Morgunblaðið - 26.01.2018, Side 32

Morgunblaðið - 26.01.2018, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 ✝ Ísak BrekiStefánsson fæddist í Reykjavík 6. apríl 1998. Hann lést á heimili sínu 13. janúar 2018. Foreldrar Ísaks Breka eru Elísa Rós Jónsdóttir, f. 29. september 1977, og Stefán Þór Gunnarsson, f. 29. nóvember 1972. Bróðir Ísaks Breka er Daníel Máni Stefánsson, f. 14. mars 2001, nemandi í Borgarholts- skóla. Móðuramma og afi eru Guðrún Ásta Björnsdóttir, f. 11. mars 1952, og Jón Sigurður Val- týsson, f. 13. maí 1956. Föður- nám í Borgarholtsskóla á al- mennri braut og síðar á Frí- stunda- og tómstundabraut. Frá unga aldri hafði Ísak Breki mik- inn áhuga á alls kyns jaðar- sporti, voru snjóbretti og hjóla- bretti í miklu uppáhaldi, hann æfði íþróttir fram eftir aldri, þ.m.t. parkour, fótbolta og körfubolta. Ísak Breki vann sumarstörf hjá Bónus í Holta- görðum, Ölgerðinni og Bakk- anum og um tíma í hlutastarfi hjá Bílabón.is og Nicetravel ehf. Síðustu mánuði starfaði Ísak Breki hjá Múr- og málningar- þjónustunni Höfn ehf. Útför Ísaks Breka fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 26. janúar 2018, klukkan 13. amma er Jóhanna Hafdís Magnús- dóttir, f. 2. desem- ber 1950. Föðurafi er Gunnar Þórir Þórmundsson, f. 28. mars 1951, d. 1. janúar 2017, kona hans er Sólrún Ragnarsdóttir, f. 20. júlí 1951. Ísak Breki flutt- ist í Grafarvoginn tveggja ára að aldri og ólst þar upp. Eftir leikskóla árin á Brekkuborg lá leiðin í Húsa- skóla þar sem hann var nemandi í 1. til 7. bekk. Færðist svo yfir í unglingadeild Foldaskóla. Eftir grunnskólann hóf Ísak Breki Elsku Ísak Breki minn. Það kom vondur stormur yfir landið 13. janúar síðastliðinn. Stormur sem skilur eftir sig stórt sár sem aldrei mun að fullu gróa. Það eru engin orð til eða gjörðir sem geta fengið þig til okkar aftur. Það eina sem huggar er að hugsa til yndislegu stundanna sem við höfum átt saman. Þegar þú fæddist, vorið 1998, var ég bara peyi. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom stoltur að sjá þig í fyrsta skipti. Mamma þín og pabbi áttu heima í Foss- voginum. Ég fékk að halda á þér og strax fann ég fyrir tengingu. Skrítna við þetta allt er að ég var 19 ára, eins og þú ert í dag. Á þessum tíma var ég svoldið týnd- ur í leit að sjálfum mér, sennilega er tenging okkar þess vegna svona sterk. Stuttu eftir að þú fæddist fluttuð þið fjölskyldan í Grafar- voginn. Við eigum margar góðar minningar þaðan. Sesar minn var mikið inni á heimilinu ykkar að leika við Daníel Mána, litla bróð- ur þinn, á þeim tíma. Ég er þér þakklátur fyrir að hugsa alltaf vel um Sesar. Ég veit það hefur örugglega ekki alltaf verið auð- velt, en hann og Daníel litu upp til þín. Mest þykir mér þó vænt um tímana okkar saman í Skorradal. Þú með síða hárið þitt að leika listir þínar á hjólabrettinu á pall- inum uppí bústað. Gott ef þau hljóð, takturinn þegar brettið sló trépallinn, hafa ekki verið fyrstu hljóðin sem ég vaknaði oft við í Skorradal sumrin 2008 og 2009. Ég kunni alltaf að meta hvað þú þorðir að vera þú sjálfur. Sjálf- sagt er það eitt af því sem tengdi okkur. Við erum báðir þannig að ef við fáum hugdettu eða dellu, þá framkvæmum við hana. Ég man að foreldrar þínir voru alltaf að kaupa nýjar brettaplötur handa þér. Eins minnir mig eitt- hvað að loftið í herberginu þínu uppí Grundarhúsum hafi verið veggfóðrað með brotnum bretta- plötum frá þér. Það eru forréttindi að hafa fengið að fylgjast með þér vaxa úr grasi og fullorðnast. Mér þyk- ir ekki síður vænt um þær stund- ir sem við áttum núna undir rest. Mér þykir ótrúlega vænt um hvað þú sýndir frændsystkinum þínum mikinn áhuga. Veit ekki hvort við höfum fundið að við ættum lítinn tíma eftir saman, þar sem um jólin höfum við átt góðan tíma saman, sem ég er svo þakklátur fyrir. Ég kom með krakkana á aðfangadag að hitta ykkur. Þú, eins og alltaf þegar ég kom, gafst þér tíma til að koma niður og tala við okkur. Ísold Svana eins og hún er, hlaupandi út um allt og þú brosandi. Svo er það skírnin hjá Úlfi Árna. Ég veit ekki hvað orsakaði það en ég setti hann í fangið á þér. Ég var svo stoltur af þér, mér fannst ég sjá mig halda á þér fyrir tæpum 20 árum. Elsku Ísak Breki minn, það veitir mér ákveðna huggun að amma og afi eru þarna hinum megin, ég veit þau tóku vel á móti þér. Ég veit líka að þú pass- ar hana Kleópötru mína þangað til kemur að mér. Elsku frændi minn, þangað til næst. Atli. Elsku Ísak Breki, fallegi frændi okkar. Það er svo sárt til þess að hugsa að þú hafir verið tekinn frá okkur svo fljótt. Þú varst svo ljúfur og góður, með fallega brosið þitt og hlýtt knúsið. Það er erfitt að sætta sig við að fá aldrei að sjá þig aftur, fá ekki að kynnast þér sem fullorðnum manni. Fráfall þitt setur stórt skarð í líf okkar sem elskuðum þig og munum við sakna þín sárt og mikið. Við trúum því að nú sértu kominn á betri stað þar sem Gunni afi tekur á móti þér með hlýjum faðmi. Vertu sæll, kæri frændi, og megi guð geyma þig. Minning þín lifir áfram í hjört- um okkar. Þó sólin nú skíni á grænni grundu er hjarta mitt þungt sem blý, því burt varst þú kallaður á örskammri stundu, í huganum hrannast upp sorgarský. Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og góða, svo fallegur, einlægur og hlýr, en örlög þín ráðin – mig setur hljóða, við hittumst ei aftur á ný. Megi algóður Guð þína sálu nú geyma, gæta að sorgmæddum, græða djúp sár, þó kominn sért yfir í aðra heima mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ók.) Elsku Stebbi, Elísa og Danni, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Hugur okkar og hjörtu eru hjá ykkur á þessum erfiðu tím- um. Megi guð veita ykkur styrk og leiðsögn í komandi framtíð. Þórmundur Ingi Gunnarsson, Lilja Björg Gunnarsdóttir, Sigurbjörg Tinna Gunnarsdóttir. Ísak Breki Stefánsson ✝ Svava Daníels-dóttir frá Gutt- ormshaga í Holtum í Rangárvallasýslu, fæddist 31. desem- ber 1927. Hún lést 13. janúar 2018. Foreldrar henn- ar voru Daníel Daníelsson, f. í Kaldárholti í Holt- um 8. nóvember 1880, d. 10. apríl 1932, og Guðrún Sigríður Guð- mundsdóttir, f. í Miðkrika í Hvolhreppi, Rangárvallasýslu, 12. september 1885, d. 2. sept- ember 1977. Svava var yngst átta systkina sem upp komust. Fyrst fæddist andvana drengur árið 1909, þá Guðmundur, f. 1910, d. 1990, Valgerður, f. 1912, d. 1999, Þor- steinn, f. 1913, d. 2003, Gunnar, f. 1916, d. 1997, Dagur, f. 1918, d. 2001, Elín, f. 1920, d. 2011, og Steindór, f. 1923, d. 2002. Svava giftist 12. maí 1951 Steini Guðmundssyni frá Mykjunesi í Holtum í Rangárvallasýslu, f. 19. júní 1921. Foreldrar hans voru Guðmundur Tómasson, f. í Mið- krika í Hvolhreppi, Rangár- vallasýslu, 11. maí 1884, d. 2. desember 1963, og Gróa Einars- dóttir, f. í Reykjavík 22. septem- ber 1890, d. 24. mars 1988. Börn þeirra eru Trausti, f. 2. júlí 1950, og börn hans eru Adam Freyr, f. 20. janúar 2000, og Salka María, f. 11. september 2001, móðir þeirra: Maria Anna Maríudóttir, f. 26. júlí 1966; Kol- brún, f. 23. júlí 1956, sem gift er Jóni Elvari Björgvinssyni, f. 11. júní 1948, og eru börn þeirra Trausti Elvar, f. 13. maí 1977, Davíð Arnar, f. 18. desember 1984, og Arnfríður Ósk, f. 8. mars 1993; Guðmundur, f. 10. júlí 1961, stjúpsonur hans er Daníel Freyr Gunnlaugsson, f. 16. febrúar 1979, og dætur Svava Dögg, f. 7. maí 1988, og Sóley, f. 23. desember 1994, móðir þeirra er Ásta Einars- dóttir, f. 7. október 1957; og Berglind, f. 29. október 1965. Barnabarnabörn Svövu og Steins eru fjögur. Svava stundaði nám við Hér- aðsskólann á Laugarvatni en út- skrifaðist sem kennari frá Kennaraskóla Íslands 1949. Hún kenndi aðeins skamma hríð vegna barneigna en eftir að börnin komust á legg vann hún lengst af við afgreiðslu í bóka- verslunum, sem móttökuritari lækna og gjaldkeri á bifreiða- verkstæði. Hún var lengst af bú- sett í Goðheimum 19 í Reykja- vík. Útför Svövu fer fram frá Langholtskirkju í dag, 26. jan- úar 2018, klukkan 13. Þegar ég fæddist var mamma nógu gömul til að vera amma mín. Framan af kunni ég ekki alltaf að meta það en mér lærð- ist það. Mamma hafði lifað heila heimsstyrjöld, lýðveldisstofnun, kreppur, angur og klungur ásamt því að kljást við þrjú eldri systkini mín, en var inni- lega tilbúin að lifa í nútímanum og var alltaf pollróleg þegar mest lá við. Og hún gat haldið uppi samræðum um samfélags- miðlana þótt hún væri ekki tilbúin að stíga það skref að skrá sig. Það sem mér þykir vænst um í fari mömmu til áratuga er gal- skapurinn í henni og heilbrigð forvitni. Hún var ekkert tiltakanlega viðkvæm fyrir því að vera óhefðbundin. Okkur varð stund- um sundurorða, aðallega út af pólitík, en við jöfnuðum ágrein- inginn yfirleitt fljótt og vel og urðum þá ásáttar um að vera ósammála. Síðustu árin kallaði hún mig gluggann sinn út í umheiminn og hlustaði gaumgæfilega á það sem ég taldi forvitnilegt. Og brást auðvitað við! Sem yngsta barn varð ég síð- ust til að fara að heiman. Ég var frekar heimakær en mamma hvatti mig til að fara út í óvissuna af því að það er hverjum manni hollt þannig að ég fór til lengri og skemmri dvalar í útlöndum fyrir tíma far- síma og internets, á þeim tíma sem kostaði hálfan handlegg að hringja milli landa. Henni þótti það erfitt enda var ég langyngst þótt bróðir minn sé bara fjórum árum eldri en ég. Það er erfiðara að skrifa minningargrein um mömmu sína en ég reiknaði með þótt minningarnar spanni áratugi, en ég vona að bakarar landsins virði mér til vorkunnar þegar ég fullyrði að héðan í frá verði aldrei hægt að fá nógu þunnar og bragðgóðar pönnukökur. Enginn bakar eins góðar pönnu- kökur og mamma mín. Þín Berglind. Svava Daníelsdóttir ✝ HólmfríðurJóhannes- dóttir fæddist að Hofstöðum í Skagafirði 18. des- ember 1919. Hún andaðist á Hjúkr- unarheimilinu Sól- túni 12. janúar 2018. Hólmfríður var dóttir Jóhannesar Björnssonar, f. 1887, d. 1967, og Kristrúnar Jósefsdóttur, f. 1887, d. 1978. Systkini hennar voru Una, húsmóðir, f. 1913, d. 2000, Björn verkfræðingur, f. 1914, d. 1990, Margrét húsmóðir f. 1916, d. 2006, Jón Jósef cand. eru Ólafur listfræðingur, f. 1943, giftur Unu Sigurðar- dóttur kennara, Jóhannes doktor í heilbrigðisvísindum, f. 1950, giftur Elínu Maríu Ólafs- dóttur meinatækni og Gunn- hildur efnafræðingur, f. 1956, gift Birni Rúnari Guðmunds- syni hagfræðingi. Barnabörn Hólmfríðar eru átta talsins og barnabarnabörn sex. Hólm- fríður var lengst af heimavinn- andi og aðstoðaði Gísla við rit- og útgáfustörf, meðal annars við útgáfu tímaritsins Úrvals og Krossgátublaðsins. Árið 1968 stofnaði hún Bókabúð Fossvogs í samvinnu við Mar- gréti systur sína og Þorbjörgu Ólafsdóttur mágkonu sína og ráku þær verslunina í níu ár. Eftir það starfaði Hólmfríður í nokkur ár hjá Húsnæðis- stofnun ríkisins. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju í dag, 26. janúar 2018, klukkan 13. mag., f. 1921, d. 1981, Sigurður deildarstjóri í Seðlabankanum, f. 1925, d. 2016, og Einar yfirlæknir, f. 1927, d. 1996. Fjölskyldan flutt- ist til Reykjavíkur 1932 þar sem Hólmfríður lauk framhaldsskóla- prófi frá Versl- unarskóla Íslands. Hólmfríður starfaði við tímaritið Vikuna og síðan hjá Skipaútgerð rík- isins. Árið 1942 giftist hún Gísla Ólafssyni, f. 1912, d. 1995, ritstjóra, þýðanda og bókaútgefanda. Börn þeirra Látin er í Reykjavík heiðurs- konan Hólmfríður móðursystir mín en hún var kölluð Lilla af vin- um og fjölskyldu. Hún var ein sjö systkina, sem fædd voru á fyrsta þriðjungi síðustu aldar á Hofstöð- um í Viðvíkursveit, yngst þriggja systra. Foreldrar þeirra brugðu búi og fluttust til Reykjavíkur til að geta aðstoðað börnin við skóla- göngu og heimili þeirra í Þing- holtsstrætinu varð samastaður fyrir fjölskyldur og vini barnanna um áratuga skeið. Því varð hið opna heimili afa og ömmu til þess að góð kynni og vin- átta tókst með hinni stóru fjöl- skyldu. Á móti endurguldu börnin sjö foreldrum sínum hið kærleiks- ríka uppeldi með mikilli ást og alúð. Í þessu umhverfi man ég svo vel eftir Lillu, sem var umhyggju- söm, skipulögð og góð við okkur krakkana í fjölskyldunni. Á fyrstu árunum eftir stríð var víða lítið um efni en við þessar aðstæður bjó Lilla eiginmanni sínum, Gísla Ólafssyni ritstjóra, og börnum þeirra hlýlegt og fallegt heimili. Lilla var skarpgreind kona, hafði gott skopskyn, sagði skemmtilega frá og fékk að halda góðu minni og skýru allt þar til yf- ir lauk. Menn gengu glaðir og fróðari en áður af hennar fundi. Ég kveð góða frænku og merki- lega konu með söknuði og virð- ingu. Við Rakel sendum börnum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Fari hún í friði. Sigurður Björnsson. Með fáeinum orðum vil ég minnast Hólmfríðar vinkonu minnar. Kynni okkar hófust er við vorum að koma þaki yfir höfuð okkar, standandi í húsgrunni við að nagldraga timbur. Hólmfríður sá um dráttinn á tíu og ég á tólf. Það fór vel á með okkar Hólmfríði og ýmislegt brölluðum við saman. Einn daginn þegar ég kom í eldhúsið hjá henni stóð hún á gólf- inu á öðrum fæti og hinn var á skemli. Mér varð starsýnt á þetta fyrirbæri og spurði. Jú, hún var að hvíla fæturna með því að standa á hægri fæti og vinstri til skiptis samkvæmt ráði. Þetta fyrirkomulag endaði í leikfimi á nr. 12 sem byrjaði kl. 9 á morgn- ana með því að við drógum fyrir stofugluggann og hófum leik- fimina. Hólmfríður stundaði leikfimi síðan meðan hún gat. Hólmfríður var sérstaklega natin við strákana mína. Það gerðist oft að Hólmfríður og Gísli gættu drengjanna fyrir mig. Gísli spilaði á píanó og á kvöldin barst til okkar hljóðfæra- leikur Gísla. Það var sérstaklega notalegt. Þá var kominn háttatími á nr. 12. Ég kom til Hólmfríðar stuttu fyrir andlát hennar. Við rifjuðum upp minningar og hlógum. Við áttum góða stund saman. Með þakklæti og virðingu kveð ég mína elsku vinkonu og þakka fyrir allt. Hún var einstök mann- eskja. Elsa L. Hermannsdóttir. Hólmfríður Jóhannesdóttir Móðursystir okk- ar, Guðlaug L. Gísladóttir, hefur nú kvatt þennan heim að lokinni langri ævi og vilj- um við hér minnast hennar með nokkrum orðum. Móðir okkar, sem fallin er frá fyrir nokkrum árum, og Lauga (en það kölluðum við Guðlaugu frænku alltaf) voru tvær systur meðal fimm bræðra, en bróðir og systir til viðbótar létust á barnsaldri. Tengsl þeirra systranna og samskipti innan systkinahópsins höfðu þess vegna ákveðna sérstöðu og voru þær alla tíð mjög nánar og sam- rýndar. Lauga og Sigurður, eigin- maður hennar, sem lést fyrir um 20 árum, áttu heima í Skeiðarvogi Guðlaug Lilja Gísladóttir ✝ Guðlaug L.Gísladóttir fæddist 6. janúar 1922. Hún lést 3 janúar 2018. Útför Guðlaugar fór fram 16. janúar 2018. og þar komum við oft sem börn í af- mæli til Jóns og Guðrúnar, barna þeirra Laugu og Sigurðar. Heimilið var fallegt og þar var gestrisni og góð- mennska í fyrir- rúmi. Lauga var ákaflega glaðlynd og hvellur og smit- andi hlátur hennar hljómaði oft um allt húsið. Í stofunni var m.a. uppstopp- aður fálki sem okkur krökkunum þótti hinn mesti undragripur. Þegar Lauga fluttist fyrir nokkr- um árum á hjúkrunarheimili gaf hún undirrituðum frænda sínum þennan merkisfugl sem hann nú varðveitir á sínu heimili. Lauga fór sem ung kona á húsmæðraskóla og sýndi sú kunnátta er hún þar öðlaðist sig í margvíslegum störfum heima við eins og t.d. matreiðslu, bakstri og handavinnu. Þess nutum við m.a. þegar við fermdust því þá bakaði Lauga listilega og færði okkur marglaga súkkulaðiköku sem gekk undir nafninu „konungsætt" og við töldum þá bestu sem við höfðum bragðað. Lauga var fædd á þrettándan- um og nánast alla ævi hélt hún upp á afmæli sitt þann dag með stórri veislu fyrir skyldfólk sitt og vini. Þessi afmælisboð Laugu voru í gegnum tíðina einn helsti vett- vangur samskipta innan ættar- innar og áttu stóran þátt í að halda hópnum saman. Síðasti hluti ævikvölds Laugu var því miður ekki eins sólríkur og ævi hennar hafði verið. Fyrir nokkrum árum flutti hún á Hrafnistu og kom sér þar vel fyr- ir í fallegri einstaklingsíbúð. Þar heimsóttum við hana í upphafi nokkrum sinnum glaða og ánægða en er á leið sótti á hana hrörnunarsjúkdómur sem alltof fljótt náði tökum á henni. Það hefur valdið okkur sorg í hjarta að frétta af þessari góðu og glað- væru frænku fjarlægjast þennan heim og að lokum þekkja varla nánustu fjölskyldu og vini. Lík- legast hefur hún verið kallinu fegin þegar það að endingu kom. Að lokum sendum við Jóni og Guðrúnu og þeirra fjölskyldum okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Ólafur, Anna og Ásta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.