Morgunblaðið - 26.01.2018, Side 25

Morgunblaðið - 26.01.2018, Side 25
MINNINGAR 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 ✝ Eyrún Guð-mundsdóttir fæddist á Urriða- fossi í Villinga- holtshreppi 5. mars 1921. Hún lést á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Lundi 10. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Guð- mundur Gíslason frá Urriðafossi, f. 9. desember 1890, d. 20. október 1954, og Þuríður Árnadóttir frá Hurðar- baki, f. 4. ágúst 1894, d. 15. maí 1985, bændur á Hurðarbaki. Systkini Eyrúnar: Guðrún Árný, f. 27. febrúar 1920, d. 23. nóvember 1965. Sigurbjörg, f. 18. febrúar 1922, d. 13. desem- ber 2008. Sigríður, f. 12. febr- úar 1923, d. 4. mars 2016. Jó- hanna, f. 14. apríl 1924, d. 6. september 2003. Guðmunda, f. 4. júní 1925, d. 1. janúar 1990. Gísli, f. 6. júni 1926. Rúnar, f. 14. október 1927, d. 13. ágúst 2015. Drengur, f. andvana 5. maí 1931. Ingibjörg Helga, f. 3. október 1933. Hinn 9. janúar 1942 giftist son, f. 17. desember 1950, d. 29. mars 1989. 7) Ingibjörg Einars- dóttir, f. 18. maí 1955. Eigin- maður hennar er Hjálmar Ágústsson. Þau eiga fimm syni og 18 barnabörn, þar af tveir drengir látnir. 8) Þuríður Einarsdóttir, f. 14. desember 1958. Eiginmaður hennar er Steinþór Guðmundsson. Þau eiga fjögur börn og tvö barna- börn. 9) Svava Einarsdóttir, f. 29. mars 1965. Börn hennar eru fjögur. Sambýlismaður hennar er Halldór Guðmundur Hall- dórsson. Eyrún og Einar stofnuðu ný- býlið Dalsmynni og hófu þar búskap 1942 og bjuggu þar meðan heilsan leyfði. Eyrún gekk í barnaskóla í Hróarsholti og lauk þar barnaskólaprófi. Hún fór til Reykjavíkur í vist hjá frændfólki og lærði þar fatasaum sem nýttist henni vel á lífsleiðinni. Eyrún tók virkan þátt í félagsstarfi sveitarinnar og var einn af stofnendum Ung- mennafélagsins Vöku ung að árum og vann með öðrum að velferð þess. Hún gerðist félagi í Kvenfélagi Villingaholts- hrepps, sat í stjórn þess og sem formaður um tíma og síðustu árin sem heiðursfélagi. Útför Eyrúnar fer fram frá Selfosskirkju í dag, 26. janúar 2018, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Vill- ingaholtskirkjugarði. Eyrún Einari Ein- arssyni frá Egils- stöðum í Villinga- holtshreppi, f. 6. mars 1911, d. 3. júlí 2011. Börn þeirra eru: 1) Guðríður Alda Einarsdóttir, f. 10. júlí 1941. Eigin- maður hennar er Magnús Gíslason. Þau eiga tvo syni og níu barnabörn og eitt barna- barnabarn. 2) Helga Erna Ein- arsdóttir, f. 9. apríl 1943, d. 21. júní 1994. Eftirlifandi eigin- maður hennar er Sigurður Ólafsson. Þau eiga þrjá syni, fimm barnabörn, þar af einn drengur látinn og fjögur barna- barnabörn. 3) Einar Ólafur Ein- arsson, f. 19. september 1945. Eiginkona hans er Kristín Stef- ánsdóttir. Þau eiga fjögur börn og 12 barnabörn. 4) Stúlka, f. 17. október 1946, d. 13. nóvem- ber 1946. 5) Jóhanna Júlía Einarsdóttir, f. 22. október 1947. Sambýlismaður hennar var Halldór Sigurðsson, f. 26. maí 1942, d. 14. október 1993. 6) Guðmundur Siggeir Einars- Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson) Þessi fallega bæn var eitt af því fyrsta sem kom í hugann þegar fréttin af andláti móður minnar barst að morgni 10. janúar, hún hafði látist í svefni þá um nóttina. Hún hafði dvalið á hjúkrunar- heimilinu Lundi og er þeim þökk- uð hlýja og umhyggja í hennar garð. Mamma var alin upp í sveitinni sinni fögru að Hurðarbaki í stórum systkinahópi, lærði snemma að vinna og bjarga sér. Mamma bjó nær alla tíð í sveitinni, þó fór hún á saumanámskeið og í vinnumennsku hjá ættingjum í Reykjavík. Þegar þau pabbi hófu búskap byggðu þau nýbýlið Dals- mynni úr Hurðarbakslandi og þá skorti ekki verkefnin þar sem allt var byggt frá grunni. Í kjallara hússins var miðstöðvarketill kynt- ur með kolum og þurfti að bæta í eldhólfið reglulega svo ekki kóln- aði. Á morgnana fór mamma að kveikja upp og man ég hvað ískalt var oft þegar hún fór niður að sinna þessu. Aðstaðan sem hún ól börnin sín upp í var með allt öðr- um hætti en tíðkast í dag. Í eld- húsinu var kolaeldavél sem þurfti að moka kolum í og fjarlægja öskuna þegar kolin voru brunnin. Auðvitað sótaði eldavélin stundum svo ekki þurfti að efast um hvað var ógert við jólahreingerninguna. Svo voru baðdagarnir, mamma hitaði vatn, hellti í bala og svo var okkur krökkunum dýft ofan í. Eft- ir baðið fengu allir hrein föt sem hún þvoði á bretti, engin var þvottavélin. Baka varð öll brauð og kökur, allt hrært í höndum, þar sem engin var hrærivélin. Stund- um fengum við krakkarnir skál með efni í dýrindis jólaköku og máttum hræra vel og lengi og fannst bara gaman en auðvitað hlaut þetta allt saman að vera ótrúlega mikil vinna. Alltaf fannst mér mamma samt ljúf og ánægð, þetta þótti víst sjálfsagt á þessum árum. Við þessar aðstæður bjuggu þau pabbi í langan tíma en byggðu síðan stærra hús með nú- tímaþægindum en rafmagn kom þó ekki fyrr en 1968. Þau eign- uðust níu börn á 24 árum. Ég minnist þess að mér fannst mamma geta allt varðandi handa- vinnu, hún prjónaði og saumaði allan fatnað á fjölskylduna yst sem innst af mikilli útsjónarsemi og oft uppúr gömlu. Úlpur, kápur, jakk- ar, buxur og sparikjólar urðu til og allt var saumað á fótstignu sauma- vélina hennar, því ekkert var raf- magnið á þessum tíma. Ekki má gleyma lopapeysum, sokkum og vettlingum í hundraðatali sem hún prjónaði og allt var handverkið mjög vandað og fallegt. Eitt er það sem einkenndi mömmu öðru fremur, hún var sér- staklega barngóð og elskaði börn. Hún hafði gaman af að kenna þeim að prjóna á bangsa og dúkk- ur og svo að leika við þau á allan hátt enda hændust barnabörnin að henni. Það var eftir því tekið hvað hún ljómaði þegar komið var með börn til hennar að Lundi. Að leiðarlokum kveð ég móður mína með virðingu og einlægu þakklæti fyrir þá miklu hlýju og elskulegheit sem hún sýndi okkur börnunum sínum og fjölskyldu alla tíð. Hennar verður sárt sakn- að og tómlegt í ömmubæ. Alda Einarsdóttir. Mig langar til að skrifa nokkrar línur til móður minnar og þakka fyrir góð ár í sveitinni minni, þar var oft mikið að gera þegar við vorum við heyskapinn til að ná heyinu þurru áður en fór að rigna. Svo var unnið við ýmislegt innan dyra og þá var gott að fá tilsögn frá mömmu og þá urðu til sokkar og vettlingar sem var gott að fara í þegar kalt var. Minningarnar eru fallegar í hugskoti mínu um fal- legu sveitina mína. Hafðu hjartans þökk fyrir liðnar stundir. Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín. Tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. (Sigurður Júlíus Jóhannesson) Við vorum saman í sveitinni okkar og leið vel saman með búskapinn og þar urðu bæði til vettlingar og sokkar og góði líka maturinn þinn. Mig langar til að þakka þér fyrir allt sem þú kenndir mér. Ég reyndi að vera fljót að læra, elsku besta mamma mín kæra. (JJE) Guð geymi þig, mamma mín. Þín dóttir, Jóhanna Júlía Einarsdóttir. Í dag komum við saman í Sel- fosskirkju til að kveðja Eyrúnu í Dalsmynni. Hún Eyrún tengda- móðir mín var ljúf og góð kona sem lét ekki hátt yfir hlutunum. Okkar kynni voru mjög farsæl alla tíð. Við Óli, með elsta barnið okkar, hana Eyrúnu, bjuggum inni á heimili tengdaforeldra minna á meðan við byggðum íbúðarhúsið okkar á Hurðarbaki og var þá oft þröng á þingi. Við Rúna áttum mörg sam- eiginleg áhugamál. Við unnum saman í kvenfélaginu að hinum ýmsu málum sem við konurnar tókum okkur fyrir hendur. Fram til þess tíma að ég gekk í kven- félagið hafði Einar alltaf keyrt Rúnu á fundina en nú tók ég hana með mér og fannst okkur mjög gaman að ferðast saman og ræða það sem fyrir augu bar. Rúna gekk í kvenfélagið ung að árum, rétt tæplega 23 ára og starfaði í því alla tíð af mikilli alúð. Hún starfaði í stjórn félagsins um ára- bil, lengst sem ritari. Rúna var heiðursfélagi Kvenfélags Villinga- holtshrepps. Rúna var mikil handverkskona. Það var gaman að koma til hennar og sjá það sem hún var að vinna í höndunum. Oft voru það ullar- sokkar og vettlingar sem voru á prjónunum því það tíðkaðist ekki að kaupa slíkan fatnað. Margar lopapeysurnar prjónaði hún, hverja annarri fallegri, og var þá ekki endilega farið eftir uppskrift- inni heldur lagað til eftir eigin hugmyndum. Prjónavél eignaðist Rúna í seinni tíð og prjónaði hún þá aðallega ullarnærboli, sokka og annað hlýlegt sem hún gaf sínum afkomendum. Ekki er hægt að segja að Rúna og Einar hafi ferðast mikið um landið en ég ætla að minnast á tvær ferðir sem þau fóru með okk- ur Óla fyrir margt löngu. Fljót- lega eftir að hringvegurinn var opnaður fórum við öll akandi aust- ur með suðurströndinni og tjöld- uðum í Skaftafelli. Daginn eftir var ekið á Hornafjörð og til baka í Skaftafell. Margt var að sjá, jökl- arnir skörtuðu sínu fegursta og bæirnir kúrðu undir fjallshlíðun- um, svo ekki sé nú talað um öll brúarmannvirkin yfir árnar á Skeiðarársandi. Hin ferðin var farin til Akureyrar til að vera við útskrift Eyrúnar okkar frá Menntaskólanum á Akureyri. Þessar ferðir eru okkur eftir- minnilegar og voru Einar og Rúna góðir ferðafélagar sem nutu þess sem fyrir augu bar. Það var gott að búa í nágrenni við Rúnu tengdamóður mína og margan kaffibollann og tebollann hef ég drukkið með henni. Það voru forréttindi að hafa ömmu barnanna sinna svona nálægt sér og geta beðið um pössun fyrir þau þegar á þurfti að halda. Þegar árin færðust yfir og Rúna var orðin ein talaði hún um hvað það væri gott að hafa okkur svona nálægt sér og vita af okkur heima. Blessuð sé minning Eyrúnar í Dalsmynni. Kristín Stefánsdóttir. „Verið þið öll blessuð og sæl,“ var amma í Dalsmynni vön að segja þegar hún kvaddi fólk. Hún sagði að þessi kveðja væri sú fal- legasta sem maður gæti óskað öðru fólki. Við amma í Dalsmynni vorum nágrannar alla tíð. Þegar ég var barn gekk ég eða hjólaði til hennar og afa flesta daga, og þó ég yxi úr grasi, yrði unglingur, full- orðin og færi svo að leiða með mér mín eigin börn þá var alltaf jafn gott að koma í Dalsmynni. Amma var kurteis manneskja, hæglát og nægjusöm. Hún vildi hafa snyrtilegt í kringum sig og í Dalsmynni hafði hver hlutur sinn stað. Hún var dugmikil húsfreyja sem vann sín daglegu störf af mik- illi natni alla tíð. Ég held að hvergi hafi verið búið um rúmin af eins mikilli nákvæmni, og þær voru margar ferðirnar sem hún bar mat og kaffibrauð á borðið í hinu langa eldhúsi í Dalsmynni. Allt brauð smurði hún við eldhúsbekk- inn og bar fram á ílöngum diskum. Hún settist sjaldan sjálf við borð- ið, stóð frekar í horninu við vask- inn og fékk sér kaffi, aldrei nema hálfan bolla í einu. Hún var bæði afkastamikil og sérlega vandvirk handavinnumanneskja, hvort sem það var prjónaskapur, útsaumur eða saumur á saumavél. Hún hafði þann hæfileika að geta prjónað blindandi á meðan hún horfði á sjónvarpið og voru allar flíkur sem hún bjó til jafn fallegar og vel gerðar. Amma hafði dálæti á litlum börnum, og einstakt lag á krökk- um. Það var sama þó þau vildu hvorki heilsa, kveðja eða ganga frá eftir sig. Hvaða héralátum sem þau tóku upp á, alltaf náði amma að snúa þeim í rétta átt. „Hver á þessa hendi?“ sagði hún þegar ein- hver vildi ekki kveðja með handa- bandi. „Lof mér að sjá hana.“ Ein- hvern veginn var amma búin að láta krakkann kveðja og þakka fyrir sig án þess að hann áttaði sig á því. „Eitt barn sem ekkert, tvö sem tíu,“ sagði hún stundum. Og amma kenndi mér sitthvað sem ekki er kennt í bókum. Hún kenndi mér að hafa gólftuskuna ekki of blauta, og að láta kartöflu- mjölið í kakósúpunni aldrei sjóða. Og hún kenndi mér að drekka kaffi með molasykrinum og að borða ekki of mikið: „Ég hætti alltaf að borða þó að mig langi samt í örlítið meira,“ sagði hún eitt sinn. „Þá er ég búin að borða nóg.“ Svona var hún nægjusöm á alla hluti, og passaði í sömu fötin svo áratugum skipti. Þó að amma yrði gömul og færi á Dvalarheimilið Lund á Hellu var næstum eins að koma til hennar þangað og í Dalsmynni. Alltaf var manni jafn vel tekið af hæglæti og gleði. Skemmtilegast fannst ömmu ef einhverjir krakkar voru með í för, og oft sá ég að það nægði henni að fylgjast með þeim leika sér. Það var henni mikil skemmt- un og tilbreyting. Aðfaranótt 10. janúar sl. lagði amma frá sér prjónana. Hún smeygði sér í svörtu úlpuna og betri skóna og tyllti sér upp í Land Roverinn hjá afa sem beið á hlaðinu í Dalsmynni, og saman keyrðu þau rólega fram veg. Og mér er sem ég sjái bílinn taka á loft á móts við Smalaþúfuna, og svífa mót hádegissólinni inn í ei- lífðina. Og í loftinu hljómar þessi góða kveðja: „Verið þið öll blessuð og sæl.“ Fanney Ólafsdóttir. Nú er hún elsku amma búin að kveðja þennan heim. Margar minningar rifjast upp. Ljóslifandi sér maður hana í gamla bænum í Dalsmynni. Hversu oft kom mað- ur ekki í ömmu- og afabæ og hún sat við borðsendann og lagði kapal, leit upp frá iðju sinni og spurði: Ertu ekki svangur? Komdu og fáðu þér bita, þú mátt ekki fara svangur heim. Eruð þið hafðir kaldir og svangir hjá henni mömmu ykkar? sagði hún svo oft. Hún amma mátti aldrei til þess vita að við værum svangir og lagði hún mikla áherslu á að við borð- uðum vel hjá henni. Ein ferð í grautinn var aldrei nóg og ef maður fór ekki aðra ferð hafði hún oft orð á því að nú væri maður veikur. Hún amma var afskaplega hlý og góð, með sterka réttlætiskennd og vildi að börn væru kurteis og bæru virðingu fyrir fullorðnu fólki. Og það kenndi hún okkur svo vel. Hlátur hennar ómar í hug- um okkar á þessari stundu og hversu mikið hún geislaði þegar hún var kát og hress. En þær eru líka sterkar minningarnar þegar hún reiddist en það gerðist nú ekki oft. Einu sinni reiddist hún Ingvari og Einari vegna þess að þeir krúnurökuðu sig en henni fannst alls ekki við hæfi að ungir menn gerðu svona bölvaða vit- leysu. Ömmu fannst gott að hafa fólk- ið sitt hjá sér og naut þess að leika við barnabörnin. Hún var dugleg kona og hæfileikarík í höndunum en það var hennar tómstundaiðja að prjóna og sauma út myndir og við þá iðju undi hún sér vel. Við erum heppnir að hafa feng- ið öll þessi góðu ár með henni ömmu, hún kenndi okkur svo vel á lífið. Hún hafði lag á að gera sér gott úr litlu og ræddi það oft við okkur að vera þakklátir fyrir alla litlu og jákvæðu hlutina í lífinu. Elsku amma, þú sem hélst utan um okkur og tókst svo vel á móti börnum okkur þegar þau komu í heiminn og glöddu þig svo mikið í hverri heimsókn. Við viljum þakka þér fyrir allt og allt og þó þú sért farin þá lifir minningin um ömmu í Dalsmynni um ókomin ár. Ingvar, Einar, Trausti, Ágúst, Rúnar og fölskyldur. Ég er ótrúlega þakklát fyrir ömmu í Dalsmynni. Amma var einn af föstu punktunum í tilver- unni og það var alltaf hægt að gera ráð fyrir því að hún væri heima þegar ég kom í heimsókn. Það er ótrúlega einstakt í ljósi þess að ég fór yfirleitt í heimsókn til hennar á hverjum degi. Á tímabili heimsótti ég hana meira að segja tvisvar á dag en það var upphaflega gert í tilraunaskyni. Amma gaf mér nefnilega nammi í hvert skipti sem ég kom í heimsókn svo ég ákvað að athuga hvort hún myndi líka gera það ef ég kæmi tvisvar á dag. Í stuttu máli sagt virkaði tilraunin afskaplega vel og í framhaldi af því ákvað ég að hér eftir skyldi ég alltaf heimsækja ömmu tvisvar á dag. Allt gekk eins og í sögu þang- að til mamma kom upp um mig og tók fyrir þessar nýtilkomnu við- bótarheimsóknir. Inni hjá ömmu var ekki asi á neinu og hún hafði nægan tíma til að sinna örverpinu af næsta bæ sem vantaði oft leikfélaga. Á milli þess sem amma prjónaði og bauk- aði í eldhúsinu sátum við oft sam- an og lögðum kapal og þegar hin árlega jólamyndagáta Dagskrár- innar kom í hús leystum við hana í sameiningu. Amma átti mikið af leikföngum og mjög marga spila- stokka svo það var hægt að reisa fleiri og stærri spilaborgir hjá henni heldur en á venjulegum heimilum. Þær stóðu líka svo dæmalaust vel á teppalagða stofu- gólfinu. Eftir leikinn beið manns svo smurð brauðsneið með mys- ingi sem ég borðaði við hliðina á honum afa. En amma sat aldrei hjá okkur. Hún stóð alltaf og hall- aði sér upp að borðinu við hliðina á vaskinum og drakk kaffið sitt þar. Þegar mamma og pabbi fóru svo á þorrablótið fékk ég að gista hjá ömmu og afa. Þá bjó amma um mig fyrir innan sig í rúminu og ég gat kúrt hjá henni í góðu yfirlæti milli þess sem ég vaknaði við stöð- ugar hringingar stofuklukkunnar og umlið í afa úr næsta rúmi. Amma var ekki kona sem talaði af sér og það gat kostað heilmikil átök að fá hana til að segja manni eitthvað frá fyrri tíð. Ég lagði oft hart að henni og bað hana um að segja mér eitthvað skemmtilegt frá æsku sinni en ég fékk sjaldn- ast meira en eina setningu út úr þeim tilraunum. Eiginleiki ömmu til þagmælsku hefur í nokkrum til- fellum gengið í erfðir en sjálf er ég þó langt frá því að tilheyra þeim hópi ættbogans. Amma bætti svo sannarlega fyrir þagmælskuna með notalegri nærveru og umvefj- andi prjónlesi sem hún framleiddi í bílförmum á okkur barnabörnin. Þegar ég varð eldri hætti ég að fara til ömmu til þess að stytta mér stundir. Tilgangurinn var frekar að stytta henni stundir. Ég fann það út fljótlega eftir að ég eignaðist börn að besta leiðin til að stytta ömmu stundir var að fara með þau til hennar og leyfa henni að njóta samvista við þau. Nú verða þær gæðastundir ekki fleiri og þó svo að börnin mín muni lík- lega ekki muna eftir ömmu í Dals- mynni þá mun ég svo sannarlega minnast hennar með þakklæti um ókomna tíð. Guðmunda Ólafsdóttir. Eyrún Guðmundsdóttir Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, DÚU STEFANÍU HALLGRÍMSDÓTTUR kennara, Víðimel 67, Reykjavík. Arnór Eggertsson Arndís Jóhanna Arnórsdóttir Jóhanna Arnórsdóttir Helmut Hinrichsen Valdís Arnórsdóttir Ingólfur Gissurarson Hrafnhildur, Arnór Tumi, Margeir, Teitur, Kristín Laufey, Jóhanna María og Eva Þórdís Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU BJARNADÓTTUR, áður til heimilis að Skúlagötu 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir fyrir alúðlega umönnun og nærveru færum við starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Sóltúns. Kjartan Oddur Jóhannsson Björk Jónsdóttir Jóhann Egill Jóhannsson Sigrún Erla Sigurðardóttir Anna Sigríður Jóhannsdóttir Richard Ólafur Briem Þórir Gunnarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.