhverfi,“
segir Kári Stefánsson.
Við erum að mörgu leyti eins og maurar
Morgunblaðið/Júlíus
Íslensk erfðagreining Ný rannsókn ÍE var birt í vísindatímaritinu Science í gær, um áhrif uppeldis á örlög barna.
Kári
Stefánsson
Dagana 16.-23. janúar fóru að jafnaði 15.161 rúmmetrar á klukkustund í
gegnum hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu. Vikunotkunin hefur
aldrei verið meiri og voru met í sólarhringsnotkun og notkun á klukku-
stund einnig slegin á þessu tímabili.
Í tilkynningu frá Veitum segir að frá því í nóvember hafi komið fjórir
stórir notkunartoppar og með hverjum þeirra hafi meðalrennsli á klukku-
stund, mælt yfir sjö daga tímabil, hækkað. Þar segir enn fremur að helsta
ástæða þessarar miklu notkunar sé langvarandi kuldatíð en einnig hafi það
áhrif að notkun á heitu vatni hafi aukist mikið á síðustu fimm árum eða um
tæp 20%.
Met í notkun á heitu vatni
Í frétt ÍE um rannsóknina segir
m.a.: „Stóran hluta ævinnar eru
börn svo háð foreldrum sínum
að umhverfi uppvaxtarins hefur
djúpstæð áhrif. Og þessi um-
heimur æskunnar mótast ein-
mitt af erfðaefni foreldranna.
Vísindamennirnir nefna þetta
erfðauppeldi. Höfundur Njálu
orðaði það svo að fjórðungi
brygði til fósturs. Áður en Sig-
mundur Lambason vó Þórð
fóstra Njálssona að áeggjan
Hallgerðar sagði hann: „En eigi
er kynlegt að Skarphéðinn sé
hraustur því að það er mælt að
fjórðungi bregði til fósturs.“
Í rannsókninni var notað
erfðaefni þúsunda Íslendinga
sem fæddust milli 1940 og
1983, og þar sem erfðaupplýs-
ingar a.m.k. annars foreldris
lágu fyrir.“
Nefna þetta
erfðauppeldi
ATHUGUN AF ÞESSU TAGI
ER EINSTÖK Í SINNI RÖÐ
Ný rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar sýnir hvernig uppeldið gengur í arf Kári Stefánsson,
forstjóri ÍE, segir að með því að hlúa að börnum höfum við áhrif á gáfur þeirra, gæfu og gjörvileika
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Guðrún Borghildur Valdís Harrysdóttir
Íslensk hönnun - Íslenskt handverk
Vesturgötu 4, 101 Reykjavík, s. 562 8990
www.kirs.is,
Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun
Opið: Mán.-fös. 10-18, lau. 10-17, sun 10-17
/////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////