Morgunblaðið - 26.01.2018, Page 21

Morgunblaðið - 26.01.2018, Page 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 ✝ Sólveig Bernd-sen fæddist á Grettisgötu í Reykjavík 24. apríl 1936. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Ísafold í Garðabæ 17. janúar 2018. Hún var dóttir Margrétar Péturs- dóttur Berndsen úr Kjós og Sigurðar Berndsen frá Skagaströnd. Systkini Sólveigar eru Ewald Berndsen, Guðný Berndsen, Pétur Berndsen, Her- mann Berndsen, Margrét Bernd- sen og Brynhildur Berndsen. Guðný lifir systkini sín. Sólveig kvæntist árið 1956 f. 1964, kona hans er Súsanna Viderø, börn þeirra eru fimm. Margrét, f. 1968, maður hennar er Tómas Jóhannesson, börn þeirra eru fjögur. Kjartan Már, f. 1977, kona hans er Tinna Ösp Ragnarsdóttir, börn þeirra eru þrjú. Barnabörn og barnabarna- börn eru 33 talsins. Sólveig ólst upp í Reykjavík. Hún gekk í Verslunarskóla Ís- lands og vann meðal annars við skrifstofustörf. Hún rak útgerð ásamt manni sínum í nokkur ár, ásamt því að reka heimili og ala upp börn. Sólveig verður jarðsungin frá Garðakirkju í dag, 26. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 15. Sigurgeiri Krist- jánssyni, f. 1930, d. 2013. Börn Sólveigar og Sigurgeirs eru sex. Kristján Her- mann, f. 1956, kona hans er Sigrún Tryggvadóttir, börn þeirra eru tvö og barnabörn fjögur. Gunnar, f. 1958, kona hans er Birgitta Baldurs- dóttir, börn þeirra eru þrjú og barnabörn þrjú. Sigurður, f. 1963, kona hans er Guðrún V. Hafsteinsdóttir, þau eiga eitt barn. Fyrir á Sigurður fjögur börn og fjögur barnabörn með fyrri eiginkonu sinni. Sigurgeir, Elsku mamma mín! Það er svolítið skrýtið að setjast niður og skrifa um þig minningar- grein núna. Þegar veikindi þín fóru að ágerast með árunum og þú hvarfst hægt og rólega frá okk- ur byrjaði maður að sakna þín og sótti þá í minningarnar sem eru svo margar og góðar. Ég er núna að syrgja þig í annað sinn, fyrst þegar þú hvarfst inn í þinn heim fyrir nokkrum árum og síðan núna þegar þú féllst frá og ert endanlega farin frá okkur. Ég veit að þú ert komin á góðan stað og laus við alla erfið- leikana. Á Tjarnarflötinni bjó ég við ástríki og heimilið var svo gott og heilbrigt og mér leið svo vel með fjölskyldunni minni. Þú stjórnaðir heimilinu af röggsemi og öll gömlu góðu gildin í heiðri höfð. Þú og pabbi voruð einstakir og frábærir foreldrar. Þegar börnin ykkar fóru að búa og eignast börn þá var oft kátt á hjalla á Tjarnarflötinni, sem var einskonar samkomuhús okkar allra. Barnabörnin þín hafa svo góðar minningar um þig og pabba. Þið voruð yndisleg amma og afi. Ég gleymi ekki ferðalögunum innanlands þegar ég var barn og unglingur. Þetta var svo gaman og lærdómsríkt. Eftir að ég varð fullorðinn og búinn að stofna fjölskyldu lifa sterkt í minningunni ferðirnar erlendis og tjaldútilegurnar með þér og pabba. Í uppeldi barna minna reyni ég alltaf að feta sömu slóð og ég hafði farið með ykkur. Þú varst alltaf að kenna manni hluti um lífið og tilveruna. Ég man sér- staklega eftir því þegar þú varst að kenna mér að reikna í huganum með þinni aðferð, sem ég nota ennþá og kenni öðrum. Þú varst talnaglögg, bráðgreind og ótrúlegt hvað minni þitt var gott. Vegna þess held ég að það hafi verið erfitt fyrir þig að þurfa að berjast við sjúkdóminn þinn á meðan þú gerðir þér grein fyrir aðstæðum þínum. Þú gafst mér lausan tauminn í uppeldinu en passaðir alltaf upp á að hafa tauminn ekki óendanlega langan. Alltaf var beðið eftir manni eftir æfingar eða þegar maður var að hitta vinina. Það var svo gott fá kallið um hvort allt væri ekki í lagi. Þú varst upp í rúmi að lesa greinar í Morgunblaðinu, sem þú hafðir þurft að geyma vegna anna að lesa, meðan beðið var eftir lið- inu þínu heim. Úr rúminu sást þú út gang- inn heima að anddyrinu svo enginn komst óséður inn. Þegar maður var kominn í framhalds- skóla fór ég oftast heim í há- deginu í mat til þess að spjalla eða fá góð ráð. Þú varst alltaf tilbúin til þess að hjálpa manni ef eitthvað bjátaði á. Mamma, það var gott að þú varst alltaf heima og hugsaðir svo vel um okkur. Ég var alltaf svo öruggur í návist þinni. Elsku mamma mín, ég á eftir að sakna þín eins og þú varst. Það er ekki hægt að hugsa sér betri mömmu en þig, hvort sem var í blíðu eða stríðu. Ég mun ávallt geyma þig í hjarta mínu. Ég elska þig, mamma mín. Þinn sonur, Sigurður. Mamma mín Sólveig. Mamma var yngst af börnum Margrétar Pétursdóttur og Sig- urðar Berndsen. Hún fæddist á Grettisgötunni. Ung flutti hún í Barmahlíðina og svo færði fjöl- skyldan sig yfir á Flókagötuna þegar mamma var 15 ára. Þar hófu mamma og pabbi búskap sinn síðar. Mamma var Reykvíkingur í húð og hár og bjó öll sín uppvaxtarár í Reykjavík. Mamma var náin foreldrum sínum og naut ástríkis í upp- vextinum. Mamma var strax mikil fé- lagsvera og lék sér mikið á göt- um borgarinnar á uppvaxtarár- um sínum og átti marga vini. Þar verður að nefna Dódó (Charlotta Þórðardóttir) æsku- vinkonu mömmu sem stóð með henni allan tímann í erfiðum veikindum. Mamma var einmitt með Dódó þegar hún kynntist lífs- förunaut sínum og pabba mín- um, honum Sigurgeiri Krist- jánssyni. Þá var mamma ung námskona í Verslunarskóla Ís- lands. Mamma vann einhver ár á skrifstofu, við bátarekstur og í verslun. En aðalvinnan var að koma sex börnum til fullorðins- ára. Hún setti börnin ávallt í fyrsta sæti. Það voru ófáar dönsku- og íslensku kennslu- stundirnar með mömmu. Mamma var mikil tungumála- manneskja og textagerð henni auðveld. Árið 1966 fluttu mamma og pabba ásamt fjórum drengjum í Garðabæinn af Grettisgötu. Þar bættust svo dóttir og sonur í hópinn. Þar bjó mamma heimili fyrir stóru fjölskylduna sína. Svo bættust tengdabörn í hópinn. Enn stækkaði hópurinn og barnabörnin og barnabarna- börnin fæddust og mun þessi hópur halda áfram að stækka og afkomendum fjölga. Hún reyndi að kenna einka- dótturinni réttu handtökin að strauja skyrtur, þrífa og elda. Ekki vildi hún að dóttirin yrði föst í heimilisstörfunum eins og svo margar konur af mömmu kynslóð og hvatti til menntunar. Hvað lýsir mömmu best? Hún var heiðarleg, glöð, hlátur- mild, umburðarlynd, berorð, úr- ræðagóð og fór vel með pirring- inn. Með eindæmum þolinmóð með allan þennan krakkahóp. Umfram allt falleg og besta mamma í heimi. Hún hafði yndi af að syngja og var í nokkrum kórum í gegnum tíðina og þar má nefna kór Rangæinga, kirkjukór Árbæjarkirkju og kirkjukór Lindakirkju. Hún hafði ótrúlega gott minni og gat farið langtímum saman með ljóðatexta. Hún tamdi börnum sínum að vera heiðarleg, aldrei ljúga, rétta úr bakinu og sagði: þú getur allt sem þú einsetur þér. Skalt aldrei telja og reikna á fingrunum, gerðu það í hugan- um. En ekki er hægt að sleppa sjúkdómnum. Sjúkdómurinn hræðilegi læsti mömmu í fang- elsi. Hún var fangelsuð í eigin líkama. Hún missti minnið hægt og bítandi og týndi sjálfri sér enda er það háttur þessa sjúk- dóms að svipta fólk sjálfstæði. Nú kveð ég ástkæra móður og vin. Ég minnist sterkrar konu sem var fyrirmynd og trúnaðarvinur eins lengi og hún gat. Snillingur og meistari. Guð geymi þig og blessi. Nú verður aftur hlýtt og bjart um bæinn. Af bernskuglöðum hlátri strætið ómar, því vorið kemur sunnan yfir sæinn. Sjá, sólskinið á gangstéttunum ljómar. (Tómas Guðmundsson) Hinsta kveðja frá dóttur og vini, Margrét Sigurgeirsdóttir. Mamma mín. Við heyrum enn hláturinn og sönginn þinn í fjarska. Við sjáum þig leggja lófana yfir kinnar barnanna okkar. Við sjáum og heyrum þig syngja þegar þú ert að elda mat fyrir barnahópinn þinn. Við heyrum í þér í símanum að tala við vinkonur þínar, já hlusta og taka þátt í þeirra vandamálum. Við sjáum pabba kyssa þig inni í eldhúsi þegar hann kemur heim úr vinnunni. Við bíðum öll, því þú ert að taka þig til. Þú vakir eftir okkur þegar við för- um út að skemmta okkur. Þú ert að passa fimm barnabörn. Þau fá að sofa og vilja helst ekki fara heim. Þú sérð minnstu breytingu í fari okkar og lætur okkur vita. Þú bjargar lífi pabba tvisvar sinnum, þegar hann liggur á spítala eftir slysið. Þú manst öll númer og söngva. Þú færð ömurlega heilabilun. Þú sem mundir allt, manst ekkert. Þú hlærð enn og syngur í veikindum þínum. Mamma, við héldum að það yrði auðveldara að missa þig, vegna þess að þú varst búinn að vera lasin svo lengi. Ég er fullviss um að þú munt heyra raust Guðs þegar hann kallar á þig og þú munt vakna og rísa upp úr moldinni aftur til lífsins. Sjáumst. Þinn sonur Gunnar. Sólveig Berndsen Svavar föðurbróðir minn er í minningunni stóri bróðir pabba. Sennilega áleit ég það vera þannig af því að hann var hærri en pabbi minn, hann átti eldri börn og fleiri, og hann bjó í stærra húsi. Í dætrum hans, Kollu og Siggu, átti ég fyrirmyndir og reyndi að gera allt eins og þær. Gunnar Örn var nær mér í aldri og með honum og Óttari var mikið byggt úr legó en af þeim kubbum var nóg til á Selja- landsveginum. Svavar og Erna áttu fallegt heimili og raddirnar sem hljóm- uðu voru notalegar. Það var forvitni í spurningum Svavars og jákvæðni í einlægum áhuga hans á því sem við krakkarnir vorum að sýsla. Röddin var Svavar Gunnar Sigurðsson ✝ Svavar GunnarSigurðsson fæddist 29. ágúst 1935. Hann lést 19. desember 2017. Útför Svavars fór fram 16. janúar 2018. Vegna mistaka við birtingu minn- ingargreina um Svavar Gunnar í Morgunblaðinu í gær eru grein- arnar birtar aftur. Morgunblaðið harmar mis- tökin og biður ættingja og alla hlutaðeigandi innilega velvirð- ingar. mild og fasið yfir- vegað. Það var ekki fyrr en síðar að ég vissi að Svavar var litli bróðir pabba. Amma í Mánagöt- unni hafði áhyggj- ur af litla strákn- um sínum sem var fluttur til Svíþjóðar og myndi sennilega ílengjast þar. Það varð úr enda kynntist hann Britt sinni. Í gegnum árin breyttist fasið ekkert, það var ennþá yfir- vegað. Styrkur raddarinnar var áfram mildur en nýtt hljómfall komið í íslenskuna með söng sænskunnar. Einlægur áhuginn var til staðar þegar spurt var um hagi, börn og barnabörn. Nú eru skil hjá fjölskyldu Svavars föðurbróður, votta ég aðstandendum öllum dýpstu samhygð. Jólakort með undirskriftinni „farbror Svavar“ verða ekki fleiri. Hafðu þökk fyrir mildi þína. Edda. „Ef þú klárar matinn færðu hrútshorn í verðlaun,“ sagði Svavar föðurbróðir minn, þar sem ég sat yfir fiskinum og gekk seint að koma honum nið- ur með harðnandi flotinu. Ég leit spurnaraugum á frænda minn, þar sem við sátum í eld- húsinu hjá Gróu ömmu á Mána- götu 3 á Ísafirði. Hann brá ekki svip, en í augunum brá fyrir óræðu bliki. Ég leit á ömmu, þar sem hún sat á kollinum í horninu og reykti sína sígarettu. Hún horfði annars hugar út um gluggann. Snögglega rann fiskurinn rétta leið ofan í maga. Verðlaunin komu með skilum. Svavar tók í höndina á mér og fléttaði upp á fingurna; litla fingur yfir baugfingur, baug- fingur yfir löngutöng, löngu- töng yfir vísifingur og beygði loks alla fingurna yfir þumal- inn. „Nú ertu kominn með hrútshorn og getur stangað frá þér.“ Vonbrigðin í svipnum hafa ekki leynt sér. Það mátti greina örlítið glott á vörum ömmu, sem virtist enn ekkert sjá eða heyra. Svavar brosti kankvís- lega og hrósaði mér fyrir að klára matinn. Það var bros sem bræddi hjörtu. Svavar var fríður maður og hafði karlmannlega rödd. Hann var bifvélavirki og rak sitt eigið verkstæði í Fjarðarstrætinu. Þar var spennandi að koma, sjá verkfærin, varahlutina, bílana og heyra samtölin. Svavar þótti vandaður fagmaður, en átti trú- lega erfitt með að rukka að fullu fyrir vinnuna. Einkum þá sem ekki höfðu mikið á milli handanna. Þannig var hann. Svavar og Erna Sörensen, fyrri kona hans, áttu fjögur börn sem upp komust. Kolla, Sigga, Gunnar Örn og Óttar voru ekki bara frænkur og frændur. Þau voru fjölskyldan. Fjölskyldan úr Mánagötunni, sem kom saman á tyllidögum. Og um áramótin hjá Svavari og Ernu í Túngötunni eða nýja húsinu á Seljalandsveginum. Upp í hugann koma jólaboðin hjá Magnínu, ömmusystur í Þvergötu 3, þar sem Haraldur „stóri frændi“ bjó líka. Fjöl- skyldan saman, endalausar um- ræður um pólitík og fólk. Og svo var spiluð vist. Þar voru til- finningar í spilum. Eins gott að trufla ekki í miðri sögn. En aðstæður breyttust. Svavar og Erna skildu. Svavar nýtti sér iðnmenntun sína, flutti til Svíþjóðar og vann hjá Volvo- verksmiðjunum. Í Gautaborg átti hann sitt heimili upp frá því. Gunnar Örn flutti með hon- um út. Fjórir ungir menn í ævintýraferð heimsóttu þá feðga og fengu að liggja á dýn- um í íbúðinni þeirra og njóta fé- lagsskapar Gunnars. Svavar heilsaði upp á okkur, en sást lítið. Hann hafði kynnst ástinni á ný. Britt varð lífsförunautur hans og sonur hennar Jörgen stjúpsonur hans. Svavar undi sér vel í sænska velferðarþjóð- félaginu. Það rímaði vel við jafnaðarmanninn frá Ísafirði. Það var fjölskyldunni allri þungt áfall þegar Gunnar Örn fórst í sjóslysi í Ísafjarðardjúpi ásamt Vagni, tengdaföður sínum, kaldan vetrardag 18. desember 1990. Svavar kom ekki oft til Íslands á seinni árum. Nokkrum sinnum náðum við að hittast og stundum var Britt með í för. Hann var ekki margmáll um eigin hagi eða til- finningar. En það sást í augunum, að hann naut lífsins. Og í brosinu. Brosinu sem bræddi hjörtu. Við blessum minningu góðs drengs og biðjum börnum hans, maka og fjölskyldum þeirra huggunar. Sigurður Pétursson. Góður vinur minn og skóla- bróðir, Svavar Gunnar Sigurðs- son, lést á heimili sínu í Gauta- borg 19. desember 2017. Útför hans verður gerð frá Lundby Gamla Kyrka í Gautaborg 16. janúar 2018. Andlát hans kallaði fram minningar frá Ísafjarðarárum, vinskap okkar og skólagöngu í Barnaskóla Ísafjarðar og Gagn- fræðaskóla Ísafjarðar sem lauk skólaárið 1951-1952. Margs er að minnast. Okkar árgangur var heppinn með skólafélaga og kennarar margir hverjir frá- bærir og skólastjórarnir sterkir leiðtogar sem nutu virðingar okkar. Í minningabók minni frá þessum tíma er margt tilgreint, s.s. Sundhöll Ísafjarðar, bóka- safnið og íþróttahúsið við Austurvöll, skíðasvæðið í Stórurð, útilegur í Birkihlíð, dansæfingar, morgunsöngur í GÍ, árlegar skólahátíðir, kvöld- göngur um Eyrina og um spegilsléttan Pollinn glitra „í faðmi fjalla blárra“ o.m.fl. Sérstaklega er minnst á bók- menntatíma sem tónlistarskóla- stjórinn Ragnar H. Ragnar annaðist, mótaði og hafði um- sjón með, en Ragnar H. var mjög sögufróður og hafði sér- stakt dálæti á íslenskum skáld- skap í ljóði og riti. Hann fór með okkur á bókasafn Ísafjarð- ar og setti okkur fyrir að lesa fjölbreytt úrval skáldverka. Til- gangurinn var m.a. sá, að við greindum frá og lýstum áhrif- um viðkomandi bókar á viðhorf okkar til söguatriða eða boð- skapar og kynntum þau hvert fyrir öðru. En einmitt þarna kom fram hversu mikinn áhuga Svavar hafði á bókmenntum og sögu tengdri mannlífi og menn- ingu þjóðar okkar. Ég fullyrði að þessir „bókmenntatímar“ hjá Ragnari hafi mótað okkur fjöl- mörg og ber að þakka fyrir það. Svavar var orðheppinn, snjall í framsetningu orða sinna, og sterkan grun hef ég um að ein- hvers staðar leynist fallegt ljóð eða kvæði í fórum hans frá þessum skemmtilega tíma. Ógleymanlegar eru þær stundir okkar Svavars og ein- stakra skólasystkina þegar við gengum upp fjallshlíðina ofan Hlíðarvegs, lögðumst þar á bakið, létum ýmist sólina eða rigninguna falla á andlit okkar og rökræddum um efnisatriði þeirra bókmennta sem við vor- um að lesa, eða þá skiptumst á skoðunum eða þrættum um pólitíkina og tilveruna. Við hjónin Lillý og ég áttum síðar um tíma samskipti við þau Svavar og fyrri konu hans Ernu Sörensen þegar við öll áttum heima í Reykjavík, en þau hjón- in slitu samvistum og voru þau slit Svavari þungbær. Eftir að Svavar flutti til Svíþjóðar var samband okkar minna en hann kom a.m.k. á eitt skólamót okk- ar skólasystkina sem haldið var á Ísafirði, og þar var honum vel fagnað. Svavari eru hér með þökkuð ljúf samfylgd og skemmtilegar stundir. Öllum aðstandendum hans bæði hér heima og erlend- is eru sendar innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu Svavars Gunnars Sigurðssonar. Ólafur Kristjánsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Undirskrift | Minningargreina- höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.