Morgunblaðið - 26.01.2018, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 26.01.2018, Qupperneq 31
við nýjustu Bítlalögin. Einnig er vert að minnast á veiðitúrana okkar. Þetta voru stundir sem gáfu okkur mikið. Minningarnar hrannast upp og þær eru mér sannarlega dýrmætar. Þín verð- ur sárt saknað. Guð blessi minningu Andrésar Magnússonar. Far í friði. Fjöl- skyldu hans votta ég mína dýpstu samúð. Gunnar Böðvarsson Ég hóf störf hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar árið 1989. Fljótlega tókst vinátta milli mín og Andrésar. Höfðum við báðir sama áhugamálið, að veiða. Helst stunduðum við fluguveiði. Fórum við oft saman til veiða, m.a. í Hlíðarvatn í Sel- vogi. Magnús faðir Andrésar kom einnig með, og gerði það vel fram yfir áttrætt. Á meðan heils- an leyfði. Við Andrés fórum víða til veiða. Á Grímstunguheiði. Veidd- um við í Svínavatni, í net. Andrés var duglegur að vaða. Vatnið er með leirbotni og óð Andrés með annan enda netsins út í mitt vatn. Veiddum við vel. Gistum við í gangnamannakofa, Öldu- móðaskála, skammt frá vatninu. Einnig fengum við leyfi hjá bóndanum í Forsæludal til að veiða í Friðmundará. Var það nokkur svaðilför, því að brattinn var svo mikill. Bóndinn leyfði okkur að veiða frítt. Vart hafði verið við mink, sem styggði fiskinn. Eitt sumar fórum við til veiða í Vatnsdalsá framan við bæinn Forsæludal í Vatnsdal, en ég hafði verið í sveit í Grímstungu, skammt þar frá. Ég tók ég mynd af Andrési sem birtist í Morgunblaðinu. Kallaði ég myndina „Steinsofið“. Höfð- um við spjallað fram eftir nóttu. Andrés var þreyttur og lagði sig á stein, sem var upplagður að taka kríu á. Undir Dalsfossi veiddi hann margar fallegar bleikjur. Hann var reyndur veiðimaður sem hafði lært að veiða af Magn- úsi föður sínum, sem var einn af stofnendum Stangaveiðifélags Reykjavíkur og var félagi þar í 47 ár. Félagi nr. 105. Fór ég með þeim feðgum í Elliðaárnar, fyrir svo sem fimmtán árum. Lærði allt sem ég veit um Elliðaárnar af Andrési. Við félagarnir veidd- um mikið á Þingvöllum. Helst í Vellankötlum. Þar eru kalda- vatnsuppsprettur. Veiddum við oft vel, sérstaklega Andrés. Árið 1991 smíðaði ég mína fyrstu fluguveiðistöng. Mörgum árum seinna, eða um 2014, ákváðu Ár- menn, veiðifélag, að við smíðuð- um okkar eigin stangir. Andrés bjó til um tíu stangir, allar lista- vel gerðar. Ég hef lokið við um tuttugu og er sú síðasta álíka vel gerð og sú fyrsta hjá Andrési. Einnig minnist ég þess að við fé- lagarnir tókum við þátt í keppni um að gera bestu heimasíðuna hjá Skýrr. Unnum við til verð- launa. Verðlaunum var skipt milli annars og okkar. Fengum við úttekt á tölvuvörum fyrir um þrjátíu þúsund krónur og hringdi ég í hann og lét hann vita að við hefðum unnið. En hann var í sumarleyfi á Spáni, þangað sem þau hjón fóru oft. Guðrún og hann. Andrés var fyrirmyndarmað- ur, hógvær, fríður, meðal maður að hæð, samsvaraði sér vel. Lít- illátur, hægur og hvers manns hugljúfi. Nægjusamur og fór vel með sitt. Við Andrés áttum góðar stundir saman á líknardeildinni og höfðum margt að spjalla um frá gömlum dögum. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Far í friði, kæri vinur. Bergþór Einarsson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 ✝ Petrína KristínSteindórsdóttir fæddist í Bolung- arvík 30. júlí 1931. Hún lést á bráða- móttöku Landspít- alans 13. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Steindór Ingimar Karvels- son frá Bæjum, Snæfjallaströnd, f. 13. nóvember 1889, d. 20. júlí 1934, og Sigþrúður Halldórs- dóttir frá Berjadalsá, Snæ- fjallaströnd, f. 16. september 1895, d. 27. október 1972. Seinni maður Sigþrúðar var Kristján Árni Stefánsson frá Hóli í Bol- ungarvík, f. 24. desember 1885, d. 15. mars 1971. Systkini Petrínu voru Stein- dór Ingimar Steindórsson, f. 1917, d. 1989, Karvel Halldór Steindórsson, f. 1918, d. 1992, Sigríður Margrét Steindórs- dóttir, f. 1921, d. 1984, Sig- urborg Lilja Steindórsdóttir, f. 1923, d. 1923, og Baldvin Stein- dórsson, f. 1928, d. 2014. Petrína eignaðist þrjú börn vík. Þriggja ára missti hún föð- ur sinn, seinna gekk Kristján Árni henni og systkinum hennar í föðurstað. Kristján Árni var meðhjálpari í Hólskirkju, einnig organleikari og kennari. Petr- ína fór ung að syngja í kirkju- kórnum nýstofnuðum, þá 14 ára gömul. Hún fluttist alfarið til Reykja- víkur 22 ára gömul. Þá var hún orðin tveggja barna móðir og síðar átti eftir að bætast í barna- hópinn, en alls eignaðist hún sex börn. Þegar börnin komust á legg vann hún við ýmis versl- unar- og sölustörf. Lengst af starfaði hún í skódeildinni í Hagkaup, Kjörgarði, og síðar sem húsvörður í Hvassaleit- isskóla. Á hennar heimili í Bolungar- vík var mikið sungið og varð söngur hennar aðaláhugamál alla tíð. Fyrir sunnan gerðist hún meðlimur í Kirkjukór Ás- prestakalls, einn af stofn- meðlimum, og söng með kórn- um í tæp 40 ár. Petrína var um áratuga skeið virkur meðlimur í Kristniboðs- félagi kvenna í Reykjavík. Petrína og Jóhannes bjuggu allan sinn búskap á Nönnugötu 6. Frá maí 2016 bjó Petrína á Hrafnistu í Reykjavík. Útför Petrínu fer fram frá Áskirkju í dag, 26. janúar 2018, klukkan 14. með Arne Ander- sen. Þau eru 1) Árni, f. 1949, maki Sigríður María Jónsdóttir, 2) Rut, f. 1953, maki Þor- steinn Gunnarsson, 3) Steindór Ingi- mar, f. 1954, maki Hrefna Ársælsdótt- ir. Hinn 24. sept- ember 1955 giftist Petrína Jóhannesi Guðlaugi Jó- hannessyni, f. 22. apríl 1922, d. 14. maí 2013. Þeirra börn eru: 1) Sig- þrúður, f. 1957, maki Ólafur Bragason. 2) Kristín Guðlaug Jóhannesdóttir, f. 1961, maki Preben Hansen. 3) Rósa, f. 1970, maki Helgi Zimsen. Ömmubörnin eru 22, lang- ömmu- og langalangömmu- börnin eru 44. Börn Jóhannesar úr fyrri sambúð eru: 1) Hólmfríður, f. 1947, maki Stefán Eggertsson, 2) Jóhanna, f. 1948, d. 1990, 3) Magnús Heimir, f. 1949, maki Margrét Baldursdóttir. Petrína ólst upp í Bolungar- Elskulega mamma mín mjúk er alltaf höndin þín tárin þorna sérhvert sinn sem þú strýkur vanga minn. Þegar stór ég orðinn er allt það skal ég launa þér. (Sig. Júlíus Jóhannesson) Mamma, það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá okkur. Þú sem varst svo mikill félagi minn, umhyggjusöm amma litlu barnanna minna þriggja og hress og yndisleg tengdamamma sam- býlismanns míns. Elsku mamma mín, ég sakna þín svo mikið. Orðin 86 ára, en samt svo ern, með á nótunum, last Moggann þinn á morgnana og fylgdist með. Hringdir í mig í byrjun janúar: „Jæja, verður af- mælisveisla fyrir hjartakónginn minn á þrettándanum?“ Því mið- ur náðum við ekki að hafa veislu heima en komum til þín í staðinn þann dag. Ætíð varstu að hugsa um „englana þína þrjá“, en það kallaðirðu börnin mín þrjú. Það var svo gaman að sjá þig í ömmu- hlutverkinu aftur og þau veittu þér svo mikla gleði. Bernskuminningar mínar um þig eru ljúfar. Þú kenndir mér vers og bænir og þið pabbi skipt- ust á að fara með bænirnar með mér hvert kvöld. Morgunstund- irnar með þér voru mér dýrmæt- ar. Við hlustuðum á útvarpið, sungum saman lög og kvæði, þú talaðir í símann, sýslaðir við heimilisstörf og ég dundaði mér á meðan. Við löbbuðum saman nið- ur á Laugaveg, löbbuðum saman yfir Tjörnina í leikskólann minn, Tjarnarborg. Alltaf vorum við syngjandi á göngunni. Þegar í grunnskólann var komið varstu strangari. Þar átti ég að sinna mínu námi vel og standa mig. Og ekki vera úti á kvöldin, ónei. Ég hafði gaman af sögum sem þú sagðir mér úr bernsku þinni. Þú t.d. eignaðist sjálf aldrei dúkku, þín leikföng voru leggur og skel. Ef þú myndir eignast dætur var þetta það fyrsta sem þær skyldu eignast. Samvera með þér í gegnum kórastarfið þitt og á tímabili sungum við saman í kórnum, heimsóknir til vinkvenna þinna, heimsóknir til lækna. Alltaf vor- um við saman. Tvítug flutti ég til Þýskalands og í nokkur skipti komuð þið pabbi að heimsækja mig þar. Þá voruð þið pabbi í blóma lífsins, þú um sextugt og pabbi um sjötugt. Þú varst dugleg kona í gegn- um tíðina, hörkudugleg. Þrítug að aldri varstu orðin fimm barna móðir. Ég, yngsta barn þitt, fæddist níu árum seinna. Alltaf var svo snyrtilegt í kringum þig og þú gekkst í verkin strax. Það var mikil reisn yfir þér, alltaf barstu höfuðið hátt, sama hvað á bjátaði. Og alltaf varst þú svo smekklega til fara. Þú kenndir mér svo margt mamma mín, kenndir mér að trúa og treysta Guði og að hlúa að náunganum. Eina vísu settir þú í minningabók er þú gafst mér þegar ég var 10 ára gömul: „Vendu þig á að vera stillt, vinnusöm og þrifin. Annars færðu engan pilt, ef þú gengur rifin.“ (Höf. ók.) Þakka þér samfylgdina öll ár- in, elsku mamma mín, takk fyrir að vera mamma mín. Þín dóttir Rósa. Amma var dásamleg og mjög góð. Mér þykir ótrúlega vænt um hana. Mér þótti skemmtilegast að spila á spil við hana og fara í að fela hring með henni. Við höfðum svo gaman saman. Lífið full- komnaðist með henni. Það sem mér fannst best við hana var hvað hún var fyndin, hlý, með stórt hjarta, góð, skemmtileg, notaleg, róleg og góð í að syngja. Og svakalega góð í handavinnu. Það var líka dásamlegt hvað hún unni öllum vel. Það var líka svo gaman þegar við fórum saman í handa- vinnu og hvað hún var alltaf já- kvæð. Hún mun verða alltaf til í hjarta mínu. Þín ömmustelpa, Iðunn Helga Zimsen, 11 ára. Hún var okkur miklu meira en góð grannkona. Hún var líka góð- ur vinur. Og raunar var hún eins- konar goðsögn. Petrína hefði get- að leikið og sungið aðalhlutverk í öllum helstu stórleikritum heims- ins með glans. Því hún hafði til að bera fágætan þokka og glæsileik sem blandaðist kímnigáfu og for- vitni. Hún var stór í sér á öllum sviðum, með heitar tilfinningar og sterka réttlætiskennd. Hún var líka frumleg í sér, hafði sjálf- stæðar skoðanir auk þess að syngja einsog engill. Já, skemmtileg og góð grannkona var hún og vinkona. Við gátum alltaf leitað til henn- ar og þeirra Jóhannesar ef eitt- hvað bjátaði á. Og þótt maður tapaði lyklunum sínum í hundr- aðasta skiptið voru manni alltaf réttir varalyklarnir með gleði. Örstuttur hittingur í dyragætt var gerður að skemmtilegri stund. Petrína spurði kannski kankvís hvaðan mann bæri nú að og hvernig gengi í viðureigninni við ástina. Það var gott að fá hlýja kveðju frá Petrínu þegar maður var lengst úti í útlandi í námi. Og á ögurstundum bárust boð frá Petrínu um að hún væri á bæna- vaktinni. Það var ánægjulegt að fá að kynna hana fyrir nýfæddum syni mínum því hún fagnaði hon- um af svo einlægri gleði. Hún sagðist alltaf hafa vitað að ég myndi eignast barn, og ég sagði henni þá sem var að sannfæring hennar hefði verið mér stoð þeg- ar leit út fyrir að mér yrði ekki að ósk minni. Því ég trúði á trú hennar. Það er ekki oft sem mað- ur hittir fyrir svo sanntrúaða manneskju að maður sannfærist um mikilvægi þess að biðja bæn- irnar sínar. Ég sakna þess að hafa ekki getað heimsótt Petrínu mína síð- an hún flutti í burt úr Goðahverf- inu. En ég var heppin að fá að spjalla við hana eldklára og snarpa, hressa og káta á Nönnu- götunni síðastliðið sumar. Við, fjölskyldan á númer fjög- ur, vottum afkomendum hennar, vinum okkar og nágrönnum til margra ára, einlæga samúð og þökkum árin 45 sem við höfum verið samferða á Nönnugötunni. Blessuð sé minning magnaðrar konu. Oddný Eir Ævarsdóttir. Elskuleg vinkona mín Petrína Kristín er látin, 85 ára. Stórkost- leg kona, fædd og uppalin í Bol- ungarvík en ég á Siglufirði. Við urðum fljótt vinkonur eftir að við fluttumst suður. Það er svo margs að minnast frá okkar sam- verustundum, við vorum báðar að vinna í verslunum, hún í skódeild í Hagkaup á Laugaveginum en ég í Zimsen í Ármúla og við hitt- umst oft þegar matarhlé var hjá okkur. Við störfuðum mikið saman í Al-Anon í Langholtskirkju og síðar í Kópavogskirkju. Við vor- um báðar í kór, ég í Samkór Kópavogs en hún í kirkjukór Ás- kirkju. Hún hafði mjög góða söngrödd og öll hennar fjölskylda er mjög söngelsk. Hún átti stóra fjölskyldu, hún var mjög trúuð og starfaði í Kristniboðsfélagi kvenna. Í mörg ár þóttum við svo líkar áður fyrr að það var alltaf verið að taka feil á okkur, það var alveg ótrúlegt. Ég kom einu sinni að heilsa upp á Petrínu en ég var í fríi og þegar ég var að fara þreif ein afgreiðslustúlkan í mig og spurði hvað ég væri eiginlega að fara út á miðjum vinnudegi. Eitt sinn sá ég mynd hjá Petrínu og hélt þetta væri ég en Petrína sem var svo gamansöm var fljót að segja: Elskan mín, þetta er reyndar ég sjálf en ekki þú. Hún var mjög trúuð og trúin hjálpaði henni mikið gegnum líf- ið, heilsan var oft bágborin en alltaf var stutt í glensið. Hún gat alltaf komið mér í gott skap, hún glöð og einlæg. Við brölluðum margt saman, áttum góðar stundir og varð aldrei sundur- orða. Tíminn flýgur og teymir mann á eftir sér og ekki fáum við ráðið hvernig fer. Ég kveð þig, kæra vinkona, með sorg í hjarta og fjölskyld- unni sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð styrkja ykkur í sorg ykkar, þið eigið góðar minningar um ynd- islega konu. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín. Geirlaug Egilsdóttir. Félagar í Kirkjukór Áskirkju á árum 1965 til 2001 kveðja Petrínu með þakklæti fyrir vináttu og ánægjulegt samstarf í kórnum frá stofnun hans. Við minnumst oft fyrstu ár- anna þegar verið var að byggja kirkjuna okkar og guðsþjónustur voru í Laugarneskirkju í Laug- arásbíói og á dvalarheimilum í sókninni. Þetta var upphafið að margra ára samstarfi. Þann 11. desember 1983 feng- um við í senn fagurt Guðshús og samastað fyrir kórinn. Petrína var einn af stofnfélögum kórsins og lengst af ritari í stjórn hans. Kórinn tók mikinn þátt í safnað- arstarfinu og uppbyggingu kirkj- unnar og naut þess í ríkum mæli. Eftirminnilegar eru safnaðar- ferðir kórsins. Ein var til Vest- fjarða, þar sem farið var m.a. til Bolungarvíkur, á bernskuslóðir Petrínu. Það var í senn fróðleg og skemmtileg ferð. Á þessum árum var ekki mikið um lært söngfólk í kirkjukórum, en við nutum góðrar raddþjálf- unar og sóttum einnig námskeið Söngmálastjóra Þjóðkirkjunnar í Skálholti. Kórstarfið var Petrínu mjög hugleikið. Hún átti þátt í að ná í ungt fólk í kórinn. Þar á meðal tónlistarkennarana Rósu, dóttur sína, og Margréti sonardóttur sína. Við fyrrverandi félagar í kirkjukórnum færum fjölskyld- unni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. F.h. kórfélaga, Bryndís Steinþórsdóttir. Petrína Kristín Steindórsdóttir HINSTA KVEÐJA Á hendur fel þú honum, sem himna stýrir borg, það allt, er áttu’ í vonum, og allt, er veldur sorg. Hann bylgjur getur bundið og bugað storma her, hann fótstig getur fundið, sem fær sé handa þér. Mín sál, því örugg sértu, og set á Guð þitt traust. Hann man þig, vís þess vertu, og verndar efalaust. Hann mun þig miskunn krýna. Þú mæðist litla hríð. Þér innan skamms mun skína úr skýjum sólin blíð. Hvíl í friði, elsku mamma. Sigþrúður, Kristín og Rut. Amma kom alltaf í heim- sókn þegar ég átti afmæli og oft bakaði hún pönnu- kökur og kom með. Amma kallaði mig „hjartakónginn sinn“. Amma saknaði afa Jóhannesar og talaði um hann við mig. Ég er nafni hans. Amma vildi alltaf eiga eitthvað í mér. Amma Petr- ína var vinkona mín. Þinn ömmustrákur, Jóhannes Jökull Zimsen, 6 ára. Amma var alltaf svo glöð. Þegar ég grét þá fór hún að gráta. Lyktin af ömmu var svo góð. Alltaf þegar ég vildi spila við hana þá spilaði hún við mig. Ég var nafna hennar. Stundum þegar við heimsóttum hana var hún dálítið þreytt en síðan hresstist hún við. Amma var með risastórt hjarta. Þín ömmustelpa, Gréta Petrína Zimsen, 9 ára. Fyrstu minningar mínar eru um úti- vist, mat, samveru, súkkulaði, rækjusal- at og spil. Fjölskyldan var annað hvort í berjamó, á skíðum í Skála- felli, á ferðalagi eða heima að spila. Allt alveg dásamlegar minningar og þannig var lífið í kringum mömmu. Það var aldrei lognmolla því það þurfti að nýta hverja mín- útu, hvern orkudropa, hvern sól- argeisla, hvert aðalbláber og hvern dag sem hægt var að skíða. Mamma hafði sterkar skoðanir á mönnum og málefnum en þegar á reyndi stóð hún með þeim sem minna máttu sín og hjálpaði þar sem hjálpar var þörf. Nýtni var mömmu í blóð borin og hún kaus ávallt gæði umfram Dúa Stefanía Hallgrímsdóttir ✝ Dúa StefaníaHallgríms- dóttir fæddist 9. maí 1942. Hún lést 7. janúar 2018. Útför Dúu fór fram 18. janúar 2018. magn. Það birtist á ýmsa vegu og til að mynda fannst henni alls ekki taka því að beygja sig niður eftir öðru en aðalbláberj- um. Mat var aldrei hent og hlutir sem keyptir voru til heimilisins voru gjörnýttir. Ef það voru tartalettur í matinn vorum við að borða nokkurra daga rest úr ís- skápnum og apaskinnsgallinn sem ég notaði í handboltanum fyrir um 30 árum var enn nothæfur í garð- yrkjuna. Millet úlpan sem við systurnar deildum með henni á unglingsárunum er enn á sínum stað. Mamma var mér góð fyrirmynd á mörgum sviðum og ég naut lífs- ins með henni. Hún naut þess líka að vera með fjölskyldunni og leið aldrei betur en þegar við vorum öll saman. Minningarnar um þig lifa áfram, elsku mamma mín. Valdís Arnórsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.