Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is BMW520D XDRIVE nýskr. 09/2016, ekinn 12 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, hlaðinn aukabúnaði! Verð 6.690.000 kr. Raðnúmer 256774 RENAULT CAPTUR INTENS nýskr. 07/2017, ekinn 2 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.190.000 kr. Raðnúmer 257380 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is HYUNDAI SANTA FE PREMIUM2.2 TDI nýr bíll, dísel, sjálfskiptur, leður, glertoppur o.fl. Verð 7.650.000 kr. Tilboðsverð 7.390.000 kr. Raðnúmer 230680 MAZDA 6VISION nýskr. 05/2017, ekinn 34 Þ.km, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.590.000 kr. Raðnúmer 288881 SKODA OCTAVIA 2,0 TDI COMBI nýskr. 02/2017, ekinn 49 Þ.km, 2,0l dísel, sjálfskiptur. Verð 3.590.000 kr. Raðnúmer 257239 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þ etta er söguleg stund í mínu lífi, því síðastlið- inn mánudag voru liðin fimm ár frá því ég bjargaði manni frá drukknun hér í lauginni, hann var meðvitundarlaus á sundlaugar- botninum og ég dró hann upp. Því miður hitti ég manninn aldrei eftir þetta, en tveimur árum seinna kallaði maður á mig þar sem ég var staddur í Kringlunni, og hann þekkti mig sem manninn sem bjargaði bróður hans. Mér þótti vænt um það. En bróðirinn var þá látinn,“ segir Trausti Sveinsson sem býr í Bjarnargili í Fljótunum fyrir norðan, en hann var staddur í höfuðborginni í vikunni og mætti í tilefni tímamótanna í Laugar- dalslaugina með mynd sem tekin var af honum fyrir fimm árum í tilefni af björguninni. „Ég lenti í bílslysi stuttu eftir þessa björgun, ég velti bílnum á Holtavörðuheiðinni og hef verið að byggja mig upp síðan. Ég hef sett mér það markmið að taka þátt í Vasa-skíðagöngunni í Svíþjóð á hverju ári næstu fimm árin að minnsta kosti, það er ekki nema 90 kílómetra ganga. Eftir fimm ár þegar ég verð áttræður verður Vasa-gangan 100 ára. Það verður skemmtilegt,“ segir Trausti og bætir við að endurhæfingar- læknirinn hans segi að það að setja sér markmið sé það besta sem hann geti gert, bæði fyrir hausinn og skrokkinn. „Ég vil heiðra hana“ Þegar Trausti er á ferðinni í höfuðborginni skellir hann sér gjarnan í sund á morgnana í Laugardalslauginni og þar kynnt- ist hann fyrir nokkrum árum Jakobínu Jakobsdóttur og sund- félögum hennar sem mæta þar reglulega. „Ég kom með blómvönd núna til að færa Jakobínu. Ég vil heiðra hana, af því mér finnst hún stór- kostleg fyrirmynd og ég lít upp til hennar. Hún heldur sinni góðu heilsu með því að stunda hreyf- ingu reglulega, sem skiptir miklu máli þegar aldurinn færist yfir. Hún er líka stórmerkileg kona, hún varð fyrst íslenskra kvenna til að keppa á Vetrarólympíuleikum, hún keppti í alpagreinum á leik- unum 1956 sem fóru fram í Cort- ina d’Ampezzo á Ítalíu,“ segir Trausti en Jakobína gerir grín að fullyrðingunni um að hún sé stór- merkileg. „Ég verð örugglega stoppuð upp,“ segir hún og hlær, og bætir við að Trausti sé nú líka ólympíufari, hann hafi keppt á skíðum fyrir Íslands hönd í Inns- bruck 1976. Ólst upp við skíðabrekkuna Jakobína, sem fæddist á Ísa- firði árið 1932, segir svo mikinn snjó hafa verið á veturna þegar hún var að alast þar upp, að skíðin hafi nánast verið samgöngutæki sumra bæjarbúa. „Ég var alltaf á skíðum, enda átti ég heima nánast alveg í skíða- brekkunni, svo það voru hæg heimatökin. Austurrískur þjálfari kom vestur á Ísafjörð til að þjálfa skíðaliðið og það breytti miklu, en það var skíðaskóli á Ísafirði á mín- um uppvaxtarárum, eini staðurinn á landinu sem var með slíkan skóla. Það var skemmtilegt og við vorum allar helgar í útilegu fram á dal, sem kallað var. Nú er það bannað vegna snjóflóðahættu,“ Fyrrverandi ólymp- íufarar synda saman Þau Jakobína og Trausti synda saman í Laugardalslauginni þegar hann skreppur til Reykjavíkur úr Fljótunum fyrir norðan. Þau eru bæði miklir íþróttagarpar, láta aldurinn og slys ekki stoppa sig í því að stunda daglega hreyfingu. Þau eiga það sam- eiginlegt að hafa keppt á Ólympíuleikum fyrir margt löngu, en Jakobína varð fyrst ís- lenskra kvenna til að keppa á vetrarólympíuleikum, á Ítalíu árið 1956. Úr bókinni Íslendingar á Ólympíuleikum. Svig Jakobína einbeitt í svigkeppninni á vetrarólympíuleikunum 1956. Úr bókinni Íslendingar á Ólympíuleikum. Íslensku ólympíufararnir í Cortina 1956 Jakobína eina konan í hópnum. F.v. Valdimar Örnólfsson, Eysteinn Þórðarson, Otto Rieder þjálfari, Stein- þór Jakobsson, Jakobína Jakobsdóttir, Jens Guðbjörnsson og Bragi Krist- jánsson fararstjórar, Oddur Pétursson, Jón Kristjánsson, Gísli B. Krist- jánsson flokksstjóri, Stefán Kristjánsson og Einar V. Kristjánsson. Allir aldurshópar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á dagskrá Safnanætur í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og Safnahúsinu við Hverfisgötu kl. 18-23 í kvöld, föstu- daginn 2. febrúar. Safnahúsið verð- ur til dæmis sýnt í allt öðru ljósi þegar seyðfirska listahátíðin List í ljósi í samstarfi við Vetrarhátíð Reykjavíkur varpar verkinu Ekkó (Echo) á Safnahúsið. Innandyra hefst dansferðalag nemenda Klass- íska listdansskólans um tíma og rúm kl. 19 og kl. 21 flytja Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmunds- son hugljúf lög í lestrarsalnum. Sævar Helgi Bragason mætir kl. 18 í Þjóðminjasafnið, skoðar stjörnur með gestum, segir frá rötun og býr til sextant til að mæla breiddargráðu Íslands. Ef veður leyfir verður kíkt á stjörnu- himininn. Fleira mætti tína til, en dagskráin í heild er á vef Þjóð- minjasafnsins. Vefsíðan www.thjodminjasafn.is List í ljósi Ekkó eftir nýsjálensku listamennina Samuel Miro og Delainy Kennedy. Stjörnur og hugljúfur söngur Menningarhúsin í Kópavogi láta ekki sitt eftir liggja í fagnaðarlátunum á Safnanótt. Star Wars er þema Vetrar- hátíðar þar í bæ. Kl. 18.30 í kvöld, föstudag 2. febrúar, verður Kópa- vogskirkja böðuð sprengistjörnum og framandi plánetum með magnaðri ljósvörpun í verki eftir Steinunni Eld- flaug og innviðir kirkjunnar breytast í geimskip. Stjörnustríðsratleikur verður um allt í bókasafninu og í Náttúrufræðistofu er sýning á ein- stökum, stjörnulaga lífverum. Af öðrum viðburðum þar sem Störnustríð kemur við sögu má nefna að nemendur Tónlistarskólans flytja Star Wars-lagið kl. 18 í bókasafninu og Gunni Helga leiðir ævintýra- og stjörnuritsmiðju fyrir börn. Kl. 19 etja skylmingakappar kappi í anda Stjörnustríðs og á sama tíma gefst gestum bókasafnsins kostur á að leysa Stjörnustríðsþrautir og fara í geislasverðsbardaga við Svarthöfða og fá verðlaun. Star Wars er þema Vetrarhátíðar í Kópavogi Hægt að fara í geislasverðs- bardaga við Svarthöfða Reuters Stjörnustríð Svarthöfði í öllu sínu veldi, ásamt stormsveitarmönnum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.