Morgunblaðið - 26.01.2018, Page 29

Morgunblaðið - 26.01.2018, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 ✝ Friðjón Skarp-héðinsson fæddist í Reykjavík 2. september 1936 í Sjávarborg við Lág- holtsveg. Hann lést á hjúkrunarheimil- inu Sóltúni 19. jan- úar 2018. Foreldrar hans voru Skarphéðinn Friðjón Jónsson, f. 25.4. 1904 á Hlíðar- enda við Sauðárkrók, d. 17.9. 1948, og Hólmfríður Jónasdóttir, f. 9.6. 1892 á Kistu, Vatnsnesi, d. 28.8. 1976. Systur Friðjóns eru Inga, f. 18.5. 1933, og Ósk, f. 1.4. 1935. Friðjón kvæntist hinn 22.12. 1962 Jónínu Garðarsdóttur. For- eldrar hennar voru Garðar Hann- es Guðmundsson, f. 13.8. 1917, d. 28.7. 1971, og Sigríður Sóley Sveinsdóttir, f. 26.5. 1918, d. 17.6. 2006. Börn Jónínu og Friðjóns eru: Sigríður Sóley, gift Víði Þorsteins- syni, barn þeirra er Friðjón Víðisson. Hólmfríður, sem á þrjár dætur, þær Lilju Margréti, Jón- ínu og Sóleyju Riedel. Magnús Garðar kvæntur Olgu Maríu Ólafs- dóttur, þau eiga þrjá syni, Ólaf Bær- ing, Stefán Smára og Magnús Andra. Garðar Hannes, hans börn eru Agnes Anna, Alexandra og Ríkharður. Friðjón átti eitt barnabarnabarn, Lóu Bóel, sem Jónína Riedel á. Friðjón var rafvirkjameistari og löggiltur rafverktaki. Alla sína starfsævi, yfir 50 ár, starfaði hann hjá Heklu hf. við Laugaveg. Útför Friðjóns fer fram frá Neskirkju í dag, 26. janúar 2018, klukkan 15. Ég man pallbílinn, gráu bjölluna og ljósu bjölluna sem við sóttum Garðar bróður í á Fæðingarheimilið. Ég man litla eldhúsið í Ljósheimum 20. Ég man rauðköflótta sængurpok- ann sem amma Fríða kom með þegar hún gisti hjá okkur. Ég man bíltúrana með pabba á sunnudagsmorgnum, alltaf nið- ur á bryggju og út í Örfirisey. Ég man þegar hann keypti eina appelsín handa okkur og við skiptumst á að súpa. Best að fá síðasta sopann. Ég man heim- sóknir á sunnudögum á Hofs- vallagötuna. Ég man hvað pabbi varð fúll þegar mamma sykraði ekki þeytta rjómann eins og amma Fríða hafði alltaf gert. Ég man þegar ég eldaði hafragraut handa pabba á morgnana og hann gaf mér bók fyrir, Gunna og dularfulla hús- ið. Ég man þegar pabbi spilaði við okkur systurnar, öll spilin lögð á hvolf, svo var leitað að samstæðum. Ég man þegar hann kenndi mér spilakapla. Ég man þegar pabbi keypti rautt reiðhjól handa okkur Siggu og við skiptumst á að hjóla sama hringinn í kringum bílastæðið við Ljósheimana. Ég man hvað var gaman að sitja í fanginu á pabba og fá að keyra í Lækjar- botnum, sérstaklega yfir læk- inn, það gusaðist! Ég man „Pabbi, má ég fá bílinn í kvöld?“, einhverjum árum síð- ar. Ég man köflóttu vinnu- skyrtuna og sandalana. Ég man hvað ég bar mikla virðingu fyr- ir viðgerðartöskunni, græju á mörgum hæðum. Ég man verk- stæðið í Brautarholtinu, hvað mig langaði alltaf að snúa sveif- inni á peningakassanum. Ég man hvað var smart að fá kaffi úr bollunum á verkstæðinu sem voru grábrúnir að innan af notkun. Ég man þegar pabbi skrapp norður í viðgerðartúra. Ég man þegar pabbi sneri ljósavélinni í gang í Þverdal. Ég man þegar pabbi kenndi mér á hjólið á veiðistönginni. Ég man hvað þrestirnir sem pabbi fóðraði voru feitir. Ég man hvað pabbi var hjálpsam- ur. Ég man hvað pabbi var traustur maður. Ég man hvað hann Fíi naut mikillar virðingar í vinnunni. Ég man hvað hann hjálpaði mér oft. En ég man ekki hvað hann sagði mér oft að setja ekki svona mikið í þvotta- vélina, kolin eyddust þá svo fljótt. Ég man heldur ekki hve oft stelpurnar mínar voru vel- komnar í gistingu í Lækjar- botnum. Og ég man heldur ekki hvað hann setti upp fyrir mig mörg ljós eða málaði marga veggi. Þegar ég var komin vest- ur var ég einu sinni spurð hvort fólkið mitt saknaði mín ekki? Ég vissi það ekki. En pabbi sendi mér þvottavél. Svo sendi hann þurrkara. Þar með var það sagt. Ég er þakklát fyrir minningar. Ég er þakklát fyrir styrk og stuðning. Ég er þakk- lát fyrir stöðugleikann í kring- um pabba. Ég er þakklát fyrir hans hljóðu ást sem hann sýndi í verki. Ég kveð föður minn, Friðjón Skarphéðinsson, með miklu þakklæti, ást og virðingu. Hólmfríður Friðjónsdóttir. Traustur, heiðarlegur, bón- góður, sælkeri, vinnusamur, dýravinur, þrautseigur og vand- virkur. Þessi orð eru þau fyrstu sem mér dettur í hug þegar ég hugsa um pabba. Hann var ekki maður margra orða, en lét svo sannarlega verkin tala. Ég man þegar skíra átti fyrsta barna- barn hans, sem er hann Friðjón minn, var verðandi nafn hans leyndarmál. Pabbi gat ekki beð- ið að heyra nafnið í skírninni svo hann dró mig afsíðis og bað mig um að hvísla því að sér hvað strákurinn ætti að heita. Ég hvíslaði því að honum og hann faðmaði mig fast að sér. Hann var svo stoltur af því að fyrsta barnabarnið bæri nafnið hans. Þegar við systkinin vor- um börn voru sunnudagabíl- túrarnir fastir liðir. Það var farið í sjoppur og ísbúðir og oft rúntað niður á höfn. Þegar hringvegurinn var opnaður 1974 var að sjálfsögðu farið hringinn. Kassetta með Ríó Tríó var keypt fyrir ferðina, á hana var hlustað alla leiðina. Pabbi hafði gaman af tónlist. Ég man að við fengum glampandi sólskin og hita fyrir norðan, þá var gist í Vaglaskógi í tvær nætur. Gengið um svæðið, skoðað sig um og notið þess að vera saman. Fyrir tæpum tveimur árum varð pabbi áttræður. Við fjöl- skyldan og nánir vinir héldum honum veislu á hótel Holti, mikið sungið og hlegið, það var svo gaman. Ég ætla ekki að hafa þessi minningabrot fleiri. Að lokum langar mig að þakka hjúkrunarheimilinu Sól- túni fyrir þá yndislegu um- mönnun sem pabbi fékk þar. Mér fannst ég aldrei vera að heimsækja hann á stofnun, heldur notalegt heimili þar sem umhyggja og virðing eru í há- vegum höfð. Elsku pabbi, hjartans þakkir fyrir allt sem þú hefur gert fyr- ir mig og mína. Blessuð sé minning þín. Sigríður Sóley Friðjónsdóttir (Sigga). Elsku pabbi þá er komið að kveðjustund hjá okkur. Það var margt sem ég lærði af þér, þú varst mjög traustur maður, ef þú sagðist ætla að gera eitthvað þá stóðst það. Það hefur án efa litað mjög æsku þína og systra þinna að lesa 12 ára um það í blöðunum áður en þú fórst að bera út blöðin að faðir þinn hefði látist af slysförum, þannig var blaðamennskan í þá daga. Það var þröngt í búi og snemma farið að vinna til að hjálpa til við að sjá fyrir fjöl- skyldunni. Þú varst af þeirri kynslóð sem aldrei kvartaði, og nánast aldrei missti dag úr vinnu. Ég man eitt sinn þegar ég vann sem strákur í Heklu með þér, kom til þín í hádeginu, þá lástu á gólfinu með mikla verki í baki, en það kom ekki til greina að fara heim, bara að harka af sér. Nánast allan þinn tíma starf- aðir þú í Heklu, fyrst hjá Sig- fúsi Bjarnasyni sem ég fann að þú hafðir borið ómælda virð- ingu fyrir, og síðar hjá hans af- komendum og var það samstarf farsælt. Pabbi var vel liðinn af þeim sem störfuðu með honum. Sumarbústaðurinn var yndi ykkar mömmu, þar áttum við margar góðar stundir, spilað á spil og sungið. Þú varst KR- ingur eins og ég alveg inn að beini, en eitthvað ruglaðist upp- eldið þar sem ég valdi Liver- pool í stað United sem þú hafð- ir alltaf stutt. Við náðum að ferðast nokkuð saman og þar stendur ferðin til Kenía uppúr sem ógleymanleg ferð. Því miður misstir þó heilsuna of snemma og seinustu ár voru þér oft erfið. Hvíl í friði, Magnús. Ég hitti tengdapabba í fyrsta skipti stuttu eftir að við Sigga, elsta barnið hans, kynntumst árið 1989. Þá komu hann og Jónína tengdamamma, eða Lillín, eins og hann kallaði hana alltaf, í heimsókn á Fálkagötuna þar sem Sigga leigði á þeim tíma. Ég var smá kvíðinn fyrir heim- sókn þeirra heiðurshjóna en það reyndist algjörlega óþarfur kvíði því mér var tekið strax eins og einum í fjölskyldunni og fékk knús frá þeim báðum. Eftir þessa heimsókn heilsaði tengdapabbi mér ætíð með knúsi og koss á kinn með orð- unum „Sæll Víddi minn“ og kvaddi mig með eins knúsi og sagði „Bless Víddi minn, sjáumst“. Síðustu árin þegar hann var kominn í Sóltúnið og var farinn i að nota hjólastól, þá gat hann ekki knúsað mig en tók alltaf utanum hönd mína með annarri hendi og klappaði á handarbak mitt með hinni og kvaddi með orðunum „Bless Víddi minn og takk fyrir komuna“. Það voru síðustu orð sem hann sagði við mig áður en hann dó. Það var alltaf gaman að kíkja í spjall til tengdó, vestur á Kapló, upp í Sumó, Kringluna og síðast í dvalarheimilið í Sól- túni. Friðjóni fannst gaman að fylgjast með veðri og var með veðurstöð á náttborðinu sínu í Sóltúnsheimilinu. Mér fannst ómissandi hluti af tilverunni að kíkja í spjall til tengdapabba. Hann bauð alltaf upp á súkku- laði sem maður þáði, þrátt fyrir að maður mætti ekki við því. Ef ég reyndi að afþakka, þá sagði hann við Siggu: „Gefðu Vídda mola og settu nokkra í vasann.“ Hann naut þess að gefa. Ég kveð tengdapabba minn og góðan vin með söknuði og segi „Guð geymi þig, bless og takk fyrir allt“. Víðir Þorsteinsson. Ég minnist Friðjóns tengda- föður míns með þakklæti fyrir þær ljúfu stundir sem við áttum saman. Stefán Smári og Magnús Andri afastrákar minn- ast sérstaklega stundanna í Afahúsi og hvað hann var þeim góður og gaf þeim oft pez. Frið- jón var rólegur og yfirvegaður einstaklingur með glettið blik í auga. Hann reyndist mér vel og ég gat alltaf leitað til hans en sérstaklega þótti mér vænt um þegar hann kíkti óvænt inn í kaffi og spjall. Við fórum í nokkur ferðalög saman og stendur ferðin til Kenía upp úr. Þar lentum við í mörgum ótrú- legum ævintýrum sem við nut- um saman í botn og minnist ég sérstaklega tjaldútilegunnar á Maasai Mara-sléttunni þar sem við sváfum meðal villidýra. Ég hefði gjarnan viljað fara fleiri ferðir með þér, elsku tengda- faðir minn, en kveð þig að sinni Minning þín er mér ei gleymd, mína sál þú gladdir, innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Þín tengdadóttir, Olga María. Elsku afi okkar er fallinn frá. Systurnar þrjár úr Stykkis- hólmi kveðja kæran afa sinn með söknuði. Sem börn áttum við margar ógleymanlegar stundir í Afahúsi í Lækjarbotn- um þar sem afafang var traust og gott. Afi sat á sínum stað við gluggann þegar veður var vont og drakk kaffið sitt og sólaði sig úti á palli þegar veðurguð- irnir voru aðeins gjafmildari á sólargeislana. Þrátt fyrir sáran missi þá vitum við af honum á betri stað og höldum minningu hans á lífi með því að halda í allar þær ánægjustundir sem við áttum saman. Hvíldu í friði, elsku afi, við munum aldrei gleyma þér. Afi Í brekkunni bröttu þú studdir við mig. Í brekkunni bröttu þú reistir mig við. Með hvatningarorðum við örkuðum áfram, ég treysti þér. Í óvissu leiddir, í reiði þú gladdir, í sorg þú lyftir, á hamingjustundum það birti til. Með sætum bita og brosi á vör þú lyftir upp anda hjá hverjum sem er. Þótt farinn þú sért þá situr þú hér í stólnum við gluggann og ruggar þér. Sorgin situr og fylgist með en mun þó að lokum vera ei lengur hér. Minningin er og verður æ að eilífu í hjarta mér. Lilja, Jónína og Sóley Riedel. Friðjón Skarphéðinsson Hann var svo sannarlega „betri en enginn“. Ragnar Önundarson. Mér eru í minni fyrstu kynni okkar Steingríms Eiríkssonar. Það var árið 1976. Útflutningslánasjóður iðnaðar- ins hafði verið stofnaður nokkru áður af Seðlabanka, Landsbanka og Iðnlánasjóði og annaðist Landsbankinn daglegan rekstur sjóðsins. Á fundi einum í stjórn sjóðsins þetta ár mætti Jónas Haralz, bankastjóri Landsbank- ans, með ungan mann úr lög- fræðideild bankans til þess að rita fundargerð og annast afgreiðslu mála. Þar var kominn Steingrím- ur Eiríksson. Ekki duldist mér að þar fór maður, sem kunni til verka. Ári síðar lauk Steingrímur lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands og réðst þá til starfa í lögfræði- deild Iðnaðarbankans. Þar starf- aði hann þar til Iðnaðarbankinn ásamt þremur öðrum bönkum varð að Íslandsbanka árið 1990. Frá 1983 var hann forstöðumaður lögfræðisviðs bankans. Lengra varð þó samstarf okkar, því að Steingrímur tók að sér ýmis sérverkefni fyrir Iðn- lánasjóð, enda með lögmanns- stofu í sama húsi og sjóðurinn. Þetta samstarf varði allt til ára- móta 1997-1998, þegar Iðnlána- sjóður sameinaðist tveimur öðr- um sjóðum í Stofnlánasjóði atvinnulífsins. Steingrímur var skemmtilegur samstarfsmaður, glaðvær, vin- sæll og hvers manns hugljúfi. Hann var vinnusamur, vandvirk- ur og einstaklega farsæll við lausn erfiðra og flókinna mála. Lýsir það best mannkostum hans. Á þessum samstarfsárum tókst með okkur vinátta, sem aldrei bar skugga á. Samband okkar rofnaði aldrei og gaman þótti okkur að rifja upp liðin atvik. Að leiðar- lokum sendum við Ragnheiður dætrum og fjölskyldu Steingríms okkar samúðarkveðjur. Steingríms munum við minn- ast eins og mannkostamönnum var lýst í fornum sögum, hann var drengur góður. Blessuð sé minning Steingríms Eiríkssonar. Bragi Hannesson. Það voru forréttindi að kynn- ast þeim lögfræðingum Árna Ein- arssyni og Steingrími Eiríkssyni. Þeir komu á fót lögfræðistofu með dr. juris Gunnlaugi Þórðar- syni undir lok 8. áratugarins við Suðurlandsbraut í Reykjavík. Mannréttindi og lýðræði voru ætíð grundvallaratriði á þessari ágætu lögfræðistofu. Þar var lögð áhersla á að gæta orða sinna og fara hvorki með spott né spé að þarflausu nema það ætti þess bet- ur við. Leið mín lá öðru hverju til þessara heiðursmanna í um fjóra áratugi. Yfir kaffibolla voru dægurmálin krufin til mergjar og rædd fram og til baka meðan tími entist og rólegt var yfir öllu. Af nægu var að taka enda þessi ár mjög viðburðarík, innanlands sem erlendis. Um leið og síminn hringdi og júrídísk erindi komu upp á kontórnum var kvatt í skyndi og ákveðið að hittast síðar – oft eftir dúk og disk, kannski liðu allmargir mánuðir milli þess- ara góðu spjallfunda. Í vikunni áður en Steingrímur varð bráðkvaddur hringdi hann einn góðan veðurdag í mig í Mos- fellsbæ, innti mig eftir heilsufari mínu, en ég greindist með alvar- legan sjúkdóm fyrir nokkrum ár- um. Eftir að hafa fengið svör mín greindi Steingrímur frá sínum hremmingum. Hann hefði upplif- að að lífshættuleg meiðsl hefðu komið í ljós eftir mjög alvarlegt slys sem hann hefði orðið fyrir. Hann kvaðst þrátt fyrir allt vera bjartsýnn og læknar hans sem önnuðust hann hefðu gefið hon- um góðar vonir um bata. Þá tjáði hann mér að gaman væri að ég liti inn til þeirra félaganna við fyrstu hentugleika en nokkuð hafði liðið frá síðasta spjalli okk- ar síðastliðið haust. Nokkrum dögum síðar varð af því og þá eg inn kom og hitti Árna, þá var hann óvenjulega al- varlegur að sjá og kvaðst ekki hafa neinar góðar fréttir að færa: Skólafélagi okkar úr MH og síðar HÍ og samstarfsmaður sinn til margra ára, hefði orðið bráð- kvaddur þá örfáum dögum áður, líkleg afleiðing af slysinu. Steingrímur var meðalmaður á hæð, þéttur á velli fyrir með þykkt og mikið hár. Hann var ætíð mjög ákveðinn í framgöngu, mjög rökfastur í máli og vildi ekki ljá máls á einhverju innan- tómu rugli sem því miður ýmsum þykir jafnvel réttlætanlegt að bera samlöndum sínum á borð. Steingrímur var mikill áhuga- maður um að mannlífið mætti bæta á ýmsan hátt og taldi störf sín sem júrista vera í því fólgin að leggja þar hönd á plóg. Sem júr- isti þótti hann glöggur, vandvirk- ur og traustur í störfum öllum þeim sem þau gjörla þekktu. Fyrir nokkrum árum færði ég þeim félögum eintak af tímariti þar sem prentað var allítarlegt æviágrip Eiríks Magnússonar bókavarðar og háskólakennara í Cambridge sem ég hafði tekið saman. Steingrímur var mér mjög þakklátur, kvaðst vera óbeint skyldur þessum gamla góða Ís- lendingi sem starfaði lengst af á erlendri grund og reyndist besta hjálparhella Jóns Sigurðssonar forseta, þá hann var í sínum verstu vandræðum að komast hjá gjaldþroti. Og ekki nóg með það, faðir sinn væri alnafni þessa merka manns. Við eigum góðar minningar um Steingrím Eiríksson. Fjöl- skyldu hans, ættingjum, sam- starfsfólki og vinum öllum er vottuð innilegasta samúð. Guðjón Jensson, Mosfellsbæ. Mig langar að minnast Magnúsar Stefánssonar barna- læknis í nokkrum orðum. Í mínum huga sýndi hann mikið frumkvæði þegar hann kom á fót greiningar- teymi við Barnadeild Sjúkrahúss- ins á Akureyri fyrir nærri 20 árum síðan. Hann sá hvað þörfin var mikil hér á Norðurlandi og biðin Magnús Lyngdal Stefánsson ✝ Magnús Lyng-dal Stefánsson fæddist á Akureyri 2. nóvember 1936. Hann lést 8. janúar 2018. Útför hans fór fram 19. janúar 2018. eftir athugunum á Greiningarstöð rík- isins var löng. Hann fékk því til liðs við sig talmeinafræðing (undirritaða), sjúkraþjálfara, iðju- þjálfa og félagsráð- gjafa sem sáu um að meta þroskastöðu barna og ráðleggja foreldrum um næstu skref. Þetta var erfið en ákaflega gefandi vinna og ég verð Magnúsi ávallt þakklát fyrir hversu vel hann treysti mér í þessa vinnu og leit á mig sem jafn- ingja svo að segja frá fyrsta degi. Það lýsti sér meðal annars í því að hann treysti mér til að stýra skila- fundum ef hann var fjarverandi, sem fyllti mig stolti og auknu sjálfstrausti. Á milli okkar skap- aðist gagnkvæm virðing og vænt- umþykja sem hélst löngu eftir að teymið var lagt niður um leið og Magnús hætti störfum fyrir ald- urs sakir. Ég minnist hans fyrir hressandi hreinskilni, góða kímni- gáfu, djúpa ættfræðiþekkingu sem og mikils tónlistarunnanda. Ég vona að hann fyrirgefi mér fyr- ir að hafa ekki komið með geisla- diskinn sem ég hafði lofað að út- búa handa honum með laginu Sigling inn Eyjafjörð sem honum fannst faðir minn syngja svo vel. Í staðinn set ég nú lagið á „fóninn“ og hugsa með miklu þakklæti til Magnúsar barnalæknis og hans óeigingjörnu vinnu í þágu barna og ungmenna. Fjölskyldunni sendi ég inni- legar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu Magnúsar Stefánssonar. Eyrún Svava Ingvadóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.