Morgunblaðið - 26.01.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
26. janúar 2018
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 101.75 102.23 101.99
Sterlingspund 143.42 144.12 143.77
Kanadadalur 82.39 82.87 82.63
Dönsk króna 16.862 16.96 16.911
Norsk króna 13.031 13.107 13.069
Sænsk króna 12.759 12.833 12.796
Svissn. franki 106.99 107.59 107.29
Japanskt jen 0.9283 0.9337 0.931
SDR 147.38 148.26 147.82
Evra 125.55 126.25 125.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 152.3483
Hrávöruverð
Gull 1360.25 ($/únsa)
Ál 2213.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.97 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Eimskip hefur
opnað nýja skrif-
stofu í Kaup-
mannahöfn og efl-
ir með því enn
frekar þjónustu
sína við við-
skiptavini félags-
ins, að því er segir í
tilkynningu. Skrif-
stofan er á Norðurbryggju við gamla
hafnarsvæðið í Kaupmannahöfn, í ná-
lægð við alþjóðaflugvöllinn í Kastrup.
Skrifstofan í Kaupmannahöfn mun
leggja aukna áherslu á Sjálandssvæðið
með því að samræma enn frekar þær
alhliða flutningalausnir sem félagið
býður upp á. Nær þetta til alls þjón-
ustuframboðs félagsins, hvort sem um
er að ræða flutninga á landi, í lofti, á sjó
eða smásendingar.
Eimskip hefur ráðið Mikkel Kristen-
sen í starf sölustjóra, en hann starfaði
áður hjá Worldstrans Air-Sea Service
A/S.
Eimskip opnar nýja
skrifstofu í Danmörku
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Coca-Cola á Íslandi (Coca-Cola Euro-
pean Partners Ísland) hefur sett sér
það markmið að minnka sykur í vöru-
línu sinni hér á landi um 10% til 2020.
Per Hynne, yfirmaður almanna-
tengsla og sjálfbærni hjá systurfélagi
Coca-Cola á Íslandi í Noregi, Coca-
Cola European Partners Norway,
segir að fyrirtækið hafi hrint sam-
bærilegum verkefnum af stað í öðrum
löndum þar sem fyrirtækið starfar.
Til dæmis hafi verið farið af stað í
Noregi á síðasta ári. Þar var hins veg-
ar ákveðið að nálgast verkefnið með
öðrum hætti. „Coca-Cola í Noregi og
okkar stærsti keppinautur, Carls-
berg, ásamt nokkrum minni
drykkjarvöruframleiðendum, unnu í
sameiningu með heibrigðisyfirvöld-
um að framkvæmd sameiginlegs
markmiðs um minnkun sykurs í
drykkjarvörum.
Hér á landi var sú leið rædd, en á
endanum var talið að samkeppnis-
yfirvöld myndu gera athugasemdir
við þá leið, vegna smæðar markað-
arins,“ segir Hynne í samtali við
Morgunblaðið. Því hafi Coca-Cola Ís-
land ákveðið að standa eitt að mark-
miðinu og fá svo hagsmunaaðila, við-
skiptavini og neytendur í lið með sér.
Ítarleg rannsókn í Evrópu
Hynne kynnti markmiðið fyrir Ís-
land á Janúarráðstefnu Festu, mið-
stöðvar um samfélagslega ábyrgð,
sem haldin var í Hörpu í gær.
Markmiðið er sett eftir ítarlega
rannsókn sem náði til hagsmunaaðila,
viðskiptavina, neytenda og starfs-
manna Coca-Cola um alla Evrópu.
„Við vildum vita til hvers væri ætlast
af okkur til að tryggja að við værum á
réttri leið. Svona samtal skerpir á for-
gangsatriðum félagsins, og snertir
alla hlutaðeigendur. Við erum með
birgja út um allan heim. Áætlunin
þarf að ganga í gegnum alla virðis-
keðjuna.“
Hynne segir að það að setja sér
metnaðarfullt markmið eins og þetta
sé nauðsynlegt til að setja pressu á
fyrirtækið og gefi því jafnframt tæki-
færi til að eiga í samræðum við alla
hagsmunaaðila og viðskiptavini, sem
einnig vilji gera betur að þessu leyti.
Hann segir að áætlunin muni ekki
hafa áhrif á „gamla góða kókið“, en í
staðinn verði lögð áhersla á að kynna
með ýmsum hætti fyrir fólki sykur-
lausa valkosti í smærri umbúðum.
„Síðan 2010 höfum við minnkað sykur
um 15% og þetta kemur til viðbótar
við það.“
Framtíðarsýn Coca-Cola á heims-
vísu er að sögn Hynne að vera al-
mennur drykkjarvöruframleiðandi
sem framleiðir bæði Coke og einnig
drykkjarvörur úr mjólk, ókolsýrða
drykki, íste, vörur úr jurtum o.fl.
Hvað kókið varðar verður meiri og
meiri áhersla lögð á Coke Zero, sem
nú heitir Coke Zero Sugar. „Rann-
sóknir sýna að skilaboðin um að Coke
Zero sé sykurlaust hafa ekki náð
nógu vel í gegn. Þess vegna breyttum
við nafni drykkjarins í Coke Zero
Sugar. 40% Norðmanna náðu ekki
skilaboðunum. Samt sem áður er
helmingur alls sem við seljum í dag í
Noregi sykurlaus.“
Coca-Cola setur sér mark-
mið um 10% sykurminnkun
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ábyrgð Per Hynne ásamt Evu Maríu Jónsdóttur fundarstjóra og Ole Kjerkegaard Nielsen frá Novo Nordisk.
Átakið
» 10% minni sykur í vöru-
línu Coca-Cola á Íslandi til
2020.
» Aukinn kraftur settur í
vöruþróun á sykurminni eða
sykurlausum drykkjum.
» Átak í minnkun skammta-
stærða, m.a. valkostir um
minni umbúðir.
» Aðgengilegri innihaldslýs-
ingar.
» Notar Aspartam-sætuefni
og er byrjað að nota stevia.
Ætlar að ná því fyrir 2020 Í Noregi var samstarf keppinauta um að draga úr sykri
Árið 2017 reyndist metár hjá áætl-
unarflugfélaginu Primera Air. Tekjur
jukust um tæp 14% á milli ára og
söluaukning á vefsíðu fyrirtækisins
jókst um 126% milli ára. Farþega-
fjöldinn jókst um 23% og fór yfir eina
milljón á árinu. Þá var sætanýting
85%.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu. Flugfélagið, sem er í eigu Andra
Más Ingólfssonar, forstjóra félagsins,
flýgur til yfir 70 flugvalla í Evrópu.
Rafrænt tímarit um flugmál, Anna-
.aero, greindi nýlega vikulegar brott-
farir flugfélaga. Samkvæmt greining-
unni hafnaði Primera Air í 3. sæti á
meðal evrópskra lággjalda flugfélaga
í langflugi og í 6. sæti á heimsvísu,
segir í tilkynningunni.
„Að vera á meðal þeirra bestu á
þessum breytilega flugmarkaði er
meiriháttar afrek. Það er líka stað-
festing á því að við erum að stefna í
rétta átt og það sem skiptir mestu
máli er að við höldum áfram í viðleitni
okkar til að bjóða upp á lággjaldaflug
bæði á flugferðum innan Evrópu og
yfir Atlantshafið,“ segir Andri Már.
Vinsælasta flugleið Primera air
miðað við brottfarir á síðasta ári var
milli Kaupmannahafnar og Malaga á
Spáni, sú leið var flogin 495 sinnum.
Næstvinsælasta leiðin var milli Bil-
lund í Danmörku og Malaga, sem var
flogin 337 sinnum. Þriðja vinsælasta
leiðin var milli Palma de Mallorca og
Billund, sem var flogin 245 sinnum.
Primera Air er með höfuðstöðvar í
Danmörku og Lettlandi og er hluti af
Primera Travel Group, sem saman-
stendur af ferðaskrifstofum og ferða-
skipuleggjendum í Svíþjóð, Dan-
mörku, Noregi, Finnlandi, Íslandi og
Eistlandi. helgivifill@mbl.is
Flugfélag Andri Már Ingólfsson er
forstjóri og eigandi Primera Air.
Farþegum fjölg-
aði um fjórðung
Farþegar Prim-
era Air voru yfir
milljón árið 2017