Morgunblaðið - 26.01.2018, Síða 13
Vinir og vinnufélagar Lolli og Grímur á leið niður Esju eftir skák, en Lolli vann Grím í blindskák í niðurgöngunni.
líti út fyrir að vera að tefla blindskák
á göngu, það sé hin besta hugar-
leikfimi.
Teflt á æfingum hjá Sinfó
„Það var svo hvasst og mikill
skafrenningur fyrir ofan Stein að
það var engin leið að tefla þar, en við
gerum það seinna, förum alveg upp
á topp í betra veðri í sumar. Þá ætla
jafnvel fleiri að koma með og tefla,
meðal annars nýi tónlistarstjórinn
hjá Óperunni, Bjarni Frímann.
Hann er góður skákmaður. Ég á von
á að Kristján Matthíasson fiðluleik-
ari komi líka, hann ætti að fara létt
með að ganga upp á Esjuna því hann
hleypur maraþon. Ég ætla að skora
á Lolla að taka fiðluna með og spila,
þetta verður þá listrænn gjörningur
líka. Það er gaman að tefla úti í nátt-
úrunni og bæði skákin og gönguferð-
in verða eftirminnilegri fyrir vikið.
Þetta styður hvað annað. Lolli er
mjög hrifinn af íslenskri náttúru og
mjög fús til gönguferða, og kannski
fæ ég fleiri úr Sinfó til að koma með
og leika á hljóðfæri.“
Grímur segir þó nokkra með-
limi í Sinfóníuhljómsveitinni vera
liðtæka í skákinni.
„Við teflum á æfingum hljóm-
sveitarinnar, bæði í pásum og eftir
æfingar. Og við spilum líka kotru (e.
backgammon),“ segir Grímur, sem
er eins konar yfirrótari Sinfóníunnar
sem æfir daglega og stundum tvisv-
ar á dag, og alltaf þarf að stilla öllu
upp. Að ógleymdu reglulegu tón-
leikahaldi allan ársins hring.
„Í austanáttinni getur gengið
mikið á í Hörpu, þá syngur í húsinu
og ef menn gleyma að loka hurðum
þá getur trekkt hressilega.“
Spretthlaup í skákklukku
Grímur segir frábært að sam-
eina útivist, líkamlega hreyfingu og
hina andlegu íþrótt að tefla.
„Ég veit að í sumarbúðum fyrir
börn hefur það verið gert að láta þau
tefla úti við og hafa skákklukkuna í
tíu til tuttugu metra fjarlægð, þá er
spretthlaup á milli þess sem þau
leika á taflborðinu,“ segir Grímur og
bætir við að ýmsar útgáfur séu til af
því að blanda skák við líkamlega
hreyfingu.
„Ég hef heyrt af því að úti í
heimi sé boxíþróttinni blandað sam-
an við skák, þá er tekin snörp lota í
boxi á milli þess sem taflmenn eru
hreyfðir á skákborðinu. Ég væri til í
að prófa þetta enda hef ég æft box
og júdó og geri ráð fyrir að það sé
gaman og spennandi að komast að
því hvort maður er rotaður eða mát-
aður,“ segir Grímur og hlær.
„Það er hægt að krydda skák-
ina með ýmsum hætti.“
Líkamleg nálægð skiptir máli
Grímur hefur stundað það að
tefla utandyra, setið úti í sólinni utan
við kaffihús að tafli á sumrin. „Við
byrjuðum á því nokkrir félagar fyrir
þó nokkrum árum, utan við Grand
Rokk, þegar það var og hét. Nú er
orðið minna um að teflt sé á kaffi-
húsum, rétt eins og það er minna um
að fólk tefli á vinnustöðum. Þegar ég
var strákur var tafl á flestum vinnu-
stöðum og í kaffiskúrum. Í þá daga
þurftu menn að finna andstæðing til
að tefla við en núna er það auðvelt á
netinu, ýmist við lifandi fólk eða
tölvur. Skákin hefur færst á netið,
fólk sinnir þessu áhugamáli meira
þar núorðið. En auðvitað fylgir fé-
lagsleg ánægja því að tefla við ein-
hvern sem situr á móti manni.
Líkamlega nálægðin skiptir máli og
fólk spjallar saman og það myndast
vinskapur og væntumþykja. Og ein-
mitt vegna þess að hin félagslegu
tengsl í gegnum skákina eru á
undanhaldi, þá er um að gera að
finna upp á einhverju eins og fjall-
göngu með skák eða boxa og tefla,
brjóta upp staðalímynd beggja hóp-
anna.“
Vinnur Hannes Hlífar sjaldan
Grímur segist ungur hafa byrj-
að að tefla, enda var tafl hluti af
hversdagslífinu á hans bernsku-
heimili. „Pabbi kenndi mér að tefla
þegar ég var um tíu ára, og lengi
dugði mér að tefla við hann því ég
gat unnið hann og flesta kunningja
mína. Þegar ég byrjaði í mennta-
skóla sat ég við hliðina á Eiríki Kol-
beini Björnsyni, sem var á miklu
hærra stigi en ég í skákinni, ég gat
ekki rúllað honum upp eins og flest-
um öðrum. Hann hafði lengi verið að
stúdera skák og teflt í taflfélögum.
Ég náði mér því í tvær skákbækur
til að bæta mig. Ég hef í gegnum tíð-
ina litið á mig sem kaffihúsaskák-
mann og ég á góða vini sem mér
tekst sjaldan að vinna, eins og Hann-
es Hlífar. Þess vegna kenndi ég hon-
um kotru og ég gat unnið hann í því
lengi vel, en svo varð hann líka betri
en ég í því,“ segir Grímur og hlær og
bætir við að hann hafi landað
Íslandsmeistaratitli í kotru árið 2000
og hafi talið sig góðan.
Man enn rúmlega 30 ára skák
Þegar Grímur er spurður að því
hvað sé svona frábært við að tefla
segir hann mikla ánægju fylgja því.
„Góð skák skilur miklu meira
eftir sig heldur en þegar ég spila
bridds eða kotru, sem er bara af-
þreying fyrir mér. Ég man enn eftir
skák sem ég tefldi við pabba fyrir
þrjátíu eða fjörutíu árum, ég kann
þá skák utan að. Í henni var falleg
drottningarfórn, en þetta var í
fyrsta skipti sem ég fórnaði drottn-
ingu. Það er virkilega mikil fegurð í
því að búa eitthvað til með hugsun
og gaman þegar það gengur upp.
Slíkt á maður í minningunni og get-
ur rifjað upp.“
Grímur segist eitt sinn hafa hitt
skákmeistarann Bobby Fischer á
förnum vegi á Hverfisgötunni og
spjallað lengi við hann. „Það var
mjög gaman, en þá var hann kominn
á efri ár og hann var vissulega sér-
stakur maður.“
Skjól Lolli varð hissa þegar Grímur dró tafl upp úr bakpoka við Steininn.
„Ég ætla að skora á Lolla í sumar að taka fiðluna
með og spila, þetta verður þá listrænn gjörningur
líka. Og kannski fæ ég fleiri úr Sinfóníuhljómsveit-
inni til að koma með og leika á hljóðfæri.“
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
Galleri Ozone | Austurvegi 35 | 800 Selfoss | S. 534 8040 | Skoðaðu úrvalið á | Sendum frítt um land allt
St. 34-44
Verð 19.400,-
Ný
sending
Félag íslenskra söngkennara, FÍS,
stendur fyrir söngkeppninni Vox
Domini nú um helgina, laugardag 27.
janúar og sunnudag 28. janúar. Í til-
kynningu segir að 22 keppendur hafi
skráð sig til leiks í þremur mismun-
andi flokkum.
Vox Domini er söngkeppni fyrir
klassíska söngnemendur og söngv-
ara og er hugsuð sem mótvægi við
þær söngkeppnir sem í boði eru fyrir
ryþmíska söngvara. Þetta er í annað
sinn sem söngkeppni af þessu tagi er
haldin á Íslandi, en slíkar keppnir eru
víða haldnar erlendis. Forkeppni á
miðstigi, framhaldsstigi og í opnum
flokki fer fram í Tónlistarskóla Garða-
bæjar, Kirkjulundi 11, laugardaginn
27. janúar. Úrslitakeppnin fer fram í
Salnum í Kópavogi sunnudaginn 28.
janúar kl. 19, og þangað eru allir vel-
komnir, en aðgangseyrir er 2.000 kr.
Verðlaun verða veitt í öllum flokkum
og í lok kvöldsins verður valin ,,Rödd
ársins“. Dómarar á úrslitakvöldinu
verða þau Steinunn Birna Ragnars-
dóttir óperustjóri, Janet Williams,
Fred Berndt, Gissur Páll Gissurarson
og Margrét Eir Hönnudóttir.
Helga Braga Jónsdóttir treður upp
og kynnir kvöldsins er söngkonan
Valgerður Guðnadóttir.
Söngkeppnin Vox Domini verður haldin um helgina
Hver verður rödd ársins?
Morgunblaðið/Golli
Söngvari Gissur Páll Gissurarson er einn þeirra sem sitja í dómnefndinni.