Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 14
VIÐTAL
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
„Ástandið í Grikklandi er skelfilegt.
Atvinnuleysi er í hæstu hæðum,
unga fólkið er að flýja land án þess
að stofna fjölskyldur eða búa sér til
framtíð í landinu. Við erum að tala
um land sem er að sökkva í eymd og
volæði,“ segir gríski stjórnmálamað-
urinn Zoe Konstantopoulou, en hún
varð árið 2015 yngsta manneskjan til
þess að verða forseti gríska þingsins.
Konstantopoulou sat þar fyrir hönd
vinstrisinnaða pópúlistaflokksins Sy-
riza, en hún sagði sig úr flokknum
vegna óánægju sinnar með það að
Syriza og ríkisstjórnin samþykktu að
gangast undir kröfur lánardrottna
Grikklands. Konstantopoulou leiðir
nú nýjan flokk í heimalandi sínu,
Frelsisleiðina, og mun hún flytja er-
indi um stöðu Grikklands á fundinum
Grikkir gegn auðvaldi, sem haldinn
verður í Safnahúsinu á morgun,
laugardag, klukkan 12.
Ísland gaf mikilvægt fordæmi
En hvers vegna vildi hún koma til
Íslands? „Ísland er mjög mikilvægt
land fyrir Grikki, og mjög mikilvægt
fyrir það fólk sem þjáist undir ólög-
legri skuldabyrði. Ísland er þekkt
fyrir að hafa hafnað ólöglegum og
andstyggilegum skuldakröfum og
fyrir að hafa varðveitt lýðræði sitt og
þjóð. Þetta gerðist ekki í Grikklandi,
en þetta þarf að gerast þar ef það á
að koma aftur á lýðræði og mann-
réttindum þjóðar minnar,“ segir
Konstantopoulou. Hún bætir við að
Íslendingar hafi gert nánast allt
þveröfugt við Grikki, og því sé mik-
ilvægt að geta sýnt Grikkjum að hér
sé land sem hafi hlustað á þjóð sína
og staðið sterkari eftir.
Konstantopoulou minnir á þegar
hún var forseti þingsins 2015 hafi
verið efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu
um það hvort gríska þjóðin vildi
halda áfram að borga af þeim kröfum
sem gerðar höfðu verið á hana, og
svarið var þvert nei. „Hins vegar
ákvað ríkisstjórnin að fara gegn al-
mannaviljanum og undirgekkst jafn-
vel enn harðari skuldakröfur,“ segir
Konstantopoulou og bætir við að
sannleiksnefnd um skuldir Grikk-
lands, sem hún hafi stýrt, hafi sýnt
fram á að þær kröfur hafi verið
byggðar á ólögmætum forsendum.
Gat ekki unnið með Syriza
Konstantopoulou segir um við-
skilnaðinn við Syriza að það hafi ver-
ið skýr afstaða flokksins að Grikk-
land myndi standa við skuldbind-
ingar sínar, en einnig að farið yrði
rækilega í gegnum það hverjar þær
væru, þannig að ekki yrði tekið undir
ólögmætar kröfur. Síðasta hálmstrá-
ið hafi verið þegar Alexis Tsipras
forsætisráðherra hafi ákveðið að
ganga þvert gegn þjóðaratkvæða-
greiðslunni 2015 og undirritað sam-
komulag við lánardrottna landsins.
„Þetta var valdarán lánardrottn-
anna, sem vildu neyða á þjóðina sam-
komulagi sem hún hafði hafnað, en
þetta var einnig valdarán ríkis-
stjórnarinnar. Mér fannst það ljóst
að ég gæti ekki haldið áfram að taka
þátt í starfi flokks sem sveik grund-
vallarsjónarmið sín og fólkið sem
treysti honum.“ Hún segist ekki hafa
skipt um skoðanir sínar, heldur hafi
Syriza í raun svikið grundvallar-
stefnu sína.
Konstantopoulou segir að hinn nýi
flokkur sinn sé stofnaður til þess að
berjast fyrir frelsun grísku þjóðar-
innar undan skuldaklafanum og und-
an harðræði Evrópusambandsins,
sem hafi komið á stjórnskipan í
Grikklandi sem stangist á við hug-
sjónir lýðræðisins, alþjóðalög og
mannréttindi. „Ég veit til dæmis
ekki hvort þú vissir það, en gríska
þingið má ekki samþykkja lög, nema
lánardrottnarnir hafi samþykkt þau
fyrir fram, og þeir hafa jafnvel samið
þau sjálfir.“ Hún segir lánardrottna
landsins haga sér í raun eins og ein-
ræðisherra. Samkomulagið við
lánardrottnanna hafi þannig svipt
Grikki löggjafarvaldi sínu. Konstant-
opoulou segir að aðgerðir Evrópu-
sambandsins og hinna lánardrottn-
anna hafi fyrst og fremst beinst að
því að bjarga fjármálastofnunum á
kostnað fólksins, fyrst frönskum og
þýskum bönkum og síðar þeim
grísku. „Þeir björguðu bönkunum en
gáfu fólkinu dauðadóm.“
Konstantopoulou segir einnig
dæmi þess að lögreglunni hafi verið
misbeitt í Grikklandi til þess að
kveða niður óánægju. „Nú mega
bankarnir til dæmis ganga að heim-
ilum fólks, sem þeir máttu ekki áður.
Fólk hefur þá mótmælt við heimilin
og reynt að verja þau, en þá er lög-
reglan send á vettvang til að lemja
það í burtu.“
Vill að Grikkir yfirgefi ESB
Konstantopoulou segist ekki sjá að
Grikkir eigi mikla samleið með Evr-
ópusambandinu lengur. Hún hafi eitt
sinn verið á öðru máli, þar sem hún
sé lögfræðingur með sérhæfingu í
Evrópurétti sem hafi búið og starfað
í þremur mismunandi ríkjum sam-
bandsins. „Það sem hefur gerst í
Grikklandi er á algjörri skjön við
sáttmála sambandsins og reglu-
gerðir þess. Við getum því ekki látið
sem að sambandið sé á þessum tíma-
punkti alþjóðasamtök jafnrétthárra
ríkja. Nei, það hefur breytt sér í al-
ræðisríki sem þröngvar sér upp á
grísku þjóðina.“ Hún nefnir sem
dæmi að sérfræðingar hliðhollir
sambandinu hafi hótað þjóðinni alls
kyns búsifjum ef Grikkir segðu nei í
þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2015.
Þetta hafi verið gert til þess að
hræða Grikki frá því að nota lýð-
ræðislegan rétt sinn. Þá hafi fjár-
málastofnunum verið misbeitt í að-
draganda atkvæðagreiðslunnar. „Við
getum því ekki lagt til neitt annað en
að þessum yfirboðurum verði varpað
af höndum okkar. Það verður að ger-
ast án viðræðna, því menn semja
ekki við kúgara af þessu tagi.“
„Þetta var valdarán lánardrottna“
Gríski stjórnmálamaðurinn Zoe Konstantopoulou flytur erindi í Safnahúsinu á morgun Var
forseti gríska þingsins 2015-2016 fyrir Syriza en sagði sig úr flokknum vegna skuldamála landsins
AFP
Þjóðaratkvæðagreiðsla Zoe Konstantopoulou er hér fyrir miðri mynd að láta taka ljósmynd af sér með fólki sem
var að fagna niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar árið 2015, þar sem kosið var um skuldir Grikklands.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
Skútuvogur 1c, 104 Reykjavík | Sími 550 8500 | www.vv.is
sjáu
mst!
Frískleg og hugvitsamleg hönnun,
þau eru afar létt og þæginleg í notkun.
Lýsing og rafhlöðuending er framúrskarandi.
• Ljósstyrkur: 220 lm
• Drægni: 130 m
• Þyngd: 93 g
• Endurhlaðanlegt
• Vatnsvarið: IPX6
• Stillanlegur fókus og halli
• Hvítt kraftmikið LED ljós og
eitt rautt LED ljós sem hentar vel
til að halda nætursjón
Útsölustaðir:
Ísleifur Jónson, Gangleri Outfitters, Hverfisgötu 82, Rvk. Afreksvörur, Glæsibæ, Rvk.
Byko Granda, Rvk. KM Þjónustan, Vesturbraut 20, Búðardal.
Eins og fætur toga, Bæjarlind 4, Kópavogi, Kaupfélagið Hvammstanga.
Fjórir Ísfirðingar hafa keypt fjöl-
miðlarekstur Bæjarins besta sem er
blað og vefmiðill á Ísafirði. Útgáfan á
sér áratuga langa sögu en síðustu
misserin hefur Bryndís Sigurðar-
dóttir, undir merkjum fyrirtækisins
Athafnagleði ehf., haft þessa starf-
semi með höndum og einbeitt sér að
fréttaveitu á netinu. Útgáfa prent-
miðilsins hefur aftur á móti verið
stopul upp á síðkastið, en áður fyrr
kom blaðið út vikulega.
Vilja breidd í hópinn
„Vestfirðir þurfa rödd í um-
ræðunni og öðru fremur er þetta
framtak hugsjónastarf af hálfu okk-
ar kaupendanna, sem tökum yfir
lausafé, veðskuldir og þá hefð sem
reksturinn byggir á,“ segir Gunnar
Þórðarson, stöðvarstjóri Matís á Ísa-
firði. Hann er einn fjögurra kaup-
enda en hinir eru Arnar Kristjáns-
son, útgerðarmaður á Ísafirði,
Shiran Þórisson, fjármálastjóri
Arctic Fish, og Daníel Jakobsson,
hótelstjóri og fyrrverandi bæjar-
stjóri. Þeir hyggjast í næstu viku
efna til fundar þar sem málefnið
verður kynnt og fólki boðið að slást í
kaupendahóp. Fyrir liggja loforð
margra um hlutafé eða stuðning.
„Ætlun okkar er að stofna sér-
stakt útgáfuráð eða ritnefnd skipaða
fólki víða af Vestfjörðum. Við viljum
hafa ákveðna breidd í hópnum enda
er þetta fjölmiðill þar sem öll vest-
firsk sjónarmið – óháð stjórnmálum
eða slíku – fá að njóta sín,“ útskýrir
Gunnar Þórðarson – sem segir fram-
undan að ráða ritstjóra eða blaða-
mann til starfa. Líklegast sé að út-
gáfan verði öflugust á netinu eins og
verið hefur, en blöð komi svo út eftir
efnum, ástæðum og tilefnum hverju
sinni. Nú sem endranær brenni
mörg mál á Vestfirðingum – svo sem
samgöngurnar, orkumál og áherslur
í sjávarútvegi, allt efni sem þurfi að
vera í deiglu og umræðu og í því tilliti
sé fjölmiðill í héraði nauðsynlegur.
Kaupa útgáfu
Bæjarins besta
Blað og vefmiðill Rödd Vestfjarða
Gunnar
Þórðarson
Daníel
Jakobsson
Zoe Konstantopoulou er fædd
8. desember 1976, en hún er
dóttir gríska stjórnmálamanns-
ins Nikos Konstantopoulos,
sem var á sínum tíma formaður
hins vinstrisinnaða Syna-
spismos. Konstantopoulou er
lögfræðingur að mennt og
starfaði hún árið 2001 við al-
þjóðastríðsglæpadómstólinn
fyrir ríki Júgóslavíu fyrrverandi.
Hún settist fyrst á gríska þingið
árið 2012 og varð forseti þess í
nokkra mánuði árið 2015.
Með stjórn-
mál í blóðinu
ZOE KONSTANTOPOULOU