Morgunblaðið - 02.02.2018, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
ICQC 2018-20
Ýmsir hafa orð á því
að félagskerfi bænda sé
flókið og hafa nokkuð
til síns máls. Heildar-
samtök bænda eru
ágreiningslaust
Bændasamtök Íslands
(BÍ). Síðan eru marg-
vísleg félög ákaflega
misstórra og misö-
flugra búgreina sem
telja frá nokkrum tug-
um félagsmanna upp í yfir þúsund
bændur hjá þeim stærstu. Stór
hluti búgreinafélaganna er stofn-
aður á níunda áratugnum. Þá eru
búnaðarfélög í einstökum sveitum
sem mynda með sér búnaðarsam-
bönd (búnaðarsamtök á allra síð-
ustu árum með þátttöku fleiri sam-
banda). Búnaðarsamböndin eiga sér
flest sögu sem nálgast öld. Öll þessi
félög eru aðilar að BÍ.
Með þessu kerfi gerist það að
einstakur bóndi verður félagsmaður
BÍ í gegnum mismörg aðildarfélög.
Flestir í gegnum 2-4 félög en drjúg-
góður hópur gegnum enn fleiri. Til
skamms tíma var meginhluti fé-
lagsgjalda greiddur í raun af bún-
aðarmálasjóðsgjaldi, sem lagt var af
í ársbyrjum 2017. Síðustu árin
höfðu BÍ og sum búgreinafélögin
verið hvað háværust í jarmkórnum
um að fella gjaldið niður, ekki
stjórnvöld.
Þegar þessi róttæka breyting
varð þá fór engin umræða fram inn-
an félagskerfs BÍ eða aðildarfélaga
um einföldun kerfisins. Þess í stað
birtist þetta bændum sem inn-
heimta á félagsgjöldum til mis-
margra stéttar- og fagfélaga.
Stjórnarmenn BÍ kynntu þetta með
fundum í héraði fyrir ári. Á þeim
fundi sem ég sótti var stjórnar-
maðurinn, Einar Ófeigur, sem síð-
ustu ár hefur birst sem samloka
formanns BÍ. Hann boðaði þá
félagshyggju að nú væri best að
bændur reyttu augun úr félags-
kerfinu eftir því hve vel félögin
höfðuðu til bænda með greiðslu ár-
gjalda til þeirra, hluti félaganna
yrði sveltur í hel. Að eiga eftir að
sjá þingeyska félagshyggju á þessu
plani hafði mig aldrei órað fyrir.
Íslenskir bændur eru víst þeir
einu í heiminum sem í dag eru að
greiða stéttarfélagsgjald til margra
félaga. Afkoma þeirra gefur ef til
vill tilefni til þess.
Nei, allir sem hugsa málið sjá í
hvert öngþveiti er komið. Hér þarf
að taka til hendinni, stokka upp og
einfalda kerfið.
Nú vill það undarlega til að fyrir
áratugum eða árið 1988 starfaði ég
ásamt fleirum í nefnd á vegum
landbúnaðarráðherra um endur-
skipulagningu leiðbeiningaþjónustu
í landbúnaði þar sem félagskerfið
var einnig til umræðu. Við lögðum
mikla vinnu í starfið, heimsóttum
öll búnaðarsambönd landsins og
ræddum við forystumenn margra
félaga og stofnana og kynntum okk-
ur ítarlega skoðun í þessum málum
á Norðurlöndunum, en á þeim árum
áttu sér stað umbyltingar í þessum
málum þar. Við skiluðum ítarlegri
skýrslu og tillögum
og margt af þeim á
meira erindi við alla
en hrunið félagskerfið
í dag. Því miður varð
aldrei umræða um
þessi mál þar sem
formaður nefnd-
arinnar hljóp útundan
sér þegar skýrslunni
hafði verið skilað ráð-
herra.
Ég tel mig einnig
fullvissan um að þeir
sem staðið hafa að breytingum í
þessum málum síðar hafa aldrei
kynnt sér efni skýrslunnar. Væri
svo hefðu þeir ekki vaðið kviksyndi,
sem þar er varað við, í síður í nán-
ast öllum sínum gjörðum.
Ég ætla hér á eftir að fjalla um
nokkur félagsmálaatriðin út frá
grunni skýrslunnar og eigin hug-
leiðinga sem síðar hafa komið til.
Bændum hefur aldrei verið meiri
þörf fyrir öflug heildarsamtök en
nú sem sinna hagsmunamálum ís-
lensks landbúnaðar. Til þess þarf
aðeins ein heildarsamtök allra
bænda. Nefndin lagði á sínum tíma
til að heildarsamtökin væru mynd-
uð af þremur búnaðarsamböndum
sem næðu til alls landsins.
Með mjög skýrri verkaskiptingu
væri kveðið á um það hvað væru
sameiginleg mál og hvað sérmál bú-
greina. Innan félagsins gætu bænd-
ur sem þess óskuðu síðan skipað
sér í búgreinafélög undir þessum
hatti. Öll reynsla virðist mér sýna
að þannig þróist þetta best í raun.
Þarna yrði t.d. að kveða mjög skýrt
á um hlut heildarsamtakanna og
búgreinafélaganna í allri aðkomu að
samningum við ríkisvaldið og á fjöl-
mörgum fleiri sviðum. Umfang bú-
greinanna réði því einnig hvort þau
væru deildarskipt eða aðeins á
landsvísu, allt eftir eðli og umfangi
hverrar búgreinar. Ekki síst yrði
vel að huga að grunni félagsgjalds-
ins sem aðeins yrði eitt fyrir hvern
bónda. Það kæmi þannig skýrt
fram hvert hlutfall hvers búgreina-
félags að árgjaldinu væri. Útfærsl-
una er auðvelt að vinna nenni menn
því.
Að mínu viti má á þessum grunni
einfalda félagskerfið mjög við
endurskipulagningu og sækja um-
talsverða fjármuni sem skilað yrði
til bænda. Þeir yrðu umtalsverðir í
samanburði við það sem þeir greiða
í núverandi óstjórn.
Þessu fylgja ýmsar breytingar.
Augljóst er að BÍ þarf nýja forystu
til að þetta gerist. Nú hafið þið
bændur frestinn til Búnaðarþings
til að finna félaginu nýjan formann.
Það verður alltaf byrjun breytinga.
Sú reynsla er þegar fengin af nú-
verandi formanni í þessum málum
og mörgum fleirum að undir hans
stjórn gerist ekkert. Ef til vill vík
ég að öðrum óstjórnarmálum for-
mannsins í pistlum fljótlega. Við
bændur segi ég aðeins. Hugsið það
sem ég hef hér sagt. Byrjið síðan á
byrjuninni.
Endurskoðun á
félagskerfi bænda
Eftir Jón V. Jón-
mundsson
» Að mínu viti má á
þessum grunni ein-
falda félagskerfið mjög
við endurskipulagningu
og sækja umtalsverða
fjármuni sem skilað yrði
til bænda.
Jón Viðar Jónmundsson
Fyrrvernadi starfsmaður margra
landbúnaðarstofnana í tæpa fimm
áratugi.
jvj111@outlook.com
Fyrst skal tekið
fram, hvað er átt við
með „heimsku“, en orð-
ið spannar hér allt frá
heimóttarhætti og af-
dalamennsku, þröng-
sýnni þjóðernishyggju
og monti til skorts á
skilningi, framtíðarsýn
og ábyrgð gagnvart
þjóðinni.
Um síðustu aldamót
hafði krónan fallið 35 sinnum frá
stofnun lýðveldisins. Voru gengis-
fellingar búnar að hrjá fólk, einkum
almenning og minni fyrirtæki, sem
engar varnir áttu, aftur og aftur, og
leiða vanlíðan, vandræði og stund-
um hreint fár yfir þessa aðila. Þetta
var nánast eins og skæð asíuflensa
eða pest, sem lagðist á landsmenn
með reglulegu millibili.
Gott og sláandi dæmi um þessar
krónuhamfarir er sú staðreynd, að
fram til ársins 1922 var íslenzka
krónan jafn verðmæt þeirri dönsku,
1:1. Sá, sem átti 100.000 íslenzkar
krónur, fékk fyrir þær 100.000
danskar krónur. Hvað halda menn
nú, að fáist fyrir 100.000 íslenzkar
krónur í dönskum í dag? Tæplega
6.000 danskar krónur. Verðgildi
krónunnar hefur á þessum tíma
rýrnað um 94% gagnvart þeirri
dönsku.
Hér hefur í raun orðið hrikaleg
eignaupptaka. 94 hundruðustu hafa
verið hirtir af krónueigendum, ým-
ist með vísvitandi gengisfellingu
ríkisstjórnar, þar sem upptaka var
gerð með ásetningi í reiðufé al-
mennings og féð fært til sjávar-
útvegs eða annarra hagsmunahópa,
eða þá, að heimsmarkaðsverð eða
alþjóðlegar efnahagssveiflur settu
stórfelldar fjármunatilfærslur af
stað.
Líkja má þessu við það, að sjó-
maður, sem átti 100 fullar síldar-
tunnur, hafi af stjórnvöldum verðið
sviptur 94 þeirra, án nokkurra
bóta, og hélt hann aðeins sex tunn-
um sjálfur. Eða, að bóndi, sem átti
100 fulla kartöflupoka, hafi orðið að
sæta bótalausri upptöku ríkisins á
94 þeirra, sem eftirlét honum að-
eins sex poka. Hrikaleg eignaupp-
taka það, sem í augum undirritaðs
er skýrt brot á tveimur grunn-
ákvæðum stjórnarskrárinnar:
1. Gr. 72. „Eignarrétturinn er
friðhelgur. Engan má skylda til að
láta af hendi eign sína
nema almenningsþörf
krefji. Þarf til þess
lagafyrirmæli og
komi fullt verð fyrir“.
Skv. þessu virðist
ljóst, að þegar gífur-
legir fjármunir hafa
verið færðir af stjórn-
völdum, frá varnar-
lausum almenningi til
ákveðinnar atvinnu-
starfsemi, hefði þurft
lagasetningu til og
fullar bætur til al-
mennings. Ráðamenn hafa virt
þessa grunngrein Stjórnarskrár-
innar að vettugi og nánast troðið
hana fótum.
2. Gr. 65. „Allir skulu vera jafnir
fyrir lögum og njóta mannrétt-
inda...“. Auðvitað er þetta grunn-
atriði líka þverbrotið, þegar fjár-
munir almennings eru hirtir af
honum bótalaust og færðir öðrum
þjóðfélagshópum á silfurdiski.
Það skal viðurkennt, að lengi vel
voru engin góð ráð til við þessum
sveiflum og þessu fári krónunnar,
einkum þeirra, sem stöfuðu af
utanaðkomandi ástæðum – sem
breytir engu um ólögmæti þeirra –
en það breyttist með tilkomu evr-
unnar 01.01. 1999.
Margar aðrar vestrænar þjóðir
höfðu átt við óstöðugt gengi að
glíma, vegna smæðar gjaldmiðils
síns, og fögnuðu 14 þjóðir tilkomu
evrunnar strax 1999, þar af 3 þjóð-
ir, sem ekki einu sinni voru í ESB.
Þessar þjóðir tóku evruna upp
strax 1999: Austurríki, Belgía,
Finnland, Frakkland, Holland, Ír-
land, Ítalía, Lúxemborg, Mónakó
(utan ESB), Portúgal, San Marínó
(utan ESB), Spánn, Vatíkanið (utan
ESB) og Þýzkaland. Á árunum
fram til 2008 bættust fjórar þjóðir
við: Grikkland, Kýpur, Malta og
Slóvenía. Þegar hrunið dundi yfir
hér 2008 voru því 18 vestrænar
þjóðir varðar af evrunni og Seðla-
banka Evrópu og komust þær
flestar frá banka- og efnahags-
kreppunni án mikils skaða; alla
vega hækkuðu skuldir og útgjöld
almennings ekki og menn héldu
óskertum tekjum sínum og eignum.
Í mínum huga bar þeim ríkis-
stjórnum, sem sátu frá 1999,
grundvallarskylda til að taka upp
evruna til að tryggja þjóðinni stöð-
ugleika og öryggi og verja hana
gegn frekari efnahagslegum svipt-
ingum og fári, eins og 18 aðrar
evrópskar ríkisstjórnir gerðu far-
sællega á árunum 1999-2008.
Í mínum huga er engin önnur
skýring á þessu algjöra aðgerðar-
leysi og ábyrgðarleysi og þessum
brotum á stjórnarskrá, en
„heimska“ á alvarlegu stigi. Ég er
að tala um ríkisstjórnir Davíðs
Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar
og Geirs H. Haarde. Ef þessir
menn hefðu rækt skyldur sínar,
axlað ábyrgð í gjaldmiðlamálum og
virt stjórnarskrá landsins fyrir
2008, hefði enginn Íslendingur tap-
að eignum, tapað tekjum, orðið fyr-
ir skuldaaukningu eða fyrir
útgjaldaaukningu vegna hrunsins.
Ekki er hlutur ríkisstjórnar Sig-
mundar Davíðs skárri. Í rauninni
bítur hún höfuðið af skömminni og
ábyrgðarleysinu. Í stað þess að
ljúka þeim samningaviðræðum við
ESB sem ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttir hafði af vizku og
ábyrgð stofnað til eða tekið upp
evruna með öðrum hætti, slíta þess-
ir menn samningaumleitunum við
ESB 2015 og eyðileggja ekki aðeins
margra ára starf og viðleitni heldur
bjóða þeir þar með krónuhættunni
heim á ný og opna dyrnar fyrir ný
og frekari stjórnarskrárbrot.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobs-
dóttur er nú búin að taka við kefl-
inu. Ekki leiftrar skilningur á sögu
krónunnar, ábyrgð gagnvart þjóð-
inni eða virðing við stjórnarskrá af
stefnuskrá hennar: „Hagsmunum
Íslands er best borgið með því að
standa áfram utan Evrópusam-
bandsins.“
Ef þetta verða síðustu orð þess-
arar ríkisstjórnar í þessu hags-
munamáli landsmanna nr. 1, mun
hún ekki lengi fá frið með það. Það
er mál til komið, að á ábyrgðarleysi
stjórnmálamanna og virðingarleysi
þeirra við stjórnarskrána reyni fyr-
ir dómstólum landsins.
Réttlætir „heimska“ ráðamanna
brot á stjórnarskrá og lögum?
Eftir Ole Anton
Bieltvedt »Ef menn hefðu rækt
skyldur sínar hefði
enginn Íslendingur
tapað eignum, tapað
tekjum, orðið fyrir
skuldaaukningu eða
útgjaldaaukningu
vegna hrunsins.
Ole Anton Bieltvedt
Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu-
maður og stjórnmálarýnir.
Ágæta Þórdís Kol-
brún.
Um þessar mundir
eru liðin þrjú ár frá
því að ég sendi þér
bréf þar sem lýst var
framgöngu, eða öllu
heldur skorti á fram-
göngu, kærunefndar
lausafjár- og þjón-
ustumála í meðferð á
ágreiningi mínum við
Orkuveitu Reykja-
víkur (OR), en þetta fyrirtæki hef-
ur í skjóli einkaleyfis gert mér að
greiða fyrir þjónustu sína tvöfalt
meir en aðrir, eins og áður hefur
verið lýst á síðum þessa blaðs.
Ég sagði þér að nefndin væri
búin að hafa málið til meðferðar í
tvö ár og minnti á að henni væru
ætlaðar átta vikur til að gefa álit í
deilumálum. Ekki veit ég hversu
hátt í goggunarröð ráðuneytisins
þetta bréfkorn náði, en fljótlega
barst svarbréf undir-
ritað af tveimur
fulltrúum þínum sem
sáu ekkert aðfinnslu-
vert við þessi vinnu-
brögð og báru jafnvel
í bætifláka fyrir þau.
Ég vel þessa send-
ingarleið nú í von um
að þannig nái erindið
alla leið til þín.
Og nú eru árin
semsagt orðin þrjú
og ekkert bólar á
niðurstöðu frá nefnd-
inni. Við þessi þrjú
má bæta tæpu ári sem ráðuneytið
var að skoða málið áður en það
komst að þeirri niðurstöðu að það
væri óhæft til að túlka eigin reglu-
gerð (um OR) og benti mér á að
leita til títtnefndrar kærunefndar
og fá þar skjóta úrlausn. Allan
þennan tíma hef ég reynt að
þrýsta á um afgreiðslu málsins,
meðal annars leitað til Umboðs-
manns alþingis, en allt kemur fyr-
ir ekki.
Umboðsmaður alþingis hefur
gefið sitt álit, nefndinni ber að
fjalla efnislega um málið. Síðan
eru liðnir 18 mánuðir og orðið
nokkuð ljóst að álit hans hefur
ekki mikið vægi þar á bæ.
Og nú er ég semsagt að kæra til
þín kærunefndina fyrir að fara
freklega gegn skipunarbréfi ráð-
herra og áliti Umboðsmanns al-
þingis. Það er ráðherra neytenda-
mála sem skipar þessa nefnd,
setur henni starfsreglur og skrifar
uppá reikninga frá henni og ætti
því að renna blóðið til skyldunnar
að bregðast við ef hún verður upp-
vís að vinnubrögðum eins og hér
er lýst.
En kannski finnst þér þetta
bara í góðu lagi.
Opið bréf til ráðherra
neytendamála
Eftir Karl
Sigurhjartarson »Um ranghala stjórnsýsl-
unnar – og þöggun.
Karl
Sigurhjartarson
Höfundur sinnti áður ferðamálum
en nú helst bréfaskriftum.
fasteignir