Morgunblaðið - 02.02.2018, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018
syni sem ég kveð í dag. Þegar ég
horfi til baka sýnist mér ég hafa
verið eins og grár köttur á heimili
Björns og Steinunnar en aldrei
fann ég fyrir öðru en ég væri
meira en velkomin. Ég kom heim
til þeirra í hádeginu og fékk að
borða, lá í sófanum og horfði á
sjónvarpið og fór með til Akur-
eyrar að heimsækja fjölskylduna.
Björn var einn af þessum
mönnum sem víla ekkert fyrir sér
og eru alltaf að gera eitthvað.
Þannig á ég margar myndir í hug-
anum af Birni að dytta að hinu og
þessu, innanhúss og utan, bæði
stóru og smáu. Og það gerði hann
fram á síðasta dag og taldi það
ekki eftir sér.
En Björn var ekki bara pabbi
vinkonu minnar. Fyrir nokkrum
árum hringdi hann í mig og bað
mig um að vinna svolítið fyrir sig.
Með því móti fékk ég tækifæri til
að endurnýja gamlan vinskap við
góðan mann og fyrir það er ég
þakklát.
Það var mitt lán að Björn skyldi
flytja með fjölskyldunni til
Reykjavíkur árið 1986 og að leið-
arlokum vil ég þakki fyrir að hafa
kynnst Birni og votta aðstandend-
um samúð mína.
Halldóra Björt Ewen.
Lífið tekur vinkilbeygjur þegar
minnst varir og kallar burtu menn
í blóma lífsins þegar á að fara að
njóta efri áranna og amstur dag-
anna tekur á sig nýja mynd
Kynni okkar Björns Eiríksson-
ar hófust þegar við vorum litlir
saklausir drengir og lærðum að
synda hjá Þórhöllu í gömlu
Hrafnagilslauginni. Þar var að-
staða bágborin en dugði samt.
Svo liðu nokkur ár og næst er
minningin um dvölina á Lauga-
landi þegar við gengum til spurn-
inga hjá séra Bjartmari. Þá var
farið að færast fjör í leikinn, ólm-
ast í hlöðunni fram á nótt og farið
með kveðskap. Engum varð meint
af en oft minnst á.
Kynni okkar urðu meiri og nán-
ari á seinni árum eftir að báðir
gengum í Oddfellow-stúkuna
Baldur. Stúkustarfið féll vel í
kramið hjá okkur og samskipti
urðu meiri og nánari.
Ferð sem stúkubræður og eig-
inkonur fóru um sveitir Eyjafjarð-
ar á haustdögum uppúr síðustu
aldamótum er í minnum höfð, en
þá fór Björn á kostum við lýsingu
á sveitinni og bændum og búaliði.
Þessa ferð og reyndar margar
aðrar ber oft á góma en þarna var
okkar maður í essinu sínu í frá-
sögnum, söng og að fara með vís-
ur. Hrókur alls fagnaðar og allra
manna hugljúfi.
Með hlýhug hugsa ég til utan-
landsferða sem við hjónin forum
með Birni og Nínu. Fyrst til
Þýskalands og Austurríkis og
síðastliðin ár á slóðir Vestur-Ís-
lendinga og síðar á árinu til Kaup-
mannahafnar. Þegar sú ferð var
farin var farið að draga verulega
af mínum manni en hann lét sig
hafa það. Enda búinn að ákveða
með góðum fyrirvara að fara ferð-
ina og því þá að hætta við?
Með Birni Eiríkssyni er fallinn
frá góður vinur og félagi. Hann
prýddu þeir kostir sem mestir eru
hverjum manni. Mér eru alltaf í
minni þau orð sem Nína lét falla
um hann skömmu eftir að þau
kynntust: „Það sem þú gerir fyrir
Bjössa færðu margfalt til baka.“
Þetta voru orð að sönnu og lýsa
honum vel.
Að leiðarlokum þökkum við
Júlla þessum góða vini samfylgd-
ina og vottum Nínu og fjölskyld-
um þeirra samúð okkar á þessari
erfiðu stundu.
Bergur Hjaltason.
Þegar ég var aðeins 17 ára
bankaði ég upp á hjá Birni, sem þá
stýrði bókaforlaginu Skjaldborg.
Ég hafði fengið þá flugu í höfuðið
að kanna hvort forlagið hefði
áhuga á að fá mig til að þýða bók
eftir Agöthu Christie yfir á ís-
lensku, en Skjaldborg var þá út-
gefandi Agöthu hér á landi. Björn
var ég þá að hitta í fyrsta sinn.
Hann tók mér afar vel og lofaði
að hugsa málið. Nokkrum dögum
síðar hafði hann samband og vildi
gefa mér tækifæri. Þar með hófst
samstarf okkar, og á næstu tólf ár-
um þýddi ég tólf bækur fyrir
hann.
Aldrei bar skugga á þetta sam-
starf. Oft hef ég leitt hugann að
því hversu ómetanleg þessi fyrstu
viðbrögð hans voru ungum manni
sem vildi stíga sín fyrstu skref í
heimi bókmenntanna. Minning
um góðan mann lifir.
Ragnar Jónasson.
Það var um aldamótin 2000 sem
ég fór að vinna við bókaútgáfuna
hjá Birni Eiríkssyni í Skjaldborg.
Ég þekkti auðvitað vel til hans áð-
ur, hafði starfað hjá Örlygi Hálf-
danarsyni í Bókaútgáfunni Erni
og Örlygi um sinn. Og það var
stutt á milli vinanna og keppinaut-
anna. Annað fyrirtækið hafði að-
setur í Síðumúla en hitt í Ármúla,
rétt fyrir neðan. Fleiri útgáfufyr-
irtæki voru nærri, Vaka-Helgafell
með myndarlega útgáfu í Síðu-
múlanum og fleiri minni útgáfur
voru þarna. Svo var auðvitað
Blaðaprent með ritstjórnarskrif-
stofur blaðanna sem þar voru
prentuð og öflug bókaverslun
Máls og menningar. Það má því
segja að í Múlunum hafi staðið öfl-
ugt virki íslenskrar menningar á
þessum tíma.
Á þessum tíma var Bókaútgáf-
an Skjaldborg meðal umsvifa-
mestu útgáfufyrirtækja landsins
og á hennar vegum komu út tugir
bóka árlega.
Um tíu árum fyrr hafði Björn
flutt útgáfuna frá Akureyri, þar
sem hún hafði verið stofnuð, til
Reykjavíkur, hafði séð nauðsyn
þess að færa sig nær meginmark-
aði bóka á Íslandi. Engu að síður
var Skjaldborg enn „norðlenskt
forlag“ að yfirbragði og í norð-
lenska menningu voru viðfangs-
efnin sótt að drjúgu leyti þótt víð-
ar væri leitað fanga, innanlands og
um veröld víða. Þá skal líka talið
með hið stórmerka tímarit Heima
er bezt, sem enn kemur út undir
traustri ritstjórn Guðjóns Bald-
vinssonar, og er, eins og það hefur
verið alla tíð, traustur spegill ís-
lenskrar þjóðmenningar.
Björn Eiríksson reyndist hlýr
og notalegur húsbóndi og góður
félagi, harðduglegur og kappsam-
ur og vildi láta hlutina ganga.
Hann hafði mörg spjót úti í rekstri
sínum og ekki dugði að gefa sjálf-
ur út fjölda bóka á eigin vegum,
hann keypti upp lagera frá bóka-
útgáfum sem hættar voru í rekstri
og rak öflugan bókamarkað í eigin
fyrirtæki en var einnig umsvifa-
mikill á hinum viðamikla markaði
Félags íslenskra bókaútgefenda.
Hann sá um bókamarkað félags-
ins á Akureyri í mörg ár og þar
var gaman að vera með honum.
Þar nutu sín vel glaðlyndi hans og
ljúflyndi, hjálpsemi og þjónustu-
vilji, þar sem hann var kominn í
þann jarðveg sem hann var
sprottinn úr, með félögum sínum
og vinum frá fyrri tíð.
Alkunnugt er að hefðbundin
bókaútgáfa hefur víða átt undir
högg að sækja síðustu ár, vegna
mikilla breytinga á þeim menning-
arheimi sem við lifum í og ásóknar
nýrra miðla. Þessar breytingar
hafa ekki síst tekið í, í hinu örsmáa
íslenska samfélagi og þær hafa
skipt sköpum á sviði bókaútgáfu.
Þar lítur flest öðruvísi út en það
gerði fyrir aldarfjórðungi og
margt er horfið sem var eftirsjá
að. Björn Eiríksson fór ekki var-
hluta af sviptingunum en honum
tókst með hyggindum að sigla út
úr þeim ólgusjó þannig að Skjald-
borg lifir enn en síðustu árin hefur
hann einbeitt sér að rekstri Bif-
rastar, annarrar bókaútgáfu í eigu
hans.
Björn Eiríksson var vinsæll
maður og vinmargur og það kom
til af mörgu. Hann var glaðsinna
og hlýr, traustur og prýðilegum
gáfum gæddur. Hann var allra
manna glaðastur á góðri stund, af-
burða söngmaður og einstakur
frásagnarmaður.
Blessuð sé minning hans.
Helgi Magnússon.
✝ KristínIngvarsdóttir
fæddist í Reykjavík
21. september
1922. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Sóltúni í
Reykjavík 26. jan-
úar 2018.
Foreldrar henn-
ar voru Ingvar Sig-
urðsson, f. 20. júlí
1885, d. 12. janúar
1952, og Marta Einarsdóttir, f.
2. maí 1896, d. 2. október 1953.
Systkini Kristínar voru Einar
Ingvarsson, f. 23. maí 1924, d. 1.
október 2009, Anna Ragnheiður
Ingvarsdóttir, f. 28. nóvember
1926, Ingunn Ingvarsdóttir, f. 5.
febrúar 1929, d. 29. september
2014, og Bergljót Ingvarsdóttir,
f. 5. september 1930.
Kristín giftist hinn 19. apríl
1955 Jónasi Jónssyni, fram-
kvæmdastjóra Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunnar í Reykja-
vík, f. 30. ágúst 1912, d. 8.
febrúar 2001. Foreldrar hans
voru Jón Gunnlaugur Jónasson,
f. 5. febrúar 1883, d. 7. janúar
nóvember 1978, sambýliskona
Tinna Ösp Bergmann. Börn
Jónasar Inga: Jónas Aron og
Elísabet Marta. b) Kristín, f. 7.
apríl 1983, sambýlismaður
Guðni Páll Sigurðsson. Barn
þeirra: Sigurður Sær. Önnur
börn Kristínar: Aþena Ísold og
Hjálmar. c) Birgitta, f. 9. janúar
1995, sambýlismaður Sigurður
Bjarki Hlynsson.
Kristín ólst upp í miðbæ
Reykjavíkur og gekk í Mið-
bæjarbarnaskólann og síðar í
Gagnfræðaskóla Ingimars
Ágústssonar. Eftir nám, eða ár-
ið 1938, hóf Kristín verslunar-
störf í Verslun Kristínar Sig-
urðardóttur, sem var til húsa að
Laugavegi 20, en móðir Krist-
ínar, Marta Einarsdóttir, rak
verslunina ásamt prjónastofu
og síðar matvöruverslun í þessu
húsnæði. Árin 1947-49 var
Kristín við nám í ensku og vél-
ritun í Englandi. Eftir
Englandsdvölina vann hún í
heildverslun Garðars Gísla-
sonar. Eftir að hún og Jónas
giftu sig helgaði hún sig hús-
móðurstörfum og barnauppeldi.
Jónas og Kristín bjuggu í
Reykjavík allan sinn búskap,
lengst af á Laugarásvegi 38.
Útför Kristínar fer fram frá
Áskirkju í Reykjavík í dag, 2.
febrúar 2018, og hefst athöfnin
klukkan 13.
1964, og Anna Sig-
mundsdóttir, f. 24.
janúar 1888, d. 2.
september 1965.
Börn Kristínar
og Jónasar: 1) Jón
Gunnlaugur, f. 19.
janúar 1956, yfir-
læknir meinafræði-
deildar Landspít-
alans og prófessor
við læknadeild Há-
skóla Íslands, maki
Birna Sigurbjörnsdóttir, f. 28.
maí 1956, lögfræðingur. Börn:
a) Marta, f. 9. nóvember 1978,
maki Helgi Már Björgvinsson.
Börn: Hinrik og Kristján. b)
Hjalti, f. 25. ágúst 1982, í sam-
búð með Heiðdísi Sóllilju
Bragadóttur. c) Ragnheiður, f.
27. janúar 1989, í sambúð með
Benedikt Skúlasyni. Barn: Ein-
ar. d) Davíð, f. 24. október 1991.
2) Inga Marta, f. 2. nóvember
1957, hjúkrunarfræðingur á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni,
maki Jónas Teitsson, f. 31. des-
ember 1954, d. 6. ágúst 2009,
framkvæmdastjóri. Börn
þeirra: a) Jónas Ingi, f. 27.
Elsku amman mín er látin, 96
ára að aldri. Eftir langa og góða
ævi liggur leið hennar á ný til
Jónasar afa, séntilmannsins sem
tekur á móti henni opnum örmum
eftir margra ára aðskilnað.
Amma var sú lífsglaðasta kona
sem ég veit um og hef ég trú á því
að lífsgleðin hafi verið leynivopn-
ið sem skilaði henni öllum þess-
um góðu árum. Hún var kvik í
hreyfingum og létt á fæti og
þreyttist ekki á því að minna okk-
ur á að hún hefði alltaf fengið 9,5 í
leikfimi á sínum yngri árum.
Ég var ekki svo lánsöm að vera
svona afrekskona í íþróttum eins
og amma, en ég fékk nafnið mitt
frá henni og hæðina líka. Amma
var mjög lágvaxin og þótti barna-
börnum og barnabarnabörnum
langskemmtilegast að mæla sig
við hana í hvert skipti sem komið
var í heimsókn. Það var ákveðinn
sigur að verða hærri en Kristín
amma og allir náðu henni fljótt og
örugglega og urðu jafnvel aðeins
hærri en hún, en hún bara hló og
skemmti sér yfir þessu athæfi
krakkanna.
Hún myndi hlæja enn hærra ef
hún frétti að mínir krakkar eru
farnir að mæla sig við mig, það
virðist sem lágvaxnar Kristínar
séu hentugar til þess.
Amma og afi kynntust seint á
lífsleiðinni og eignuðust því börn-
in sín tvö þegar farið var að síga á
miðaldurinn. Mamma hefur sagt
mér nokkrum sinnum frá því að
hún hefði skammast sín fyrir að
eiga svona gamla móður á ung-
lingsárunum en þegar þau liðu
hjá var hún svo sannarlega stolt
af henni. Ekki var erfitt að vera
stoltur af þessari dugmiklu
húsfrú sem hélt höllinni sinni
skínandi hreinni og kokkaði ofan
í afa bragðgóðan íslenskan mat
og bakaði jólaköku með rúsínum
á hverjum morgni. Maður gat
alltaf gengið að jólakökunni vísri
hvenær sem litið var inn í kaffi til
ömmu. Krakkarnir voru alltaf
viljugir með, enda lumaði
langamma alltaf á góðu
súkkulaðikexi, gosi og köku fyrir
þau og gladdist eins og forsetinn
væri að koma í heimsókn í hvert
sinn sem hún opnaði útidyrnar
fyrir okkur.
Hún var hvers manns hugljúfi
og kom mér sífellt á óvart eftir
því sem árin liðu, hversu ótrúlega
minnug hún gat verið. Hún
mundi hluti sem ég sjálf var búin
að gleyma og innti frétta um alla
mína sem sína, enda minntust all-
ir hennar sem yndislegrar og
ljúfrar konu þegar þeir fregnuðu
andlát hennar. Í boðum var hún
gjarnan miðdepill skemmtunar
og var sérstaklega gaman að sjá
hana lyftast upp af gleði í kring-
um systur sínar og nánustu vin-
konur. Með þeim leið henni best
og hún skemmti sér hvergi betur.
Hlátrasköllin ómuðu um húsið og
man ég sérstaklega eftir því þeg-
ar hún og Inga frænka flissuðu
og glöddust eins og táningar uppi
í bústað við Álftavatn fyrir ör-
fáum árum.
Elsku amma mín, ég sakna þín
nú þegar og finn fyrir óstjórnleg-
um missi yfir því að geta ekki
gengið að þér vísri á Laugarás-
veginum lengur. Ég veit að þú ert
komin á betri stað og gleðst yfir
því, en á sama tíma vildi ég að þú
værir hjá okkur ennþá. Takk fyr-
ir mig, Guðna og börnin, takk fyr-
ir alla þá gæsku sem þú sýndir
okkur og allan tímann sem þú
gafst okkur. Ég hlakka til að sjá
þig aftur, hvíldu í friði. Kveðja,
Kristín.
Kristín Ingvarsdóttir, amma
mín, var sönn Reykjavíkurmær,
fædd á heimili foreldra sinna á
Laugavegi 20 árið 1922. Þar bjó
hún öll sín bernskuár og rak
mamma hennar, nafna mín
Marta Einarsdóttir, kvenfata-
verslun á neðstu hæðinni sem
seldi m.a. kjóla, töskur, silki-
slæður og sokka.
Ég man fyrst eftir ömmu
minni sem þéttri og glaðlegri
konu. Eftir að hún sigraðist á
krabbameini, fyrir um tveimur
áratugum, var hún hins vegar af-
skaplega grönn og gat lítið borð-
að, þrátt fyrir að vera mikill sæl-
keri og áhugakona um mat. Af
gömlum myndum má sjá að
amma hefur verið glæsileg ung
kona, dökk yfirlitum og með
„franskan vöxt“ eins og hún sagði
mér sjálf að haft hefði verið á
orði. Það hefur eflaust verið eitt-
hvert erlent blóð í henni, enda
talaði hún og hló meira en Íslend-
inga er almennt siður.
Amma lagði metnað sinn í að
búa fjölskyldu sinni fallegt heim-
ili sem þau hjónin byggðu af mik-
illi smekkvísi á Laugarásvegin-
um. Þar bjó hún til 94 ára aldurs.
Þau voru sérlega góðir gestgjaf-
ar, eins og einn af heiðursræð-
ismönnum okkar í Þýskalandi
rifjaði upp með mér nýlega. Með-
al skýrustu minninga hans frá Ís-
landi var að vera boðið á glæsi-
legt heimili Jónasar við-
skiptafélaga síns og skemmtilegu
konunnar hans, fyrir um hálfri
öld síðan, og þótti honum einstök
tilviljun að ég væri barnabarn
þessara heiðurshjóna.
Skemmtileg er reyndar það
orð sem flestir nefna þegar
minnst er á Kristínu og höfum við
vinkonurnar lengi sagt að svona
hressar ætluðum við að verða eft-
ir fimmtíu ár. Það hlýtur einnig
að vera nokkuð óvanalegt að
skemmtileg var fyrsta lýsingar-
orðið sem kom strákunum mín-
um, 7 og 9 ára, í huga þegar ég
bað þá að minnast langömmu
sinnar. Reyndar ekki bara
skemmtileg heldur „mjög
skemmtileg“. Ég held að þetta
tengist einlægni hennar og þeim
mikla áhuga sem hún hafði á
mönnum og málefnum.
Báðar ömmur mínar voru mér
afar kærar og mér þótti alltaf svo
gott að heimsækja þær. Það
mikilvægasta sem Kristín amma
gerði fyrir mig var að lofa mér að
búa hjá sér þegar ég var í stúd-
entsprófum í MR og síðar á
hverju prófatímabili í Háskóla Ís-
lands.
Þá flutti ég inn með allar bæk-
urnar nokkrum dögum fyrir
fyrsta prófið, hún sá til þess að ég
hélt mér við efnið frá morgni til
kvölds, vakti mig stundvíslega
klukkan átta á hverjum morgni,
eldaði fyrir mig og hrækti á eftir
mér þegar ég lagði af stað í hvert
próf, það boðaði víst lukku. Að-
stoð og hvatning ömmu átti stór-
an þátt í námsárangri mínum og
prófatímabilin tengi ég góðum
minningum af Laugarásveginum.
Ég heimsótti Kristínu ömmu,
með fjölskyldu minni, í síðasta
skipti á aðfangadag, rétt fyrir
klukkan sex.
Þá hafði hún klætt sig upp á og
ég plataði hana til þess að fá sér
eitt sjérrístaup með mér, eins og
henni hafði áður þótt svo gott.
Henni svelgdist á staupinu en við
eigum fallega mynd af okkur
saman, glaðar á hátíðlegri stund.
Nokkrum vikum síðar fékk ég
fréttirnar til Kaupmannahafnar
að elsku amma mín væri látin.
Efst í huga mér nú er þakklæti
fyrir að hafa átt næstum 40 ár
með þessari einstöku konu.
Marta Jónsdóttir.
Kristín amma varð 95 ára og
var nánast alla ævi hin hressasta.
Ég held að leið hennar að langlífi
og lífshamingju hafi falist í því að
hafa áhuga og skoðanir á öllu.
Hún fylgdist svo grannt með
þjóð- og heimsmálum að það var
eiginlega nóg fyrir okkur fjöl-
skylduna að hitta hana reglulega
til að vita hvað var í fréttum.
Þrátt fyrir að undanfarin ár hafi
hún búið ein og verið heimavinn-
andi sagðist hún stundum ekki
hafa neinn tíma til að gera nokk-
urn skapaðan hlut fyrir öllum
þessum fréttum! Hún las alltaf
Morgunblaðið og ekki bætti úr
skák þegar öll þessi frí- og fylgi-
blöð fóru að berast inn um lúg-
una.
En mestan áhuga hafði amma
þó á fólkinu sínu. Afkomendurnir
eru nú orðnir fjölmargir og hún
vissi alltaf hvað hver þeirra var
að fást við. Ég gleymi því ekki
þegar hún hitti Benedikt, unn-
usta minn, í fyrsta skipti fyrir
nokkrum árum og hann sagðist
vera að framleiða demparagaffla
fyrir fjallahjól.
Hún vildi vita nákvæmlega
hvernig gafflarnir virkuðu og
þótti þetta alveg stórmerkileg og
sniðug uppfinning. Hjólreiða-
menn fannst henni samt óttalegir
trúðar. Að sama skapi dugði
henni ekki að vita bara nöfnin á
vinkonum mínum heldur vildi
hún heyra hvað þær væru að
læra, hvort þær væru í sambúð
o.s.frv.
Gott minni hafði hún líka og ég
var oft hissa á því hvað hún
mundi.
Ég sé hana í anda lýsa hinum
ýmsu réttum sem hún fékk í boð-
um og á veitingastöðum í gegnum
tíðina.
Amma kunni að njóta lífsins og
við fjölskyldan vitnum gjarnan í
hana þegar við segjum að við lif-
um í lúxus. Eftir að hún sigraðist
á alvarlegu krabbameini fyrir um
tveimur áratugum grenntist hún
mikið og var því bæði lág í lofti og
létt það sem eftir var, en hún var
samt alltaf jafn sterkur og stór
karakter.
Hún var ein skemmtilegasta
kona sem ég hef kynnst, með
húmor fyrir sjálfri sér og öðrum
en líka svo hlý og yndisleg. Ég
ætla sannarlega að taka ömmu
mér til fyrirmyndar og temja mér
þann hugsunarhátt að lifa í lúxus,
hvað sem á gengur.
Ragnheiður Jónsdóttir.
Kristín
Ingvarsdóttir
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand-
endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá
sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs-
ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi
aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar