Morgunblaðið - 02.02.2018, Side 16
VIÐTAL
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
„Lesendur eru orðnir vanir því að fá
fréttir fyrir ekki neitt. Margir halda
því fram að stóru mistökin – dauða-
syndin – sem fjölmiðlar gerðu í ár-
daga netsins hafi einmitt verið þau
að hafa efnið/fréttirnar ókeypis. Því
er erfitt að breyta og kannanir hafa
sýnt að lesendur eru mjög tregir til
að borga fyrir fréttir á netinu,“ seg-
ir Valgerður Jóhannsdóttir aðjunkt,
umsjónarmaður meistaranáms í
blaða- og fréttamennsku við Há-
skóla Íslands, þegar leitað er álits
hennar á horfum um tekjur og
rekstrargrundvöll íslenskra frétta-
miðla á netinu.
Valgerður segir að fleiri þættir
hafi þó augljóslega áhrif. „Stundin
er t.d. með fleiri lesendur en Press-
an, þótt hún sé alveg opin. Miðlar
sem bjóða upp á efni sem ekki er
alls staðar, höfða til ákveðinna hópa
eða hafa einhverja sérstöðu eiga al-
mennt auðveldara með að rukka fyr-
ir sitt efni en almennir fréttamiðlar.
Hins vegar hefur þróunin víðast
hvar verið í þá átt að sífellt fleiri
miðlar setja upp gjaldvegg, eða eru
með einhvers konar áskriftarfyrir-
komulag. Einnig eru dæmi um fjöl-
miðla sem eru með styrktarkerfi,
t.d. Guardian í Bretlandi og Kjarn-
inn hér á landi – en hjá báðum eru
styrkir orðnir umtalsverð tekjulind.
Í staðinn fá áskrifendur/styrkjendur
meiri aðgang og stundum einnig
ýmsa aðra þjónustu eða fríðindi af
einhverju tagi.“
Valgerður telur að fréttamiðlar
séu einfaldlega nauðbeygðir til að
finna aðrar leiðir en að reiða sig ein-
göngu á auglýsingar. „Netnotkun
eykst og eykst og þeim fjölgar sífellt
sem fyrst og fremst ná sér í fréttir á
netinu. Alþjóðleg könnun sem gerð
var í 36 löndum 2016 sýndi að meiri-
hluti fólks undir 55 ára aldri notar
aðallega netmiðla til að ná sér í
fréttir – og vaxandi fjöldi notar sam-
félagsmiðla til þess. Auglýsendur
hafa fylgt á eftir en sá böggul fylgir
skammrifi að tekjur af auglýsinga-
sölu á netinu hafa hvergi nærri dug-
að til að vega á móti tekjutapinu í
t.d. prentmiðlum. Stórfyrirtæki eins
og Google og Facebook hirða sífellt
stærri sneið af auglýsingakökunni,
eins og fram kemur í nýrri skýrslu
menntamálaráðuneytis um fjöl-
miðlamarkaðinn. Talið er að þessi
tvö fyrirtæki séu með rétt rúman
helming af netauglýsingamarkað-
inum í heiminum. Í Noregi er þetta
hlutfall 70% og í Svíþjóð 60%. Hér á
landi eru ekki til nákvæmar upplýs-
ingar um þetta, en ljóst að erlend
fyrirtæki hafa mun minni hlutdeild í
netauglýsingum en víðast annars
staðar – og prentmiðlar hafa haldið
sínum hlut betur. Kannski er tungu-
málið einhver vörn og eins hefur
mikil útbreiðsla fríblaða sjálfsagt
sitt að segja. Það er hins vegar lítil
ástæða til að efast um að þróunin sé
á sömu lund hér og annars staðar.
Sífellt fleiri nota snjallsíma til að ná
sér í fréttir og á þeim markaði eru
Google og Facebook enn stærri,
þegar kemur að auglýsingum.
Á móti kemur að stjórnvöld og út-
gefendur, ekki síst í Evrópu, eru
farin að andæfa kröftuglega þessu
ægivaldi tæknifyrirtækjanna, sem
hagnast gríðarlega á efni sem aðrir
framleiða og hirða af því auglýsinga-
tekjurnar.“
Valgerður segist ekki ætla sér þá
dul að spá um framtíðina í þessum
efnum. Breytingarnar séu svo örar.
Það blasi hins vegar við að róðurinn
sé ekki að léttast hjá fjölmiðlum í
bráð að óbreyttu.
Flestir lesendur óvirkir
Á árdögum netsins voru miklar
væntingar um aukna þátttöku al-
mennings í fjölmiðlun. Auðveldara
yrði fyrir fólk að koma að frétta-
ábendingum, bregðast við fréttum,
ræða um fréttir og senda fréttir. En
hefur þetta ræst? „Óhætt er að full-
yrða að þetta hafi ekki gengið eftir,“
segir Valgerður, „að minnsta kosti
ekki í þeim mæli sem margir von-
uðust til. Flestir eru óvirkir viðtak-
endur þótt netið og stafræn tækni
bjóði upp á annað. Það er t.d. minni-
hluti sem kýs að nýta netið til að
ræða um eða bregðast við fréttum á
einhvern hátt. 20% sögðust hafa
skrifað um frétt á samfélagsmiðli,
samkvæmt alþjóðlegu könnuninni
sem ég nefndi áðan, og 10% höfðu
gert það á viðkomandi fréttamiðli.
38% sögðust hins vegar ræða fréttir
augliti til auglitis við fjölskyldu og
vini. Fleiri sögðust deila fréttum
(39%), kannski af því það er svo ein-
falt, bara spurning um einn smell.
Þetta er hins vegar meðaltal þess-
ara 36 landa og merkilegt nokk, þá
virðast Norðurlandabúar einna
tregastir í þessari þátttöku, þótt
óvíða sé netaðgangur betri, netnotk-
un meiri eða samfélagsmiðlar út-
breiddari.“
Eru fréttirnar að breytast?
En hafa netmiðlarnir breytt því
hvað er í fréttum og hvernig og
hvers fréttir eru sagðar? „Net-
miðlar flytja okkur fréttirnar um
leið og á meðan atburðir gerast.
Hraðinn í blaða- og fréttamennsku
er orðinn miklu meiri en hann var,“
segir Valgerður. „Hér áður var upp-
lýsingum safnað eins og hægt var,
tekin viðtöl við hlutaðeigendur og
fréttin unnin eins ítarlega og hægt
var áður en blaðið fór í prent. Á net-
miðlunum fá lesendur stundum ein-
faldlega að fylgjast með framvindu
mála, upplýsingar koma í smá-
skömmtum og fréttin tekur breyt-
ingum eftir því sem málum vindur
fram. Ljósvakamiðlar geta og gera
Þörf á nýjum
tekjustofnum
Valgerður Jóhannsdóttir aðjunkt segir fréttamiðla á netinu
ekki geta reitt sig eingöngu á auglýsingar til fjármögnunar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Fjölmiðlun Flestir miðlar á netinu glíma við erfiðleika í rekstri. Valgerður
Jóhannsdóttir telur að róðurinn sé ekki að léttast í bráð að óbreyttu.
Netið Fjölmiðlar verða
að glíma við miklar og
örar tæknibreytingar á
netinu og laga sig að
þeim. Nú notar þorri
fólks snjallsíma til að
vafra um netið.
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–16 Allir velkomnir
Katrín Matthíasdóttir
Boðskort
Sýningaropnun 2. febrúar kl. 18
Hið augljósa
Sýning í Gallerí Fold 2. – 17. febrúar
Á þeim 20 árum sem liðin eru síð-
an fréttavefurinn mbl.is hóf göngu
sína hafa verið birtar þar um 980
þúsund fréttir. Í fyrra voru fréttir
að meðaltali um 153 á dag. Í frétt
um opnun vefsins 2. febrúar 1998
sagði að með honum gæfist „les-
endum kostur á að fylgjast með
því sem helst er á seyði hér heima
eða erlendis þegar þeim sýnist
svo, hvort sem er á nóttu eða degi
alla daga vikunnar“. Fyrsta frétt á
mbl.is aðfaranótt 2. febrúar 1998
var um að búið væri að opna
fréttavefinn, en næsta frétt sagði
frá úrslitum í prófkjöri R-listans
sem haldið var 1. febrúar. Af öðr-
um fréttum á forsíðunni má nefna
frétt um að Kúveitar styddu
Bandaríkjamenn í Íraksdeilunni,
Titanic var vinsælasta mynd
Bandaríkjanna 7. vikuna í röð og
fyrstu samkynhneigðu karlmenn-
irnir hófu störf fyrir MI6-
leyniþjónustuna í Bretlandi.
Stærsta fréttin var þó tilkynning
um 15 milljarða króna samning Ís-
lenskrar erfðagreiningar við sviss-
neska lyfjarisann Hoffmann-La
Roche. Varð mbl.is fyrst fjölmiðla
til að skýra frá samningnum, enda
var blaðamaður mbl.is á staðnum
og fréttin komin á forsíðu vefsins
nokkrum mínútum síðar. Það var
mál manna í fjölmiðlastétt að með
þessari frétt hefði mbl.is fengið
fljúgandi start, enda sannaði hún
að fréttavefur hafði upp á ým-
islegt að bjóða sem hefðbundnari
miðlar gátu ekki leikið eftir.
Fréttavefurinn mbl.is „skúbb-
aði“ strax á fyrsta degi
MBL.IS HEFUR BIRT 980 ÞÚSUND FRÉTTIR FRÁ UPPHAFI
mbl.is 20 ára