Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.01.2018, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. JANÚAR 2018 U Janúarútsala 20-50% afsláttur Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 11-15Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050 Sigríður Bína Olgeirsdóttir, svæfingahjúkrunarfræðingur á Land-spítalanum, á 50 ára afmæli í dag. Í skýrslu sem var birt árið2016 kom í ljós að hjúkrunarfræðingar sinna 60% fleiri sjúkling- um en hjúkrunarfræðingar í Svíþjóð. „Það er enginn skortur á verkefnum, þetta er krefjandi starf og mjög fjölbreytt. Við gætum öryggis sjúklingsins meðan hann er hjá okkur, að hann sé sofandi þegar það á við og vel verkjastilltur og líði eins vel og kostur er meðan á aðgerð eða rannsókn stendur. Það eru fjölmargar aðgerðir gerðar á skurðstofum Landspítala á hverjum degi, á hverri skurðstofu er framkvæmd allt frá einni aðgerð upp í 4 til 6 aðgerðir, það fer alveg eftir því hvað verið er að framkvæma.“ Sigríður byrjaði í þessu starfi árið 2015 og var í sérnámi í svæfingahjúkrun 2013-2015. Þar áður var hún gjörgæsluhjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut frá 1994. Hvað með áhugamálin? „Það er þetta klassíska, líkamsrækt og börn- in, ef það er hægt að tala um börnin manns sem áhugamál. Svo vildi ég nefna skíðin, reyni að komast á þau þegar tími gefst til. Ég fer í ræktina þrisvar til fjórum sinnum í viku en svo hefur alltaf verið markmið að fara í útihlaup og við systurnar stefnum á að hlaupa Vesturgötuna í Arnarfirði, sem er hluti af hlaupahátíðinni á Vestfjörðum. Það er núna eða aldrei og það er hægt að hlaupa 10 km eða 24 km svo það er spurn- ing hversu hugrakkur maður verður.“ Sigríður ætlar að sjálfsögðu að hefja afmælisdaginn í ræktinni klukkan sex. „Maður breytir ekki út af venjunni með það. Svo fer dagurinn í að undirbúa fjölskyldu- og vinkonuboð sem verður í kvöld.“ Eiginmaður Sigríðar er Ásgeir Péturssson tannsmiður og börn þeirra eru Þórey, 21 árs, Telma, 16 ára, og Iðunn sem varð tíu ára í gær. Á Siglufirði Sigríður ásamt tveim yngstu börnunum, Telmu og Iðunni, þegar fjölskyldan fór í skíðaferð til Siglufjarðar í fyrra. Stefnir á sitt fyrsta útihlaup í sumar Sigríður Bína Olgeirsdóttir er fimmtug í dag J óhanna Reynisdóttir fædd- ist í Keflavík 26.1. 1958 og ólst þar upp. „Ég náði í blá- skottið á bítlatímabilinu í Keflavík, með Trúbrot, Óð- menn, Magga og Jóa, Þorstein Egg- erts og Magga Kjartans í broddi fylk- ingar. Auðvitað eru þetta allt eldri menn en ég og ég var nú varla lögleg inn á böllin á þessum árum. En mað- ur sá og heyrði í þessum körlum, dáð- ist að tónlist þeirra og við krakkarnir fundum greinilega fyrir því að Kefla- vík var sannarlega hinn eini sanni ís- lenski bítlabær.“ Jóhanna var í Barnaskóla Kefla- víkur og Gagnfræðaskóla Keflavíkur, stundaði nám við Verslunarskóla Ís- lands og lauk þaðan verslunarprófi, lauk síðar prófi sem rekstrarfræð- ingur frá Endurmenntun HÍ og próf- um í verkefnastjórnun og leiðtoga- þjálfun frá Endurmenntun HÍ. Jóhanna Reynisdóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Vogum – 60 ára Á ferðalagi um Suðurland Jóhanna og Ólafur Eyþór og Eyþór, sonur þeirra, á milli þeirra, við Jökulsárlón. Náði í skottið á bítla- tímabilinu í Keflavík Systkinin Jóhanna með systkininum, Guðmundi Óla, Sævari og Guðnýju. Una, Birna, Unnur, Margrét, Kristín og Melkorka héldu tombólu fyrir utan Suðurver síðastliðið haust, 6. september 2017. Þær söfnuðu þar 1.054 krónum sem þær gáfu Rauða krossinum. Á myndina vantar Birnu og Kristínu, en í stað þeirra var Þórey mætt. Hlutavelta Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frámerkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.