Morgunblaðið - 26.01.2018, Síða 33
Guð geymi þig, elsku Ísak.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Með söknuði kveð ég þig, kæri
vinur, þinn vinur,
Njörður.
Lífið er hverfult og enginn er
viðbúinn þegar kallið kemur, síst
þegar ungur drengur er kallaður
burt á svipstundu.
Ekkert foreldri á að þurfa að
jarðsyngja barn sitt. Við stönd-
um hnípin og skiljum ekki til-
ganginn.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu,
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða,
svo fallegur, einlægur og hlýr,
en örlög þín ráðin; mig setur hljóða,
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma,
gæta að sorgmæddum, græða djúp sár,
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Elsku Elísa Rós, Stefán og
Daníel Máni. Megi allir góðir
vættir vera með ykkur, styrkja
og styðja. Minningar ykkar um
Ísak Breka tekur enginn frá
ykkur.
Hjartans kveðjur,
Róbert og Bryndís.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Staðarhóll lóð, Eyjafjarðarsveit, 50% eignarhluti gerðarþola, fnr. 215-
9555, þingl. eig. Ess Garðarsson Fc ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaður-
inn á Norðurlandi eys, þriðjudaginn 30. janúar nk. kl. 13:30.
Hafnarstræti 104, Akureyri, fnr. 222-2683, þingl. eig. H104 Fasteigna-
félag ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Veðskuld slhf. og
Eiríkur Ingvar Þorgeirsson og Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 30.
janúar nk. kl. 10:00.
Hafnarstræti 104, Akureyri, fnr. 222-2684, þingl. eig. H104 Fasteigna-
félag ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Veðskuld slhf. og
Eiríkur Ingvar Þorgeirsson og Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 30.
janúar nk. kl. 10:05.
Hafnarstræti 104, Akureyri, fnr. 222-2685, þingl. eig. H104 Fasteigna-
félag ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Veðskuld slhf. og
Eiríkur Ingvar Þorgeirsson og Akureyrarkaupstaður, þriðjudaginn 30.
janúar nk. kl. 10:10.
Helgamagrastræti 1, Akureyri, fnr. 214-7257, þingl. eig. Hjördís Sigur-
steinsdóttir, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., þriðjudaginn 30. janúar
nk. kl. 10:30.
Ásgata 17, Norðurþing, fnr. 216-7096, þingl. eig. Sigrún Kjartansdóttir,
gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Norðurlandi eys, miðvikudaginn 31.
janúar nk. kl. 12:00.
Bakkavegur 9, Langanesbyggð, fnr. 216-7726, þingl. eig. Grétar
Jósteinn Hermundsson, gerðarbeiðendur Langanesbyggð og Sýslu-
maðurinn á Norðurlandi eys, miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 13:20.
Vesturtangi 13, Fjallabyggð, fnr. 221-7734, þingl. eig. Stefán Einars-
son, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn 1. febrúar nk. kl.
11:00.
Hafnartún 4, Fjallabyggð, fnr. 213-0303, þingl. eig. Jón Tryggvi
Jökulsson og Ólafía Anna Þorvaldsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalána-
sjóður, fimmtudaginn 1. febrúar nk. kl. 11:15.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
25. janúar 2018
Uppboð
Eftirtalin ökutæki og annað lausafé verða boðin upp við
lögreglustöðina við Þórunnarstræti á Akureyri, mánudaginn
5. febrúar 2018, kl. 14:00 eða á öðrum stað eftir ákvörðun
uppboðshaldara, sem verður kynnt á staðnum:
1. Bifreiðar og önnur ökutæki:
NI442 SG511 DF662 SZ526 SE356
NF272 MUT88 DY893 LL320 PO459
NZ245 PN142 KK549 PX538 SO295
AMD88 SG506 OH610 ND032 YV509
KP664 PI183 UX707 US520 VY280
MD657 EB843 SRN66 LM785
2. Annað lausafé
Háþrýstidæla serial nr. 98473
Krafist verður greiðslu við hamarshögg og verða ávísanir ekki
teknar gildar nema með samþykki gjaldkera. Ekki er tekið við
greiðslukortum. Uppboðsskilmálar eru til sýnis á skrifstofu
embættisins og þar verða einnig veittar frekari upplýsingar ef
óskað er.
Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra
25. janúar 2018
Halla Einarsdóttir, ftr.
Tilkynningar
Breyting Aðalskipulags
Skorradalshrepps 2010-
2022 - kynning
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á 111.
fundi sínum þann 9. janúar 2018 að kynna fyrir
almenningi og öðrum hagsmunaaðilum
breytingu Aðalskipulags Skorradalshrepps
2010-2022 er varðar breytta landnotkun í landi
Indriðastaða og Mófellsstaða skv. 2. mgr. 30.
gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s. br.
Í megin dráttum felur skipulagsbreytingin í sér
að frístundabyggðasvæði er stækkað, eitt
efnistökusvæði er tekið út, afmörkun tveggja
annarra efnistökusvæða er breytt og vatnsból
ásamt vatnsverndarsvæði er skilgreint.
Tillaga breytingar aðalskipulags verður kynnt á
opnum degi á skrifstofu sveitarfélagsins
þann 30. janúar 2018 milli kl. 10 og 12,
þar sem allir eru velkomnir til að kynna sér
breytingartillöguna. Tillaga breytingar
aðalskipulags liggur frammi á skrifstofu
sveitarfélagsins að Hvanneyrargötu 3 á
Hvanneyri og á heimasíðu sveitarfélagsins
www.skorradalur.is frá 30. janúar til og með 6.
febrúar 2018.
Einnig er hægt er að hafa samband við skipu-
lagsfulltrúa varðandi ofangreinda tillögu
breytingar aðalskipulags um netfangið
skipulag@skorradalur.is.
Skipulagsfulltrúi Skorradalshrepps
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og bingóið góða kl. 13.30. Allir
velkomnir
Bòlstaðarhlìð 43 Opin handverksstofa frá kl. 9-16, leikfimi kl. 12.50-
13.30, minnum á Þorrablót Bólstaðarhlíðar sem haldið verður
föstudaginn 9. febrúar.
Dalbraut 18-20 Stólaleikfimi hjá Rósu kl. 10.15.
Fella- og Hólakirkja Karlakaffi; Kaffi og vínabrauð, spjall og góð
samvera. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrum hæstaréttardómari
spjallar um dómskerfið á Íslandi og það sem honum liggur á hjarta.
Allir eru velkomnir. Góð og ljúf stund.
Félagsmiðstöðin Lönguhlíð 3 Leikfimi kl. 13.45. Kaffiveitingar kl.
14.30. Allir velkomnir!
Félagsmiðstöðin Vitatorgi Aðstoð við notkun á æfingatækjum kl.
9.30, föstudagshópurinn kl. 10, handaband, opin vinnustofa kl. 13-16,
frjáls spilamennska kl. 13. Bingó í sal, 250 kr. spjaldið kl. 13.30-14.30.
Vöfflukaffi kl. 14.30-16. Verið velkomin á Vitatorg, sími 411 9450.
Furugerði 1 Morgunverður frá kl. 8.10-9.10 í borðsal. Stólaleikfimi
með Olgu kl. 11 í innri borðsal. Útskurður í kjallara til hádegis.
Hádegisverður kl. 11.30-12.30 í borðsal. Ganga kl. 13 ef veður leyfir.
Föstudagsfjör kl. 14, ýmis konar atburðir sem auglýstir eru með fyrir-
vara. Síðdegiskaffi kl. 14.30-15.30 í borðsal.
Garðabær Opið í Jónshúsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl.
9.30-16. Gönguhópur frá Jónshúsi kl. 10. Félagsvist FEBG í Jónshúsi
kl. 13. Bíll fer frá Litlakoti kl. 12.20, Hleinum kl. 12.30, og frá Garða-
torgi 7 kl. 12.40 og til baka að lokinni félagsvist ef óskað er. Smiðjan í
Kirkjuhvoli er opin kl. 13–16. Allir velkomnir.
Gerðuberg Opin handavinnustofa kl. 8.30-16. Glervinnustofa með
leiðbeinanda kl 9-12. Prjónakaffi kl. 10-12. Leikfimi gönguhóps kl. 10-
10.20. Gönguhópur um hverfið kl.10.30. Bókband með leiðbeinanda
kl. 13-16. Kóræfing kl.13-15.
Gjábakki Kl. 9 handavinna, kl. 9.10 botsía, kl. 9.30 postulínsmálun, kl.
13 tréskurður, kl. 13 léttgönguhópur (frjáls mæting).
Gullsmári Handavinna kl. 9. Ganga kl. 10. Leikfimi kl. 10. Ljósmynda-
klúbbur kl.13. Bingó kl. 13.30.
Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9.
Opin handavinna kl. 9-12. Útskurður kl. 9, verkfæri á staðnum og
nýliðar velkomnir. Morgunleikfimi kl. 9.45. Botsía kl. 10-11. Hádegis-
matur kl. 11.30. Bingó kl. 13.15. Kaffi kl. 14.30.
Hvassaleiti 56-58 Félagsmiðstöðin er opin kl. 8-16, morgunkaffi og
spjall til kl. 10.30, dagblöðin og púsl liggja frammi, morgunleikfimi kl.
9.45, jóga hjá Carynu kl. 10, hádegismatur kl. 11.30. Spilað brids kl. 13,
Marton Wirth kemur kl. 13.30 og leikur á píanó og leikur undir söng,
allir velkomnir. Eftirmiðdagskaffi kl. 14.30.
Hæðargarður 31 Félagsmiðstöðin opnuð kl. 8.50, við hringborðið kl.
8.50, thai chi kl. 9, botsía kl. 10.15, myndlistarnámskeið hjá Margréti
Zophoníasdóttur kl. 12.30. Bingó Hollvina kl. 13. Allir velkomnir óháð
aldri. Nánar í síma 411 2790.
Korpúlfar Hugleiðsla og létt jóga með Ingibjörgu hefst á ný í dag í
Borgum kl. 9, brids hjá Korpúlfum kl. 12.30 í Borgum, hannyrðahópur
Korpúlfa kl. 12.30, tréútskurður kl. 13 á Korpúlfasstöðum. Sundleik-
fimi í Grafarvogslaug kl. 13.30. Hið vinsæla vöfflukaffi í Borgumfrá kl.
14.30-15.30. Góða helgi.
Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl. 9-12, listasmiðja
með leiðbeinanda kl. 9-12, morgunleikfimi kl. 9.45, upplestur kl. 11.
Bingó kl. 14, ganga með starfsmanni kl. 14. Uppl. í s. 411 2760.
Selið, Sléttuvegi 11-13 Selið er opið frá kl. 10-14. Upp úr kl. 10 er
boðið upp á kaffi og gaman að koma í spjall og kíkja í blöðin, hádegis-
verður kl. 11.30-12.30. Allir eru hjartanlega velkomnir í Selið. Nánari
upplýsingar hjá Maríu í síma 568 2586.
Seltjarnarnes Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Jóga/hláturjóga salnum
kl. 11. Syngjum í salnum á Skólabraut kl. 13. Spilað í króknum Skóla-
braut kl. 13.30 og brids í Eiðismýri kl. 13.30. Ath. síðasti skráningar-
dagur fyrir leikhúsferð á Föðurinn er á hádegi mánudaginn 29. janúar.
Skráning og uppl. í síma 893 9800. Þeir sem ætla í þorrasamveruna í
kirkjunni á þriðjudag vinsamlega skráið ykkur í síma 893 9800.
Stangarhylur 4, FEB Reykjavík Íslendingasögu / fornsagnanám-
skeiðið kl. 13, kennari Baldur Hafstað. Á fyrri hluta námskeiðs verður
Víga-Glúms saga aðalviðfangsefnið. Dansleikur sunnudagskvöld kl.
20. Hljómsveit hússins leikur allir velkomnir.
Vesturgata 7 Sungið við flygilinn kl. 13-14, Gylfi Gunnarsson.
Kaffiveitingar kl.14-14.30.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Þjónusta
Húsviðhald
Faglærðir málarar
Tökum að okkur öll almenn
málningarstörf. Tilboð eða
tímavinna. Sími 696 2748
loggildurmalari@gmail.com
Rað- og smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
- með morgunkaffinu
Atvinnublað alla laugardaga
ER ATVINNUAUGLÝSINGIN ÞÍN
Á BESTA STAÐ? Sendu pöntun á augl@mbl.is eða
hafðu samband í síma 569-1100
Allar auglýsingar birtast bæði í
Mogganum og á mbl.is
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“ val-
inn úr felliglugganum. Einnig er
hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem
birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt
að senda lengri grein. Lengri
greinar eru eingöngu birtar á
vefnum. Hægt er að senda ör-
stutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er
unnt að tengja viðhengi við síð-
una.
Minningargreinar