Morgunblaðið - 02.02.2018, Síða 17
þetta líka, eins og menn þekkja úr
sólarhringsstöðvum. Þær eru hins
vegar ekki til hér og það þarf stór-
atburði til eigi hefðbundnar útvarps-
og sjónvarpsstöðvar að rjúfa dag-
skrá til að flytja af þeim fréttir.
Þröskuldurinn er að þessu leyti mun
lægri á netmiðlum. Netmiðlar eru í
meira návígi við sína lesendur, ef
svo má að orði komast. Það sést á
augabragði hvort áhugi er á tiltek-
inni frétt eða ekki. Flestir ef ekki
allir netmiðlar fylgjast náið með um-
ferðinni hjá sér og það hefur auðvit-
að áhrif. Efni sem menn sjá að vek-
ur athygli, dregur að sér lesendur
og auglýsingar er gert hærra undir
höfði og fjallað meira um það.
Margar rannsóknir hafa sýnt fram á
að efni af léttara taginu, afþreying,
íþróttir, umfjöllun um þekkt fólk
o.s.frv. er stærri hluti efnis á net-
fréttamiðlum en í prentmiðlum.
Könnun sem ég gerði á fréttum í
Morgunblaðinu, mbl, Fréttablaðinu
og Vísi, sýndi t.d. að dagblöðin juku
umfjöllun um stjórnmál og efna-
hagsmál eftir hrun (2009), en á net-
miðlunum hins vegar fjölgaði hlut-
fallslega þessum svokölluðu mjúku
fréttum.“
Valgerður segir að skiptar skoð-
anir séu um ágæti þessarar þróunar.
„Sumir halda því fram að frétta-
miðlar séu að bregðast meginhlut-
verki sínu, sem sé að miðla upplýs-
ingum til borgara í lýðræðissam-
félagi og veita valdhöfum aðhald.
Aðrir benda á að fréttaneysla hafi
aukist og fréttir nái til hópa sem
þær ekki náðu vel til áður.“
Stöðug uppfærsla frétta
Valgerður segir að netmiðlar hafi
líka mjög víða – en alls ekki alstaðar
– þróast þannig að áhersla sé lögð á
að uppfæra stöðugt, vera alltaf með
nýjar fréttir. „Það þýðir auðvitað að
þröskuldurinn – það hvað telst eiga
erindi í fréttir – er mun lægri í net-
miðlum en t.d. prentmiðlum eða
ljósvaka. Allskyns efni sem alls ekki
kæmist í dagblað eða sjónvarps-
fréttir kemst að í netmiðlum af því
að framleiðnikrafan er svo rík.
Facebook-statusar, allskonar til-
kynningar eða efni héðan og þaðan
af netinu er birt á netmiðlum. Það
þarf ekki endilega að vera svo að
margir lesi þetta efni, en oft kostar
mjög lítið að búa þessar fréttir til og
þar af leiðandi er það gert af því það
þarf að „fæða skrímslið“. Svo má
ekki gleyma því að netmiðlar geta
gert svo margt sem hefðbundnir
miðlar geta ekki, eins og gera les-
endum kleift að nálgast upplýsing-
arnar sem fréttin byggist á, eða ít-
arefni, hlusta á viðtöl í heild sinni
o.s.frv. Þeir eiga líka möguleika á að
setja efni fram á fleiri vegu en hefð-
bundnu miðlarnir; geta m.a. gert
það gagnvirkt, sem getur gert frétt-
irnar aðgengilegri og auðskiljan-
legri fyrir lesendur,“ segir Val-
gerður.
GettyImages/Thinkstock
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
ERTU STELPA SEM
VILL KOMAST Í FORM?
TT-3 námskeiðin eru sérsniðin fyrir þig!
Velkomin í okkar hóp!
Innritun og nánari upplýsingar
í síma 581 3730 og á jsb.is
STELPUR
KONUR
STAÐURINN
RÆKTIN
Markviss, fjölbreytileg og öflug líkamsrækt
fyrir konur og stelpur sem tekur mið
af þörfum ólíkra hópa og skilar auknum krafti,
hreysti og vellíðan.
TT-3 eru lífstílsnámskeið fyrir stelpur á
aldursbilinu 16-23 ára sem vilja taka mataræðið
í gegn og líkamsræktina föstum tökum
Núna er rétti tíminn!
E
F
L
IR
/
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Í dag eru 20 ár frá því að fréttavefnum mbl.is var
hleypt af stokkunum. Frá upphafi hefur hann átt þeirri
velgengni að fagna að vera mest sótti fréttavefur
landsins. Fyrstu árin ólst mbl.is upp í skjóli systurmið-
ilsins Morgunblaðsins. Vefurinn var þá kallaður Frétta-
vefur Morgunblaðsins og naut þess trausts og sterku
innviða sem byggðir höfðu verið um Morgunblaðið. Frá
upphafi starfaði þó sérstök fréttadeild á mbl.is og þessi
nýi miðill ruddi nýjar brautir í hinu rótgróna útgáfu-
félagi. Nú eru blaðið og vefurinn tvær aðskildar ein-
ingar þótt vissulega sé áfram gott og náið samstarf
með miðlunum.
Tuttugu ár frá því að mbl.is hóf göngu sína
Fréttaskrif á mbl.is
Samanlagður fjöldi tákna í meginmáli frétta á
mbl.is frá upphafi (2. febrúar 1998) er
Sé miðað við að meðalskáldsaga sé um 500.000
tákn fylltu fréttaskrifin
1,3 milljarðar
2.600
bækur
Vikuleg notkun á mbl.is
landsmanna nota
mbl.is í hverri viku
84%
Hver notandi
kemur á vefinn
...og flettir
54
sinnum
12
sinnum í viku...
Stærsti fréttavefur landsins frá upphafi