Morgunblaðið - 02.02.2018, Side 32

Morgunblaðið - 02.02.2018, Side 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. FEBRÚAR 2018 ✝ Gunnar M.Björg (Björg- vinsson) kaupsýslu- maður fæddist í Reykjavík 28. júní 1939. Hann lést á heimili sínu í Liechtenstein 27. janúar 2018. Gunnar var son- ur Kristínar Guð- mundsdóttur og Björgvins Stein- dórssonar en ólst upp hjá föð- urömmu sinni og -afa, Steindóri Árna Ólafssyni byggingarmeist- ara og Guðrúnu Sigurðardóttur konu hans. Afi hans lést þegar Gunnar var 13 ára og amma hans dó tveimur árum seinna. Gunnar lauk skyldunámi. Hann komst á námssamning í flugvirkjun hjá Braathens á Sola í Stafangri 1955. Hann lauk flug- virkjanáminu í Tulsa í Oklahoma 1958. Að námi loknu starfaði Gunnar um tíma sem flugvirki hjá Flugfélagi Íslands og fór svo til Loftleiða og vann m.a. í Ham- borg. Hann aflaði sér flugvél- stjóraréttinda og starfaði sem slíkur. 1962 kom hann upp tækni- deild Loftleiða í Lúxemborg. Gunn- ar tók m.a. þátt í flugi Flughjálpar í Biafra-stríðinu 1969. Hann tók þátt í að koma Cargolux á fót og starfaði hjá félaginu til 1981. Gunnar sat í stjórn félagsins 1981-85. Hann sneri sér að flugvélasölu í sam- vinnu við lúxemborgskt fyrirtæki. Gunnar flutti til Liechtenstein um miðjan 8. áratug síðustu aldar og annaðist þar flugvélaviðskipti og ráðgjöf við flugrekendur víða um heim í gegnum fyrirtæki sitt Transreco. Gunnar var konsúll Ís- lands í Liechtenstein. Eftirlifandi eiginkona Gunnars er Evelyne Björg Biewer. Þau eiga tvo syni, Marc og Steve. Marc er kvæntur Bettinu Bjorg og á dótturina Sillu frá fyrra hjóna- bandi. Steve er kvæntur Bridget Bjorg og börn þeirra eru Erik og Hanna. Útför Gunnars fer fram í Liechtenstein í dag, 2. febrúar 2018. Einkenni goðsagna er að orðspor þeirra nær út yfir gröf og dauða. Goðsögn er þannig í eðli sínu hugtak sem nota skyldi af natni og heppilegri hógværð. Það má fullyrða að Gunnar Björgvinsson sé goð- sögn á sínu sviði. Fljótlega eftir að við Silla fórum að fella hugi saman varð mér ljóst að henni var rík fjöl- skyldutryggð í blóð borin. Ekki löngu seinna skildi ég að fjöl- skylda Maju, verðandi tengda- móður minnar, var ólík hefð- bundinni barnmargri fjölskyldu Íslands millistríðsáranna. Hún, ásamt Gunnari, er úr hópi að- eins átta afkomenda jafn- margra systkina, þar sem flest- ir úr hópnum bjuggu lengst af í húsi sem fjölskyldan reisti yfir sjálfa sig á Freyjugötu 5 í Reykjavík. Úr varð mikil nánd þriggja kynslóða, sem mótaði Gunnar og aðra í hópnum. Þegar ég var þarna að sperra fjaðrirnar fyrir rúmum þrjátíu árum heyrði ég fljótlega sögur af Gunnari. Það skal við- urkennt að fyrst um sinn hljómuðu sögurnar af Gunnari býsna reyfarakenndar í eyrum stráks af Snæfellsnesi. Með sannfæringarkrafti gagnvart Loftleiðahetjunum gefst bláfá- tækum unglingi úr Þingholtun- um færi á námi í flugvirkjun. Það hefði aldrei tekist nema fyrir tilstilli föðursystra hans á Freyjugötunni. Þær öngluðu saman af natni svo drengurinn kæmist utan til náms. Við tók þátttaka í stofnun og uppgangi Cargolux. Eitt leiddi af öðru, og Gunnar stendur uppi sem einn af frumkvöðlum flugvéla- leigu á heimsvísu. Sú grein veltir hundruðum milljarða dollara árlega og þúsundir manna hafa af henni atvinnu. Gunnar var einn þeirra fyrstu, og eljan bar árangur. Þegar Gunnar fór að venja komur sín- ar til Íslands árlega til laxveiða fékk ég nánari kynni af honum og hans heimi frá fyrstu hendi. Röð tilviljana leiddi til þess að undir aldamót lenti flugvéla- leiga á mínu ábyrgðarsviði hjá Flugleiðum, og það hefur reynst minn starfsvettvangur meira og minna síðan. Strax þá varð mér ljóst hve stór arfleifð Gunnars er á þessu sviði, og það var drjúgt veganesti að geta vísað í fjölskyldutengsl við slíkan mann. Hafandi lifibrauð af flugvél- astússi, þá brást aldrei að sækja í smiðju Gunnars þegar skyggni brast. Miklu síðar efndi Gunnar til samstarfs okk- ar á milli í viðskiptum. Fyrir vikið gafst ómetanlegt færi á nánari kynnum, sem ekki bar skugga á þó hann drægi sig í hlé úr viðskiptum. Alltaf skein í gegn hógværðin og fjölskyldu- tryggðin sem einkennt hefur litla hópinn af Freyjugötu 5, og þessi gildi erfðust til sona hans tveggja. Þannig bera barna- börn Gunnars, sem aldrei hafa búið á Íslandi frekar en for- eldrar þeirra, nöfn sem heiðra minningu föðursystra hans af Freyjugötunni. Þegar Gunnar þurfti á sérnöfnum að halda í viðskiptalegum tilgangi reikaði hugurinn oft heim í Þingholtin. Silla og fjölskylda kveðja einn úr fámennum hópi ætt- menna af sinni kynslóð. Ég votta þeim samúð mína, og kveð fyrirmynd og samstarfs- mann. Gunnar markaði skýr spor í viðskiptasögu Íslendinga á al- þjóðavettvangi með frum- kvöðlastarfi sínu á sviði flug- vélaviðskipta. Sú starfsgrein kveður goðsögn. Blessuð sé minning Gunnars Björgvinssonar. Sigþór Einarsson. Gunnar M. Björg ✝ Hjörtína DóraVagnsdóttir fæddist á Minni- Ökrum í Akra- hreppi, Skagafirði, 11. apríl 1943. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu 23. jan- úar 2018. Foreldrar henn- ar voru Vagn Gíslason frá Mið- húsum, Akra- hreppi, f. 6. nóvember 1901, d. 4. október 1986, og Fjóla Stef- ánsdóttir frá Þverá í Blöndu- hlíð, Skagafirði, f. 9. október 1914, d. 14. maí 2004. Systkini Hjörtínu: 1) Stefán Ingi, f. 7. október 1937, d. 27. október 2011. 2) Guðrún Þrúður, f. 17. janúar 1939, d. 23. maí 2007. 3) Aðalbjörg, f. 21. nóvember 1951. Hjörtína giftist 31. ágúst 1963 Ólafi Sigmari Pálssyni, rafvirkjameistara, frá Starra- stöðum, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, f. 25. maí 1938. For- eldar hans voru Páll Gísli Ólafs- son, f. 15. maí 1910, d. 12. jan- úar 1990, og Guðrún Kristjáns- dóttir, f. 11. júlí 1913, d. 17. júlí 2002. Hjörtína og Ólafur eign- uðust tvö börn. 1) Páll Arnar, rafvirkjameistari, f. 6. júlí 1963, kvæntur Lindu Hlín Sigbjörns- dóttur, f. 4. september 1963. Páll var áður í sam- búð með Ásdísi Guðmundsdóttur. Börn þeirra: 1) Val- dís Dröfn, f. 19. ágúst 1984. Eigin- maður hennar er Pétur Kristinsson. Börn þeirra: a. Sæ- dís Eir, f. 21. jan- úar 2014. b. Starri Freyr, f. 11. september 2015. 2) Ólafur Starri, f. 29. desember 1995. Sonur hans er Hinrik Páll, f. 11. mars 2013, móðir hans er Kolbjörg Katla Hinriksdóttir. Börn Lindu eru Steinunn, f. 17. ágúst 1989, og Þórarinn, f. 28. júní 1982. 2) Eva Hjörtína, hjúkrunarfræðingur, f. 23. desember 1968. Eiginmaður Hjörtur Skúlason, f. 23. október 1967. Sonur þeirra er Sigmar, f. 8. júní 2004. Áður átti Hjörtur Rebekku Rún, f. 22. maí 1997, móðir hennar er Rannveig Þórsdóttir. Hjörtína ólst upp á Minni- Ökrum en fluttist til Sauðár- króks um fermingu og bjó þar alla tíð. Hún starfaði við almenn verkakvennastörf en síðust árin starfaði hún í versluninni Rafsjá þar til hún lét af störfum. Útför Hjörtínu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 2. febrúar 2018, klukkan 14. Stormurinn geisar um heiðar og ég er miður mín að komast ekki leiðar minnar. Þá um kvöldið skall á enn meiri stormur. Ég fékk þá frétt að þú værir dáin, elsku Haddý mín. Hjarta mitt fylltist af sorg, reiði og dálitlum kvíða. Hvernig stendur á þessu öllu saman? Nú fæ ég aldrei aftur vöfflurn- ar þínar, skonsurnar, góðu sult- una og allt nammið sem þú áttir alltaf til. Okkur báðum fannst svo gaman að borða og þykir enn. Ég mun sakna þess að heyra snaggaralegu röddina þína. Þú heilsaðir mér alltaf með svo fal- legum orðum: „Sæl ljósið mitt, hvernig hefur þú það í dag?“ Það hefur engin kallað mig ljósið sitt nema þú. Ég á eftir að sakna mikið sam- tala okkar í síma og heimsókna. Það var svo gaman að heyra þig segja brandarana af litlu ungun- um þínum, sem þér þótti svo óendanlega vænt um. Elsku ljúfan mín, ég vil þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman. Ég ætla að kveðja þig með sömu orðum og þú heilsaðir mér með: Vertu sæl, ljósið mitt. Við hittumst í Sumarlandinu. Elska þig, þín systir, Aðalbjörg (Abba). Hjörtína Dóra Vagnsdóttir Það eru ekki alltaf þeir fyrir- ferðarmestu sem skilja eftir sterk- ustu minningarnar. Afi lét ekki mikið fyrir sér fara. Hann var alltaf til staðar, pass- aði alltaf upp á það að enga vantaði neitt, með hjálp ömmu auðvitað, og sá til þess að aðrir hefðu það sem best, jafnvel þótt það væri á hans kostnað. Hann tók venjulega vel í þá vitleysu sem oft kom út úr þeim yngri, hvort sem það voru synir hans eða barnabörn. Ég man ófá matarboðin þar sem synir hans sátu með honum inni í her- bergi eftir matinn og drukku kaffi. Þar skiptust bræðurnir á að rifja upp gamlar sögur úr sveitinni. Þeir spurðu afa reglu- lega út í hinar og þessar stað- reyndir og hlógu svo dátt. Afi sat við endann á borðinu og brosti yfir vitleysunni í þeim. Sama gerði hann yfir vitleys- unni í mér. Alltaf þegar ég reyndi að slá um mig með mis- gáfulegum athugasemdum gat ég treyst á það að við endann á borðinu sæti afi hlæjandi. Hann var líka tilbúinn að grínast sjálfur, þó oft væri það lúmskt. Ég man þegar ég heim- sótti afa og ömmu eitt sinn í sveitina fyrir nokkrum árum Guðmundur Fr. Vigfússon ✝ GuðmundurFriðrik Vigfús- son fæddist 28. júní 1932. Hann lést 12. janúar 2018. Útförin fór fram 20. janúar 2018. þegar afi var farinn að veikjast aðeins. Þar var verið að ræða kostnað þeirra lyfja sem hann þurfti að taka inn og þótti mikill. Þá verður hann undrandi þegar hann lítur á reikn- inginn sem amma var komin með og spyr hvernig í ósköpunum það geti verið að lyfin kosti svona mikið. Amma, sem sat á milli okkar afa, rífur til sín reikninginn, andvarpar og bendir honum á það að þetta sé ekki upphæðin heldur kenni- talan hans. Á meðan amma horfir á reikninginn lítur afi á mig með þessu líka svakalega stríðnisglotti. Afi var alltaf til staðar, sat á kollinum við enda borðsins eða í stólnum úti við glugga við út- varpið og hlustaði, brosti og hló eftir því sem átti við og þá ekki síst að vitleysunni í þeim yngri. En var svo vís til að stökkva af stað og blanda meira malt og appelsín eða hvað sem hann þurfti að gera á hverri stundu fyrir fólkið sitt. Það verður sennilega sú minning sem mun lifa sterkast með mér um ókomna tíð. Það og lúmski húmorinn sem hann hafði fyrir sjálfum sér og öðr- um. Hann var ekki sá fyrirferð- armesti en skilur eftir sig sterk- ar minningar sem munu lifa með mér um ókomna tíð. Þannig mun ég muna afa. Vignir Egill Vigfússon. Elsku pabbi og afi. Það var sárt að vera svona langt í burtu og fá þessar fréttir að allt væri búið hjá þér og ekki hlaupið fyrir okkur að komast heim, ekkert flug alla daga til Íslands og allt uppbókað. En nú ertu kominn á betri stað, þann stað sem þú þráðir að komast á og þú og mamma sam- einuð á ný. Minningarnar hrannast upp, sérstaklega þegar við sátum ein við eldhúsborðið í Króktúni og töluðum um liðna tíð, t.d. þegar þú varst á vertíð í Eyjum, þegar þú fórst fyrsta túrinn út á sjó, alltaf nóg að gera og erfiðis- vinna. Hvað þú ljómaðir þegar ég spurði þig út í fyrstu kynnin hjá ykkur mömmu og þú sagðir mér margt um þann tíma sem verður mér lengi í minni. Eins hvað okkur fannst gam- an í sláturtíðinni á Hvolsvelli þegar við, ég og þú, sváfum í verðbúðunum „Kúlusúk“ eins og þær voru kallaðar og já, það var margt brallað þá og svo flýtt sér heim eftir vinnu á laugardegi til að hjálpa mömmu með búskap- inn. Þú talaðir við mig um hvað þú kynnir vel að meta að Benni kom og settist á rúmbríkina hjá þér og þið töluðuð um allt milli himins og jarðar og ekki vantaði hjá þér að alltaf spurðir þú um hann og hvar hann væri að vinna núna. Strákarnir okkar töluðu um Ólafur Sigurþórsson ✝ Ólafur Sigur-þórsson fædd- ist 8. ágúst 1938. Hann lést 4. janúar 2018. Útför Ólafs fór fram 20. janúar 2018. hvað það var alltaf gaman þegar við fórum út að Orms- koti, því þá fór afi með okkur í bíltúr í sjoppuna að Stein- um og keypti fullan poka af nammi og gosflösku á meðan þú varst að hjálpa ömmu (mömmu). Það er kannski fyrst núna sem við Benni skiljum að það eru aðrar reglur hjá ömmu og afa þegar við erum orðin það sjálf. Svo komum við Benedikt Brynjar til þín milli jóla og nýárs og þú fórst að tala um hvað það væri gaman að Benni gerði nákvæm- lega það sama og pabbi hans gerði, gaf sér tíma til að koma inn til sín og setjast hjá mér og tala við mig um allt sem ykkur datt í hug. Þetta eru dýrmætar minningar sem við eigum öll hér með þér. Elsku pabbi, það var gaman að sjá hvað þú ljómaðir allur þegar þú fékkst fréttirnar af þínu fyrsta langafabarni og lét- um við mynd af þér og af honum Benedikt Leví með í kistuna hjá þér svo þú og mamma getið átt mynd af honum hjá ykkur. Elsku pabbi og afi, Guð geymi þig og varðveiti, risaknús á þig og þú knúsar mömmu og ömmu frá okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson) Þín dóttir, Sigríður Linda (Sigga Linda), Benedikt (Benni), Sigurður Einar, Benedikt Brynjar, Sveinbjörn Ólafur, Klara Sif og Benedikt Leví. Ástkær móðir okkar, amma og systir, BJARNEY ÁGÚSTSDÓTTIR, lést á heimili sínu 24. janúar sl. Jarðarförin fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, föstudaginn 2. febrúar, klukkan 13.30. Eva Dögg, Helga Bettý, Ágúst, Ríkey, Rakel og barnabörn Móðir mín, tengdamóðir og amma, SIGURJÓNA JÓNSDÓTTIR, Stigahlíð 26, Reykjavík, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug. Haukur Eggertsson Hildur Sveinsdóttir Steinunn Jóna Hauksdóttir Elsku Helga mín, ég sakna þín sárt. Við vorum svo góð- ar vinkonur þó að 10 ár séu á milli okkar. En nú ert þú komin til Guðs og ert ábyggilega að dansa gömlu dansana þar, þú hafðir svo gaman af því að dansa. Ég veit að þér líður vel núna og laus við öll veikindi, Drottinn er búinn að taka þau öll frá þér. Fyrir mörgum árum ákváðum við að heyrast alltaf á hverju sunnudagskvöldi og þessum sið Helga Steinunn Ólafsdóttir ✝ Helga SteinunnÓlafsdóttir fæddist 14. júlí 1937. Hún lést 11. janúar 2018. Útför Helgu fór fram 19. janúar 2018. héldum við alveg þangað til að veik- indi þín gerðu okkur þetta ekki kleift. Svo hittir þú Kristján vin þinn og þið voruð svo dugleg að koma til mín á laugardögum og þá var mikið spjallað og hlegið. Mig lang- ar að þakka fyrir all- ar góðar stundir og minningar sem við eigum saman elsku stóra systir, sakna þín sárt. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson) Lilja Rósa Ólafsdóttir (Rósa systir).

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.